Alþýðublaðið - 15.06.1956, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.06.1956, Blaðsíða 5
Föstudagi^r 15. júní 3 958. AlþýfSublafÉ 13 5 UM FÁTT er nú meira rætt, í sambandi við væntanlegar al- Jþingiskosningar, en hið sjúklega ástand í efnahagsmálum þjóð- arinnar, og fátt eða ekkert ligg- ur nær að taka til skjótrar úr- lausnar, ef ekki á enn verr af að hljótast. Hagfræðideild JLandsbanka íslands gefur út tímarit um efnahagsmál, þar sem þessi viðfangsefni eru kruf in til mergjar frá fræðilegu sjónarmiði. í síðasta hefti þessa tímarits, sem út kom nýlega segir svo um þetta: „Höfuðeinkenni ástandsins á peningamarkaðinum er hinn gífurlegi lánsfjárskortur, sem annars vegar stafar af ó- seðjandi hungri í lánsfé, en hins vegar af vantrausti á framtíðargildi peninganna. Þrátt fyrir það, að útlán bank- anna hafa undanfarin ár verið hættulega mikil, hafa þeir í rauninni beitt harðvítugri lánsfjárskömmtun, sem óhjá- kvæmilega hefur haft í för með sér margvíslegt misrétti og ýtt undir okurstarfsemi.“ Þetta er ekki pólitískur sleggjudómur, heldur niður- staða þjóðbankans, sjálfsagt að vandlega athuguðu máli. Harð- vítug Iánsfjárskömmíun . . . Jneð margvíslegu misrétti . . . sem hefur ýtt undir okurlána- starfsemi. Er ekki einmitt í þess tim fáu, en greinilegu orðum þankans falinn kjarni málsins? Skal nú hér á eftir leitast við að gera nokkra grein fyrír hin- um helztu sjúkdómseinkennum. Verðbólgan Á síðastliðnum 6 árum, hefur verðbólgan vaxið gífurlega, eft- ir að Sjálfstæðisflokkurinn tók að móta stefnuna í þessum mál- urn. Verðlagsvísitalan hefur hækkað um 81 % og koma þó þar ekki öll kurl til grafar. Til samanburðar má geta þess að verðlagsvísitalan hækkaði næstu þrjú árin þar á undan, í stjórnartíð Stefáns Jóh. Stef- ánssonar, aðeins um 7V2%, enda var þá markvíst unnið að því að halda dýrtíðinni niðri. Álls staðar erlendis, þar sem um þessi mál er hugsað af festu og alvöru, er það skoðað sem hin mesta ógæfa, og bera vott um óheilbrigt efnahagsástand ef verðlag hækkar bara um örfáa hundraðshluta. En hér hefur það á 6 árum hækkað um 81%! íslenzka ríkisstjórnin hefur hvergi spyrnt við fótum í þess- um málum og látið berast með straumnum mótspyrnulaust. Meira að segja hefur verið ýtt undir þessa þróun með afnámi laga um hámarksálagningu og húsaleigu, en í báðum þessum lögum var fólgin veruleg tak- mörkun á verðlagshækkunum á hinum brýnustu nauðsynjum al mennings. Afleiðingarnar af þessari stjórnarstefnu eru aug- ljósar. í fyrsta lagi verðfelling sparifjár til tjóns fyrir menn, er kunna að hafa safnað einhverju saman á langri ævi, en til hags bóta fyrir þá sem hafa fengið féð að láni til langs tíma, og þannig eru losaðir við að skila aftur nema hluta þess er þeir fengu lánað. í öðru lagi vantrú á peningagildið, og þar af leið- andi minnkandi tilhneiging til sparnaðar, sem þó er hverju þjóðíélagi nauðsynleg. í þriðja lagi gífurleg eftirspurn eftir lánsfé, með þeim fyigikvillum, sem lýst er í Fjármálatíðind- um Landsbankans og skýrt er frá í upphafi þessarar greinar. í fjórða lagi yfirdrifin ásókn í fjárfestingu, ýmiskonar, þarfa og óþarfa, og vörukaup, sem í mörgum tilfellum er eingöngu ráðizt í vegna vantrúarinnar á peningagildið. og þess álits sem nú er að verða almennt. að allt sé batra að eiga en peninga. Gjaldeyrisskortur Þetta síðastnefnda atriði hef- ur aftur í för með sér óeðlilega eftirspurn eftir erlendum gjald eyri til kaupa á ýmiss konar varningi, þörfum og óþörfum. Verzlunarfrelsið svokallaða, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið að guma af, hefur reynzt þannig í framkvæmdinni að einungis hæst tolluðu gjald- ey risvör urnar, bátag j aldeyr is- vörurnar, sem margar hv+^ar ekki heyra til nauðsynjavarn- ings, vægast sagt, eru nokkurn vegin frjálsar, en ýmsar nauð- synjavörur fást alls ekki. Álagn ingin á þessar frjálsu vörur er mjög há og innflytjendur þeirra græða vel, en nauðsynjavörur almennings fást ekki. Vöruskiptajöfnuðurinn við útlcnd varð síðastliðið ár 6- hagstæður um 416 milljónir króna. Sjá allir hvert stefnir með slíku áframhaldi — út í beinan voða. Skuldasöfnun er- lendis vex og tregða eða getu- leysi bankanna að yfirfæra gjaldeyri fyrir nauðsynlegustu vörur eykst nú dag frá degi. Verzlanir skortir 1 dag fjölmarg ar vörutegundir vegna þess að i bankarnir geta ekki yfirfært | gjaldeyri, til þessara kaupa. i r Alffafjörður samvinnunnar við kommúnisfa SUÐVIKINGAR kunna smellna sögu af frænda Hannibals Valdimarssonar. Hann tók sér fyrir hendur að fara á tunnu skemmíisigl ingu út á Álftafjörðinn og vildi láta binda lóð við fæt |ir sér til að verða stöðugri á þessum viðsjála og tiitekt arsama farkosti. Vinir hans og félagar höfðu vit fyrir honum, þó að erfitt væri að telja um fyrir mannirmm vegna sérkennilegra og ó- þjálla skapsmuna. Jafnframt vildu þeir hnýta kaðal um sæfarann miðjan, en það tók Hannibalsfrændinn ekki í mál, kvað bersýnilegt að draga ætti sig í land og sagð ist treysta tunnunni að bera sig heilu og höldnu yfir fjörðinn. Svo lagði hann af stað, en siglingin fékk skjót- an -endi. Sviptivindur ofan úr fjöllunum skar fjörðinn, tunnan valt í stjórnleysh og maðurinn skall í sjóinn. Álftfirðingum tókst þó að þjarga honum með því að iraga hann á land styrkum en ómjúkum höndum. TVEIR Á FERÐ. Nú hefur Hannibal Valdi- marsson ráðizt í feigðar- flan svipað því sem henti frænda hans á Álftafirði vestra. En hann er ekki einn síns liðs. Förunautur hans heitir Alfreð Gíslason og er sízt ófúsari til ævin- týrsins. Þeir ætla að sigla á tunnu, sem kallast Alþýðu- bandalag, yfir Álftafjörð samvinnunnar við komrnún ista og vilja láta binda lóð einþykkninnar og sérlundar innar við fætur sér í and- legum skilningi til að verða stöðugri, en hafna því, að fyrri samherjar þeirra hnýti kaðal um þá miðja til að geía dregið kempurnar aftur að landi, ef illa fer. Þannig tví menna þeir á tunnunni og í- mynda sér, að þetta muni far sæll og glæsilegur farkcst- ur. EFTIRMINNILEG VONBRIGÐI. Kommúnistar standa hin- um megin við fjörðinn með Einar Olgeirsson og Fmn- boga Rút í broddi fylkir.gar, kalla til Hannibals og AI- freðs og fullyrða, að aUt sé í stakasta lagi. Leiðið á aö vera hið ákjósanlegasta, þó að sviptivindar ofan úr fjöll unum skeri fjörðinn óðru hvoru og ógni traustum skip um, hvað þá stjórnlausri tunnu. Félagarnir syngja við raust, baða út höndunum og skipa tunnunni að bera sig fljótt og vel yfir fjörðJnn. En þair munu verða fyrir eft irminnilegum vonbrigðum. Auðvitað hlekkist þeim á. Hitt er spurningin. hvort tekst að bjarga þeim til sama lands aftur eða þeir sökkva í djúpið. Kommún- istar geta í skásta lagi vænzt þess, að líkin rek' yf ir til þeirra, og þá hafa þeir það eitt upp úr krafsinu að verða að borga útfararkostn aðinn. LÁNLEYSISFYLKING. En Hannibal og Alfreð er ekki nóg að flana út í þessa feigðarsiglingu á Álftaíirði samvinnunnar við kommún ista. Þeir kalla hástöfum til Súðvíkinganna í fjörunni, skora á þá að verða sér úti um tunnur til að tvímenna á og lcoma í kjölfar þeirra fé- laga. Örfáir velta farkostin- um niður að sjó úr grænni hlíð starfs og reynslu og bú ast líka til ferðar. Fremst í þeirri .lánleysisfylkingu fara Sigríður Hannesdóttir, Kristján Gíslason, Sólveig Ólafsdóttir, Steingrímur Pálsson og Magnús Bjarna- son. en þau eru ekki í neinni lífshættu. Hannibal og Al- freð veroa komnir á kaf í sjó- inn áður en þetta fólk kemur tunnunum sínum á flot. Herjólfur. Óvissan í afvinnu- I rekstrinum Með yaxandi verðbólgu og til- kostnaði hefur bátaflotinn æ ofan í æ orðið að stöðva veiðar eða hóta stöðvun, ef ekki feng ist nægileg aðstoð úr ríkissjóði til að jafna metin. Þau eru nú orðin ófá ,,bjargráðin“, sem rík- isstjórnin hsfur reynt til bess að halda veiðiflotanum gang- andi. Fyrst var það gengislækk- unin 1950, þegar erlendur gjald eyrir var hækkaður í verði um 74%.. Síðan kom bátagjalcleyris- álagið í ýmsum myndum, þar sem kostnaðurinn við styrkinn til bátanna var velt yfir á kaup endur vissra vörutegunda. Nú síðast komu svo beinir styrkir, sem greiddir eru líka með álagi á neyzluvörur almennings. Allt hefur þetta verið leyst á kostn- að almennings, sem ekki hefur átt annað svar en að hækka laun sín, með þeim árangri að tilkostnaður við framleiðsluna jókst á ný, meiri styrkja varð þörf, þar af leiddu nýir skattar og svo koll af kolli, öllum al- menningi til óþurftar, en brösk- urum og okrurum til hagsbóta. Óíeysanleg með íhaldinu Framsóknarflokkurinn hefur fyrir alllöngu komizt að þeirri niðurstöðu og nú lýst henni yfir opinberlega, að hann telji þetta vandamál óleysanlegt í sam- starfi við Sjálístæðisflokkinn. — Innan þess flokks séu svo margir, sem hagnist á hinu.sjúk lega ástandi að við því verði ekki hreyft, á skynsamlegan hátt, af þeim flokki. Þetta er ein meginástæðan fyrir sam- vinnuslitum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Urræði Það er augljóst mál að hér verður að koma breyting á, hér verður að spyrna við fótum og það strax. En eitt er rétt að gera sér ljóst í upphafi og það er það, að þetta mál verður ekki leyst með neinni töfraformúlu. Það er viðbúið að þær aðgerðir sem nauðsynlegt þyki að beita komi einhvers staðar niður. — Hingað til hafa þessi mál verið levs.t á kostnað almennings með auknum sköttum og tollum, og án samráðs við launastéttirnar í landinu. Hér þarf að verða breyting á. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa komið sér saman um að svo skuli verða ef þeir mega ráða. Þeir hafa ákveðið að höfuðuppi staðan í stefnu þeirra í efna- hagsmálum skuli m.a. vera þetta: Þjóðarbúið verði gert upp, þannig að fyrir liggi, óvéfengj anlega, ýmsir þættir eínahags starfseminnar, sem nú eru á huldu. Þjóðhagsáætlun verði sam- in, þar sem fyrirfram verði reynt að gera sér grein fyrir öllum þáítum efnahagslífsins, með fulltingi atvinnutækja og vinnuafls, við þjóðhagslega hagnýtan atvinnurekstur fyrir augum. Bankakerfið verði endur- skoðað, með það fyrir augum ið koma í veg fyrir pólitíska misnotkun bankanna. Seðíabankinn verði settm undir sérstaka stjórn, er marki heildarstefnu bankanna í land inu og beini fjármagni ti:l framleiðslu atvinnuveganna og að öðrum bjóðnýtum fram- kvæmdum. Oheilbrigð millí- liða- og okurstarfsemi verði upprætt. Starfræksla þeirra fyrii- tækia, er t inna úr sjávaraflu landsmanna og útflutnings- verzlun með sjávarafurðir skal endurskipulögð þannig að framleiðsluverðmætið rennl að fullu til sjómanna og út- vegsmanna, en ekki að neinu leyti til óþarfa milliliða. Samstarfs verði leitað viö samtök launþega og bænda og annarra framleiðenda um meg inatriði kaupgjalds og verð- lagsmála til að tryggja heil- brigt fjármálakerfi, stöðva verðbólgu og endurvekja ó þann hátt traust manna á gjaldmiðlinum. Þetta eru þau meginatriði, sem flokkarnir hvggjast leggja til grundvallar stefnu sinni og starfi. Útfærsla á einstökum atrið- um og árangurinn fer vitanlega mjög eftir því hvernig tekst um samvinnu við þá aðila, sem hér er lýst eftir samstarfi við. Flokkarnir treysta því að þaö samstarf verði gott, því að fyrir þeim vakir að trvggja þessurn viðsemiendum sínum fullan af- rakstur síns eríiðis og aci tryggja að ekkert fari til spillis. Flokkarnir trúa því að hér á landi geti allir lifað góðu lífi, og að hér geti þróazt heilbrigö efnahagsstarfsemi, án þess að neitt sé haft af neinum með klækjum og brögðum. Og að þv.i verður unnið. S S S S \ B S & »■:# G'SE'j MS S „VEGNA ÞESS að við vor- S \um samsekir Stalin sálugaS Sum einræði, kúgun, blekk-S Singar, morð, pyndingar og^1 Salla aðra þá glæpi, sem við^ Shöfum „helgað“ minningu- y.ians, Iiggur í augum uppi, að^ erum emu mennirmr, Svið Isem truancli er til að stjórna^ 'lþjóðum samkvæmt lýðræðiC ^og af frjálslyndi, sannleika, C, ^umburðarlyndi og réttsýni“,s ^segja þeir Bulganin og Krú-v, i^stjov. S \ „Og vegna þess að við höf- S \um áratugum saman gengiðS Serinda erlendra einræðis-S Sseggja, vegsamað ranglætiS Sþeirra, glæpi og svívirðingar, 'S Sýmist vitandi vits eða af ein-^ Sfeldni og sleikjuskap; vegna^ Sþess að við höfum ekki áttö Saðra ósk heitari en að. kalla • Siíkt vald yfir okkar eigin • í'þjóð, — þá erum við vitan-c ^iega einu mennirnir, sem ý ^kjósendur geta treyst fyrir^ ^ sjálfstæðisást, sannleiksást, s frelsisást, ást á réttiæti —s Sog friði. Og þó fyrst ogS S fremsí fyrir óbrigðula skarp- S Sskyggni og framsýni . . .“S ^segja íslenzku kommarnir. S ^ O-jæja, — fyrst það erS ^komið í tízku Iiiá þeim stóru*> ^austur þar að stæra sig af^ • skömmunum, er ekki að- ^undra þótt þeim litlu hérna^ ^þyki sér það vel sæma. Enda^ af talsverðu að taka

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.