Tíminn - 13.11.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1964, Blaðsíða 4
— FÖSTUDAGUR 13. nóvember 1964 afburða skáld, snillingur og meist- ari sinnar íþróttar, skáldspekingur og sjáandi — einsöngvari í Braga- sal frá þeirri stund, er hann hóf máls á þeim vettvangi til þess er yfir lauk í hárri elli. En líf hans er á ytra borði fullt af hrikalegum andstæðum. Hann er glaumsins I barn og einverunnar, svallari ogi meinlætamaður, heimsborgari og j þjóðlegur íslendingur, rímnasmið- um og fésýslumaður. Hann brýst um í stórum framkvæmdaáform- um, samtímis því, sem sál hans er full af guðsþrá, lotningu og til- beiðslu. Hann yrkir undursam- j lega fögur Ijóð, stofnar hlutafélög, braskar með verðbréf. Hann er j einfari, sem alls staðar á heima í menningarlífi Norðurálfunnar. —j En fyrst og síðast og alls staðar spámaður, hugsjónamaður og skáld. Samtíð Einars gekk illa að , átta sig á honum. Það var ekki í nema að vonum og mun ganga betur síðar. Hann var svo marg- ræður í eðli og kom svo • 15a við , á ævinni, að framsýni hans og yfirburða gætti á stórum fleiri j Séra Sigurður Einarsson: Skáld TÍMINN Frá minningakvöldi um Einar Benediktsson í Kópavogsbíói. Það er ætlan mín, að því fjær, sem Einar Benediktsson dregur undan, því lengra, sem árabilið verður milli vor og samtíðar hans, því fyrirferðarmeiri verði hann ásýndum í samtíð sinni. Og það er sþá mín, að þegar breiðsævi nokkurra alda skilur hann og þá menn, er þá mæla á íslenzka tungu, verði Einar Benediktsson einn hinna fáu tinda, er gnæfa í fjarska upp yfir bil aldanna. Þennan spádóm áræði ég að láta . í ljós, af því, að til eru þeir menn, sem eru svo mikils háttar í sjálf- um sér, að þeim ber ekkert smá- vægilegt eða ómerkilegt að hönd- um. Slíkir menn eru gæddir þeirri tegund yfirburða, sem alveg efalaust gerir þeim margan vanda lífsins áleitnari og torráðnari en ella myndi, en eru um leið fólgnir í því innsæi, sem til þess þarf að skynja vandann og þeirri orku, sem það krefur að leysa hann — eða að minnsta kosti því hugrekki, sem til þess þarf að ráðast í það, hversu sem fer um leikslok og úr- lausnir. Einar Benediktsson var einn þessara sárfágætu yfirburða- manna. Vér skulum nema staðar og at- huga þetta ofurlítið nánar — manninn, sem er svo mikils háttar í sjálfum sér, að honum ber ekk- ert ómerkilegt eða smávægilegt: að höndum. Það er ekki þann veg| að skilja,- að tilvikin, atvikin, ör-j lögin, eða hvað menn annars vilja kalla það, raði af natni í veg| slíkra manna mikils háttar og stór-j fenglegum atburðum, sem þeir séu með einhverjum hætti aðilar að., Það, sem þá hendir, er í stórum | dráttum hin almenna saga mann- legrar reynslu með ýmsum til- brigðum. Það eru skyn sjálfra þeirra og viðbrögð, sem því valda, j að það, sem öllum þorra manna er smávægilegt og ómerkilegt, öðlast í vitund þeirra víddir og dýptir, sem hinum sést yfir, hefst á æðra svið, verður stórfenglegt og merkilegt. Ofurlítið dæmi kann að skýra dálítið, það, sem hér er átt við. Ótölulegur sægur manna hafði séð hluti falla á undan Isac Newton, en ekki séð í falli hlutanna annað en sár-hversdagslegt, sjálfsagt og ómerkilegt fyrirbrigði. Hið hvers- dagslega orkaði á skyn Newtons sem ófrávísanleg áskorun, stór- fenglegt vísindalegt rannsóknar- efni, vitsmunalegt úrlausnarefni, sem krafðist svars.. Viðbragð hans v.ar þrotlaus rannsókn og niðurstaðan þyngdarlögmálið. En Isac Newton var líka einn af þeim fágætu,, dýrmætu einstaklingum, sem eru svo mikillar náttúru, eða þeim ber ekkert smávægilegt, eða ómerkilegt að höndum. Enska skáldið Wordsworth nefnir hann í einu kvæða sinna „anda, sem ein- mana siglir vitsins furðuhöf“. Mér hefur oft dottið sú setning í hug í sambandi við Einar Benedikts- son. Þrátt fyrir það, þó að árum saman byggi hann við ríkmann- legri lífshagi og meira svigrúm en flestir jafnaldrar hans sam- lendir, og þótt hann ætti þess ær- inn kost að taka þátt í samkvæmis- og menningarlífi álfunnar langt umfram alla aðra íslendinga, var hann, samt sem áður „andi, sem einmana sigldi vitsins furðuhöf“. Það er ótrúlega mikið af viljaðri eða óviljaðri sjálfslýsingu í kvæði Einars FROSTI, sennilega viljaðri og hnitmiðaðri, þó að hann sé að yfirvarpi að lýsa öðrum manni, snillingi annarrar íþróttar en sinn- ar eigki. Niðurlagserindi kvæðis- ins er á þessa leið: Hann sigldi frosin höf á undan öðrum og alltaf fann hann rás og vök að fljóta. Hann nam sér hrjósturlönd á jarðarjöðrum þar jafni enginn ryðja sást né brjóta. Hans gnoð var heil og traust frá stjórn að stefni. Hann strengdi voðir fast. Hann vakti af svefni. Hans snilld fór hátt og snöggt sem þytur fjaðra. Hann snart til lífsins dauð og þögul efni. Nú þegar — aðeins örfáum ára- tugum eftir lát Einars Benedikts- sonar — finnum vér gjörla, að það má með fullum sanni heim færa hverja hendingu þessa tigu- lega erindis upp á hann sjálfan — og í rauninni engan annan ís- lending í samtíð hans, sem ég fæ komið auga á. Sú tegund yfirburða, sem hér ræðir um, getur leitað sér úr- lausnar á hvaða vettvangi mann- legs lífs, sem vera skal. Hún get- ur birzt sem einstök hugvitssemi, vísindaleg uppfinningagáfa, frá- bær herstjórnarsnilli, skapandi skipulagningarhæfileiki, tónlistar- gáfa, eða skáldsnilli. í Einari Bene- diktsssyni birtist hún fyrst og, fremst á þann veg, að hann varð sviðum en í skáldskapnum einum. Skapandi ímyndunarafl Einars á sviðum efnahagsmála og fram- kvæmda og augljós viðskiptasnilli hans, sem átt þó sína örlagaríku brotalöm, allt var þetta stórbrotn- ara en svo, að samtíð hans gæti IjeUt sig við að öllu. Það fór of mikið fyrir honum til þess að kom- izt yrði hjá árekstrum, hann var of glæsilegur til þess að komast hjá hatri. Allt skyggði þetta á þá staðreynd í augum samtíðarinn- ar, að Einar Benediktsson var fyrst og fremst skáld, og að ut- Hlín Johnson. an skáldskapar síns var hann nán- ast eins og maður, sem hefur ver- ið rekinn út úr Paradís, virti að eigin geðþótta lög og venjur þess heims, þar sem hann var dæmdur til að eyða útlegð sinni, en alráð- inn í að hafa það af gæðum hans, sem fengið yrði, og láta vit skipta feng. Þeir eru ekki öfundsverðir í dag, sem á sínum tíma lögðu sig fram um að óvirða skáldskap Einars með þeim broslegu og jafn- vel fáránlegu rökum, að hann væri lítt skiljanlegt moldviðri og að Einar væri bögubósi, sem vart kynni svo með íslenzka tungu að fara, að henni væri ekki misboðið. Það er ekki gustuk úr þessu að nefna nöfn þeirra, er þann veg rituðu um skáldskap Einars og voru að burðast við að telja sér og öðrum trú um, að þeir mæltu heils hugar og hefðu vit á. Einar fékk einnig ótæpt að heyra það, á meðan umsvif hans voru hvað mest, að hann væri braskari, harð- snúinn, ófyrirleitinn og álsleipur glæframaður, er léki með þjóðar- hagsmuni íslendinga og raun- veruleg og ímynduð náttúruauð- æfi landsins á hinn gálausasta hátt Öfundarmönnum Einars og stjórnmálaandstæðingum varð það einatt í svip auðunninn leikur að bregða fæti fyrir fyrirætlanir hans og framkvæmdahugsjónir. Og það, sem ekki var minnst um vert, varna því, að hann hagnað- ist á þeim sjálfur. Og þó sáu þeir oftast skemmra, og vildu aldrei betur en hann. En nú eru þessi átök öll komin í nokkurra áratuga fjarlægð, og oss, sem nú lifum, ætti að vera vorkunnarlaust að deila hér ljósi og skugga með nokkru meiri sann girni en þeim, sem nær stóðu vettvangi, einmitl af því, að vér ! teljum það nú tii frægilegustu stórvirkja vorra þegar oss lánast — með erlendu fjármagni — að tína upp í slóðinni og gera að veruleika eitthvað af framkvæmda- hugsjónum skáldsins Einars Bene diktssonar. Það er ekki svo auð- velt að gleyma því, að Reykjavík- urhöfn er til fullsköpuð i ljóðum hans, löngu áður en fyrsti verk- fræðingurinn dró fyrsta strikið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.