Vísir - 20.12.1917, Blaðsíða 3

Vísir - 20.12.1917, Blaðsíða 3
VÍSIR Jólakökur veröa bestar með því kaupa alt til þeirra í vershm Jes Zimsen o ar fást hjá JES ZIMSEN. eru Regnhlífar, H Skinnhanskar, m Silkivasaklútar, hv, og misl., mest úrvaí hjá Egill Jacobsen 39= Ameriskar Sandvélar »8 Lyftivélar era eítifsókasrverð ÞÉR Eikarborö og eikar-borðstofustólar fást á Laugaveg 13, (vinnusi). kaupið Visi þurfið ekki annað en að líta inn fyrir dyrnar til að sann- færast um að hvergi á öllu íslandi eru jafnmiklar birgðir og jafnmikið úrval af VINDLUffl, TÓ-BAKI og SÆLGÆTI eins og í Lan dstjörnunni. Jóiagjafir eiu &ú teknar upp dagléga í stóru úrvali Vömntisiö -[122 - garðinum í miðri kaupmangaraþvögimni og var þetta ærið nóg til að vekja grunsemd hennar. Magðalena ætlaði að segja eitt- livað, en kom sér ekki að því. Hún var meinhægðarkona og bar lotningu fyrir hörmum húsmóður siunar. „Leyfist mér að tala?“ epurði Magða- lena. Frúin brosti mæðulega. — Þarna var þá ein enn, sem keypt var til að ljúga að henni. „í>ér getið talað mín vegna“, svaraði hún. ,.Eg á barn, náðuga frú, og það barn er mér dýrmætara en alt annað. Og eg vildi alt til vinna, að þér gætuð verið eins hamingjusöm móðir i alla staði eins og eg er“. Frúin svaraði engu. „Eg er efnalítil og áðnr en eg kom hingað skorti barnið mitt oft og tíðum nauðsynjar sinar. Eg vildi að eg gæti nú að einhverju leyti umbunað yður allar vel- gerðir yðar“. „Vanhagar yður um eitthvað?" „Nei-nei! Fjarri fer því! Þetta er sjálfri yður viðkomandi og hinum tilvon andi ættarfundi-----“. „Eg fyrirbýð yður að nefna hann á nafn!“ - 123 - „Þó að þér rekið mig burt, kæra frú, þá------“ „Eg rek yður burt“. „Jæja, eg geri að eins skyldu mína og spyr yður að : Ætlið þér þá aldrei að fá að líta barnið yðar aftur?“ Furstafrúin stóð npp náföl og titrandi og misti um leið vasaklút sinn á gólfið. Magðalena laut niður til þess að taka hann upp og um leið heyrðist glamra í pening- um. Frúin horfði fast á hana, „Þér berið peninga á yður“, sagði hún og stakk hendinni skyndilega ofan í vasa Magðalenu og dró þar upp handfylli sína af spönskum gullpeningum. „Herra Gonzagua er nýkominn frá Spáni“, sagði hún við sjálfa sig. Magðalena féll á kné. „Þessir peningar eiga að ganga barni mínu til framfæris11, sagði hún grátandi „og sá, sem gaf mér þá, er líka nýkominn frá Spáni. Þér megið ekki vísa mér burt án þess að hlusta á mig“. „Farðu!“ sagði furstafrúin. Magðalena hlýddi því en frúin settist niður aftur og greip höndum fyrir andlit. „Eg var næstum búin að taka trygð við þessa konu“, sagði hún við sjálfa sig, „en eg er alstaðar umgirt af einhverjum lygavef og undirferli og vildi óska, að eg væri dauð“. - 124 - Hún tók bænakverið, sem Magðalena hafði lagt á stólinn og opnaðist það af sjálíu sér á vissum stað, sem frúin var vön að lesa yfir dags daglega. Hún las þar bænarandvarp, sem henni var vel kunnugt, en hrökk við alt í einu og rak upp hijóð. Hún neri augun og leit alt í kring um sig til að ganga úr skugga um, að þetta væri enginn draumur. „Kverið hefir ekki verið hreyft héðan“, sagði hún. Hún hafði ekki tekið eftir þegar Magða- lena lagði kverið á stólinn og hélt því, að hér hefði orðið eitthvert kraitaverk. Bænin byrjaði þannig: „Herra! Miskunna þú mér---------“. En á spássíuna voru skrifuð nokkur orð með ritbendi mannsins hennar sáluga, að því er henni virtist, eða líktist henni að minsta Jkosti. Orðin voru þessi: „Herrann mun miskunna þér ef þú að- eins trúir og treystir á hann. Yertu hug- hraust og verndaðu dóttur þína. Sæktu ættárfundinn jafnvel þótt þú kunnir að vera lasin eða liggja sjúk og mundu vel orð þau, sem*jáður voru einkunnarorð ykk- ar Nevers og hann hafði jafnan að orð- taki:. „Hér er eg“. „Ja, eg skal fara og vernda dóttur okkar“, sagði furstafrúin. Riddarasalurixm stóri, sem daginn eftir Paul Feval: Kroppinbakur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.