Alþýðublaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur 'að. AlþýðublaSinu. Alþýðublaðið inn á ' 'hvert heimili. Hring- ið í síma 4900 eða 4908. Miðvikudagur 1. febrúar 1949 Börn ©g ungllngare Komið og seljið Alþýð ö blaðiö. Allir villjia kaupa Albýðublaðið. Björgunarafrek „Bjarna Ólafssonar": E sfaðahurðina í ERINDI því um myndlist, sexn Björn Th. Björnsson list- fxæðingur flytur í teiknisal Ilandíðaskólans í kvöld kl. 8.30 mun hann ræða um hina merku og fögru kirkjuhurð frá Val- þjófsstað, sem nú er geymd í þjóðminjasafninu hér. Svo sem kunnugt er var Valþjófsstaða- Iiurðin ásamt fjölmörgum öðr- um merkum ísl. gripum flutt úr landi burt. Um langt skeið var Iiún geymd í þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. I sambandi við Alþingishátíðina 1930 færðu Danir oss aftur þenna dýrgrip, sem efalaust má telja fegursta listaverk fornaldar vorrar. Með erindinu verða sýndar sltuggamyndir. Gefst tilheyr- endum einnig tækifæri til að sjá nákvæma, vandaða gibsaf- steypu af skurðflötum hurðar- innar. Afsteypur þessar, sem gerðar eru í Danmörku, gaf Handígaskólinn forseta íslands á s.l. hausti. Munu þær síðar verða settar upp í húsakynnum forseta að Bessastöðum. eki kom að „Verði" á sunnudags- nóíí og ágerðist svo,. að skipverj- ar íengu ekki við neitt ráðið ÞAÐ ER NÚ VITAÐ, sarnkvæmt frásögn skipverja á tog- aranum Verði, að mikill leki kom að skipinu aðfaranótt sunnu- dagsins, þar sem það var statt 160—170 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum á leið til Englands. Urðu skipverjar lekans ekki varir fyrr en snemma á sunnudagsmorguninn, en þá var j mikill sjór kominn í skipið, það tekið að hallast á bakborða og farið að liggja djúpt í sjó að framan. Það var um klukkan 6.30 á beittu ljóskösturum og komust sunnudagsmorguninn, að stýri- mjög nærri „Verði“. Var skip- maðurinn veitti því athygli, að ið þá allt í kafi að framan upp j skipið tók á sig óeðlilega mikla á miðja brú og hallaðist svo a'ð sjói og hallaðist á bakborða. J reykháfurinn nam við sjó. Voru Þegar skipverjar gættu betur j þó enn ljós um borð, en litlu KARIN MICHAELIS, hin þekkta danska skáldkona, er látin. „Fagurl er rökkrið” að sáu þeir, að mikill sjór var kominn í skipið framan lesta í netageymslunni og fremri há- síðar slokknuðu þau, og skip- stiórinn mun hafa látið stöðva vélar skipsins. Engin leið var BLÁU STJÖRNUNNI hafa að undanförnu borizt margar áskoranir um að taka aftur upp sýningar á „Fagurt er rökkrið“, en skemmtiskrá þessi hefur not- ið almennari vinsælda en nokkur önnur, sem Bláa stjarn- an hefur haft á boðstólum, og er þá mikið sagt. Verður fyrsta sýningin í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, en rétt þykir að benda fólki á, að aðeins getur orðið um örfáar sýningar að ræða að þessu sinni. setaklefa. Skipsmenn héldu til að koma björgunarbát eða öðru frá borði á „Verði“, þar eð skipið hallaðist svo mjög og veðurofsinn orðinn mikill, en um klukkan 6.20 sökk skipið og þá flaut björgunarbátur, fleki og fleira lauslegt uppi. Skip- verjar höfðu sett á sig bjarg- hringi og fóru allir í sjóinn, en 9 komust á kjöl á björgunar- bátnum, sem maraði í kafi og þrír komust á fleka. Tókst á skammri stundu að ná mönnunum af björgunar- bátnum og flekanum um borð í „Bjarna Ólafsson11, en skömmu síðar náðu skipverjar á „Bjarna“ þrem öðrum mönn- um, sem héldust uppi í bjarg- hringum, en einn þeirra, Jó- hann Jónsson vélstjóri, var lát- inn, er hann náðist. „Bjarni Ólafsson11 leitaði með kastljósum um slysstaðinn lengi eftir að ,,Vörður“ var sokkinn, en varð hinna fjög- urra aldrei var. „Bjarni Ólafsson“ sigldi beint til Akraness af slysstaðn- um og kom þangað í gærmorg- un, en hélt síðan til Reykja- víkur með skipbrotsmennina og leið þeim vel eftir atvikum. Skipstjórinn hafði þó meiðst nokkuð er honum var bjárgað af björgunarbátnum um borð í „Bjarna Ólafsson“, og var hann lagður hér í sjúkrahús. Hinir skipbrotsmennirnir ætluðu af stað til Patreksfjarðar í gær- kveldi. aftan til í skipinu og höfðu þeir því einskis orðið varir um nóttina. Var þegar tekið til við austur, en dælum var ekki unnt að koma þarna við, og brátt varð sýnilegt, að skip- verjar hefðu ekki undan við austurinn. Þar kom að lest- arhlerarnir létu undan fyrir vatnsþunganum, svo að lest- irnar fylltust. Um hádegið hafði „Vörður“ samband við skip, sem voru honum nærri, meðal annars togarann „Geir“ og síðar „Bjarna Ólafsson“ frá Akra- nesi,' sem kom til „Varðar“ um klukkan 2.30 og fylgdist með honum þar til yfir lauk. FRÁSÖGN SKIPSTJÓKANS Á „BJARNA ÓLAFSSYNI“ Alþýðublaðið hafði í gær- kveldi tal af Jónmundi Gísla- syni skipstjóra á togaranum „Bjarna Ólafssyni11, en hann og skipshöfn hans hefur unnið hið frækilegasta björgunarafrek með því að bjarga 14 mönnum af skipshöfn „Varðar“. Sagði Jónmundur að þegar- „Vörður“ hefði haft fyrst sam- bandi við sig, hefðu þeir á „Bjarna“ verið um 17 sjómíl- um vestar en „Vörður“, en um klukkan 2.30 kom „Bjarni Ól- afsson“ til „Varðar“, og sáu skipverjar á „Bjarna“, að „Vörður“ var djúpt í sjó að framan og mikið tekirin að hall- ast á bakborða. Veður var þá enn bærilegt, eða um 5 vind- stig, en sjór þungur. „Vörður“ var þó á hægri siglingu, en er dimma tók versnaði veðrið til muna og klukkan að ganga sex kom skeyti frá „Verði“ þar sem „Bjarni Ólafsson“ var beðinn að koma strax svo nærri „Verði“ sem unnt væri. _ Heltu skipverjar á „Bjarna Ólafssyni“ þá olíu í sjóinn, Málfundaflokkur F. U. MÁLFUNDAFLOKKUR Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík kemur saman í kvöld á venjulegum stað og tíma. Sameinuðu þjóðirnar veita sfyrki fil náms í ýmsum löndum Námið sé á sviði atvinnylifs, hagnýting náttúruauðæfa og stjórn bæjar- ©g ríkisskrifstofa. ! Rannsóknarlögregl- una vantar vlfni MEÐAL MERKUSTU MÁLA, sem afgreidd voru á síð- asta allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna, voru ályktanir þings- ins um veitingu námsstyrkja á sviði atvinnulífs, hagnýtingu náttúruauðaæfa og reksturs ríkis- og bæjarskrifstofa. Utan- ríkisráðuneytinu hafa nú borizt upplýsingar um tilhögun þess- ara mála. Árið 1950 munu verða veitt-* 1 ' 1 ir um 200 námsstyrkir til náms í ýmsum löndum, og er þess krafizt, að umsækjendur hafi 7—10 ára reynslu í þeirri grein, sem um er að ræða. Styrkir verða veittir til náms í um 80 greinum og. eru helztu flokk- arnir þessir: 1. hagskýrslur 2. iðnrekstur 3. samgöngumál (þ. á m. flugmál) 4. fjarskipti 5. landbúnaður og hagnýt- ing vatnsorku 6. fiskveiðar og hagnýting sjávarafurða 7. stjórn ríkis- og bæjarskrif- stofa. Námstími er áætlaður 3—-6 mánuðir. Umsóknir íslendinga ber að stíla til utanríkisráðu- nffytisins, og veitir það nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar n. k. SUNNUDAGINN 15. janúar ók vörubifreiðin R 2065 aust- ur Suðurlandsbrautina kl. um 11 f. h„ en snerist á veginum við gatnamót Grensásvegar vegna ísingar á götunni. Við þetta rakst bifreiðin á ræsi á veginum með þeim afleiðing- um, að maður, sem stóð aftan á vörupallinum meiddist tölu- vert. | Jeppabifreið kom þarna a& og ók slasaða manninum að Útskálum við Suðurlandsbraut, og óskar rannsóknarlögreglan að ná tali af manninum, sem ók jeppanum. :f Skjaldarglíma Armanns fer fram íþróttahúsinu við Hálogaland ------------- .».. —— Fimmtán keppendur, sem aSIir eru táld« ir mjög jafnir, þreyta glímuna. SKJALDARGLÍMA ÁRMANNS fer fram í íþróttahúsinis við Hálogaland í kvöld kl. 9, og eru þátttakendur að þessia sinni fimmtán, sem er óvenjulega mikið. Verður að vanda keppft um Ármannsskjöldinn, og enn fremur verður keppt um bikai' fyrir fegursta glímu. Handhafi skjaldarins er Guðmundur Guð- mundsson, en hann tekur ekki þátt í glímunni að þessu sinni, Skjaldarglíman hefur verið einn af merkustu íþróttaviðburð- um ársins, og hefur farið fram síðan 1908. ! Að þessu sinni er öruggt, að, keppnin verður jöfn, þar sem keppendur eru taldir mjög jafnir og er erfitt að gera upp á milli þeirra. Þeir eru þessir: Frá Ármanni: Steinn Guð- mundsson, Kristján Sigurðsson, Hjörtur Elíasson, Anton Sig- urðsson, Ingólfur Jónsson og Grétar Sigurðsson. Frá KR: Sigurður Sigurjónsson og Har- aldur Sveinbjarnarson. Frá Ungmennafélaginu Vöku: Sig- urjón Guðmundsson og Rúnar Guðmundsson, og loks frá Ung mennafélagi Reykjavíkur: Ár- mann J. Lárusson, Gunnar Ól- afsson, Hilmar Björnsson, Magnús Hákonarson og Þórður Jónsson. Myndir af öllum þeim, sem verið hafa handhafar Ármanns- skjaldarins síðan 1908, eru f glugga bókaverzlunar Lárusac Blöndal. ) Eldsvoði í Kamp Knox í fyrrakvöld í FYRRAKVÖLD varð elds- voði í Kamp Knox. Kviknaðf þar í íbúðarbragga og skemmc| ist hann mikið, og nær öll bú-< slóð og innanstokksmunir f j öl- skyldunnar, sem þarna bjóá eyðilagðist í brunanum. ; Þegar slökkviliðið kom §, vettvang, var mikill eldur í eldhúsinu og breiddist hanr® fram í ganginn. Slökkviliðinu! tókst þó von bráðar að ráða niðurlögum eldsins, en skemm<| ir voru þá orðnar miklar. {

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.