Tíminn - 03.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.06.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE orðuna á fundi með yfirstjórn Rauða krossins. Athöfnin varaði í tvær stundir samfleytt. í svar- ræðu sinni kvaðst Clementine halda, að hamingja og velfarnað- ur okkar og heimsins byggðist á því, að hin miklu Sovétríki og hinn enskumælandi heimur lærðu að þekkja hvort annað, skilja hvort annað og viðhalda vináttu sinni. Clementine sagði hreinskilnis- lega við maddömu Mólótoff: „Haldist ekki sú vinátta, sem myndazt hefur á milli Sovétrikj- anna og hins enskumælandi heims á meðan á stríðinu stóð, 95 helzt hallazt að því, að reisa sjúkrahús, sem gæti þénað sem slíkt. En þá tóku sovézk yfirvöld að sér að reisa sjúkrahúsin sjálf og stungu upp á að búnaður þeirra yrði fenginn úr Rússlands- hjálparsjóðnum. í Rostof við Don, höfðu tvö sjúkrahús verið nær algerlega lögð í rúst. Voru það Miðborgar- sjúkrahúsið og Rannsóknarsjúkra- húsið. Clementine og nefnd henn- ar, lofuðu að leggja fram allan búnað Miðborgarsjúkrahússins, sem var 1000 rúma sjúkrahús og Skozka Miðnefndargrein Brezka Rauða krossins, tók að sér að ’tínsamlegu móttökur, er kona mín hefur sætt af yðar hendi í Iheimsókn sinni til Moskvu og alla þá umönnun, er hún hefur orðið aðnjótandi á ferð sinni um Rúss- land. Við lítum á það, sem mik- inn heiður. að henni skuli hafa •Motnazt Rauða Verkabandsorðan fyrir það starf, sem hún leysti af hendi til að milda þær miklu þjáningar, er særðir hermenn hins hrausta Rauða hers urðu að líða. Ef til vill er fjárupphæðin, sem henni tókst að safna, ekki ýkja- stór, en með henni fylgir samúð og kærleikur frá bæði ríkum og iþó aðallega fátækum, sem hafa iStið í té eyri sinn til þessa starfs og hafa verið stoltir af að geta lagt sinn skerf af mörkum viku- lega. Framtíð alls heimsins byggir á vináttu þjóða vorra, samstarfi ríkisstjórna vorra og á gagn- kvæmri virðingu fyrir herjum vorum.“ Degi síðar barst Winston svo- Jfellt svar: „Ég hefi móttekið skeyti yðar vegna fráfalls Roosevelt forseta. Sovézka þjóðin mat Franklin forseta sem merkan stjórnmála- mann, óbilandi meistara í að við- halda nánu samstarfi milli ríkj- anna þriggja. Vinsemd Franklíns Roosevelt forseta til Sovétríkjanna mun ætíð verða mikils metin og í heiðri höfð af sovézku þjóðini. Hvað mig sjálfan snertir per- sónulega, er missir þessa mikla manns mér óvenju þungbær, enda var um að ræða sámeiginlegan vin.“ Minningarræða Winston um forsetann, sem hann flutti í þing- inu, var prentuð óstytt í rúss- neska blaðinu Pravda, og var síð- an þýdd fyrir Clementine í Moskvu. Þrátt fyrir að hana langaði mjög til að snúa heim þegar í stað, hélt hún förinni áfram. Hún hafði fengið skeyti frá for- setá bæjarstjórnar Kursk. Clem- entine kvað bæjarstjórnarforset- ann, maddömu Maslennisóvu, eina mætustu konu, sem hún hefði fyrir hitt. Maddama Maslennisóva hafði skipulagt vinnusveitir þús- unda kvenna- til að hjálpa til að endurreisa hrunda borgina. „Ég sá þær vinna í rústunum viljugar og vinnuglaðar", sagði Clementíne. „Mér þótti leitt, að þær skyldu aðeins hafa rekur til að ryðja burt rústahaugunum — ég vildi að þær hefðu hafa jarð- ýtur.“ En í Kursk mætti henni hræði- legasta sjón ferðarinnar. For- stjóri sjúkrahússins gekk yfir að rúmi, þar sem lítil stúlka lá. „Leyfið mér að kynna yður fyr- ir eina eftirlifandi Gyðinginn í Kursk“, sagði hann og lyfti barn- inu upp, svo að Clementine fengi séð það. „Allir aðrir Gyðingar voru þurrkaðir út.“ Þessi litja stúlka, sem var sú eina, sem lifað hafði af, hafði sloppið með því að leynast undir dýnu. Á grönnum handlegg hennar var hið hroða- lega smánarmerki nazistanna. Clementine gerðist mjög góður vinur maddömu Mólótoff og þegar hún kom aftur til Moskvu, heim- sótti hún skóla, þar sem dóttir maddömu Mólótoff, Svetlana að nafni, var nemandi. Þar fylgdist hún með enskukennslu. Kennar- inn var rússneslc kona, sem hafði í aðeins þrjú ár lagt stund á enskunám, en hafði samt sem áð- ur tekizt að tileinka sér afar góð- an framburð og áherzlur í mál- inu. Kennslan fór fram á þann hátt, að nemandinn svaraði spurning- um kennslukonunnar. „Hvernig er bindi þitt Jitt?“ „Bindið mitt er rautt á litinn?" o.s.frv. Það var auðsjáanlega ekki nægi lega greinagott svar að segja að- eins: „rautt“. f Moskvu hlaut Clementine Chur chill tvö heiðursmerki. Var annað Rauða Verkabandsorðan, og hitt var æðsta heiðursmerki, sem veitt var fyrir dygga og skelegga þjón- ustu í þágu Rauða krossins. Hún og ungfrú Johnson hlutu heiðurs- merki sín í Kreml. Clementine var beðin um að rétta út vinstri hönd sína og medalían var hengd yfir hendi hennar, um leið og þulið var, í hverju störf hennar í þágu Rauða krossins höfðu ver- ið fólgin, og á hvern hátt hún hefði kom'ið Sovétþjóðunum til lijálpar. Annars fékk hún Rauða kross- og aukist hún ekki og dáfni, mun he'imurinn ekki búa við mikla hamingju í nánustu framtíð. Með þeirri nánustu framtíð á ég ekki við okkar stutta æviskeið ein- göngu, heldur eínnig líf barna okkar, barnabarna og barnabarna- barna. Ég vona, að heimsókn mín verði til að leggja sitt litla lóð á vogarskálarnar þessu til fram- .dráttar. Á ferð minni um land yðar, hef ég orðið djúpt snortin vegna þeirrar eyðileggingar, er land yð- ar hefur orðið fyrir, en þó enn frekar af því að verða vottur þess, hvernig þjóð yðar endurreisir það, sem í rúst hefur verið lagt. Ég hef veitt því athygli, hve áhugi á vísindum er mikill hér- lendis og yfirleitt öllum góðum fróðleik, og einnig, hve þjóðfé- lagsstaða konunnar hefur bastzt mjög á skömmum tíma. Hvarvetna í landinu má sjá ríka ást og umhyggju fyrir börn- unum, og er það unaðslegt að sjá.“ Það var ósk Clementine og stjórnar Hjálparsjóðs Rússlands, að eitthvað yrði gert sem gæti staðið sem ævarandi minnismerki um það band, er batt Bretland og Ráðstjórnarríkin, og í fyrstu var gera slíkt hið sama fyrir hitt sjúkrahúsið, sem var 500 rúma. Og þessir aöilar bjuggu þau að öllum búnaði svo rausnarlega, að Sovétmenn þurftu ekki einu sinni að kaupa smávægilegiistu hluti, svo sem þerripappír, blekbyttur né penna. Skilti, sem sögðu frá gjöfum þessum, voru fest á veggi sjúkra- húsanna. Sigrarnir urðu æ fleiri hvar- vetna og styrjöldin í Evrópu var að nálgast lokastigið. Clemen- tine fékk fréttir um það, sem gerðist beint frá brezka sendi- ráðinu í Moskvu — handtöku Mussolinis og aftöku hans, sem andfasistar sáu um. Þremur dög- um síðar fréttirnar um dauða Hitlers, þá uppgjöf ítala fyrir sir Harold Alexander hermarskálki, og síðan fjöldauppgjafir í Þýzka- landi fyrir sir Bernard Montgo- mery hermarksálki. Þegar hún frétti 7. maí um, að Dönitz flotaforingi hefði gefizt upp skilyrðislaust fyrir hönd Þýzkalands, langaði hana til að vera með Winston á*þessari sigur- stund, en hún hafðí lofað að vera viðstödd við nokkrar hátíðlegar athafnir henni til heiðurs í Moskvu, og gat ekki farið strax. HULIN F0RTÍÐ MARGARET FERGUSON 2 Hann kinkaði kolli. Fingur Tra- cy fitluðu órólegir við sængina. — Mér þykir það leitt, en ég man ekki eftir henni. — Pilgrims Barn, Avebury, Wiltshire. — Pilgrims Barn? Er þaö hús- nafn? Og reglulega fallegt. En hún hélt áfram að fitla með fingrunum. — Hvers vegna ætti ég að kann ast við það. — Vegna þess að það er heimili yðar í Englandi. Það er að minnsta kosti skrifað í vasa- bók yðar. — Þá hlýt ég að eiga . . . eiga heima þar. Ég veit það ekki. — Jæja, þetta dugar í dag. Hann braut miðann saman og stakk honum í vasann. Ljósbláu skuggarnir undir augum hennar höfðu tekið á sig fjólubláan lit. — Ég held þér ættuð að hvíl- ast núna, frú Sheldon. Hann reis rólega upp og brosti við henni. — Og verið nú ekki kvíðin, þetta lagast allt með tímanum. Ég lít inn aftur í kvöld. Þegar hann var farinn, sat hún Icyrr, stíf í baki og með saman- bitnar varir. — Ekki vera kvíðin, þetta lag- ast allt . . . með tímanum . . . allt verður gott aftur. Innantóm orð, sem sögð voru til hughreyst- ingar og aðdáunarorð vegna nýja andlitsins hennar. Þau komu fran við hana eins og barn, sem fengið hafði nýja dúkku í staðinn fyrir þá gömlu, sem var orðin ónýt. Ef hún gat ekki fengið það gamla aftur, varð hún að sætta sig við bæturnar sem hún hafði fengið . . en þar' stóð hnífurinn í kúnni, því að hér var ekki um að ræða nýja brúðu, hér var um að ræða andlit, líf — persónuleik hennar. Hún hallaði sér aftur út af í rúm- inu og sneri baki við glugganum, eins og hún kysi helzt að snúa sér frá heiminum fyrir utan. Dr. Brodie sat við skrifborðið á skrifstofu sinni og blaðaði í sjúkra skýslum, þegar síminn hringdi og honum var sagt að hr. Sheldon vildi gjarna tala við hann. —*Sheldon? Er hann ættingi frú Tracy Sheldon á stofu B48? spurði dr. Brodie hraðmæltur. — Ég held það, doktor Brodie. Hann bað um að fá að heimsækja hana, en langaði að tala við yður fyrst. — Sendið hann upp strax. Brod ie grýtti tólinu hörkulega á. Já, einmitt! Svo að þessi Sheldon- fjölskylda hafði loks uppburði í sér að hugsa til Tracy. Hún hafði legið vikum saman á sjúkrahúsinu og aðeins fengið fáein símskeyti og eitt bréf, sem var undirritað „Victoria Sheldon,“ hver svo sem það var. Hann svaraði því mjög stuttlega, þegar barið var að dyr- um. Þær voru opnaðar og inn kom ungur maður. Hann var mjög hávaxinn en við nánari athugun virtist hann ekki eins ungur og í fyrstu varð álitið. Blásvart hárið var allmjög tekið að grána við gagnaugun. — Hr. Sheldon? Ég er dr. Brod ie. Ilann rétti ekki fram höndina. — Það er ég, sem annast Tracy Sheldon. Eruð þér eiginmaður hennar? — Nei. Ég er Brett Sheldon, mágur hennar. Hún er gift Mark, yngri bróður mínum. Brett Sheld- on talaði seinlega með djúpri við- kunnarlegri rödd. — Er hann dáinn? spurði dr. Brodie kuldalega. — Eða eru þau kannski skilin? Eins og þér vitið þjáist hún af minnisleysi og veit ekkert um sjálfa sig. — Nei, Mark er á lífi og þaö er allt í lagi með hjónabandið þeirra. — Það er bezt að þér fáið yður sæti. Dr. Brodie velti fyrir sér, hvort einhver kaldhæðnisbroddur hefði verið í síðustu orðunum. Hann hafði fyrir fram fengið and- úð á þessari Sheldonfjölskyldu og gat ekki fengið sig til að vera alúðlegur við þennan mann. — Ef svo er, finnst mér mjög merkilegt, að hann skuli ekki vera hér nú, — já, ég skil ekki af- hverju hann kom ekki fyrir löngu! Það er stórkostlegt kraftaverk, að eiginkona hans komst lífs af og hún hefur orðið að þola margt og mikið síðan. — Ég veit það . . . En Mark gat ekki komið til New York. Það var ómögulegt fyrir hann . . . að kom- ast hingað. 1 Brodie starði á unga manninn, sem forðaðist að horfa í augu hon um, og leit undan spyrjandi og rannsakandi augnaráði hans. — Náttúrlega einhver áríðandi viðskipti, sem hafa tafið hann, byrjaði dr. Brodie fullur fyrir- litningar. — Og það hefur svei mér verið aðkallandi, fyrst það gat hindrað eiginmann að koma að sjúkrabeði eiginkonu sinnar, sem var lífshættulega slösuð og hafði gersamlega misst minnið. — Mark hefði komið, ef honum hefðu á annað borð verið það mögulegt, svaraði Bett Sheldon rólega, en ákveðið. — En svo var ekki. Hann situr í fangelsi. — Fangelsi? Brodie yppti öxl- um. — Nú, já, fyrst svo er hefði hann ekki orðið að miklu liði. Maður af því sauðahúsi getur ekki hjálpað henni núna. — Nú eruð þér heldur of fljót- fær að álykta, doktor Brodie. í fyrsta skipti horfðist hann hik- laust í augu við lækninn. Aug- un voru skær og hreinskilnisleg og lágu djúpt undir loðnum auga- brúnum. — Mark situr ekki í fangelsi vegna neins, sem hann hefur gert, heldur vegna þess sem hann er . . . — Þetta hljómar mjög ein- kennilega, sagði dr. Brodie með fyrirlitningu. Síðan hélt hann áfram: — Heyrið mig nú, herra Sheld- on, ég er ekki að skipta mér af einkamálum ykkar af hnýsni, ég hef satt að segja ekki minnsta áhuga á þeim. En frú Sheldon er sjúklingur minn og ég þarf að vita allt, sem gæti orðið mér að liði í þessu erfiða tilfelli. — Hefur hún raunverulega . . . misst minnið . . . man ekki nokk- urn hlut? spurði Brett Sheldon efagjarn. — Hún man alls ekki neitt — ekki hver hún er, hvar hún á heima. Hún man ekkert eftir fjöl- skyldu sinni — sem sagt alls ekki neitt. — Gott og vel, ég trúi yður. Mark situr af sér níu mánaða fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi. Brett dró djúpt andann og hélt áfram. — Hann og Tracy voru a heim- leið úr samkvæmi í fyrravor. Sjálfur mundi hann þessa nótt eins og það hefði verið í gær. Tracy hafði farið í samkvæmið í nýjum, hrífandi grænum kjól. Hann hafði vakað fram eftir að undirbúa fyrirlestur, sem hann átti að flytja í Bristol daginn eftir. — Bíllinn ók á níutíu kílómetra hraða eftir mjóum vegi, hélt hann áfram og vissi að dr. Brodie hafði virt fyrir sér andlit hans þær fáu sekúndur, sem hann gerði hlé á máli sínu. — Hann hægði ekki ferðina við stöðvunarskilti við þjóðveginn en ók inn á veginn á ofsahraða og beint á hjólreiðamann sem kom aðvífandi. Maðurinn og hjólið þeyttust yfir girðingu, en bíllinn nam ekki staðar. Hann hélt áfram sama brjálæðislega hraðanum eft ir hliðarvegi. Hann mundi hvernig brettið hafði verið dældað og blóðblettir á gráu lakkinu . . . í tunglskininu hafði hann séð það greinilega, þegar hann gekk út á tröppurn- ar um leið og hann heyrði í bíln- um . . . — Bifreiðarstjóri sem kom ak- andi á eftir hjólreiðarmanninum náði tveim síðustu tölustöfunum. Það reyndist því ekki erfiðleik- um bundið fyrir lögregluna að hafa upp á bílnum, og auk þess bar hann greinileg merki eftir áreksturinn. Rödd hans var hljómlaus og doktor Brodie skildi vel hvers ÍA TÍMINN, miðvikudaglnn .3. júní 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.