Tíminn - 28.04.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.04.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriöi G. Þorsteihsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jómas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíösson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — f lausasölu kr. 5,00 eint. — Prontsmiðjan EDDA h.f. Ríkisstjórnin hefur verið aðvöruð Af hálfu stjórnarblaðanna er nú kappsamlega rekinn sá áróður að það sé stjórnarandstæðingum að kenna, hvernig komið sé í efnahagsmálum landsins. Þeir hafi knúið fram kauphækkanir, sem hafi sett allt úr skorð- um. Þessari staðhæfingu er bezt svarað með því að vísa til þeirra staðreyndar, að síðan 1960 hefur verðlag vöru og þjónustu hækkað um 84%, en dagkaup verkamanna aðeins um 55%. Þessar tölur sýna bezt, að það er ekki kaupið, r.em hefur sprengt verðlagið upp, heldur öfugt. Hinar miklu verðhækkanir á þessum tíma rekja fyrst og fremst rætur til stjórnarstefnunnar, til hinna hóf- lausu gengisfellinga og hækkana á neyzlusköttunum, til vaxtaokursins og lánsfjárhaftanna. Stjórnarandstæðingum verður síður en svo kennt um þetta. Þeir hafa þvert á móti varað stjórnarflokkana við og sagt rétt fyrir um afleiðingarnar. Framsóknarmenn aðvöruðu ríkisstjórnina mjög ræki- lega, þegar hún felldi gengið 1960. Þeir sýndu fram á, að sú gengisfelling væri alltof mikil og hlyti að leiða til kollsteypu í efnahagsmálum landsins. Framsóknarmenn aðvöruðu stjórnina ekki minna, þeg- ar hún réðist í hina ótímabæru og tilefnislausu gengis- fellingu 1961, sem kom nýrri, stórfelldri dýrtíðarskriðu af stað. Framsóknarmenn hafa aðvarað ríkisstjórnina, þegar hún hefur verið að leggja á nýja söluskatta eða hækka þá, sem fyrir voru. Þeir hafa sýnt fram á, að þessir skattar væru ekki aðeins óþarfir, heldur hlytu þeir að leiða til stóraukinnar dýrtíðar og glundroða í efnahags- málum. Þessum aðvörunum hefur ekki verið skeytt, held- ur lagðir á svo gífurlegir skattar, að umframtekjur rík- isins hafa numið mörgum hundruðum millj. kr. sein- ustu árin. Þessar óþörfu skattaálögur hafa að sjálfsögðu stórmagnað dýrtíðina. Framsóknarmenn hafa á sama hátt varað stjórnina við afleiðingu vaxtaokursins og lánsfjárhaftanna fyrir at- vinnuvegina. Þeir hafa sýnt fram á, að þetta gerði at- vinnuvegunum örðugra fyrir að rísa undir nauðsynlegum kaupgreiðslum og verja jRfnframt eðlilegum framlögum til að auka framleiðni sína og afköst. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað hlusta á þessar né nein- ar aðrar jákvæðar aðvaranir Framsóknarmanna. Þess vegna er nú komið, sem það er. Ríkisstjórnin hefur í blindni fylgt þeirri stefnu, að verðhækkanir yrðu alltaf að vera mun meiri en kaup- hækkanir því ella yrði kaupgeta almennidgs of mikil. Þessi blindni hennar hefur valdið því, að hér hefur verið fylgt allt annarri stefnu en annars staðar á Norðurlönd- um, þar sem stefnt hefur verið að því að kaupmáttur launa ykist alltaf heldur meira en verðlagið, og launa- fólki og bændum þannig tryggð eðlileg hlutdeild í vax- andi þjóðartekjum. Héi' þarf að verða alger stefnubrevting. Stjórnin verð- ur að læra af aðvörunum Framsóknarmanna. Svo full- komlega hefur reynslan staðfest þær. Annars verður stefnt áfram í vaxandi kviksyndi dýrtíðar og verðbólgu. Sú viðleitni stjórnarblaðanna að ætla að kenna Fram- sóknarmönnum um öngþveiti efnahagsmálanna, er álíka réttmæt og þegar drukkinn ökumaður, sem er valdur að slysi, kennir þeim um, sem aðvöruðu liann. Úvænt sameining í Austur-Af ríku Flýttu deilur kommúnista fyrir sameiningu Tanganyika og Zanzibar? LEYNIÞJÓNUSTA Bretlánds og Bandaríkjamanna varð fyrir miklu áfalli á sumardaginn fyrsta, en þeir, sem eru ábyrgir fyrir því, munu þó sleppa átölu- laust. Ástæðan er sú, að mikil- vægur atburður, sem brezka og bandaríska leyniþjónustan sáu ekki fyrir.mælist vel fyrir bæði í London og Washington. Atburður þessi er sameining Tanganyika og Zanzibar. Til- kynningin um hana kom nær öllum á óvart. Svo leynilega hafði hún verið undirbúin. Sú r^ðagerð hefur að vísu verið lengi á prjónunum, að fjögur lönd Austur-Afríku, þ.e. Tang- anyika, Kenya, Uganda og Zan- zibar, ættu að sameinast, en eftir uppreisnina í Zanzibar í vetur þótti þessi ráðagerð fjær því að rætast en áður. ,Nú hef- ur þetta hins vegar breytzt að nýju og fyrirætlunin um stórt sambandsriki í Austur-Afríku þykir nú nær marki sínu en nokkru sinni fyrr. EFTIR byltinguna, sem gerð var á Zanzibar í vetur, hefur verið mjög óttazt, að Zanzibar ætti eftir að fá svipaða stöðu í Afríku og Kúba í Suður- Ameríku. Eftir byltinguna voru þrír menn valdamestir á Zanzi- bar, Karume, sem varð forseti, Hanga, sem varð forsætisráð- herra, og Babu, sem varð utan- rikisráðherra. Karume hafði stærsta flokkinn að baki sér, en þeir Hanga og Babu höfðu sig meira í frammi. Líklegt þótti því, að þeir myndu brátt ýta Karume til hliðar. Hanga og Babu eru báðir eld- heitir kommúnistar og því þótti víst, að Zanzibar yrði hreint kommúnistaríki undir stjórn þeirra, enda stefndi öll framvinda þar í þá átt. Með sameiningu Tanganyika og Zanzibar virðist þessari hættu hafa verið bægt frá, a.m. k. í bili. Tvennt virðist hafa ráðið þar mestu. Annað er það, að Karume hefur reynzt slyng- ari en búizt var við. Hann hef- ur bak við tjöldin tekið upp samninga við Nyerere, forseta Tanganyika, um sameiningu landanna. Hitt er það, að þeir Hanga og Babu voru ósammála um afstöðuna til Rússa og Kín- verja. Hanga fylgdi Rússum að málum, en Babu Kínverjum. Hanga mun hafa óttazt, að Babu kynni að verða sér yfir- sterkari. Þegar til úrslita kom ■ - ■■■' KARUME stóð hann með Karume og var einn þeirra, sem undirritaði samninginn um sameiningu. landanna. Babu var hins vegar víðsfjarri og vissi ekki neitt. Hann var staddur í Pakistan og mun hafa verið á leið til Kína. Vafasamt er, hvort hann fær að koma til Zanzibar aftur. Sumir telja, að Rússar hafi hvatt Hanga til að styðja sam- eininguna. Þeir hafi óttazt, að Kínverjar næðu undirtökunum á Zanzibar og það væri Rúss- um síður en svo æskilegt. Þá hafi Rússar einnig talið það hæpinn ávinning, að fylgis- menn þeirra næðu yfirráðum á Zanzibar. Kúba hefur reynzt þeim dýr. Einangruð kommún- istastjorn á Zanzibar myndi ekki mega sín mikils í Afríku, heldur jafnvel spilla fyrir. ÞEIR Nyerere og Karume hafa injög aukið álit sitt við samningana um sameiningu landanna. Nyerere hefur áður unnið sér álit sem hygginn og slyngur stjórnmálamaður og þykir það hafa sannazt vel í þessu máli: Karume hefur ver- ið miklu óþekktari, en fram- ganga hans í þessu máli þykir bera vott um hygginn stjórn- málamann. Líklegt þykir, að hann verði varaforseti í hinu sameiraða ríki, þegar það kemst á laggirnar. Karume er sagður fæddur í Kongó 1905 en hafa flutzt ung- ur til Zanzibar. Hann hlaut litla menntun i uppvextinum og var sjómaður um alllangt skeið. Það er ekki langt síðan að hann hóf afskipti af stjórn- málum, en á því sviði vakti hann brátt á sér athygli sem snjall ræðumaður og laginn málamiðlari. Hann var því kos inn á þing Zanzibar, sem Bret- ar settu á laggirnar, og varð foringi blökkumanna þar. Aðr- ir flokkar voru undir stjórn Araba. í þingkosningunum sem fóru fram í fyrra, fékk flokk- ur Karume meirihluta atkvæða, en flokkar Araba fengu hins vegar meiri hluta þingsætanna og fóru áfram með stjórn lands ins. Þetta átti meginþátt í byltingunni í vetur, en þó er ekki talið, að Karume væri aðalhvatamaður hennajr. Kar- ume cr ekki kommúnisti, en aðhyllist lýðræðislegan sósial- isma, líkt og Nyerere. Nyerere hefur mjög sótt fýrirmyndir til Norðurlanda og telur m.a. verkalýðshreyfinguna og sam- vinnuhreyfinguna þar til mik- illar fyrirmyndar. ÞAU lönd, sem hér hafa sam- einazt, eru mjög misstór, bæði að flatarmáli og fólksfjölda. Tanganyika er 363 þúsund fermílur að flatarmáli, og hefur um 9,1 millj. íbúa. Zanzi bar er aðeins 1400 fermílur að flatarmáli og hefur um 300 þúsund íbúa. Mjög hefur verið efazt um, að Zanzibar gæti verið efnahagslega sjálf- stætt ríki, þar sem hún þarfn- ast margvíslegra tengsla við meginlandið. Bretar munu m. a. hafa sleppt yfirráðum þar vegna þess, að þeir óttuðust, að Zanzibar yrði þeim fjár- hagsleg byrði. Það voru Portúgalar, sem komu fyrstir Evrópumanna til Austur Afríku, um aldamótin 1500. Á 17. öld hröktu Arabar þá þaðan og komu þar upp all- víðlendu ríki. Á seinustu öld , hröktu Bretar og Þjóðverjar þá þaðan, og gerðu Bretar Kenya og Zanzibar að nýlendu sinni, en Þjóðverjar lögðu Tanganyika undir sig. Eftir fyrri heimsstyrjöldina . komst Tanganyika undir brezk yfirráð Bretar veittu Tanganyika fullt sjálfstæði 1961, en Zanzibar á síðastliðnú ári. Arabar, sem eru í miklum mininhluta á Zanzibar, hafa ráðið þar öllu, síðan byltingin var gerð á síð- astl. vetri. Þ.Þ. Nyerere og Karume undirrita samninginn um sameiningu Tanganyika og Zanzibar. r \ T í M I N N, þrlðjudagur 28. apríl 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.