Alþýðublaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 3
Sunnudagiur okt. 1957 A I þý ðu b1a5 i S nýkomin. UM ÞRJATIU ÞUSUNDIR manna haía séð Fjölskyldu þjóðanna. Aldrei mun annars eins fjöldi hafa séð sýningar hér og í þetta skipti. Þetta er líka eðlilegt, því að sýningin hefur sterkan og áhrifamikinn boð- skap að flytja öllum og hún er auðveld hverjum og einum. Sýningunni er nú að ljúka. Það ber að þakka öllum þeim, sem áttu hlut að því að hún kom hingað. FRÁ „ÁHUGAMANNI“ fékk ég eftirfarandi bréf í íyrradag: „Nýlega minntist þú á Fjöl- skyldu þjóðanna. Um leið stakkst þú upp á því, að hér væri efnt til Ijósmyndasöfnunar um íslenzku þjóðarfjölskyld- una. Þetta er ágæt hugmynd og vona ég að félag ljósmyndara, áhugaljósmyndarar og aðrir að- ilar gangist fyrir því að þetta verði gert. MÉR DATT í HUG, hvort Blaðamannafélag íslands vildi ekki ásamt Ljósmyndarafélag- inu og einhverri góðri mennign- arstofnun hefjast handa um þetta. Ég efast ekki um að ef blaðamenn tækju málið up a sína arma, þá mundi því veröa borgið, en nauðsynlegt er að í Hver vill framkvæma hugmyndina? Ljósmyndasöfnun um ís- lenzku þjóðarfjölskylduna dómnefnd séu valdir menn, sem mjög gott vit liafa á túlkun þeirri, sem í ljósmyndum felst, einnig gildi þeirra og tæknilegri gerð. Eg hugsa að það sé rétt hjá þér, að Jón Kaldal sé mestur listamaður meðal ljósmyndara. IIINS VEGAR verður að ætl- ast til þess, að samkeppnin sé á mjög víðum grundvelli. Það er rétt að minna á það í þessu sam bandi, að beztu myndina af He'klugosinu tók algerlega ó- lærður óhugamaður, sem sjald- an eða aldrei hafði tekið mynd, og Ijósmyndavélin var sannar- lega ekki merkileg. Stundum getur það verið alger tilviljun hvernig til tekst. ÉG SKAL EKKI fjölyrða meira um þetta, en ég vona að hugmynd þinni verði hrint í framkvæmd hið allra fyrsta og að Blaðamannafélagið ásamt ljósmyndasmiðum ríði á vaðið með þetta. Við getum áreiðan- lega skapað mjög merkilegt ljós myndasafn og komið upp ó- gleymaniegri sýningu á þennan hátt. VIÐ HÖFUM GEFIÐ ÚT margar bækur þar sem sýnt er íslenzkt landslag og mannvirki, en engin hefur verið tekin sam- an, sem sýnir þjóðina sjálfa við störf hennar og líf í blíðu og stríðu. Eða vill kanns'ki eitt- hvert af okkar ágætu bókafor- lögum hefjast handa?“ ÉG HEF VEITT því athygli. að þessi hugmynd mín á nokkru i fylgi að fagna. Vel má vera að það sé hægt að framkvæma hana á annan hátt en ég stakk upp á um daginn, en það skiptir engu máli. Aðalatriðið er að efnt sé til ljósmyndasöfnunar meðal þjóðarinnar — og það sem fyrst, að góðir menn veljist í dómnefnd og að fresturinn til að skila niyndum sé nógu rúmur svo að menn geti leitað nógu vel fyrir sér. líannes á horninu. Ullargólfteppi H ampgólfteppi Cocosgólfteppi margar stærðir. Hollensku gangadreglarnir - Breiddir: 70 — 90 — 100 — 120 — 140 em. Margir mjög fallegir litir. Enn eykst áfengissalan í Reykjavík Á þriSJa ársfjÓrðungi éx áfenglssalan ujra rúmar 1C larodrnannu BLAÐINU hefur borizt skýrsla áfengisvarnarráðs um sölu áfengis frá Áfengisverzlun ríkisins þriðja ársfjórðung 1957, þ. e. frá 1. iúlí til 30. september. Samkvæmt henni kemnr í Ijós, að áfengissala að krónutali hefúr aukizt um rúmar 10 milljónir á 1 fyrrgreindum tíma, miðað við sama tíma í fyrra, eða um nærri 30%. Nam heildarsalan á þcssum þrem mánuðum 30,9 millj. en . 27.6 millj. á sama tíma í fyrra. Skýrslan sundurliðast þann- ' ig, í svigum tölur frá fyrri ári: ■ Selt í og frá Reykjavík fyrir j 28,2 millj. (23,3 millj.). Selt í : og frá Akureyri fyrir 4,2 millj. (héraðsbann í fyrra). Selt í. og frá ísafirði fyrir 1,5 millj. (hér- aðsbann í fyrra). Selt í og frá Seyðisfirði fyrir 925 þús. (1. millj.). Selt í og frá Siglufiröi fyrir 2,2 millj. (2,4 millj.). Af þessu sést, að sala hefur aukizt. í Reykjavík en minnkað á Seyð isfirði. SALA í PÓSTI. Núna var sala í pósti til eins héraðsbannssvæðis, Vestmanna eyja, fyrir 451 þús; (358 þús. í fyrra). í fyrra var selt í pósti til ísafjarðarumdæmis fyrir 518 þús. og til Akureyrar og ná- SKiP/lUTGCRO RIKISINS Austur um land til Vopna- fjarðar hinn 18. þ. m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar Djúpavogs Breiðdalsvíkur Stöðvarfjarðar Fáskrúðsfjarðar Borgarfjarðar og Vopnafjarðar á morg.un, mánudag. Farseðl- ar seldir á fimmtudag. grennis fyrir 549 þús. Fyrr- greindar tölur eru frá aðalskrif stofu í Reykjavík, en auk þess var í fyrra selt frá Sigluíirði til Akureyrar og nágrennis fvr- i 235, þús. I Áfengi til veitingahúsa frá aðalskrifstofu nam 1 millj. en 935 þús. í fyrra. Héildarsalan | þessa þriðja ársfjórðungs: 36. 909 millj. en 26.690 millj. í íyrra. HEILDARSALAN f 1 9 MÁNUÐI. Fyrstu níu mánuði ársins 1957 hefir sala áfengis til neyzlu frá Áfengisverzlun rík- isins numið alls 93.326 millj., en á sama tíma í fyrri 72.057 millj. Allt árið 1956 nam salan 98.123 millj. 10—15% VERÐHÆKKUN. Það skal tekið fram, að verci- hækkun varð á áfengum drykkj um 1. febr. s. 1., og nam hún 10—15% á flestum tegundur, fyrir útan þá hækkun sem leið ir af gjöldum samkvæmt lög- um nr. 86 1956 um útflutnings- sjóð o. fl. — í fyrra var héraðs bann á Akureyri og ísafirði, en nú er það afnumið, VEITINGAHÚSIN. Rétt er að geta bess, að mikill hluti af áfengiskaupum vínveit- ingahúsa (en þau eru 5 að tölu og öll í Reykjavík) fer ekki sérstaklega gegnum bækur Á- fengisverzlunarinnar, þar sem um kaup er að ræða úr vínbúð- unum. Sala til veitingahúsa nemur því naumlega allmiklu hærri upphæð en greint er hér að framan. VÍÐA ríkir áhugi fyrir, að breyta sió í neyzluvatn með því að hreinsa hann svo, að bæði sé hægt að nota vatnið til drykkjar, matagerðar og til á- veitu. Þetta hefur nú verið gert í Libýu, segir í frétt frá UNESCO. í haust fær bærinn Tobruk, sem svo mjqg kom við sögu í eyðimerkur hernaðinum í síð- ustu styrjöld neyzluvatn út •Miðjarðarhafinu. Er langt kom ið bvggingu stöðvar. sem á að eima sjóinn fyrir Tobrukbúa. Það er búist við að stöðin taki til starfa í þessum mánuði. vex KAKÓFRAMLEIDSLA, dreif ing vörunnai- og neyzla hcnn- ar var aöalefni fundar, sem ný lega var haldinn í Nigeríu. Á fundinum voru samankomnir helztu kakóbauna framleiðend- ur heimsins. En það var FAO Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna sem fyrir fundinum gekkst. Það hefur þótt heldur dauft yfir sölumöguleikum á kakó á ; heimsmarkaðinum undanfarin I tvö ár, en nú er að sjá sem neyzlan sé að glæðast á ný. Gert j er ráð fyrir að kakóframleiðsl ' an í öllum heiminum 1956— I 1957) muni nema 925.000 smá , lestum á móti 848.000 smál. árið sem leið. Aðalframleiðsluaukningin hefur átt sér stað í Nígeríu, Chana og Brazilíu. Áætlað er að neyzluþörfin í heiminum muni á þessu ári nema 880.000 smálestum, en það er 20% meira en í fyrra. Það eru fyrst og fremst Ev- rópuþjóðirnar, sem aukið hafa kaó-neyzlu sína Er reiknað með að Evrópuþjóðir muni kaupa 446.000 smálestir af kakó í ár á móti 376.000 smá- lestum í fyrra. Teppa- og dregladeildin Vesturgötu 1. Hafnarfíarða heldur FUND mánudaginn 14. þ. m. kl. 8,30 e. h. í Al- þýðuhúsinu. D a g s k r á : Vetrarstarfið. (Formaður félagsins). Inntaka nýrra félaga. Bæjarmál. Stefán Gunnlaugsson bæjarfulltrúi. Allt Alþýðuflokksfólk velkomið. STJÓRNIN. Sveinspróf í raívirkjun. Sveinspróf í rafvirkjun fer fram í lok þessa mán- aðar. Umsóknir um próftöku skulu sendar formanni próf- nefndar, Ólafi Jensen, Grundargerði 27, fyrir 18. þ. m. ásamt veniulegum gögnum og prófgjaldi, kr. 600.00 fyrir hvern próftaka. Reykjavík, 11. október 1957. Prófnefndin. Þeir, sem vilja fylgjast með landsmálum, þurfa að lesa utanbæjarblöðin — Akureyrar ísafjarðar Vestmannaeyja Siglufjarðar Norðfjarðar B L Ö Ð I N .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.