Tíminn - 28.04.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.04.1964, Blaðsíða 3
HEIMA OG HEIMAN L Rithöfundurlnn og sagnfræðingurinn brezki, C. Northcote Parkinson er kunnastur er víða um lönd fyrir bókina „Lögmál Parkinsons", sem einnig kom út á íslemzku fyrir fáum árum, er við sama heygarðs- hornlð og heldur áfram að draga dár að nútímatækninni, og þó öllu fremur þvf, hversu erfiðlega nútmamönnum gengur að nota tæknina eins og skynsemigæddar verur. Nýlega reit Parkinson rit- gerð um símann og fólkið í amerfskt blað, og fer hér á eftir útdráttur úr þelrrl ritgerð. Drauma okkar um metorð og völd getum við rakið svo langt aftur, sem við munum, t. d. þegar við lásum Þúsund og eina nótt í fyrsta sinn.Kalífinn klapp ar saman höndunum og þrælain ir birtast strax og fleygja sér við fótskör hans, sem segir þrumandi röddu! „Færið stór- vesírinn fyrir mig!“ Og þræl- amir eru þegar á braut og birt ast aftur að vörmu spori með stórvesírinn, sem gengur upp og niður af mæði- Þessi dagdraumur rætist nú- tímamanninum með tilkomu tal símans: „Gefið mér samband við stjórnarráðið!" „Náið í tnex ikanska sendiráðið fyrir mig:“ „Gjörið svo vel að láta mig fá Kreml með hraði!“ Allar slíkar óskir uppfylla lafmóðir þrælar vélamenningarinnar á stundinni ef þeim býður svo við að horfa. Sumir gera sér lítið fyrir, lyft.a heyrnartólinu og segja sitt til si sóna. „Látið mig fá samband við Elizabeth Taylor!“ máske með það eitt fyrir augum að fá hana til að gerast. styrktarfé- lagi einhvers góðgerðafyrir- tækis. Annars er svo komið, að sí.n inn er orðinn einhver ímynd valda og kynlífsmála. Þegar þessi eða hinn forstjórinn fær einhverja flugu í kollinn, þegar andinn kemur vfir hann, eins og hann orðar það, lyftir han i tólinu samstundis og gefur fyr irskipanir, sem einhver ósýni- leg skjálfandi undirtylla tekur við og kemur áleiðis. Á hinn bóginn er svo dýrleg drauma- dís auglýsingamennskunnar sem heldur annarri hendi utan um sig handklæði einu fata, cn á heyrnartólinu í hinni. Það got ur verið látið svo heita, að hún sé að tala við skattaráðgjafann sinn eða tannlækninn, en það sem undir býr, er rómantík æv intýrisins, engu að síður. Raunar gegnir líku máli með símann og bíllinn og fleiri nú- tímatæki. Bíllinn er, fræfti- lega séð, farartækí, sem færist úr einum stað í annan, frá A til B, en hann er meðhöndlaður í framkvæmdinni sem önnur í- mynd valda og kynlífsmála. Hið sama má í rauninni segja urn lystibúgarðinn og heimasund- laugina, siglingu kringum hnött inn og bústað í Florida eða á Riviera. Þannig er um talsím ana, sem hverjum manni er í lófa lagið að hagnýta sér til að panta í matinn eða hringja í pipulagningamanninn, en meðal háttsettra gegnir hann öðru hlutverki. Síminn er samt ekki heppi- legur til að bera virkilegu valdi vitni. T. a. m- er hann ekki rétta tólið fyrir aðalskrifstof- una til að flytja dagskipanir til útibúanna. Síminn gerir stétt- armun reyndar áhrifaríkan, en hann getur ekki flutt þýðingar mikinn boðskap svo nokkru lagi sé líkt. Hann er fyrst og fremst tæki fyrir óttaslegna hávaða- seggi og þá, sem ekki eru viss ir í sinni sök. Óhætt er að bóka það, að sá sem hefur bæði máttinn og dýrðina, ætti frem- ur að tjá sig augliti til auglitis við aðra eða þá senda bréfkorn þar að lútandi, því að það er hreinasta neyðarúrræði fyrir slíka að nota slmann til slíkra hluta. Sumir hafa fyrir satt, að John son Bandaríkjaforseti sé forfali inn símanotandi, grípi til síma tólsins af álíka vana og herc- höfðingi seilist eftir landabréf- inu, gömul kona teygir sig j prjónana sína eða karlinn eftir tóbakspungnum. Hvernig má það ske, að þjóðhöfðingi geri.-t óforbetranlegur símaþræll. Það er út af fyrir sig, að þetta verk færi hafi eitthvað það við sig, sem þeir falla fyrir, sem munar í metorð og völd. En það er hins vegar erfitt að botna í því, hvers vegna þetta tæki gec ur dregið þá á tálar sem þegar eru komnir á valdatindinn. Þjóð höfðingi á að gefa fordæmi en ekki berast með straumnum eðn sigla í kjölfarið á öllum fjöldan um. Hvorki tízka né glaucnur nú tímans ætti að geta gert hann meiri í annarra augum en har.n raunverulega er. Hvers vegna smitast þá meiri háttar menn af slíku sem þessu? Segja verður sem er, að slm- inn hefur bæði sína kosti og galla. Hann er til ómetanlegs gagns, ef koma þarf skilaboðum (og ef æskilegt þyfcir), þegar mikið liggur við. Það er í lór'a lagið fyrir alla þá, secn hærra eru settir, að hringja af, þegar þeir eru búnir að gefa sínar fyrirskipanir, og með því koma í veg fyrir rökræður eða mót- bárur af hálfu þess, sem er lægra settur. Og ekki er allt heilagur sannleikur, sem sím- inn verður að bera á milli manna. „Forstjórinn er ekki viðlátinn á skrifstofunni og við vitum ekki, hvenær hann kem- ur aftur", verður einkaritarinn að hafa sig í að ljúga. Og slíku getur gesturinn auðvitað ekki svarað öðrum orðum en þess- um: „Þvættingur! Eg sá hann ganga inn á skrifstofuna rétt áðan!“ En það er eins og að stökkva vatni á gæs, og stúlk- an á skiptiborðinu anzar: „Það var svei mér leiðinlegt!“ og síðan ekki söguna meir og sam bandið rofnar. Sannleikurinn er sá, að sím- inn er nytsamlegastur meðal lág- og miSlstétta og milli fólks af líkum stigum. Eins og á milli jafningja, einkum og sér í lagi, getur verið jafngott, að ekki berist víðar eitt og annað, sem sagt er og menn kæra sig ekki um að sjá eftir sér haft í blöðunum, t. a. m. „Heldurðu að Dithering yrft'i heppilegur sendiherra í Snafu?" spyr annar, og þá verður nokkur þögn, en síðan „Ojá, hann er af fínu fólki kominn." Hliðstætt þessu, ef rætt er um viðskipti, mundi vera. „No-ja, það er gamalt og gróið fyrirtæki." En svona i víst bara að vera undir fjög ur augu. Enda þótt við setjum svo, að hægt sé að réttlæta stöð- uga notkun símans, þegar til- teknar greinir fyrirtækja eiga í hlut, megum við ekki gleymn að gá að því, hve langur tími fer í hvert símtal. Stuttu sím- tölin eru aðallega stutt fyrir- mæli eða frásagnir, og er orða lagið líkast því sem borga þurfi fyrir tivert augnablik, er símtalið stendur — og það þarf svo sem, þegar allt kemur til alls. Langa símtalið fjallar kannske um sama efni og það stutta, en bara vafið inn í fyr irferðarmiklar umbúðir, því að ekki er öllu fólki gefið að tjá sig á sama stutta og laggóða háttinn, sumu er fyrirmunað að hafa annan en þennan lang- hundahátt ,á tali sínu. Nokkur huggun mætti verða af að trúa því, að rabbtalið í símanum væri eins áhrifamikið og stutt orða talið. En því er alls ekki að heilsa, þvl að allar umbúðir og aukaatriði draga úr kjarna og áhrifamætti þess, sem segja á, geta meira að segja ruglað svo reitum, að allt renni út i sandinn. Reynslan sýnir, að stutt samtal er líklegra til að Þessi mynd á að sýna það sem saginfræðingurinn segir í grein sinni, að sfmlnn sé hálmstrá ótta- slegins og villuráfandi fólks, og má víst glöggt á þessum herrum sjá, hvaða sótt þeir ganga með. koma aðalhugmyndinni skila. til Sagan segir, að Eisenhower hershöfðingi hafi símað svo- hljóðandi skipun til Montgom- ery lávarðar. „Amiens í kvöld/ — svo stutt og laggott var þaö, að tæpast var hægt að segja það betur. Jafnvel Julius Sesar þurfti þrjú orð fremur en tvö til að segja í sem stytztu máli frá herför sinni forðum. Það mun láta nærri fyrir okkur að draga þá ályktun, að áhrif sím- tals séu í öfugu hlutfalli við lengd tímans, sem eytt er í það Ef' talin væru viðtalsbil sím- notenda, gætu einhverjir kom izt á þá .skoðun, að mjög mörg símtöl einstakra notenda bæru því vitni, að þeir færu eftir hinni gullnu reglu okkar ar.n að vera stuttorðir í hvert sinn. En sá grunur mundi samt áreiðanlega læðast að sumum, að ástæðuna fyrir þessum mikla símtalafjölda einstakra manna væri að finna í því, að þeir hreint og beint nenntu ekki að skrifa sendibréf nema nauð- ræki þá til. En eitt atriði gæti komið til álíta, semsé þótt ann- ar aðilinn I símanum lyki erind inu í fáum orðum og hringdi svo af, hvernig væri hæfni híns til að nema meininguna úr þeim fáu orðum? Það gæti kostað aðra hringingu og frek ari fyrirspurnir. Svo við minn umst aftur á dæmið, sem nefnt var hér að ofan, ef Montgom- ery lávarður hefði nú orðið að hringja aftur í Eisenhower t.il að fá vissu sína fyrir því, að hann hafi ekki sagt Arras í staðinn fyrir Amiens, og hvort þetta ætti ekki að vera í næstu viku eða jafnvel þarnæstu. Slík ar málalengingar gætu auðvitað gert málið enn flóknara, unz al-’t væri komið í hönk og bendu Síminn er, með öðrum orðum, . vandmeðfarið tól, og eiginlega bezt að forðast hann nema í brýnustu nauðsyn. Meira a8 segja \ Reykjavík er ekki óalgengt a8 sjá sjón sem þessa á ýmsum skrifstofum, ekki sizt opinberum, allt starfsfólkiS svo önnum kafið við að liggja i símanum, að enginn hefur tíma til að gera nokkurn skapaðan hlut. Tvísöngsmenn „Brigzl Magnúsar Jónssonar til Framsóknarmanna í útvarps umræðunum, að þeir hefðu tvær skoðanir í hveirju máli, kom úr hörðustu átt. Flokkur Magnúsar hefur sem sé frá fyrstu tíð verið frægur fytrir ,tvísöng‘ sinn í ýmsum mikils- verðum málum. Morgunblaðið hefur iöngum verið tvíraddað. En ein rödd. og ekki sú sama, i Vísi og ísafold. Vísisröddin fyriir Reykjavík. ísafoldarrödd. in fyrir sveitirnar. í Sjálfstæð- isflokknuni var lengi talað um svonefnda ,bændadeild,‘ sem var í framboði í sveitunum og 1 hélt ræður, en varð að gleyma yfirlýsingum sínum, þegar á reyndi, t.d. í kjördæmamálinu. Nú er enginn Sjálfstæðis- bóndi á Alþingi, því Bjartmar cr hættur búskap og séra Gunnar í Glaumbæ verður að teljast til embættismanna. Hins vegar fær Magnús Jóns- son eflaust mikla fræðslu um búskap, þegar bændur eru bún- ir að fylla út eyðublöðin, sem Búnaðarbankinn hefur verið að senda þeim undanfarið.“ Sári bletturinn „Erfitt er að skilja, hvern- ig þeir Magnús Jónsson og Davíð Ólafsson treystu sér til að tala um landhelgissamning- inn frá 1961, eins og þeir gerðu í áminnztum umræðum. Hvern ig gat það verið til hagsbóta fyrir íslendinga, að skuldbinda sig til að bera frekari útfærslu landhelginnar undir Breta og leggja liana undir úrskurð al- þjóðadómstólsins? f alvöru hljóta greindari menn að við- urkenna, að betra væri að vera laus við þessa umsömdu skuldbindingu. Ekki vildu menn leggja 12 mílurnar und- ir úrskurð dómstólsins á sín- um tíma. Um útfærsluna 1951 gegndi öðru máli, því að hún var byggð á úrskurði, sem al- þjóðadómstóllinn hafði sjálf- ur fellt í deilu Norðmanna og Breta .Þriggja ára veiðileyfið fyrir brezka togara hefði átt að vera næg tilslökun við Breta í þessu máli. sem allir viður- kenndu, þeirra á meðal núver- andi forsætisráðherra, að væri þegar. að fullu unnið. Hitt er svo annað mál, að auðvitað finnur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf til óþæginda út af þess um misheppnuðu samningum og forsvarsmenn hans eru ekki í rónni nema að afsaka sig frammi fyrir kjósendum hve- nær sem tilefni gefst.“ (Úr Degi). Vantar sveitapláss á góðu heimili'f.yrir 9 ára dreng og 11 ára telpu. Meðgjöf, ef óskað er. Upplýsingar í síma 21320 á daginn, 21827 eftir kl. 18. T í M I N N, þriðjudagur 28. apríl 1964. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.