Tíminn - 01.02.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.02.1964, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKID WILLIAM L. SHIRER stríði á hendur okkur fyrir litlar sakir ... Þama var ekki eitt einasta orð um Frakkland. Sex mínútum eftir 12 á hádegi áva^paði Chamberlain neðri cnál- stofu þingsins í London og skýrði þar frá því, að Bretland ætti nú í styrjöld við Þýzkaland. Þrátt fyrir það, að Hitler hefði bannað, að viðlagðri dauðarefsingu, að menn hlustuðu á erlendar útvarpsstöðv- ar, heyrðum við í Berlín orð for- sætisráðherrans, ains og þau voru höfð eftir honum í BBC. Okkur, sem höfðum l.orft á hann hætta stjórnmálaferlí sínum í Godesberg og Munehen, tit þess að friða Hitl'- er, fundust orð hans hvöss og á- kveðin. Þetta er sorgardagur fyrir okk- ur öll, og engan þó eins og sjálfan mig. Allt, sem ég hef unnið fyrir, allt, sem ég hef trúað á, á opin- berum vettvangi, hefur nú hrunið í rúst. Aðeins eitt er fyrir mig að gera: það er, að beita þeim styrk og því valdi, sem ég hef til þess að koma fram sigri þess málstaðar, | sem ég hef lagt svo mikið í söl-1 urnar fyrir. . . . Ég treysti því, að ég fái að lifa það að sjá daginn,| þegar Hitlersstefnan hefur verið eyðilögð og frelsaðri Evrópu kom- ið á aftur. En Chamberlain átti ekki eftir að lifa þann dag. Hann dó, niður- brotinn maður — þótt hann væri enn einn í ríkisstjórninni — 9. nóvember 1940. í ljósi alls þess, HT~I I IIII—HIIBMIIIIW sem skrifað hefur verið um.hann á þessum síðum, virðist #ðeins viðeigandi að vitna í það, sem Churehill sagði' um hann, en Chamberlain hafði útilokað hann frá utanríkismálum brezku þjóðar- inn#r í svo langan tíma, en nú tók hann við af honum sem forsætis- ráðherra 10. maí 1940. í minning- arræðu um hann í neðri málstof- unni 12. nóvember 1940 sagði Churchill: . . . Það féll í hlut Neville Chambérlain.s á einni stærstu stundinni í sögu heimsins, að at- burðirnir brutu í bága við það, sem hann hafði hugsað sér; hann varð að þola vonbrigði, og það að vera blekktur og svikinn af harðsvír- uðum manni. En hverjar voru von- irnar, sem brugðust? Hverjar voru óskirnar, sem hann hafði látið rugla sig svo? Á hvað hafði hann trúað? Allar þessar tilfinningar í hafa án efa verið einhvei'jar þær beztu og ágætustu í mannshjart- anu :— ástin á friðinum, baráttan fyrir friði, löngunin eftir frið, leitin að friði, jafnvel á hörmung- artímum og vissulega á meðan al- menningur sýndi hina mestu fyrir- litningu. Þegar Hitler hafði mistekizt að halda Bretlandi og Frakklandi fyr- ir utan styrjöldina, beindi hann at- hyglinni síðdegis 3. september að bermálunum Hann gaf út algjör- lega leynilegar fyrirskipanir nr. 2, varðandi framgang styrjaldarinn- ar. Þrátt fyrir ensk-frönsku yfir- lýsingarnar, stóð þar, „að mark- mið Þjóðverja með styrjöldinni héldu áfram að vera hin sömu og áður, þ.e. að vinna skjótan sigur yfir Póllandi . . , í vestri á að láta óvinunum eftir að hefja árásir. . . . Leyfðar eru aðgerðir gegn Bretum á sjó.“ Luftwaffe átti jafn- vel ekki að gera árásir á brezka sjóherinn, nema Bretar hæfu svip aðar aðgerðir gegn þýzkurn skipum — og þá aðeins „ef útlitið fyrir sigri er sérstaklega gott“. Gefin var út skipun um, að öll iðnaðar- i'ramleiðsla Þýzkalands skyldi nú „miðast við styrjöl'd.“ Klukkan 9 um kvöldið fóru þeir Hitler og Ribbentrop frá Berlín, sinn í hvorri lestinni, og héldu til aðalbækistöðvanna á austurvíg- stöðvunum. En það gerðu þeir þó ekki fyrr en þeir höfðu gert tvennt annað á stjórnmálasviðinu. Bretland og Frakkland voru nú komin í stríð við Þýzkaland, en eftir voru tvö lönd. stórveldi í Evrópu, sem höfðu^ gert Hitler mögulegt að láta sér svo mikið sem detta í hug þetta áhættuspil: ítalía, bandamaðurinn, sem hafði svikizt undan merkjum á síðustu stundu, og Sovétríkin, sem höfðu gert jrað, sem til þurfti til þess að honum þætti fært að leggja út í það fjár- hættuspil, sem styrjöldin var, og þó treysti nazista-einræðisherrann þeim ekki fullkomlega. Rétt áður en Hitler fór frá höf- uðborginni, sendi hann af stað enn eitt bréf til Mussolinis. Það var sent í skeyti til Rómar kl. 8:51 i um kvöldið, níu mínútum áður en i hin sérstaka lest foringjans lagði | af stað út af járnbrautarstöðinni. I Þó að þetta bréf væri ekki alveg laust við blekkingu eða fullkom- lega hreinskilið gefur það eflaust | beztu myndina, sem nokkurn tíma verður fengin af hugsanagangi Adol'fs Hitlers, þegar hann lagði af stað í fyrsta sinn frá höfuðborg Þriðja ríkisins til þess að taka við hl'utverki sínu sem æðsta yfir- manns herjanna. Bréfið er eitt af þeim skjölum, sem fundust eftir stríðið, DUCE: Fyrst af öilu verð ég að þakka yður fyrir síðustu tilraun yðar til milligöngu. Ég hefði verið fús að ganga að þessu, en aðeins með því skilyrði, að einhver möguleiki hgfði fundizt, sem gæfi mér vissa tryggingu fyrir því, að ráðstefnan hefði borið einhvern árangur, því þýzku herirnir hafa í tvo daga ver- ið á óvenjulega hraðri framsókn í Póllandi. Það hefði verið ómögu- legt að láta fara svo, að blóðinu, sem úthellt hefur verið, hefði ver- ið úthellt til einskis vegna dipló- matiskra klækjabragða. Samt sem áður trúi ég því, að hægt hefði verið að finna ein- hverja leið, ef England hefði ekki verið ákveðið í því frá byrjun að til styrjaldar skyldi koma, hvernig sem allt snerist. Ég lét ekki undan hótunum Englands, vegna þess, Duce, að cg trúi því ekki lengur, að friðurinn hefði getað haldizt í meira en sex mánuði, eða eigum við að segja eitt ár. Undir þess- um kringumstæðum leit ég svo á, að þessi tími væri heppilegri til þess að láta afstöðu mína koma fram, þrátt fyrir allt og allt. .... Pólski herinn mun bíða ósigur mjög fljótlega. Ég verð að 27S | segja, að ég efast um,' að hægt hefði verið að vinna þennan skjóta sigur eftir eitt eða tvö ár. England 1 og Frakkland hefðu haldið áfram | að hervæða bandamenn sína þar til hinir öruggu, tæknilegu yfir- burðir þýzka Wehrmacht, hefðu ekki lengur verið jafn augljósir og nú er Mér er ljóst, Duce, að baráttan, sem ég hey nú, er barátta upp á líf og dauða . . . En mér er [ einnig ljóst að ekki er hægt að komast hjá slíkri baráttu að lok- um, og að stund mótspyriiannar verður að velja með ískaldri ró, svo að líkindin fyrir sigri séu sem i mest. Og, Duce, ég trúi fullkom- lega á þennan sigur. Næst komu aðvörunarorð til Mussol'ipis, — Þér voruð svo vingjarnlegur að fullvissa mig um það fyrir nokkru, að þér hélduð, að þér gætuð veitt hjálp á nokkrum svið- um. Ég geng að þessu, fyrir fram, með kærum þökkum. Ég trúi því einnig, jafnvel þótt við höld- um nú eftir aðskildum leiðum, að örlögin muni tengja okkur saman. Ef Vesturveldin eiga eftir að leggja Þýzkaland Þjóðernissósíal- ismans í rúst, myndu erfiðir dagar bíða Fasista-Ítal'íu. Mér var per- sónulega alltaf ljóst, að framtíð stjórna okkar var samtengd, og ég veit, að þér, Duee, exuð Sömu skoðunar. 7^1 i heildsölu- ' ' m Verð 125’til 225 r_ TlHtma < Jpfl otái WM unni tækist að afsanna framburð Bill Crays, var Livvy sannfærð um j að þeir teldu sig hafa sökudólginn1 í hendi. Maggie hlaut að hafa heyrt þau koma, því að hún beið þeirra í > dyrunum. Hún var ekki hávaxin, en þreknari en hinir meðlimir fjöl- skyldunnar. Ljósbrúnt hárið var lítið eitt úfið, og tortryggnis- glampi í augum. KANNSKI BJÓST HÚN EKKI VIÐ AÐ SJÁ MIG KOMA LÍKA,1 hugsaði Livvy. KANNSKI HEFUR HÚN IIALDIÐ AÐ ÉG YRÐI HANDTEKIN! Hún fór aftur að skjálfa, hún óttaðist hvert nýtt andartak, óttaðist að þau mundu áfell'ast hana, dæma hana! Simon, Adrienne, Keith — ef hann var þá á annað borð fær um að hugsa skýrt — mundu sjálfsagt taka það reglulega nærri sér, ef hún hefði verið ákærð. En Mag-, gie? Livvy óttaðist, að með Maggie leyndist hatur til hennar, vegna þess að hún hafði á óbeinan hátt verið völd að slysi Keiths: — Komið þið inn, sagði Maggie, þegar þau stigu út úr bifreiðinni. Maturinn er tilbúinn. Hún leit í áttina til bróður síns, hvar hann sat á sínum vanastað. — Við lát- um hann sitja hér áfram — það er skynsamlegast. Skynsamlegast, hugsaði Livvy, ef ske kynni að hann væri enn skýr í hugsun og skildi allt, sem þau segðu? Læknarnir höfðu verið á þeirri skoðun, að hann yrði að hafa frið og næði. Þess vegna vissi hann sjálfsagt ekki, hvað hafði gerzt í dag. Kannski vissi hann ekki einu sinni, að Clive var dá- inn? Þegar þau gengu að dyrunum, leit Livvy um öxl og hún sá að hann fylgdi þeim með augunum og hún brosti og veifaði til hans. Og eins og ósjálfrátt snerist hún á hæli og hugðist ganga til hans. En Maggie stöðvaði hana og sagði hvasst: — Láttu hann vera í friði, Liv- vy. Ég vil ekki að hann skil'ji, að nokkuð sérstakt sé um að vera, þótt þið komið núna. Adrienne hefði undir venjuleg- um kringumstæðum setið við teikniborðið sitt á Berenger-verk- smiðjunni, Símon hefði setið í for- stjórasætinu og stjórnað . . . hann var ekki lengur litli bróðir, sem engu fékk ráðið, heldur nýi^ for- stjórinn. Nýr heimur hafði opnazt fyrir henni og Simon . . . 2. KAFLl Maggie hafði dúkað borðið við gluggann, sem sneri út í garðinn. Rósailmur barst að vitum þeírra, hengiviður breiddi úr sér upp með húsinu og niður í átt að víkinni, J þar sem tveir svanir syntu tignar- iega á siéttum vatnsfletinum. — Jæja, hvað gerðist? spurði Maggie, þegar þau voru saman komin í dagstofunni. — Morð að yfirlögðu ráði fram- ið af óþekktum manni! — Það var ejjia mðurstaðan, sem hugsanleg var, sagði Simon, l eins og hann endurtæki lexíu. 1 — Þið voruð svo lengi burtu, að ég var orðin kvíðafull. — Þeir höfðu kallað svo mörg vitni, og dómaranum fannst eink- ar ánægjulegt að heyra sjálfan sig reifa málið, auk þess voru kviðdómendur lengi að komast að niðurstöðu. — Það þýðir, að þeir hafa ekki verið á einu máli. Maggie hrukkaði ennið. — Heldurðu að þeir hafi hug- leitt þann möguleika, að um sjálfs- morð væri að ræða. I SKUGCA ÓTTANS KATHRINE TROY — Við vitum öll, að Clive var ekki sú manngerð, sem fremur sjálfsmorð. — En hvers vegna þurftu kvið- dómendur þá svona l'angan tíma? Áður en nokkur svaraði sagði Livvy hátt og greinilega: — Maggie,‘má ég fara fram og þvo mér um hendurnar? — Að sjálfsögðu. Hún varð að komast burt úr stofunni, meðan hin segðu Maggie frá.þessu öllu. Hún kærði sig ekki um að hlusta á það! Hún gekk upp stigann og inn í grænmálað baðherbergið. Hún læsti dyrunum á eftir sér, og loksins varð henni hughægra, loksins fékk hún að vera ein og í friði. * Livvy stóð grafkyrr örskamma stund. Hún hafði tekið af sér litla, svarta hattinn og kastaníubrúnt hárið bylgjaðist niður á axlir. Hún renndi greiðunni gegnum hárið og hlustaði eftir röddunum að neðan. Nú mundu þau skýra Maggie frá hverju minnsta smá- atriði, sem komið hafði fram við réttarhöldin, nú gátu þau verið ófeimin, vegna þess að hún var ekki viðstödd. Hún stóð við gluggann og horfði móti gróðurklæddum fjöllum í norðri. Hún minntist þess, hve hún hafði hrifizt af náttúrufegurðinni þegar hún kom hingað fyrst. Þá hafði hún hugsað: HÉR GET ÉG ORÐIÐ HAMINGJUSÖM! Það var furðulegt, hvernig lífið feykti mannfólkinu hingað og þang að, eins og það væri ekki annað en örlítið rykkorn. Nú. voru átján mánuðir síðan hún hafði farið frá London, og þá hataði hún borgina, vegna allra endurminninganna um Rorke, og hún hafði verið ákveðin að gleyma honum. Og hún hafði verið hálfu ákveðnari í að byggja upp traust og farsælt hjónaband með Clive. En á því ömurlega tímabili, sem hún hafði verið eiginkona Clives, — þegar hún hafði breytzt svo mjög og þroskazt frá því að vera fávís og fljótfær, ung stúlka í fullþroska konu, — hafði einnig hatur hennar á Rorke dvínað og hún hafði skilið hann. Nú var allt um seinan, hún hafði misst hann fyrir fulit og allt. En hún skildi, hversu blind í sinni sök hún hafði verið, hrokafull og hleypidóma- gjörn. Hún braut saman handklæðið og lagði það frá sér. Síðan púðraði hún sig og stóð enn um hríð og reyndi að jafna sig. Martröðinni var lokið, hvað hana snerti, þegar dómsniðurstaðan var kveðin upp. En nú vissi hún, að það versta var eftir, og hún mundi ekki fá frið, fyrr en morðingi Clives væri fundinn. Hvers vegna hafði Rorke skotið upp kollinum í dag? Hvaða ástæð- ur lágu til þess, að hann ferðaðist yfir hálfan höttinn til að standa fyrir utan dómssal í litlu þorpi, þar sern fyrrverandi unnusta hans var yfirheyrð varðandi morð á eig- . inmanni hennar? Hver vissi hvers vegna Rorke hafði verið þarna? Hver vissi nokkuð um hann á ann- TÍMANN vantar fullorðinn mann eða barn til að bera blaðið út í ESKIHLÍÐ Jpplýsingar í skrifstofunni, Bankastræti 7. Sími 12323 P <P .iwmm TÍMINN, laugardaginn I. febrúar 1964 •— 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.