Alþýðublaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 7
Suimuclagur 13. okt. 1957 Kæri hr. Anissimov! SPURNINGAR þær, sem ég Jagði fyrir yður í Zúrich s.l. september, éru að mínu áliti jafnathyglisverðar og tímabær- ar, þrátt fyrir þá töf, sem orðið hefur á svari yðar. A.ðstaða rit- höfunda og yfirleitt allra þeirra, sem fást við menntastörf í Sov- étríkjunum, virðast hafa versn- að fremur en batnað, og stað- festið þér það því miður í sum- ium athugasemdum yðar. En samkomulag okkar stendur ó- 'breytt, og eins og þér munuð sjá, þá birtir tímarit okkar, Tempo presente, bréf yðar allt. . . . Leyfist mér að spyrja yður aftur, hvort bréf yðar verði feirt óstytt í tímariti yðar, íno- stravana literatura, (eins og við ákváðum upphaílega)? 8’att að segja fæ ég ekld séð, hvernig þér gætuð réttlætt neitun við því, þar eð spurningarnar, sem við erum að ræða, eru ekkert einkamál okkar og lesendur yðar munu vafalaust hafa jafn- mikinn áhuga á þeim og les- endur okkar. Þér hefjið bréf yðar með af- dráttarlausri yfirlýsingu um afstöðu yðar til hinna nýaf- stöðnu atburða í Ungverjalandi, sem ég vildi þakka yður fvrir. Hún var mér þó þegar kunn, þar eð hún er nákvæmlega samhljóða afstöðu ríkisstjórnar yðar. Ungverjaland bar reyndar á.góma í spurningunum, sern ég lagði fyrir yður í september s.l., en þér gerðuð réttilega ráð fyrir, að ekki verði hjá því kom iizt að taka tillit til þess í hverj- um þeim viðræðum, sem fram kynnu að fara okkar í milli nú og um langan aldur í framtíð- ínni. Ég viðurkenni, að þetta mál er vandrneðfarið fvrir okk- ur og það er ósenniíegt, að við munum geta talað um það hita- laust eða hlutlaust, en mál þetta er þannig vaxið, að betra er að deila um það, hversu. harðar sem slíkar deilur kunna að verða, heldur en að þegja við' skömmu. Ég verð að segja yður alveg eins og er, að þegar ég kom að þeim kafla í bréfi yðar, bar sem segir frá hinni nj?afstöðnu uppreisn í Ungverjalandi og komst að. raun um, að þér gerð- uð ekki annað en endurtaka hinn hneykslanlega framburð stjórnar yðar. þá fylltist ég gremju og viðbjóði; og ég vona, að þér sýnið mér þánn heiður að taka orð mín bókstaflega . . . Allir vita, enda þótt yður sé það ókunnúgt, að lífæð bylting- arinnar var ekki erkibiskuninn og klíka hans, heldur háskólinn <og Csepel-verksmiðjurnar, og að það var herinn, sem útbjó uippreisnarmenn með vopn og skotfæri .... Einnig má nefna inokkur vammlaus vitni, sem þér getið engan veginn afneit- að — vitni úr yðar eigin fylk- ingu. Þér getið ekki hundsað það, sem kommúnistar eins og Peter Fryer, fréttaritari Ðaily Worker, eða Giorgio Bontempi, fréttartiari vikublaðsins Vie Nuove (svo að ég nefni aðeins þau tilfelli, sem ég þekki sjálf- uir) hafa sagt um uppruna og eðli ungversku byltingarinnar. Hið allra minnsta, sem þér gæt- ttð gert, er að kynna yður frá- sagnír pólskra kommúnistarit- ihöfunda, sem voru af tilviljun staddír í Búdapest, þegar þessir atburðir áttu sér stað .... Innan raða kommúnistaflokk anna og verkalýðsfélaganna á vesturiöndum ríkir nú víða rnikil siðferðilegur óróleiki, vegna þess að betta fólk veit, hver er sannleikurinn í. Ung- verjalandsmálunum. Það er rík ástæða til þess að halda, að á- Jirifa atburðanna í Búdapest snuni gæta um langan aldur í ! framtíðinni. Um síðir munu þau jafnvel reynast djúpstæðari, i þýðingarmeiri og valda meiri breytingum en borgarstyrjölcf- I in á Spáni. Ástæðan er sú, að ; spánska boijgarastyrj.pldin gerði ekki annað en breikka bilið milli hægri- og vinstrisinna, en , ungverska byltingin á ef til vill ! eftir að fæða af sér nýja vinstri | stefnu, vegna bess að hún beindi aftur í aðalfarveg frels- : isins fjölda afla, sem höfðu áður {verið lokuð innan fangelsis- ! múra kommúnisrnans .... ! Ég lagði fyrir yður þessar : fimm spurningar aðallega í þeirri von, að beina viðræðum ;0kkar að ákveðnum mikilvæg- I um staðreyndum — staðreynd- um, sem vekja áhuga almennt — í sambandi við hina nýju bókmenntasögu yðar. En í um- mælum yðar urn það tímabil, sem ég vitna til, háfið þér unnið það afrek að láta ekki getið nafns Zhdanovs einu einasta sinni. Þér-ætlið þó ekki að neita því, að hann hafði viss áhrif á um framburði í réttarhöldun- um í marz 1933 var Gorki gef- ið inn eitur af pólitísku lögregl- unni. Hefur nokkurn tíma farið fram rannsókn á þessum- rétt- arhöldum? Var Gorki í raun og veru gefið inn eitur? Hvernig er hægt að láta slíkan grun af- skiptalausan? Hvða skýringu um dauða hans gefið þér ung- Um Rússum, sem vilja rannsaka líf og verk síðasta mikla rithöf- undar elclri kynslóðarinnar? Sjálfsmorð Fadeyevs nú fyrir skömmu varð til.þess að minna ckkur á alla hina Sovétríthöf- undana, sem höfðu svift sig lífi á undan honum: Mayakovsky, Yesenin, Vladimir Piast, Andrei S'obol, Kuznetsov, Marina Tse- tayeva. Aldrei hefur verið gef- in nein skýring á því, hvaða ógnþrungnu ástæður voru fyrir sumum af þessum sjálfsmorð- um. Samkvæmt frásögn Ilya Ehr- enburgs er það áreiðanlegt, ,að Boris Pilnyak var skotinn, og að Isaac Babel dó í þrælkunar- 1 að halda þessu áfrarn og þreyta lesendur okkar með þessari ein- hliða og tilbreytingarlausu upp talningu. á dauðum mönnum. á ncínum. sern raðað er hlið við hliö á blaðsíðu, rétt eins og rað- ir af krossum á hermannagröf- um. Yður er það fullljpst, Ivan Anissimov, að þessir nienn skáru sig úr fjöldanum. Þeir voru rithöfuhdar, listamenn, hugsuði.r, fullir af líf.i og gáfað- ir, sumir bráðgáfaðir: og þeim var svift burtu, þegar hæfileik- ar þeirra voru í fullum blóma; hver og einn þeirra var í sjálfu sér heili heimur tilfinninga og hugmvnda, óbætanlegur heim- ur. Er nokkuð gert til þess að 'safna að minnsta kosti saman því, sem varðveitzt hefur um þá — minningar annari’a um ,þá, leifar af verkum þeirrá, j rissbækur? Væri ekki hægt að stofna sjóð í þessum tilgangi, sem rithöfundar um heim allan mættu greiða í? Ef skjóta ætti eitt einasta skáld fyrir hugsjón- Sovét-Iistir og bókmenntir á þeim skuggalegu árum? Fyrir okkur rithöfunda var hann meira að segja að sumu leyti þýðingarmeiri en Stalin. Iiann var æðstiprestur rarmsóknrétt- arins og starf hans var aðallega að lcæfa skapandi andríki. Leyfið mér að leggja fyrir y.ður eftirfarandi spurningu án frekari formála: Þar eð jafnvel þið sjálíir viðurkennið nú, að þetta tímabil sé liðið og horfið, megum við þá loks fá að vita sannleikann — allan sannleik- ann — um það, hvað skeði þessi ár í rússneskum listum, bók- menntum, leiklist og sagnfræði ritun? Ég hef enga löngun til þess að sökkva mér niður í sál- fræðilegar eða siðferðilegar at- huganir á ,,stjórnarskáldum“, sem voru úr hófi fram áhuga- samir þjónar ríkisvaldsins, eða á þeim, sem Simonov sagði, að „svntu með straumnum“; það eru hinir, sem ég hef áhuga á. .... Þér vitið betur en ég, að kringum 1932 urðu flestir þeir rússneskir rithöfundar, sem gátu sér nokkurt orð, fórnardýr ógnarstjórnarinnar. Enn í dag vitum við jafnvel ekki með vissu, hvort þeir voru leiddir fyrir rétt, teknir f lífi, fluttir í útlegð eða blátt áfrarn bann- að að skrifa — og þar með dæmdir til þess að deyja úr hungri. Myndi nú ekki vera hægt fyrir samband Sovétrit- höfunda að standa fvrir ná- kvæmri rannsókn á því, hvaða þekktir menn það voru, sem voru látnir ganga í gegnum hinn mikla hreinsunareld? Við höfum fullnægjandi heimildir um þá stjórnmálamenn og hershöfðingja, sem hurfu af sjónarsviðinu í hinúm sömu ,,hreinsunurn“. Hvers vegna ættu skuggar efasemdanna enn að hvíla yfir örlögum rithöf- unda og listamanna? Þær upp- lýsingar, sem við Mfum um þá (með ,,við“ á ég við alla utan Rússlands), eru í brotum, óliós- ar og óáreiðanlegar. Þér minn- izt t.d. á Gorki; haldið þér ekki til þess að byrja með, að tími sé kominn til þess að eitthvað sé gert til þess að upplýsa léynd ardóminn um dauða hans? Sam kvæmt málskjölum og opinber- vinnubúðum. í nýjum heimild- um er þess getið, að sumir þeir ithröfundar, sem hurfu á leynd ardómsfullan hátt — Kirshon, Yasensky, Koltsov, Tretyakov — hafi nú verið veitt uppreisn æru. Á ég að minnast á hina — hinn langa lista af rithöfund um Gyði.uga, sem voru dæmdir og teknir af lífi fyrir þá furðu- legu sök að ^vera „heimsborg- arasinnar“? Ég veit aðeins um fáein nöfn: D. Bergelson, Per- ets Markish, Itsik Feffer, Der Nistar, úVIoshe Kolbak. Hvað varð um hina? .... Þá eru það allir rithöfund- arnir, sem okkur grunaði að væru ennþá lifndi, þrátt fyrir valdboðna þögn. Okkur var það mikið gleðiefni að frétta, að fyrir skömmu hafði heyrzt frá sumum þeirra (Anna Akhma- tova, Boris Pasternak, Mikhail Önnur qrein Zoshchenko, Yuri Olesha, N. Erdman); en hvort þeim hefur verið veitt leyfi til þess að gefa út bækur sínar eða ekki, hefur ekki fengizt upplýst ennþá. Þeir eru fleiri. Plver urðu ör- lög samstarfsmanna yðar, bók- menntagagnrýnendanna Leo- polds A. Varbakhs, Gorbatyovs, Lelevich, Lesenevs? Hvað hef- ur orðið um sagnfræðinga Marx ismans, þá N. Nevsky, D. Rya- zanov, N. Popov, A. Anichev, S. Pyotkovsky, Friedland, Zei- del? Hvert var banamein leik- itaskáldanna Meyerholds, Lya- dovs, Arakadins, Rafalskys, Auraglobalis, Nathalie Salz? Og bað eru líka fleiri, sem allir hurfu án þess að skilja eftir sig neitt nema gamlar sögur og rit- gerðir, sem nú eru löngu upp- seldar; Ossip Mandelshtam, Ivan Katayev, Alexander Vor- onsky, A. Voloshin, N. Kluyev, A. Vesyoly, Tarasov-Rodyonov, P. Romanov, G. Serbebryakova, M. Oksman, D.S. Mirsky, Miki- tenko. Það er engin ástæða til þess ir hans í Iandi, þar sem almennt skoðanafrelsi væri algjörlega frjálst, myndi gremja fólksins vera svo mikil, að það myndi rífa upp gangstéttarsteinana og eyðileggja götur . . . I bréfi yðar gætir yfirleitt sama anda og hjá manni, sem býr við fullkomna sálarró í traustu og öruggu þjóðfélagi. Hvernig má.það vera? Ég er helzt á því að leita skýringar- innar í þeim hluta bréfs yðar, þar sem þér neitið því að í landi yðar sé til nokkuð það sem kallast „þeyr“. Ef þér eigið við, að aldrei hafi verið gefin út nein flokkstilskipun, þar sem „þeyr“ var fyrirskipaður eða lögfestur, þá hafið þér vitanlega á réttu að standa; en mér. mundi ekki reynast erfitt að sanna, að það voru ykkar eigin áróðurs- menn, sem útbreiddu þetta blekkjandi orð á vesturlöndum, og að hinir „framfarasinnuðu" vinir ykkar tóku við því, stað- festu það og vegsömuðu. Við tókum líka við því, vegna þess að það gladdi okkur og vegna þess að veðurfarslýsing sú, sem felst í orðin, virtist gefa bezta hugmynd um endurbæturnar í hinu stjórnmálalega og menn- ingarlega loftslagi lands, þar sem engin almenningsskoðun ríkir. Og þótt þér kunnið að vísa á bug orðunum ,,þeyr“ og ,.and-Stalínsdýrkun“, þá sann- ar það, hve mikið þér leggið upp úr vissum bókmenntaþró- unum, sem átt hafa sér stað undanfarið í Sovétríkjunum, að þér viðurkennið að minnsta kosti að nokkru leyti, að fyrir hendi séu þær aðstæður, sem þessi orð gefa til kynna. Svo að ég haldi mér við það, sem bein- línis viðkemur viðræðum okk- ar, þá er það nokkurn veginn fullvíst, að undanfarin þrjú ár hefur rithöfundum ykkar og leikritaskáldum verið leyft að fjarlægjast töluvert áður vald- boðna bjartsýni og beina máli sínu af dálítið meira frjálsræði að misgjörðum skriffinnsku- báknsins og napurri hæðni og sinnuleysi yngri kynslóðarinn- ar. Og allt var þetta ekki annað en skammvinnt vor. Undan- farna mánuði og þó sérstaklega undanfarnar vikur virðist Síb- eríukuklinn á ný vera farinn að nísta lífið úr hinum unga og viðkvæma gróðri listafrelsis- ins. Þannig var það, að Simonov fékk opinberlega ákúrur og fyr- irskipun um að sjá sig um hönd, þegar hann hafði skrifað grein, þ'ar sem hann fór frarn á. að hin sósíalistíska raunsæisstefna væri ekki lengur fyrirskipuð sem valdboðinn ritháttur meðal rithöfunda, heldur aðeins mælt með því, að þeir hefðu hana í huga. Það hlýtur að hafa veriö gild ástæða fvrir því, að Molo- tov var kallaður til þess "ð taka við embætti hins illræmda Zhdanovs til þess að hafa um- sjón með allri menningarstarf- semi eftir að hinum fyrrnefnda hafði verið vikið úr stjórn fyrir það að halda of fast við fvrri stefnu .... Við þurftum ekki að bíða lengi eftir afleiðingunum. Skáld saga Dudintsevs, Ekki aí einu saman brauði, var á augabragði fordæmd, enda þótt lesendur tækju henn: með fádæmum vel, því næst kom röðin að Granin fyrir bókina „Sjálfstæð sltoð- un“, Yevtuschénko fvrir kvæð- ið „Hinir“ og Kirsanov fyrir kvæðið „Sjö dagar vikunnar“. Ef til vill er ekki alls kostar rétt að tala um afturhvarf til Zhdanovisma, vegna þess að í sumu tilliti sem skiptir miklu máli. þegar dæmt er um á hvaða menningarstigi ríkis- st.jórn lands stendur — hurfuð þið í rauninni aldrei frá þeirri stefnu. Hér á ég við G-yðinga- haíur og sérstaklega ofsóknir á menntamönnum Gyðinga, tuhgu þeirra, blöðum. bók- I menntum og leiklist. Vitneskju okkar um áframhaldandi ofsókn ir gegn menningu Gyðinga í , RússVandi höfum við aðallega i úr heimild. sem bér hafið varla ástæðu til þess að véfengja: frá- sögn sendi-nefndar brezka kom- múnista. en hún var birt í mál- gagni flokksms, vikublaðinu World News, 2. janúar 1957. I þessari frásögn segir m.a.: ! „Þegar við heimsóttum Lenin- ríkisbókasafnið, fengum við fyrstu óvéfengjanlegu upplýs- ingarnar . . . Kom í ljós, að þar er ekkert á jiddisku eftir árið 1948, en þá hlýtur útgáfa á jiddiskum blöðum og tímarit- um að haf.a hætt. I útgáfu Sov- étlfræðiorðabókarinnar frá 1932 eru um 160 dálkar um Gyðinga, en í útgáfunni frá 1952 eru þeir ekki orðnir fleiri en fjórir. Æviágripum margra merkra Gvðinga hafði verið sleppt. Ekki var lengur minnzt á, að Marx var Gvðingur . . . Ár- angurinn af Heimland, jiddisku tímariti, voru í bókasafninu fram til ársins 1948, en ekki eftir það. Rit Halkins og Verg- elis, skálda af Gyðingaættum, sem enn erti á lífi, voru þar fram til ársins 1948.“ Var ofsóknunum hætt eftir dauða Stalíns? I frásögn brezku sendinefndarinnar segir, að svo sé; og eitthvað hefur verið gert til þess að endurvekja minn- inguna um nokkra rithöfunda, sem höfðu verið teknir af lífi. En ennþá er fyrirskipuð einangr un Gyðinga, og til þess að það megi takast eru þeim allir veg- ir lokaðir til þess að láta frá sér heyra í menningarmálum. Rithöfundum og skáldum Gyð- inga er bannað að nota tungu sína, og er þetta ástæðan fyrir 1 því, að í bókasafninu er ekkert til á jiddisku eftir 1948. Hið heimskunna Gyðingaleikhús er ennþá lokað .... Þér voruð svo hugulsamur að spyrja um álit mitt á því, hvaða erlenda rithöfunda meðal Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.