Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Tómas Amason. — Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjómarskrifstofur i Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., simi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Ranglætið í öndvegi Morgunblaðið reynir í forystugrein sinni í fyrradag að bera brigður á þær staðhæfingar Tímans, að núverandi ríkisstjórn þrengi af yfirlögðu ráði að bændum og sam- vinnufélögum, og einn liður í því sé að minnka afurðalán til bænda- Þótt blaðið hnekki þessu ekki með neinum haldkvæmum rökum, er rétt að rekja enn staðreyndir þessa ranglætismáls. Landbúnaðurinn þarf síaukið fjármagn eins og aðrir atvinnuvegir, vegna vélvæðingar og annars stóraukins búkostnaðar, og það verður æ tilfinnanlegra fyrir bónd- ann að bíða langtímum eftir kaupi fyrir vinnu sína og þeirra, sem með honum vinna við búið, enda ekki til slíks ætlazt af neinni annarri stétt í landinu. Sjávarút- vegurinn fær sín afurðalán til þess að greiða sjómönn- um og útvegsmönnnum, áður en afurðir eru seldar. Rétt- ur íandbúnaðarins til hins sama er viðurkenndur af öll- um réttsýnum mönnum. Löngu áður en bóndinn fær greiðslu fyrir afurðir sínar og án tillits til hvernig sala þeirra gengur, verður hann að kaupa rekstrarvörur: vélar og varahluti, benzín og olíur, fóðurbæti, áburð, grasfræ o. fl. Sé um aðkeypt vinnuafl að ræða, verður hann að greiða kaup, hvað sem líður sölu afurðanna. Árið 1958 voru afurðalán Seðlabankans 67% af verði landbúnaðarframleiðslu. Þetta hefði þurft að auka en ekki minnka, en núverandi ríkisstjórn ákvað að kreppa að bændum og lét lánin standa í stað að krónutölu næstu fjögur ár, en það þýddi stórkostlega lækkun miðað við verðlag varanna og kostnað við búrekstur. Þrátt fyrir þetta reyndu sölufélög bænda að greiða svipað hlutfall fyrir fram eða hærra, af því að bændur gátu ekki án þess verið. Þau lækkuðu ekki þessar greiðslur sínar til jafns við lækkun afurðalána, en þetta varð þeim þungur baggi, því að rekstrarfé þeirra er mjög naumt, enda leik- ur stjórnarinnar fyrst og fremst gerður til þess að hnekkja á þeim. Loks lofaði ríkisstjórnin s l. haust fyrir atbeina trún- aðarmanna bænda og landbúnaðarráðherra að afurða- lánin skyldu hækka í 55%. Efndirnar urðu þær, að lánin urðu aðeins 51% hæst og jafnframt enn dregið úr þeim með nýjum úthlutunarreglum. Morgunblaðið dylgjar með það, að samvinnufélögin haldi hjá sér fé, sem bændur greiði þeim fyrir rekstrar- vörur. Svarið við því fleipri er sú staðreynd, að á árinu 1963 stórjukust skuldir viðskiptamanna við kaupfélögin, en þeir eru flestir bændur, sem þar kaupa mestan hluta rekstrarvara sinna, fóðurvörur, áburð og annað. Hvað af þeim skuldum hefur myndazt vegna hverrar einstakr- ar vöru, verður vitanlega ekki sagt um, enda skiptir það engu máli. Það, sem skiptir máli er, að fjárhagsandinn. sem stafar af þeirri stefnu sem ríkir í landinu um lána- mál landbúnaðarins, leggst með sívaxandi þunga á sam- vinnufélögin og bændastéttina alla. Þennan vanda verður að leysa, en það verður ekki gert, nema breytt sé um stefnu. Samvinnufélögin hafa ekki bolmagn til þess að fullnægja rekstrarfjárþörf land- búnaðarins og brúa bilið, sem verður milli framleiðslu afurðanna og lokagreiðslu þeirra til bænda. Þeir, eim> stétta geta elcki beðið eftir kaupi sínu í marga mánuði Og krafa sú, sem bændasamtökin hafa hvað eftir annað sett fram, er ekki um 51% afurðalán. og ekki heidu'’ um 67%, heldur allt að 90%. Þannig líta bændur og full- trúar þeirra á málið. T^ÍMINN, fimmtudaginn 23. janúar 1964. — ANT0N M0HR: “ r' “ "" ' 111 - Meörök og mótrök í deilunni milli Araba og Gyðinga ísrael verSur hætt, þegar Arabar eflast ARABABANDALAGIÐ rek- ur skrifstofu í Damaskus til þess að stjórna aðgerðum gegn ísrael. f desember í fyrra var sent bréf frá þessari skrif- stofu til hins fjársterka enska tryggingarfélags Norwioh Uni- on. f bréfinu var þess krafizt, að framkvæmdastjóri félagsins Mancroft lávarður, væri þegar látinn víkja frá störfum- Ástæð an var, að Mancroft lávarður átti mikil skipti við ísrael. Á það var bent í bréfinu, að Nor- wich Union þyrfti ekki að gera ráð fyrir fjárhagslegum skipt- um við arabisku ríkin framveg- is, ef þessarri kröfu yrði hafn- að. Skipti Norwich Union við Israel voru hverfandi lítil í sam anburði við fjölbreytta og um- fangsmikla hagsmuni, sem fé- lagið hafði að gæta í ríkjum Araba. Stjórn félagsins taldi sig því knúna til að verða við kröfunni. Framgangur, þessa máls vak- ir vafalaust enn í minni manna. Undanlátssemi félagsins olli mikilli beizkju í Bretlandi og sætti hvassri gagnrýni. Fólk hefir átt því að venjast, að Arabar legðu bann á skip og fyrirtæki, sem skiptu við Isra- el. En í þetta sinn var banninu beint að ákveðnum einstak- lingi. STÓRBLAÐIÐ Times birti forustugrein um málið 9. des. og fyrirsögnin var „Umburðar- leysi“. Þar var því haldið fram, að þarna væri um að ræða alveg nýtt fyrirbæri í efnahags legum skiptum milli þjóða. Ef þetta yrði viðtekin venja ætti hvaða ríki sem væri beina og greiða leið til afskipta af innri málefnum annars ríkis. Loka- orðin í greininni voru, að það væri furðulegt, að Norwich Union skyldi ekki hafa vísað málinu frá alveg ákveðið og taf arlaust. Eg hefi ekki nægan kunnug- leika á málefnum til þess að leggja dóm á þetta atriði. f þess stað vil ég reyna að skýra stuttlega ástæðurnar fyrir því linnulausa hatri, sem arabisku þjóðirnar hafa sýnt Israelsríki allt frá því að það var stofnað. Þegar um svo margslungið mál er að ræða væri órétt að neita að hlýða á annan aðilann. Unnt er að skilja bæði sjónarmiðin og jafnvel að virða þau nokk- urs. AFSTAÐA Gyðinga er þessi: Þetta er okkar land. Hér myndaði Davíð konungsríki sitt og hér kom Salómon sátt- málsörkinni fyrir í musterinu. Eftir þetta bjuggum við meira en þúsund ár í þessu landi. Ár- ið 70 eftir Krist rændu Róm- verjar Jerusalem, musterið brann til ösku og þjóð okkar var rekin burt úr landinu og jig dreifðist í allar áttir. Senn eru i liðin tvö þúsund ár síðan þetta I gerðist og alla þá tíð höfum 8 við verið eltir. ofsóttir og hriáð | ir meira en nokkur önnur þjóð f Við höfum orðið að þola tak- | markalausar þjáningar og nauð 1 'r okkaí- V>afa vo’-i55 óon-ianlef! ar. En við höfum ávallt lifað á sannfæringunni um, að okk- ar tími kæmi, okkur yrði að lokum leyft að snúa aftur heim til lands feðranna. Við biðum og biðum, þolin- móðir í þjáningunni. Og loks komu heimsstríðin tvö og tæki ESKOL, forsætisráSherra fsraels. færi okkar um leið. Vestur- veldin lofuðu okkur að tryggja okkur þjóðlegt heima í Pale- stínu til endurgjalds fyrir þá aðstoð, sem við gátum veitt þeim, vegna dugnaðar okkar og auðæfa. si Það iér þetta'lieitj sem nú er NASSER, forseti Egyptalands. verið að efna. Ríkið fsrael hef- ir að lokum verið endurreist, en það hefir kostað óhemju miklar fórnir, bæði í góssi, gulli og blóði. Okkur er það fyllilega Ijóst, að ísrael er bæði veikt og ófullnægjandi, eins og landamæri þessi eru nú. Engu að síður er þetta okkar land, okkar þjóðlega heima, sem við höfum unnið til í blóðugum bardaga móti grúa öflugra fjenda, eftir nálega tvö þúsund ára útlegð. Heimurinn getur verið þess fullviss, að við mun um einnig berjast til síðasta manns, já, til síðustu konu, til þess að tryggja komandi kyn- slóðum þetta ættaróðal. Þetta var málstaður Gyðing- anna. SVAR ARABA er svohljóð- andi: Okkur er fullvel ljóst, að Gvðingar bjuggu í Palestínu á dögum Davíðs konungs og þús- und ár eftir það. Og við berum djúpa lotningu fyrir þeirri menningu, sem þeir sköpuðu á þeirri tíð. Við vitum, hve trú okkar og öll þjóðfélagsskipan er í ríkum mæli mótuð af áhrif um hinna miklu spámanna Gyðinga. En við vitum einnig, að Gyð- ingar voru hraktir burt frá Palestínu árið 70 eftir Krist og okkar þjóð settist að í landinu. Samkvæmt okkar trú er hinn heilagi múr í Jerusalem einn af æðstu helgidómum, jafn- framt Kaaba í Mekka, og svo hefir verið síðan á dögum Mú- hameðs. Okkar þjóð hefir nú búið í Palestínu í tæp tvö þúsund ár. Og við ætlum okkur ekki að yfirgefa hana aftur. Hvað munduð þið Norðmenn segja, ef til ykkar stranda kæmi ó- kunn þjóð, sem gerði kröfu til að henni væri afhent landið, af því að hún hefði búið þar átta hundruð árum fyrir orr- ustuna í Hafursfirði? Þannig lítur þetta út frá sjónarmiði okkar Araba og ekki öðru vísi. Við höfum ekkert út á Gyð- inga að setja sem þjóð. Okkur hefir ávallt komið vel saman við þá allt til þessa. Við höfum aldrei þekkt Gyðingahatur eða Gyðingaofsóknir, eins og tíðk- aðist á Vesturlöndum. Því er þvert á móti svo varið, að Gyð ingar gátu ávallt vænzt aðstoð- ar okkar og áttu hjá okkur öruggt athvarf, þegar þeir voru ofsóttir hvað mest á Vestur- löndum. En við erum alveg eindregið andstæðir stofnun Gyðingarík- is í Palestínu. Þessi andstaða okkar hefir eðlilega magnazt við það, að ættmenn okkar hafa verið reknir nauðugir og með harðri hendi af fornum óð- ulum sínum, eins og gerzt hef- ir í Palestínu. Þetta munum við aldrei viðurkenna og gegn þessu ætlum við að berjast af allri orku. Gleymið því ekki, að Gyðing- ar um heim allan eru aðeins 12—13 milljónir að tölu, en fylgjendur Múhameðstrúar eru meira en 300 milljónir. Enda þótt þessar 300 milljónir manna muni naumast verða virkir þátttakendur í barátt- unni þá eigum við engu að síð- ur mjög öflugt tæki, þar sem er Arababandalagið, sem stofn að var árið 1945 og hefir það yfirlýsta markmið að berjast gegn ríkinu ísrael, með öllum tiltækum ráðum, einnig banni. íbúar Arabaríkjanna sjö, sem eru aðilar að bandalaginu, eru nú hálf fimmtugasta og þriðja milljón að tölu. Það er ná- kvæmlega tuttugu og fimm sinnum fleira en íbúar fsraels, sem nú eru 2,1 milljón. En bandalagið sigraði ekki í stríð inu gegn ísrael árið 1948. Þá voru meðlimirnir sundraðir inn byrðis og auk þess illa búnir að vopnum undantekningarlaust. HVORUGT þetta er fyrir hendi í dag. Hinar arabisku þjóðir það hefir orðið til sam-arabisk Framhald á 13. síðu. J Z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.