Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jóaias Kristjánsson. Auglýsingastj,: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Mikilvægi uppsagnar- réttarins Ritdeila þeirra Sigurðar A. Magnússonar og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra heldur áfram. I sein- asta Reykjavíkurbréfi Mbl. segir Bjarni m. a. um mál- flutning Sigurðar: „Nú birtir Sigurður A. Magnússon í ræðu sinni álykt- un Þingvallafundar 1907 um sáttmálagerð við Dani, en í tilvitnun sinni sleppir hann í miðju kafi án nokkurra úrfellismerkja þessum orðum: „En þeim sáttmála má hvor aðili um sig segja upp“. „Þetta eru þó úrslitaorð'1, segir Bjarni og heldur síðan áfram: „Því hefur verið haldið fram, að þótt íslendingar hefðu ekki einhliða uppsagnarrétt á nokkrum meginatriðum uppkastsins, þá mundu Danir þó síðar hafa látið undan kröfum íslendinga um að losna úr sambandinu, ef þeim hefðu verið fast fram haldið eða íslendingar einhliða slitið sig lausa í styrjöldinni 1939—1945. Vel má vera, að svo hefði farið. Ef, ef og hefði, hefði. tJr þvílíkum getgátum verður aldrei skorið. Á hitt má minna, að uni það var deilt hart, jafnvel hér á landi, hvort íslendingar hefðu rétt til að losa sig undan sambandslögunum á árunum 1940—1943: Niðurstaðan varð sú, að beðið var þangað til einhliða uppsögn var heimil samkvæmt ákvæð- um þeirra sjálfra. Og þrátt fyrir það þótt sú aðferð væri viðhöfð, og lýðveldi ekki stofnað fyrr en 1944 með sam- þykki yfirgnæfandi meirihluta allrar þjóðarinnar, þá hlauzt þung þykkja Dana af. * Við skulum og líta á síðari atburði. Bandaríkjamenn óskuðu á árinu 1945 eftir herstöðvum hér til 99 ára. Fáir lögðu þeirri ósk lið. En meirihluti samþykkti að ganga í Atlantshafsbandalagið, sem með einhliða uppsögn er hægt að hverfa úr að tuttugu árum liðnum frá því að það var stofnað. Síðar var á grundvelli þess samnings gerður varnarsamningur við Bandaríkin, sem íslendingar geta einnig með einhliða uppsögn og hæfilegum fresti losað sig við, ef mönnum býður svo við að horfa. Þessi dæmi sýna glöggt, hvílíkur meginmunur er á að gera samning, sem gilda á fyrir margar kynslóðir, hvað þá um alla framtíð, nema gagnaðili fallist eftir eigin geð- þótt á annað, eða að semja til tiltölulega skamms tíma og ráða þá sjálfur hvort maður vill vera laus.“ Þetta er hverju orði réttara hjá Bjarna Benedikts- syni. Það er úrslitaorð, hvort samningur er uppsegjan- legur eða ekki. Þess vegna er það meira en slæm gleymska hjá Sigurði A. Magnússyni að fella uppsagnar- ákvæðið úr ályktun Þingvallafundarins 1907. En því miður, hefur Bjarni Benediktsson gert sig sek- an um enn verri gleymsku. í landhelgissamningnum, sem var gerður við Breta 1961, er ekkert uppsagnar- ákvæði. Hvað þetta mikilvæga atriði snertir, er hann versti milliríkjasamningurinn, sem ísland hefur gert. Með honum fengu Bretar óuppsegjanlegan rétt til að hlutast til um það, hve víðáttumikil landhelgi Islands skuli vera. Landhelgissamningurinn, sem Danir gerðu við Breta fyr- ir hönd íslands 1901, var að því leyti skárri, að hann var uppsegjanlegur og því voru útfærslurnar á fiskveiði- landhelgi íslands 1952 og 1958 mögulegar. Landhelgissamningurinn frá 1961 er eini óuppsegjan- legi samningurinn, sem ísland hefur gert. Vonandi verða slíkir samningar ekki fleiri. Fyrir því er hins vegar eng- in trygging meðan mennirnir, sem gerðu landhelgissamn- inginn 1961, fara með völd á íslandi. T í M I N N, þriðjudagur 26. maí 1964. —x WiKliam V. Shannon: Verður Johnson frjálslyndur eftir að hafa náð kosningu? Þessari spurningu veifa nú margir Bandaríkjamenn fyrir sér. LYNDON B. JOHNSON UM SEINTTSTU —>rU sex mánuðir liðnir s ða Joh , son var iorseti <joA. Blöðin vestra skirifá talsvert mikið um hann í ti'lefni af því og kemur yfirleitt saman um, að honum hafi farnazt vel og tekizt að afla sér trausts til hægri og vinstri. Enn gætir þó efa hjá ýmsum frjálslynd um miinnum um það, hvort Johnson muni ireynast eins vinstri sinnaður í framtíðinni ef hann verður kjörinn for- seti í haust, og hann hefur verið fyrstu sex mánuðina. Fleiri viirðast þó teflja, að að- stæðurnar muni knýja hann til þess, og hann verði líka minna háður íhaldssömu fylgi sem forseti en hann var sem öldungadeildarþingm. áður fyrir Texas. Þekktur amer- ískur blaðamaður ræðir þétta atriði í eftirfarandi grein. RONNIE DUGGER, hinn bar áttuglaði ritstjóri vikublaðsins Texas Observer, hefir um langt skeið verið merkisberi í bar átunni fyrir frjálslyndi í Texas Hann varpaði fyrir skömmu fram nokkrum skorinorðum spurningum um framtiðar-fyr- irætlanir Johnsons forseta, ef hann dveldi í Hvita húsinu á- fram. Dugger dregur ekki í efa það samhljóða álit frjálslyndra manna, að Johnson hafi verið góður forseti fyrstu fimm mán- uðina. En hann heldur því fram, að Johnson kunni að reynast fremur íhaldssamur for seti og lítt gefinn fyrir breyt- ingar, þegar búið sé að kjósa hann aftur til embættis í nóvem bermánuði næstkomandi. DUGGER hefir meðal annars skrifaði í grein fyrir skömrnu: _ „ . . .Við eigum nokkuð á hættu með alla forseta og oft- ast er meira og minna um á- gizkun að ræða hvað framtíð- ina snertir, en ég veldi ekki Johnson sem forsetaefni, ef ég ætti frjálst val. Mér virðist hann fyrst og fremst^ vera stjórnandi þess, sem ríkjandi er, og muni halda áfram að vera það. Eg held að hann verði ekki herskár í stríðinu gegn fátæktinni eða fyrir þeim friði, sem hann predikar um. Eg held að hann sé ekki leið- togi sem geti gefið þjóðinni hugsjónir.“ Dugger óttast það, sem fjöld inn allur af íbúum Suðurríkj- anna og allir íhaldsmenn yfir- leitt búast við og treysta á. PRESTON SMITH, hinn í- haldssami vararíkisstjóri-Demo krata í Texas, sagði fyrir skömmu „..Johnson forseti varð til að byrja með að fylgja skoðunum Kerinedys. ., en á því leikur enginn vafi, að hann er mikl- um mun íhaidssamari en Kenne dy var. Lyndon B. Johnson er athafnamaður, sem veit hvað það er, að vinna hörðum hönd um fyrir dollarnum sínum . . Eg hygg að við munum kynnast hinum raunverulega Johnson þegar hann heldur stefnuskrár- ræðu sína 1965.“ Þetta kann að vera óska- draumur hjá Smith, en hið mikla, meinta frjálslyndi John- sons gétur alveg eins verið blekking. Báðir flokkar eru samsteypur ýmissa hagsmuna hópa og hverjum hópi hættir til að sjá í nýjum forseta holdj klædda ímynd sinna óska og vona, einkum fyrstu mánuðina sem hann situr að völdum. DUGGER byggir svartsýni sína um framtíðarstefnu John- sons sem forseta á pólitiskri sögu hans í Texas: „ . . .Við, sem höfum reynsl una af áhrifum Johnsons á stjórnmálin í Texas, hljótum að efast um frjálslyndi hans í ljósi þeirrar reynslu. Suma okk ar hefir því grunað, að frjáls- lyndisþoturnar í honum fyrstu mánuðina kunni að reynast að mestu narr eitt, þegar til kast- anna kemur ' . . .Hann hefir ekki treyst einlægum demó- krötum, sem hafa verið að koma fram með frjálslyndar fyrirætlanir í Texas. Hann hef- ir sniðgengið hina frjálslyndu, verkalýðssamtökin, mennta- mennina og málsvara minni- hlutanna, sem teldust sjálfkjörn ir leiðtogar samtaka demókrata í öðrum iðnaðarfylkjum. Frjáls lyndi hefir aukizt áberandi fylgi í stórborgum Texas síðan árið 1956 og til þess að vega gegn þeirri aukningu hefir Johnson myndað samtök demó krata í sveitum og smábæjum og íhaldssamra demókrata í stórborgum. Hann hefir hik- laust tekið höndum saman við íhaldssömustu Suður-fylkja- demókratana, þegar honum hentaði.“ ÞETTA er hárrétt upprifjun á stjórnmálaferli Johnsons í heimafylki hans, en ýmis atriði kunna að milda þann dóm, sem í þessu felst. Johnson er að eðlisfari og sannfæringu hag- sýnn stjórnmálamaður, en eng inn krossferðariddari. Hann var staðráðinn í að hljóta sæti í öldungadeildinni. Honum tókst ekki að ná kjöri sem frjálslyndur frambjóðandi í skjóli Roosevelt-stjórnarinnar árið 1941, en hlaut kosningu með stuðningi aðsjálla og íhaldssamra kjósenda árið 1948 Hann hallaði sér að miðjunni, —- eða raunar til hægri við hana, — af því að þar lá valdið og meiri hlutinn. Johnson er ekki þess háttar maður, sem fórnar vinnings- líkum í dag fyrir vonina um að geta að tíu árum liðnum unnið hreinan sigur fyrir frjáls lyndið og sjálían sig um leið Og vilji maður vera heiðarlegur og sanngjarn gagnvart honum hlýtur maður að viðurkenna, að flestir aðrir stjórnmála- menn eru heldur ekki af því sauðahúsi. ENGU AÐ síður verður að játa, að ferill Johnsons í stjórn málum heimafylkis hans undan gengin tuttugu ár hlýtur að benda til tækifærisstefnu og vera lítið aðlaðandi í augum frjálslyndra manna. Eða með orðum Duggers, sem að vísu eru dálítið kuldaleg: „ . . .Þegar allt kemur til alls hefir Johnson stundað hrað an, ófyririeitinn og stundum dá lítið ljótan leik og skotizt sitt á hvað yfir ýmis mörk meðan á honum stóð. Hugsjónastefna hans hefir virzt bera keim af stökum hringiðum hér og hvar •meðfram meginstraumi ævi- ferilsins.“ Pólitískar staðreyndir skipa svo fyrir, að Johnson skuli þetta kosningaár koma fram sem merkisberi verkalýðssam- taka, svertingja og öreiga. Hann getur enga von gert sér um sigur nema honum takist að hljóta fylgi þessara hópa. Það er því ómögulegt að leggja á- kveðinn dóm á, hve djúpstætt Framhaid 6 13. slðu z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.