Alþýðublaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 4
Albýðublaðið Föstudagur 10. maí 1957 Óskar Hallgrímsson: ÆÐSTA vald í málefnum sambandsins (TUC) hefur þing þess, sem kemur saman einu sinni á ári hverju. Fastur sam- komudagur þingsins er fyrsti mánudagur í september, og stendur þingið í fjóra daga. Hvert aðildarsamband hefur rétt til þess að senda til þings- ins einn fulltrúa fyrir hverja 5000 félagsmenn eða hluta úr þeirri tölu. -— Þeir einir eru kjörgengir á þingið, sem eru starfandi í viðkom- andi starfsgreinum þegar kjör fer fram, eða eru fastir, laun- aðir starfsmenn aðildarsam- bands. Síarf þingsins er þríþætt: það ræðir skjirslu um störf miðstjórnarinnar á liðnu ári; það ræðir og tekur ákvarðanir um tillögur einstakra aðildar- samtaka til þingsins, og það kýs með leynilegri atkvæðagreiðslu miðstjórn fvrir næsta ár. Það er hins vegar svo hlutverk mið- stjórnarinnar að fylgja fram samþykktum þingsins og marka stefnu sambandsins til þeirra mála, sem upp koma á starfs- árinu, í samræmi við megin- stefnu sambandsins (TUC). MIÐSTJÓRNIN. Svo sem áður er sagt, kýs þingið miðstjórn sambandsins til eins árs í senn. Miðstjórnin er skipuð 35 mönnum. Hún kýs sjálf formann, sem aldrei er endurkjörinn tvö ár í röð, en verði hann endurkjörinn í mið- stjórnina, verður hann varafor- maður hennar næsta ár. For- maður miðstjórnar er forseti prentun og pappír, ullariðnað- ur, almenn verkamannavinna o.s.frv. Siðan er hverjum hópi um sig úthlutað ákveðinni tölu sæta í miðstjórninni, það er að segja eftir meðlimafjölda þeirra starfsgreinasambanda, sem í hópnum eru. Þegar að kosningu kemur hefur hvert aðildarsam- band um sig heimild til þess að gera tillögu um skipun í það eða þau sæti, sem viðkomandi hópi (group) ber í miðstjórninni, en þingið allt greiðir atkvæði um framkomnar tillögur. Með þess- ari samsetningu miðstjórnar- Síðari hluli. innar á að vera tryggt, að ekki sé gengið fram hjá vandamál- um neinnar starfsgreinar eða hóps svipaðra starfsgreina og miðstjórnin gefi rétta mynd af þeim vilja, sem ríkjandi er inn- an heildarsamtakanna á hverj- um tíma. Að vísu mætti hugsa sér þann möguleika að stóru samböndin bindist samtökum um kosningu miðstj. og næðu þannig yfirdrottninuaraðstöðu, en reynslan hefur sýnt, að á þessu er ekki mikil hætta, enda samsetning hópanna við það miðuð að draga úr þessum möguleika. Reyndin hefur enda jafnan orðið sú, að smærri sam- böndin eiga engu síður fulltrúa í miðstjórn, en þau stærri. Á Ferðafélagarnir fyrir framan þinghúsið í London. Frá vinstri: Brien Holt vararæðismaður Breta hér, Gunnar Schram blaða- maður, Helgi Tryggvason kennari, brezki þingmaðurinn John M. Howard, Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri og Óskar Hallgrímsson rafvirki höfundur greinarinnar. þings sambandsins. Við kosn- ingu miðstjórnarinnar er reynt að tryggja það, að öll megin sjónarmið starfsgreinasamband anna eigi þar fulltrúa. Þetta er gert með þeim hætti, að aðild- arsamböndunum er skipað í 19 hópa (group), eftir tegund og eðli; námamenn og skvldar starfsgreinar, járnbrautarstarfs menn, flutningaverkamenn, skipabyggingar, vélaiðnaður, árinu 1953—1954 skiptust t.d. hinir 35 fulltrúar í miðstjórn þannig að þeir voru frá 29 mis- munandi starfsgreinasambönd- um, en aðeins 4 sambönd áttu fleiri en einn fulltrúa. Af þess- um 29 samböndum voru a.m.k. 9, sem höfðu ekki nema 50 þús- und meðlimi eða færri. VERKSVH) OG VÖLD MIÐSTJÓRNAR. Miðstjórnin er framkvæmda- stjórn TUC. Hún leitast við að koma í framkvæmd sámþykkt- um sambandsþinga, heldur uppi stöðugu sambandi við aðildar- samböndin og samræmir störf þeirra að framgangi þeirra fjöl- mörgu mála, sem eru sameigin- leg hagsmunamál verkamanna. Engin samþykkt miðstjórnar- innar er bindandi fyrir aðildar- samböndin og verður hún í störf um sínum og ákvörðunum að virða sjálfræði þeirra. Mið- stjórnin hefur því eins lítil af- skipti af innanfélagsmálum starfsgreinasambandanna og unnt er, en einbeitir starfi sínu að hinum stærri stefnumálum, er snerta hreyfinguna í heild. Þó miðstjórnin fari í störf- um sínum eftir samþvkktum þingsins, hljóta þó jafnan á hverju starfsári að koma upp ýmis mál, sem miðstjórnin sjálf verður að marka afstöðu til. í slíkum tilfellum verður mið- stjórnin að hafa forustu, minn- ug hlutverks síns sem fulltrúa heildarsamtakanna og ábvrgðar sinnar gagnvart þeim. Ef starfs- greinasamband, sem aðild á að TUC, á í vinnudeilu eða verk- falli, hefur miðstjórn yfirleitt ekki afskipti af málinu, nema viðkomandi aðildarsamband æski þess. En aðildarsambönd- um ber þó að gera miðstjórn- inni grein fyrir hverju fram fer. Þó hefur miðstjórnin vald til, ef útlit er fyrir að samninga- umleitanir f'ari út um þúfur og það ástand skapast, að önnur aðildarsamtök verði að leggja niður vinnu, eða laun meðlima þeirra, vinnustundafjöldi og vinnuskilmálar séu í hættu, að kalla fulltrúa viðkomandi samtaka til ráðstefnu. Undir slíkum kringumstæðum er það skylda miðstjórnarinnar að leit ast við að finna réttláta lausn á ágreiningnum og ráðleggja hlutaðeigandi sambandi hvern- ig leysa skuli deiluna. Neiti að- ildarsamband að hlíta ráðlegg- ingu miðstjórnar, ber því að til- kynna henni það þegar í stað. FASTANEFNDIR. Innan miðstjórnar starfa ýms ar fastanefndir, sem fjalla um hin ýmsu sérmál. Einnig skip- ar miðstjórnin nefndir til þess að fjalla um sérstök málefni. Starfar hver einstakur meðlim- ur miðstjórnarinnar í slíkri nefnd. Ein þessara fastanefnda fjallar um deilur, sem upp kunna að koma milli aðildar- sambandanna. Gegnir nefndin þríþættu hlutverki; sem rann- sóknarnefnd, sáttaneínd og dómstóll. Um úrskurði nefndar- innar gildir að sjálfsögðu það sama og um samþykktir mið- stjórnarinnar, að þau eru eigi bindandi fyrir viðkomandi að- ila, en í langflestum tilfellum er þó farið eftir slíkum úr- skurði. Neiti aðilar því, má á- frýja til sambandsþings. Miðstjórnin á fulltrúa í ýms- um nefndum utan samtakanna. A þeim árum sem Bevan var verkalýðsmálaráðherra í stjórn jafnaðarmanna, hafði hann for- göngu um að koma á samstarfs- kerfi milli ríkisvaldsins og verkalýðssamtakanna, í gegn- um ýmsar opinberar nefndir og stofnanir. Þetta samvinnukerfi hefur haldizt síðan og ríkis- Framhald á 11. síðu. ísfetizk Gg eríend úrvafsljóð — effir Témas OuémuiHfsson. Japanskir morgnar mjúkri birtu stafa á marardjúpin fyrir hvítum sandi. Og ungir sveinar ýta bát frá landi 'og eftir hafsins dýru perlum kafa. En seinna, þegar húm á strendur hnígur og höfin bláu vagga tærum öldum, á mánabjörtum, mildum sumarkvöldum, mansöngur lágt um kóralskóga stígur. Því meðan æskan unir hvítum runnum og elskendurnir liljusveiga binda, leiftrandi uggum litlir fiskar synda á lítil stefnumót í djúpum unnum. Af ást og sælu litlu tálknin titra. í tunglskinsbjarma þang og skeljar glitra. Fálkinn h.f. hefur alls gefið úf um fvö hundruð kfassiskar hljómplöfur Einnig 35 dans- og dægurlög á plötum, þar á meðal Vagg og velta. FYRIR nokkrum dögum átti Haraldur Ólafsson, forstjóri Fálkans hf., viðtal við blaða- menn og fleiri gesti, þar sem hann skýrði frá fjórum nýjum íslenzkum hæggengisplötum. Einnig skýrði hann frá afskipt- um Fálkans af íslenzkri hljóm- plötuútgáfu, en frásögn sú varð að bíða þar til nú. 1926 hafði Fálkinn umboð fyrir Columbia, en 1933 sam- einuðust HMV og Columbia, og Fálkinn fékk umboð fyrir HMV og öll EMI merkin árið 1946. Árin 1918—’29 sungu margir ís lenzkir söngvarar inn á HMV plötur, t. d. Pétur Jónsson, Egg ert Stefánsson og Sigurður Skagfield. 1930 voru teknar upp um 50 plötur í Bárunni í Rvík, þar sem ekki reyndist unnt að hljóðrita hátíðatónlistina á Þingvöllum. Þá sungu Lands- kórinn og KFUM, Einar Krist- jánsson, María Markan o. fl. 200 KLASSÍSKAR PLÖTUR 1931 voru hljóðritaðar 16 plöt ur með Hreini Pálssyni og ein með Pétri Jónssyni, og 1933 voru teknar upp 50 plötur í samráði við Ríkisútvarpið. 1933 —1945 voru engar plötur gefn- ar út vegna kreppunnar og styrj aldarinnar, en eftir stríð hefur Fálkinn gefið út talsvert af plöt um. Alls hefur hann gefið út um 200 klassískar plötur á eigin kostnað, á HMV og Columbia merkjum, en aðeins 35 dans- og dægurlög, þar á meðal Vagg og veltu. Megnið af íslenzkum plöt um 1907 til 1955 eru á HMV og Columbia merkjum. ERFIÐLEIKAR í FYRSTU Haraldur kvað sér bæði ljúft og skylt að geta þess, að Jónas Þorbergsson, fyi-rverandi út- varpsstjóri, hefði átt mikinn þátt í hingaðkomu tæknisér- fræðinganna 1933, og hefði hann sýnt mikinn dugnað og framsýni í starfi. Einnig þakk- aði hann Magnúsi Gíslasyni, fyrrv. skrifstofustjóra í fjár- málaráðuneytinu, fyrir sinn þátt í lækkun tolla á ísl. hljóm- plötum fyrir 5 árum. í fyrstu var hljóðritað á þykkir vaxplöt- ur, og var ekki unnt að leika þær yfir fyrr en þær höfðu ver- ið hertar og gefnar út, svo að enginn gat vitað, hvernig upp- takan tókst fyrr en þá. Að lok- um sagði Haraldur, að Fálkinn hefði mikinn áhuga á útgáfu ísl. klassískra platna, og kvað Fálkann ekki mundu láta sitt eftir liggja, ef ísl. tónskáldin og listamennirnir létu ekki á sér standa. og Verkakvennafélagið Framsókn höfSu skorað á þingið a$ fullgilda samþvkkfina Á FUNDI stjórnar og trún- aðarráðs Verkakvennafélagsins Framsóknar 26. f. m. var eftir- farandi tillaga samþykkt með samhljóða atkvæðum. „Stjórn og trúnaðarráð Verkakvennafélagsins Fram- sóknar skorar á Alþingi að asmþykkja framkomna tillögu um aðild íslands að samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunar- innar um sömu Iaun karla og kvenna fyrir jafnverðmæta. vinnu. Verkakvennafélagið Fram- sókn treystir því að meiri- hluti Alþingis virði einróma vilja allra verkalýðssamtaka landsins til framgangs þessa máls“. Virðingarfyllst, Jóhanna Egilsdóttir. Auk Framsóknar hafði Kven- réttindafélag íslands einnig skorað á Alþingi að samþykkja þingsályktunartillöguna. __§i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.