Tíminn - 13.11.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.11.1964, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 18. nóvember 1964 TÍMINN 21 UPPREISNIN 1ÁB0UNTY Charles Nordhoff og James N. Hall yfirmanna og háseta, yrSu fluttar aftur í og teknar í skips- birgðirnar. Aldrei hafði verið jafnþögult um borð og þetta kvöld. Margir okkar hafa vafalaust hugsað til hinnar löngu ferðar, sem við áttum fyrir höndum. Ef til vill myndi heilt ár líða, áður en við kæmum til Englands. Og allan þann tíma vorum við á valdi harðstjóra, sem engin bæn gat blíðkað. Það var hljótt yfir mötuneyti mínu, því að um þetta leyti borðaði Samúel með okkur, og við vissum, að hann lapti allt í skip- stjórann. Peckover gleypti saltkjötið sitt og hálft pund af yamrótum í nokkrum munnbitum og fór því næst. Við hinir '1 gdum dæmi hans. Varðssveit Fryers kom á þilfar klukkan 8. Flestir skip verja voru á þiljum uppi um kvöldið, af því að veðrið var svo fagurt. Loftið var svalt og hressandi. Máninn var á fyrsta kvartili, og við skin hans sáum við móta glöggt fyrir Tofoa. Á ellefta tímanum um kvöldið kom Bligh á þilfar til þess að gefa skipanir fyrir nóttina. Hann gekk fram og aftur stundarkorn og skipti sér ekki af neinum. Loks nam hann staðar nálægt Fryer, sem leyfði sér að segja: — Ég held, að við fáum góðar byr, skipstjóri. Það er heppilegt að tungls- ljós sé, þegar við nálgumst strönd Nýja Hollands. — Já, herra Fryer, það er heppilegt, svaraði hann. Nokkr- um mínútum seinna gaf hann skipun um stefnuna og fór síðan í klefa sinn. Veðurspádómur Fryers rættist þó ekki. Um miðnætti þegar við fórum af verði, var stillilogn. Hafið var spegilslétt, og þar spegluðust allar stjörnur himinsins. Þegar ég kom nið ur, var þar alltof hlýtt, til þess að hægt væri að sofa. Við Tinkler gengum saman um þilfarið, stóðum stundarkorn við borðstokkinn og ræddum um heimili okkar, og hvað við skyldum borða, þegar við kæmum heim. Að lokum horfði hann með varkárni í kringum sig og sagði: — Byam, vitið þér, að ég er mesti þorpari? Það var ég, sem stal einni kókoshnetunni hans Bligh. — Svo að við eigum þá yður að þakka þessa ádrepu, sem við fengum, sagði ég. — Já, ég er tollheimtumaður og syndari. Ég gæti nefnt nöfnin á hinum, en ég kæri mig ekki um það. Við vorum þyrstir og alltof latir til þess að klifra upp í mastrið. Og kókoshneturnar voru svo freistandi, eins og þér getið skilið. Ég vildi, að þær væru þar enn þá, þá skyldi ég stela einni. Það er ekkert jafnhressandi og kókosmjólk. Skollinn hafi brauðávextina hans Nelsons. Það er þeir, sem halda okkur stöðugt þyrstum. Okkur var öllum illa við brauðávaxtaplönturnar, því að hvað sem skeði, urðu þær að fá vatn. Til þess að spara vatnið, hafði Bligh fundið upp mjög góða aðferð. Sá, sem vildi fá sér 25 vatn að drekka, varð fyrst að klifra upp í stórsigluna og sækja þangað pípu og fara með hana að vatnstunnunni og sjúga vatnið gegn um pípuna. Því næst varð hann að koma pípunni aftur á sinn stað. Og hversu þyrstur sem maður var, mátti maður aldrei drekka nema tvisvar á vöku. Og þeir, sem voru þungir í vöfunum, vildu heldur vera vatnlausir. — Sem betur fór, slapp ég einu sinni við að vera grunað- ur, hélt Tinkler áfram. — Getið þér skilið það? Ef hann hefði spurt mig, hefði ég auðvitað neitað, en ég er hræddur um, að samvizka mín, hefði komið upp um mig í það sinn. En ég kenni í brjósti um Christian. — Vissi Christian, að þér höfðuð tekið af kókoshnetunum? — Auðvitað vissi hann það. Hann sá okkur gera það, og eins og hver annar heiðursmaður, var hann auðvitað neyddur til þess að líta undan. Við stálum ekki nema fjórum kókos- hnetum af mörgum þúsundum. Og ég stal ekki nema einni. Tinkler var eins og skipsköttur. Hann gat lagt sig út af og sofið, hvar sem var. Nú lagðist hann niður hjá einni fallbyss- unni, lagði vangann á handlegg sér, og ég held, að hann hafi brátt fallið í fastan svefn. Klukkan var þá um eitt, og að undantekinni varðsveitinni voru engir aðrir á þiljum en við Tinkler. Peckover stóð við borðstokkinn hinum megin. Ég sá nióta fyrir honum í tungls Ijósinu. Einhver kom í Ijós á afturþiljum. Það reyndist vera Christian. Þegar hann hafði gengið um gólf stundarkorn, kom hann auga á mig, þar sem ég stóð milli falibyssanna. — Ó, eruð það þér, herra Byam? Hann kom til mín, stað- næmdist hjá mér og studdi olnbogunum á borðstokkinn. Ég hafði ekki séð hann, frá því atburðurinn varð um daginn. Að lokum sagði hann: — Vissuð þér, að hann hafði boðið mér til kvöldverðar með sér í kvöld. Getið þér skilið það? Eftir að hafa hrækt í andlit mér og þurrkað af fótunum á sér á mér, þá sendir hann Samúel til mín til þess að bjóða mér til kvöldverðar. — Þér hafið ekki þegið það? — Eftir það, sem við hafði borið? Nei, og aftur nei. Ég hef aldrei séð jafn svarta örvílnan og birtist í augum Christians. Það leit svo út, sem hann gæti ekki þolað meira. Það var nærri því óskiljanlegt, að Bligh skyldi hafa boðið honum til kvöldverðar eftir það, sem við hafði borið. Mér datt í hug, að það bæri vott um samvizkubit Blighs, en ég áleit, eins og Christian, að Bligh ætti ekki til neitt, sem héti samvizka. — Við erum allir á valdi hans, bæði yfirmenn og hásetar. Hann lítur á okkur eins .og hunda, sem megi sparka í og kjassa til skiptis. Og á þessu getur engin breyting orðið, fyrr en við komum til Englands, hvenær, sem það verður. ( Hann þagði stundarkorn og horfði út yfir stjörnuljómað hafið. Loks sagði hann: — Byam, ég vildi gjarnan biðja yður að gera mér greiða. — Hvað er það? — Það má vel vera, að það sé ástæðulaust, en maður veit aldrei, hvað fyrir kann að koma á langferðum. Ef ég, ein- hverra ástæðna vegna, skyldi ekki koma heim aftur, vildi ég biðja yður að bera fjölskyldu minni í Cumberlandi kveðju mína. Væri það til of mikils ætlazt? — Nei, það getið þér skilið, sagði ég. — Þegar ég talaði síðast við föður minn, rétt áður en ég kom hér um borð, bað hann mig að gera þessar ráðstafanir. NÝR HIMINN - NÝ JÖRD EFTIR ARTHEMISE GOERTZ 36 — Jú. Svo leið skyndilega bros um andlit hennar. — Undrunar- svipurinn á Harry Lockwood, þeg- ar hann sá að það var minn kassi var svo skrítilegur, að hann var nægileg sönnun. Pabbi hefur feng 5ð Leon til að biðja hann afsök- unar á svo ruddalegu spaugi. — Nú, þú trúir mér................ Viktor tók hönd hennar og strauk hana mjúklega. — Hver skyldi þá eiga míg annar? — Það er hægt að tilheyra hug- sjónum sínum, sérlegum áhuga- málum eða stöðum — ekki síður en öðrum mönnum . . . mælti hún og horfði niður fyrir fætur sér. — Það er jafnvel hægt að tli- heyra samvizku sinni eða sann- færingu. — En konan —geta ekki sömu hlutírni’r átt hana? — Jú, samþykkti hún með hægð. — Og áhyggjur hennar, efi og innsýn. — Þá ætti ég að mega vonast eftir umburðarlyndi. — Ó, Vik, hrópaði hún. — Ég hefi verið að hugsa um, að menn eiga svo marga heima, — það er svo erfitt að ákveða í hvaða ver- öld maður á heima. Til eru horfn ir heimar, eins og þar sem þú fæddist, og æskan . . . . og þú berð þá með þér . . . . þú sleppir þeim aldrei. Eða ef til vill eni það þeir, sem aldrei vilja sleppa af þér .... Hann horfði rannsakandi á andlit hennar og' varð skyndilega alvörugefinn, er hann sá angist þá, er í því mátti lesa. Honum fannst hann skilja hvað það væri, sem hún var að reyna að útskýra. Alla ævi hafði verið hlúð að henni hún hafði svo að segja verið „frið- uð“ innan fjögurra veggja heim- ilisins og verið ósnortin af öllu, sem utan þess var. Og nú, þegar augu hennar höfðu opnazt, fund- ust henni veggirnir riða, og það vakti henni ótta. — Vertu róleg, sagði hann og tók hana í faðm sínn. — Ekkert illt skal komast að þér ástin mín. — Já, en Vik, hún þrýsti fing- urgómunum að gagnaugunum. — Mig langar svo til að vera hug- rökk, en ég get það ekki. Ég vil alltaf hlauast frá öllu. Stundum liggur mér við að óska þess, að ég gæti hlaupið brott frá sjálfri mér. Hann brosti. — Bara að þú mín, vildir þá allfaf hlaupa til sagði hann í spaugi. Þá rak hún upp hlátur, þótt hann væri að einhverju leyti upp- gerð, að honum fannst. Hún vatt sér við á tánum og vafði örmun- um um háls hans. — Ó, Vik. Ég ætla ekki að vera í vondu skapi í dag. Ég ætla að vera glöð. Ég ætla að biðja pabba að skrifa til Parísar og panta handa mér kjól, sem á við, þegar ég er með þetta hérna. Hún lét festina renna milli fingra sér. — Á afmælisdaginn mínn, 15. ágúst. — Ég vildi óska að ég gæti ver- ið hérna þá, og séð þig. — Geturðu það ekki? hrópaði hún og brosið hvarf af andliti hennar. — Ég hef skyldum að gegna í Ancon, sem ekki má vanrækja. — 6 ... . Ancon . . . — Ég kem hingað aftur í nóv- ember, þegar lýst verður með okkur, og síðan um páskana til brúðkaups okkar. Því næst snú- um við til baka bæði tvö saman. — Ó, Vik. Nú brá fyrir sama kvíðasvipnum. — Ég hefi heyrt hinar ægilegustu sögur um eitur- slöngur og hitasótt, óþrifnað og broddflugur .... — Ekki núna. Þú munt verða steinhissa. Þar er allt enn þá ný- tízkulegra en hér. Hann hló. — Vel byggð liús með baðher- bergjum. — Hafið þið líka franskt söng- leikahús í þessum frumskógum ykkar? — Ekki beinlínis. En bæði höf- um við þó óperur og leíksýning- ar. Og kjötkveðjuhátíðir höldum við meira að segja. — Já, en samt sem áður . . . ó, Vik, hér er svo miklu meira fyrir þig — fyrir okkur bæði. Við heyrum þessum stað til. Hér liggja rætur okkar. Hún lagði kinnina að vanga hans og hvíslaði: — Já, elskan mín. Það er hér, sem ég víl vera — með þér...... Hann varp öndinni. Ef til vill fékk hann talið hana á sitt mál, þegar þar að kom. — Við sjáum nú til, sagði hann. — Lof mér að sjá, hvort þú verður hér á afmælisdaginn minn. Hún horfði rannsakandi í augu hans. — Mér sýnist ekki betur en ég sjái já. Andartaks stund fannst honum það óþægileg hugsun, að verða að breyta fyrírætlun sinni. En í sömu andrá varð hann hrærður yfir, að návist hans skyldi vera henni svo mikils virði. — Þér er mjög um það hugað, að ég verði kyrr? — Já. — Þá skal ég vera það. Hálfum mánuði lengur vegna Súlímu..........hálfum mánuði lengur vegna Kólettu . .. . Seinna um kvöldið gekk hann til rannsóknarstofu Jolivets lækn- is með sýnishorn af blóði Súlímu. Það lagði beiskan og áleitinn þef fyrir vit, þar inni, sem Jolivet hafði leikið sér að, eins og hann kallaði það, að rannsaka orsakir til útbreiðslu pellagra veikinnar. Þefinn lagði af dósum nokkrum, sem höfðu inní að halda allskon- ar maís, óafhýddan, þurrkaðan, gulan og hvítan, soðinn og hráan. Innan um allt rótið rakst Viktor á nokkra smákúta, eins og víða finnast í vissum hlutum Suður- ríkjanna, þar sem maís er ein aðalfæðan. Hann kveikti á lamp- anum, lét ljósið falla vel á vinnu- borðið og setti smásjána í rétta stöðu. Því næst lét hann dropa af blóði Súlímu á glerplötu, sem hann renndi inn í vélina. Kom þá í ljós, að það hafði inni að halda einungis einn fjórða hluta af eðlilegu magni hinna rauðu blóðkorna. Hann sat um hríð og starði beygður niður á blettótt gólfið. Síðan tók hann upp vasabók og fór að skrifa sér til minnis. Það gat verið fróðlegt að kynn- ast því, hvort sjúkdómurinn væri sérlega útbreiddur meðal ^fjöl- skyldna þeirra sem höfðu kýr. Hann hafði grun um, að það væri ekki það, sem maísinn hefði inni að halda, sem orsakaði veikina, heldur þvert á móti það, sem ekki væri í honum að finna .... Það var skortur á nauðsynlegum nær- ingarefnum í vissum fæðutegund- um, en ekki ókunnar skaðsemdir í neinni þeirra .... Þarna sat hann og vann að rannsóknum sínum í margar klukkustundir, þrátt fyrir kuld- ann í herberginu. Skyrtan límdist við bakið á honum. Hann hafði gleymt að fara úr léreftstreyjunni og rakinn í loftlausum klefanum hafði læðzt niður á milli herða- blaðanna. Rökkrið úti fyrir var runnið yf- ; 1 \ v r •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.