Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 5
FRIÐRIK ÓLAFSSON SKRIFAR UM SKÁKMÓTIÐ 6. UMFERÐ: Tal—Wade 1:0. Freysteinn—Gligoric 0:1. Friðrik—Ingi 1:0. Ingvar—Johannesen 0:1. Nona—Magnús Transti:Guðm. 'V«\xh. Arinbjörn—Jón biðsk. Engir óvæntir atburðir skeðu þetta kvöld, en nokkrar spenn- andi skákir voru tefldar þarna, áhorfendum til mikillar á- nægju. Var þar fremst í flokki skák þeirra Ingvars og Johanne sen. Tal-Wade. — Þessi skák læt- ur ekki mikið yfir sér, en er ákaflega athyglisverð ,,teoret- iskt“ séð. — Byrjunin var Sik- ileyjartafl: 1. e4< c5. 2. Rf3, Rc6. 3. d4, cxd4. 4. Rxd4, Rf5. 5. Rc3, (Wade beitti afbrigði, sem ekki befur allt of gott orð á sér í seinni tíð, enda varð raunin sú, að Tal náði fljótlega yfirburða- stöðu): 5. —, e5. 6. Rdb5, d6. 7. Bg5, a6. 8. Ra3, Be6. 9. Rc4, Rd4. (Ýnisir, þ. á. m. Larsen, eru þeirrar skoðunar, að 9. —, Hc8 SVEIN JOHANNESEN (Teikning Halldór Ólafsson). VOPHIH SHÉRUSTIHOND- UM SVEIHS JOHANHESEN sé betri leikur hér. Skákir frá svæðamótinu í Halle í sumar virðast staðfesta þetta).' 10. Bxf6, Dxf6. (Sennilega er 10. —, gxf6 eitt- hvað skárra. Hvítur heldur þá betra tafli með 11. Re3). 11. Rb6, — (Á þennan hátt kemst riddar- inn til d5 með leikvinningi). 11. —, Hb8. 12. Rcd5, Bxd5. 13. Rxd5, Dd8. (Við skulum doka við um stund og athuga þessa lærdómsríku stöðu. Fljótt á litið gæti mönn- um virzt, að staðan væri nokk- uð jöfn, en það er algjör mis- skilningur. Hvítur er með yfir- burðastöðu, sem sjá má af eftir farandi: Hvíti riddarinn á d5 er slórveldi, því að hann truflar alla liðskipan svarts og bindur hendur hansá marga vegu. Hann verður ekki hrakinn á brott. — Öðru máli gegnir um hinn svarta kollega hans á d4, því að hann verður auðveldlega rek inn á braut, eins og strax kem- ur fram í næsta leik. Hvíti biskupinn nýtur mikils frjáls ræðis og getur valið sér hent uga reiti, hvar á landi sem er Ekki verður það sama sagt urr biskupinn á f8. Svarta peðið r d6 er bakstætt og veikt). 14. c3, Re6. (14. —, Rc6 ætlaði Tal að svara með 15. Da4, Be7. 16. Bxa6, IIa8, 17. Bxb7l, Hxa4. 18. Bxc6f Iíf8. 19. Bxa4. Hvítur á nú auð- vcldlega unnið tafl). 15. g3, Be7. 16. a4, o-o. 17. Bh3, He8. 18. o-o, Bf8. 19. a5, Rg5. 20. Bf5, — (Wade fellur nú í gildru, sem Tal hefur búið honum). 20. —, g6? (20. —, Kh3 var betra). 21. Bd7! — (Hvítur vinnur nú skiptamun, hvernig sem svartur fer að). 21. —, IIc6. 22. Bxe6, fxe6. 23. Rb6. — Tal vann auð- veldlega í nokkrum leikj- um til viðbótar. Freysteinn-Gligoric — Gligor- ic beitti Griinfeldsvörn gegn drottningarpeðsbyrjun Frey- steins: 1. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rc3, d5. Skákin þræddi lengi vel troðnar slóðir og í 14. leik brá Freysteinn fyrir sig skipta- munsfórn, sem ýmsir hafa álitið vænlega til árangurs, en mikill styrr hefur staðið um. Ekki tckst Freysteini að sýna fram á réttmæti fórnarinnar í frarn- haldinu og tóku svörtu mennirn ir brátt að færa sig upp á skapt ið. Þegar leiknir höfðu verið um 25 leikir, var sókn hvíts al- gjörlega runnin út í sandinn og átti Gligoric þá auðvelt með að færa sér liðsyfirburði sína í nyt. Gafst Freysteinn upp skömmu seinna. Friðrik-Ingi. — Ingi svaraði kóngspeðsbyrjun Friðriks með Caro-Kann-vörn: 1. e4, c6. 2. d4, d5. 3. Rc3, dxe4. 4. Rxe4, Rd7. 5. Bc4, Rgf6. 6. RxRf, RxR. 7. Rf3 o- s. frv. Hvíti tókst að verða sér úti um biskupaparið í byrjuninni, en svartur fékk í staðinn frjálsa stöðu og gott spil fyrir menn sína. í fram- haldinu fóru allar aðgerðir beggja fram á e-línunni, sem var eina línan opin á borðinu og hafði Ingi heldur betur í þeirri viðureign framan af. Um síðir fór máttur hvítu stöðunn- ar að segja til sín o.g virtust allar líkur á því, að stórfelld uppskipti tnundu eiga sér stað, sem að lokum leiddu til að- eins hagstæðara endatafls fyrir hvít. Inga líkaði þetta ekki sem bc-zt og lagði til ótímabærrar atlögu á miðborðinu, sem að lokum kostaði hann skiptamun. Atti Friðrik þá ekki í miklum vandræðum með að færa skák- ina til sigurs. Ingvar-Johannesen. — Ingvar var all-vígreifur og fórnaði manni snemma tafls fyrir tvö peð og sókn: 1. e4, e5. 2. Rf3, Rc6. 3. Bb5, a6. 4. Ba4, b5. 5. Bb3, Ra5. 6. Bxf7f, Kxf7. 7. Rxe5f, Ke7. 8. d4 o.s.frv. Sótti hann all-stift á í framhaldinu op fórnaði von bráðar skipta- mun til viðbótar manninum. — Virtist á stundum, sem sókn hnns væri að verða af.eerandi, en Johannesen tókst stöðugt að finna mótleiki og sjá við öllum hótunum. Smám saman varð ljóst, að sóknarmáttur hvíta taflsins var ekki nægur og liðs- yfirburðir svarts fóru að segja til sín. Þegar leiknir höfðu ver- ið um 30 leikir var sóknin al- gjörlega runnin út í sandinn og gafst Ingvar þá upp. Nona-Magnú/s. — Caro-Kann: 1. e4, c6. 2. d4, d5. 3. Rc3, dxe4. 4. Rxe4, Rf6. 5. Rg3, e5. 6. dxe5, DxDf y. KxD, Rg4 o. s. frv. — Lítið markvert skeði eftir þetta og hélzt staðan í jafnvægi allt taflið út. Að vísu mun Nonu hafa orðið á einhver smá- vegis fingurbrjótur rétt fyr- ir lokin, en Magnúsi yfir- sást þetta og varð Nonu ekki meint af. Sömdu þau um jafntefli nokkru síðar. Trausti-Guðmundur. — Byrj- un Kóngs-indversk vörn: 1. d4, Rf6. 2. c4, c5. 3. d5, e6. 4. Rc3, cxd5. 5. cxd5, d6. 6. e4, g6. — Guðmundur lék byrjunina nokk uff ónákvæmt og tókst Trausta þá að byggja upp vænlega sókn- arstöðu. Ekki virtist hann þó kunna að notfæra sér þetta, og tókst Guðmundi smám saman að rétta sinn hlut. í miðtaflinu' urðu miklar sviptingar, sem leiddu til uppskipta og jöfnun- ar taflsins. Sömdu teflendur um jafntefli skömmu síðar. Arinbjörn-Jón. — Nimso-ind- versk vörn: 1. d4, Rf6. 2. c4, e6. 3. Rc3, Bb4. Arinbjörn náði miklu betri stöðu eftir að Jóni höfðu orðið á mistök í byrjun- inni, og jók hann sífellt yfir- burði sína. í miðtaflinu var Jón mjög aðþrengdur og neyddist hann þá til að láta af hendi eitt peða sinna. Síðan áttu sér stað mikil uppskipti og kom að lokum fram hróksendatafl, þar sem Arinbjörn átti tvö peð yf- ir Er ósennilegt, að Jón tefli biðskákina áfram. Biðskákir 21. janúair. Ingi — Guðmundur %—% (1. umferð) Trausti — Jón 1—0 (2. umferð) Gligoric — Guðmundur 1—0 (3. umferð) Johannesen — Friðrik 0—1 (5. umferð) Arinbjöm — Jón 1—0 (6. umferð) Ingvar — Trausti %—% (5. umferð) Ingi — Guðmundur. Ingi átti auðunnið tafl í bið- stöðunni, en varð á furðulegur fingurbrjótur í framhaldinu, sem fyllilega leiddi til jöfnunar taflsins. Trausti — Jón. Jón hafði staðið betur allan tímann, og fórnaði manni fyrir 3 peð. Þetta reyndist honum ekki vel, því að Trausti virtist fá betri möguleika í framhald- inu. Skákin hefði að réttu lagi átt að enda með jafntefli, en í miklu tímahraki urðu Jóni á mistök, sem leiddu til vonlausr ar stöðu fyrir hann. Gafst hann þá upp. Gligoric — Guðmunduir. Gligoric hafði alltaf undirtök- in í skákinni, en Guðmundur varðist af mikilli hörku og tókst l'engi vel að sjá við öllum hót- unum andstæðings síns. Staðan þoldi hins vegar ekki álagið, er til lengdar lét, og fékk Guð- mundur ekki umflúið örlög sín. Johannesen — Friðrik. Byrjunin var hið lokaða af- brigði Sikileyjartaflsins: 1. e4, c5 2. Rc3, Rc6 3., g3, g6 4. Bg2, o.s.frv. Fátt markvert skeði framan af. Þegar komið var fram í miðtafl var staðan nokk- uð jöfn og virtist sem hvorugur ætti kost á að leggja til atlögu. Þá skeði það óvænta, að Jo- hannesen hóf aðgerðir á mið- borðinu í þeim til'gangi að sundra peðastöðu andstæð- ingsins, en vopnin snérust í höndum hans og svartur náði betra tafli. Svartur skipti upp á drottningu og hrókum, og veitti hvíti síðan tvípeð á c-lín- unni. Nægði það til vinnings í endataflinu. Arinbjörn — Jón. Jón gafst upp án þess að tefla frekar, enda var staða hans vonlaus. Ingvar — Trausti. Trausti virtist hafa betri stöðu í biðskákinni en gagnfæri Ingvars voru allhættuleg, og varð Trausti að taka fullt tillit til þeirra. Eftir miklar svipt- ingar og uppskipti jafnaðist staðan og sömdu keppendur um jafntefli skömmu síðar. í gær var tefld 7. umferð, en í kvöld verður 8. umferð tefld. Þá eigast við: Friðrik-Gligoric, Arinbjörn—Guðmundur, Frey- steinn—Wade, Nona—Jón, Trausti—Tal, Ingvar—Magnús, Johannesen—Ingi. Röðin að loknum sex umferð- um er nú þessi: 1. Tal 6 vinn- inga 2. Friðrik 5% v. 3. Gli- goric 5 v. 4. Johannesen 3 v. + 1 biðskák. 5. Ingi 3 v. 6 Nona 2% v. + 1 biðskák. 7.—10. Ingvar, Guðmundur, Magnús og Trausti 2% v. hver. 11.—12. Wade og Arinbjörn 2 v. hvor. 13. Jón IV2 v. 14. Freysteinn % v. Sjómannasamb. andmælir STJÓRN Sjómannasambands ís- lands kom saman til fundar, þriðju daginn 21. jan. 1964, til þess að ræða nýúrskurðað fiskverð, er skuli gilda vetrarvertíðina 1964. Eftii-farandi samþykkt var gjörð: ■ „Stjórn sambandsins telur útilok- að með öllu, að á sama tíma sem orðið hefur kauphækkun hjá öllum þeim, sem á landi vinna, er nemur það minnsta 30—90% á árinu 1963, eigi kjör fiskimanna að standa í stað, frá ársbyrjun 1963, og þó raun- verulega að rýrna frá því sem þau voru á s.l. ári, þar sem verð það er þeir eiga að fá fyrir sinn hl'ut úr afla hefur verið ákveðið það sama og gilti á s. 1. ári, en hlutaskipti á bátum eru óbreytt og verða til árs- loka 1964 og ekki hægt að gera ráð fyrir auknu aflamagni frá því sem var á s. 1. vetrarvertíð. Fiskimennirnir — undirstöðustétt atvinnulífs þjóðarinnar, er því sú elna atvinnustétt þjóðfélagsins, sem dæmd er til þess að taka á sig stór- aukna hækkun á lífsnauðsynjum ón þess að fá þá hækkun bætta að nokkru. Stjórnin mótmælir því harð lega fiskverði því, sem oddamaður yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins hefur úrskurðað að giida skuli fyrir yfirstandandi vetrarver- tíð, sem óraunhæfu og allt of lágu. Þá vill stjóm sambandsins stór- lega efast um, að uppkveðinn úr- skurður oddamanns yfirnefndar, standist skv. lögum um Verðlagsráð sjávarútvegsins þar sem úrskurður- inn er uppkveðinn af honum einúm, er. í niðuriagi 9. gr. nefndra laga seg ir: . . . „og ræður meirihluti atkv. úrslitum”, en yfirnefndin var skipuð fimm mönnum. Að lokum mótmæiir stjórn Sjó- mannasambandsins þeirri lögskýr- ingu, er kemur fram í greinargerð oddamannsins fyrir uppkveðnum úr- skurði um fiskverðið, að leggja skuli ti! grundvallar verðákvörðunum ein- göngu eða aðallega það, hvaða verð fæst fyrir fisk og fiskafurðir á er- lendum markaði, svo og vinnsiu- kostnað í landi. Fái þessi lögskýring staðizt sér stjórn sambandsins engan tilgang þess, að lögum um Verðlagsráð sjáv arútvegsins óbreyttum, að sjómanna samtökin og samtök útvegsmanna eigi fulltrúa í Verðlagsráðinu". TÍMINN, fimmtudaginn 23. janúar 1964. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.