Tíminn - 01.02.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.02.1964, Blaðsíða 2
Föstudagur, 21. janúar. NTB-Genf. — Fulltrúi Banda. ríkjanna á afvopnunarráðstefn- unni í Genf lagði tii í dag, að Bandaríkin og Sovétríkin hættu framleiðsiu eldflauga, sem girandað geta langdrægum eld- flaugum. NTB-London. — Bandaríkin og Bretland lögðu í dag fram tillögu um, að sendur yrði al- þjóðlegur her til Kýpur, sem yrði undir yfirstjórn Breta. Þessi her ætti að koma frá Nato-rikjunum, í allt 10.000 menn. NTB-Bonn. — Deildairstjóri í öryggisþjónustu vestur-þýzku g'læpalögreglunnar, Ewald Pet. ers, var handtckinn í dag, grun aður um fjöldamorð á Gyðing- imi í síðari hcimstyrjöldinni. NTB-Bern. — Franska stjórn- in hefur krafizt þess, að sviss- neska stjórnin afhenti þeim Georges Watin, fyrrverandi leiðtoga hryðjuverkasamtak anna OAS. Fullvíst má telja, að svar Sviss verði neitandi. NTB-París. — Hafin er rann- sókn í máli franska líffræð- ingsins Gaston Naessens, sem lýsti því yfiir fyrir nokkru, að hann hefði fundið upip nýtt serum. Sú „uppfynding“ reynd- ist vera cintóm svik. NTB-Oslo. — Nýræktin í j| Noregi á þessu ári nam 60.000 | hektara. NTB-Oslo. — Umferðin hjá | SAS á leiðinni Noregur—New | York var í síðustu viku 106% | meiri en í fyrra. Frá því vetirar- H áætlunin hófst, hefur umferðin N aukizt um 98% frá því á sama | tíma s.I. ár. NTB-Moskvu. — Miðstjórn i Komúnistaflokks Sovétríkjanna ~ mun hefja nýja áróðursherferð gegn trúarbrögðunum. Ætla | þeir m.a. að koma á skyldu- R kennslu í „guðleysi" við sér- 1 stakar deildir háskólanna. NTB-Madrid. — 33 menn og 1 konur standa fyrir rétti í Ma- | drid, ákærð fyrir tilraun til að fí enduirstofna spánska sósíalista- j.j flokkinn. Málinu hefur tvisvar F sinnum verið frestað. NTB-Kaupmannahöfn. — Danska verðvísitalan steig um | 1.4% í janúar, og er nú 103 i stig. Öll laun eru vísitölu- i tryggð í Danmörku, og hækka | þau því í all't um 600—700 mill- tó jónir danskra króna. NTB-Wiesbaden. — Menn. i irnir þrír, sem létust, er flug- b vél þeirra var skotin niður yfir f.i A-Þýzkalandi s.l. þriðjudag, ■ ■ voru í dag fluttir til lierstöðv- ^ arinnar í Wiesbaden. NTB-Moskvu. — Armenski | óperusöngvarinn Vladimir Jo- | nessian var dæmdur til dauða 1 í dag, vegna sex morða, sem | hann framdi í Moskvu. Hann | verður skotinn. Nguyen Khanh, byltingarleiðtoginn í S.-Vietnam, vill mynda stjórn allra flokka: „EYÐING ÓGNAR S'■ VtETNAM" NTB-Saigon, 31. janúar Leiðtogi byltingarinnar í S-Vietnam, Nguyen Khanh Norðmenn seldu síld íslendinp JK-Reykjavík, 31. janúar Norðmenn stóðu sig held ur ver en íslendingar í síld arsöltuninni í sumar sem leið. Þeir veiddu óvenju lít- ið af síld og gátu ekki stað ið við gerða samninga við Rússa um saltsíldarkaup, en hins vegar gátu íslendingar saltað mun meira en upp í samninga. Norðmenn tóku því það til bragðs að kaupa umframsöltunina af íslandi, um 18 þúsund tunnur, og selja hana Rússum upp í samninga. -J SLÖKKVSLIÐIÐ KJ-Reykjavík, 31. janúar Tvö brunaútköll voru hjá Slökkviliðinu í morgun. Að Brúna vegi 3 kviknaði í rusli, og var eld- urinn fljótt slökktur. f Brautarholti 8 hafði mótor brunnið yfir á Trésmíðaverkstæði Mj ólkursamsölunnar. KVÖLDVAKA N0RRÆNA FÉLA6SINS Norræna félagið í Reykjavík efnir til kvöldvöku í Þjóðleikhúskjall- aranum sunnudaginn 2. febrúar n. hershöfðingi, hefur titlað sjálf an sig sem formann bylting- arráðsins, og yfirmann hers- ins. Hann varaði þjóð sína við í dag, og sagði, að Suður-Víet- nam væri ógnað með algjörri eyðingu. Hann sagði einnig að Duong Van Minh, fyrrverandi byltingarleiðtogi, væri nú ráð gjafi byltingarráðsins. Khanh hershöfðingi hélt blaða- mannafund í dag, og sagði að stjórn Nguyen Nogoc Tho væri farin frá völdum, og að hann myndi reyna að mynda stjórn allra k. kl. 20,30. Meginatriði dagskrár- innar eru: Lars Elmer, sendikennari við Háskóla fslands flytur stutt erindi um sænska skáldið Gustaf Fröd- ing. Guðjón Ingl Sigurðsson, leik ari, les sænsk ijóð í þýðingu Magn- úsar Ásgeirssonar. Sýnd verður litkvikmynd frá Svíþjóð og fleira verður til skemmtunar. Aðgangur er ókeypis fyrir fé- lagsmenn og gesti þeirra. Ekki hvað sízt eru þeir, sem dvalizt hafa á Norðurlöndum við nám eða störf, hvattir til að sækja kvöldvökuna. Þetta er ágætt tæki færi fyrir þá til að hittast og rifja upp gömul kynni. Enn fremur vill félagið þannig ná til sem flestra Norðurlandabúa, sem hér dvelja um lengri eða skemmri tíma og þá ekki sízt unga fólksins. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Frá Stokkseyri BT-Stokkseyri, 30. janúar Héðan eru nú gerðir út fjórir bátar og eru tveir þeirra byrjaðir. Þeir hafa farið út tvisvar—þrisvar sinnum, en gæftir hafa verið mjög stopular. Verið er að ljúka bygg- ingu hins nýja frystihúss hér á Stokkseyri og verður það væntan- lega tilbúið um mánaðamótin febr- úar og marz. LANDSBANKAÚTIBÚ SANDGERÐI GJ-Sandgerði, 31. janúar. f DAG var opnað í Sandgerði útibú Landsbankans, og verður það framvegis opið á þriðjudöguni kl. 2—4, og á föstudöguni kl. 2—5. Útibúið, sem er að Suðurgötu 10. er svipað því, sem reist var í Grindavík á s. 1. ári, og mun Ari Jónsson veita því forstöðu. Gjald- keri er Jónas Sörensen. Margt fólk var viðstalt opnun- ina, þar á meðal bankastjórar Landsbankans. stjórnmálaflokka landsins, svo að baráttán gegn kommúnismanum yrði sem víðtækust. Khanh sagði einnig að hershöfð ingjarnir fjórir, sem handteknir voru í gær, væru enn þá á lífi, og að þeir myndu fá réttlátan dóm, Hann taldi byltinguna vera eins konar hreinsun í byltingarráðinu, og talið er að 53 hershöfðingjar og háttsettir herforingjar hafi skrifað undir tilkynninguna um, að Khanh hershöfðingi sé hinn eini leiðtogi landsins. Khanh lagði áherzlu á, að tillaga de Gaulle Frakklandsforseta, um hlutleysi S-Víetnam, væri afskipti af innanríkismálum landsins, og að þess vegna yrði stjórnmálasam bandinu við Frakkland slitið. Stýrimannanámskeið í Vestmannaeyjum NÁMSKEIÐ fyrir hið minna fiskimannapróf sem haldið var í Vestmannaeyjum á vegum Stýri- mannaskólans í Reykjavík á s. 1. hausti lauk 14. þ. m. Forstöðumað ur var Guðjón Ármann Eyjólfsson sjóliðsforingi í Vestmannaeyjum. Auk hans kenndu 5 aðrir kennarar við námskeiðið. Öll skrifleg próf komu frá Sjó- mannaskólanum í Reykjavík. Próf dómarar voru auk forstöðumanm, Páll Þorbjörnsson fyrrum skipstj- hér í bæ, og Benedikt Alfonsson, kennari við Sjómannaskólann í R- vík, sem jafnframt var formaður prófnefndar. Útskrifaðir voru 13 stýrimenn. Hæstu einkunn hlaut Páll Bergs- son, ættaður frá Hofi í Öræfum. Hlaut hann ágætiseinkunn 102 st., 7,29. Níu nemendur hlutu 1. eink- unn, 3 aðra einkunn. Þeir, secn luku prófi voru: FRÁ EVRÓPURÁÐ! Á vegum Evrópuráðsins hefur nýlega verið gengið frá samningi um einkaleyfi. Sérfræðinganefnd samdi texta samningsins, og átti Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytis- stjóri sæti í henni.' Efni samningsins er að tilgreina hvenær veita má einkaleyfi. Skal það jafnan heimilt nema það sé andstætt góðu siðferði eða alls- herjarreglur eða um sé að ræða atriði, sem teljast megi nátengd lífsstarfsemi jurta eða dýra. Hins vegar segir, að veita megi einka leyfi á lyfjagerðaraðferðum, en það er nú óheimilt í mörgum .Evrópuríkjum. Af íslands hálfu hefur samning- ur þessi ekki verið undirritaður, og ekki heldur tveir eldri Evrópu- ráðssamningar um form og flokk- un einkaleyfaumsókna. Benedikt R. Sigurðsson, Vestm,- eyjum. Einar Guðlaugsson, Vest- m.eyjum. Gísli L. Skúlason, Vest- m.eyjum. Guðjón Aanes, Vestm.- eyjum. Guðfinnur Þorgeirsson, V.- eyjum. Jóhann Guðjónsson, Vest- m.eyjum. Jón Stefánsson, Vestm,- eyjum. Kristján S. Guðmundsson, Vestm.eyjum. Páll Bergsson, Vest- im.eyjum. Stefán J. Friðriksson, Vestm.eyjum. Uni Þórir Péturs- son, Hofsósi. Valbjörn Guðjónsson, Vestm.eyjum. Willum P. Andersen yhgri, Vestm.eyjum. Þrír árekstrar á götum Akraness KJ-Reykjavík, 31. janúar Mikil hálka var á steyptu göt- unum á Akranesi í gær, að sögn lögreglunnar þar. Urðu þrír á- rekstrar á götunum, en enginn þeirra stórvægilegur, og heldur ekki slys á mönnum. Surprise seldi vel KJ-Reykjavík, 31. janúar. Togarinn Surprise úr Hafnar- firði seldi í Cuxhaven i gærmorg- un. Fékk hann góða sölu eða 139,346 mörk fyrir 138 tonn af ufsa. Þjóðverjarnir eru ginkeypt- ir fyrir ufsanum sem iðnaðarfiski, því eftir vissa meðhöndlun og í fallegum umbúðum . heitir ufsinn sjólax, sem þykir herramannsmat- ur hvar sem er. Þá seldi Röðull 107 tonn fyrir 79,519 mörk. „ÞAÐ HVESSIR Á NORÐVESTRI” HEYRÐIST KALLAÐ Á BÁTABYLGJUNNI 2 bátar teknir í landhelgi FB-Reýkjavík, 31. jan. f gærkvöldi kom varðskipið Al- bert inn með tvo Vestmannaeyja- báta, sem staðnir höfðu verið að ólöglegum veiðum. Bátarnir voru Björgvin II. VE 72 og Skúli fógeti VE 185. Skipstjórar beggja bát- anna játuðu brot sitt við rannsókn málsins í sjódómi í Vestmanna- eyjum í dag. Réttarhöld hófust um 9 leytið í morgun og játaði annar skipstjór- anna sekt sína þegar í stað. — Hinn vorum við að nudda með fram til klukkan 4, sagði fulltrúi bæjarfógetans í símtali við blaðið síðdegis i dag. Björgvin II. VE 72 var staðinn að ólöglegum veiðum 13,3 sjómíl- ur innan 4 mílna markana en Skúli fógeti 13,4 sjómílur innan mark- anna, og viðurkenndu skipstjórarn ir þessar staðarákvarðanir, sem landhelgisgæzlan hafði gert. Það spurðist út í dag, að þegar Albert nálgaðist sökudólgana á miðunum hefði heyrzt aðvörunar- kall á bátabylgjunni: Við heyrðum einhvern kalla — „það hvessir á norðvestri“, sagði Gunnar Ólafsson skipstjóri á Al- bert, og við komum einmitt að bátunum úr þessari átt. Aðspurður hvort þetta væri venjulegt svaraði Gunnar aðeins og hló við: — „Þetta er víst mann- legt, eða er það ekki?“ 2 T í M I N N , laugardaginn 1. tebrúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.