Tíminn - 01.12.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.12.1964, Blaðsíða 9
ÞRIÐJlfbAGUR 1. desember 1964 TÍMINN f HLJÓMLEIKASAL Hótel Mikligarður, anddyrið. Leikfélag Hafnarfjarðar: Gestir í Miklagarði höfundur Robert Neuner - leikstjóri Guðjón Ingi Sigurðsson - þýðandi Vilhjálmur Eyjólfsson. Leikfélag Hafnarfjarðar frum-1 sýndi sjónleikinn Gesti í Mikla- garði á þriðjudagskvöldið var. Þessi leikur er gerður eftir sam-! nefndri sögu sem kom út í ísl. þýðingu fyrir nokkrum árum og þarf ekki kynningar við. Leik- stjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson, sem hefur getið sér gott orð fyrir sviðsetningu á leiknum Einkenni- legur maður eftir Odd Bjömsson. í leikskrá segir, að þetta leik- rit hafi verið tekið til meðferðar fyrst og fremst til að gefa ungu fól'ki tækifæri til að leika, og síðan eru taldar upp átta mann- eskjur, sem ekki hafa leikið fyrr með LH, en sumar eiga frumraun sína á sviði í þessum leik. Það er vissulega rétt og skylt að gefa ungu fólki tækifæri til að leika, en á sýningu félagsins í Hafnarfirði mó líka sjá, hve nauð- synlegt er að hafa reynda menn og örugga með í leik, þar sem viðvan- ingar eru annars vegar, - menn, sem blása lífi í leikinn og gefa viðvaningunum færi á að njóta Eiríkur Jóhannesson (Schuler aðalforstjóri) og Ragnar Magnússon (dr. Hagedornh sín. Hér er um að ræða þátt skól- unar, og í mörgum tilfellum skil- yrði þess, að sýning verði fram- bærileg. Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi Jólaþyrna um þetta leyti í fyrra. Þar er ólíkum viðfangsefnum sam- an að jafna, og samanburður á meðfæri leikfólksins vart tiltæki legur, þar sem einn okkar mestu leikara fór með aðalhlutverk í Jólaþyrnum, og tvær góðkunnar leikkonur hlupu undir bagga. Nú má segja, að LH tefli fram við- vaningum í flestöllum hlutverkum þótt sumir eigi nokkurn leikferil og jafnvel Skóla að baki. En þátt- taka Gests Pálssonar í sýningu LH í fyrra varð til að stuðla að því, ung og lítt þekkt áhugaleikkona fékk sýnt ágætan og eftirminni- legan mótleik. Því miður er engu slíku til að dreifa í þetta sinn. Hér er margur ‘galli á gjöf Njarðar. Það er nú fyrir það ■fyrsta hörmulegt, að Leikfélag Hafnarfjarðar skyldi detta í þessa gömlu og gatlesnu neðanmálssögu, eða leikrit eftir neðanmálssögu réttara sagt. Að mínu viti skiptir það ekki máli, þótt sagan hafi náð miklum vinsældum, og kvikmynd sem gerð var eftir sögunni orðið geysi vin- sæl, og leikritið verið sýnt i öðrum landsfjórðungi fyrir nokkrum ár- um og gengið stanzlaust í 19 skipti fyrir fullu húsi, eins og segir í leikskrá. Leikstarf áhugafólks er að jafnaði ekki fjáröflunarleið, os á ekki að vera það. Aðeins þegar bezt lætur um aðsókn má gera vonir um að fá kostnaðinn upp borinn og smáskilding handa leik- urum fyrir margfalda fyrirhöfn Það skiptir mestu máli að vanda til slíkrar starfsemi, til gagi.s og gleð: fyrir þátttakendur og áhorf- endur, en Gestir í Miklagarði er ekki þessháttar verk, að hið gam- algróna leikfélag hefði ástæðu til að seilasl eftir því, auk bess seni það er langt og þungt í vöfum og illa til fundið fyrir byrjendur Reyndum leikurum mætti eflaust takast að blása nokkru lífi í spil- verkið, en byrjendunum í Hafnar- firði tókst það ekki. ■ ■ songur Karlakórinn Fóstbræður und- ir stjórn Ragnars Bjömssonar, hélt samsöng í Austurbæjavbíó þ. 25. nóv. s. 1. Síðasti samsöng ur kórsins fór fram á s 1 vori svo naumur tími hefur gefr r til æfinga, enda greinilega ekki eins nostrað við hlutina og annars er vandi söngstjórans. Það hefir viljað brenna við að kóra-samsöngvar hafa hrúg- ast upp á skömmum tíma að vorinu og var breytinga þörf í því efni mjög svo tímabæi Efnisskráin var að noiikru sniðin eftir þessum Kringum- stæðum með allmörgum verk- um frá fyrri samsöngvum, allt mjög svo góð og sígild karla- kórsverk. Kómum hafa bætzt margar nýjar raddir, en þrátt fyrir ágætan efnivið skortir þær nokkuð þjálfun og æfingu Að öðru leyti standa sterkir stofn ar að kórnuim, og eiga hinar staðgóðu bassaráddir ekki svo lítinn þátt í þeim kúltiveraða heildarsvip sem yfirleitt ein- kennir söng kórsins. Einsöng höfðu á hendi, þeir Erlingur Vigfússon, Kristinn Hallsson og Hákon Oddgeirs- son, sem fór mjög laglega með sinn hlut. Fyrir Erlingi liggja verkefnin mjög misvel, svo sem eðlilegt er, þar sem rödd hans skortir ennþá mikið í jafn’-ægi. Túlkun hans i sérstæðu verki eftir danska höf. V. Holmbol var mjög góð, en öllu :akarí í meðferð tveggja uönglaga Markúsar Kristjánssonar. Kristinn Hallsson stenduv nú hvað hæst sem söngvari og tvö einsöngslög túlkaði hann af sinni traustu innlifun *>g stöð- ugu vandvirkni. Tvö ágæt ísl. lög eftir þá Sigfús Einarsson og Oddgeir Kristjánsson fór kórinn einkar smekklega með. Hið síðar- nefnda „Heyrið morgutisörig á sænum“, var mjög tímat-ært lag, til að leysa af holmi norska þjóðsönginn, sem ai’tof mikið hefir verið kyrjaður hér undir þeim texta. Söngstjórinn Ragnar Bjórns- son hefir á stuttum tíma ->g með marga nýliða i kórnum ur-nið vel og samvizkusamlega að þeirri efnisskrá. sem fyrir val- inu varð. Góðar undirtektir áheyrenda. staðfestu vinsældir kórsins Unmir Arnórsdóttir. Kammer- tónleikar Kammermúsik-klúbburinn hélt fyrstu vetrartónleika sína í Melaskólanum þ. 27. nóv s. 1. Verkefni voru að þessu sinni tvö tríó eftir Betthoven og Brahms. Flytjendur voru þeir Jón Nordal, píanó, Einar Vig- fússon, celló og Gunnar Egils- son klarinetta Bæði þessi verk eru sígildar perlur í kammer-tónlist. B-dúr tríó Beethovens er einfalt og blátt áfram í allri byggingu en krefst samt geysilegrar natni i útfærslu. Leikur þeirra þre- menningana, var að mörgu leyti góður en meiri samæfing hefði ekki skaðað. Aftur á móti fluttu þe?r a- moll tríó eftir J Brahms af mik illi samheldni, og mörkuðr. þar fallega aðaldrætti, en gáfu jafn framt smáatriðum fullan gáúm. Nokkuís ósamræmis gætii í flutningi, fámennra tónverka í sal Melaskólans, þar eð flygill hússins er mjög ójafn að tón- gæðum, og hljómburður salar ins óstöðugur. Sérlega gætti þess í Beethoven-veridnu. Harkalegir miðtónar hijóðf.eris ins röskuðu nokkuð því hiut- falli sem byggir upp bá hljóð færaskipan, sem um var að ræða. Unnur Arnórsdóttir. Guðjón Ingi Sigurðsson hefur tekízt á hendur að stjórna bví fjölmenni, sem hér kemur fram, 16 leikendum, og sem við er að búast nær hann ekki tökum á þessu óvana fólki sínu. Þessi sýn- ing verður tæpast höfð sem mæli- kvarði á leikstjórnarhæfileika Guðjóns Inga. Ég efast um, að reyndari menn hefðu náð viðunan- legum árangri. eins og hér er í pottínn búið. Frammistaða Sverris Guðmunds sonar í hlutverki þjónsins, Jó- hanns Seidelbast, er bað jákvæð- asta í sýningunni. en virðist getu hans sjálfs einni fyrir að þakka. Sverrir hefur leikskóla Þjóðleik- hússins að bakí, hann hefur oer- sýnilega leikgáfu, og virðist geta samlagazt viðvaningum án þess að skera sig þannig úr að leikur hans trufli heildina. Halldóra Gissurardóttir lék ráðskonuna, frú Mensing, og var ágætlega búin í hlutverkið. Leík- urinn var hins vegar misjafn, oft- ast viðvaningslegur, en Halldcra átti góða spretti, sérstaklega, beg- ar frú Mensing var byrjuð að skemmta sér á hótelbarnum. Eirík- ur Jóhannesson lék Schliiter aðal- forstjóra, en hann á — öfugt við flesta hina — langan feril sem áhugamaður að baki Kunnugir hafa sagt mér að Eiríkur hafi oft „brillérað" á sviðir.u, en leikur hans í þessu hlutverki var harla gloppóttur. Leifur ívarsson fór með hlutverk hótelstjórans. Hann hefur numið í leikskóla, enda skar hann sig talsvert úr og sýndi nokk- urn lærdóm. Gallinn var sá, að kunnátta Leifs nýttist ekki í sam- leik. Hann virðist ekki hafa lært nógu mikið til að laga sig eftir aðstæðum, þar sem óvanir koma á móti. Ragnar Magnússon fer með leiðinlegasta hlutverkið, dr. Hagedorn, og verður að segja hinar ámátlegustu setningar, sem fyrirfinnast í þessu leikverki. Ragnar er ekki órösklegur maður á sviði, þótt framsögnin sé með viðvaningsbrag. Hann ætti betra skilið en hlutverkið dr. Hagedorn. Svana Einarsdóttir lék Hildí, dótt- ur aðalforstjórans, og fór ofur viðvaningsiega með hlutverkið, sem er satt að segja lítið bæri- legra en hlutverk Ragnars, nema hvað það er minna. Jón Júlíusson leikur Polter dyravörð í hótelinu. Hann virðist gæddur kímnigáfu, og þó er ekki annað sýnna en hann og leikstjórínn hafi samein- azt um að misskilja þetta hlutverk. Það er engu líkara en dyravörður- inn komi aðvífandi úr franskri kómedíu inn í þetta þýzka skíða- hótel. Þannig mætti halda áfram að telja 16 leikendur, en ég leyfi mér að láta hér staðar numið. Meðal þeirra, sem þegar eru nefnd Framhald á bls. 13. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.