Vísir - 23.02.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1918, Blaðsíða 2
V I Sl£ H1 Eimakipaiélag Islaads. iiHe fer héöan til Vestíjarð fimtBdagÍBB 28. febrdar kl 11 árdegis. H.f. Eimskipafélag Islands. Hjólhestar verða keyptir í Bankastr. 12. Jóhaxmes Norðfjörð. Tækifæriskaup á EPLXJM og dönskum RÓFUM (Kaslrati) fæst næstu daga í Heildverslun Granfars Grislasonar. Til mimiis. Baðhúsið: Mvd. og ld. kl. 9—9. Bamalesstofan: Md., mvd., föd. kL 4—8. Borgaratjðraskriíst.: kl. 10—12 og 1—3. Bæjarfógetaakrifstofan: kl. 10—12og 1—5 Bæjargjaldkeraskrifst. ki 10—12 og 1—6 Húsaleigunefnd: þriðjud., föstud. ki 6 sd. lalandsbanki kl. 10—4. K. F. II. M. Alm. eamk. gunnud. 8 sd. K. F. K. K. Útl. md., mvd., fatd. kij 6—8. LandakotBspít. Heimsöknart. kl. 11—1. Landsbankinn kl. 10—3. Landsbðkasafn Útl. 1—3. . Lándssjóður, 10—2 og 4—6. Landssíminn, v. d. 8—9, hslgid. 10—8. Náttúrugripasafn snnnnd. l‘/«—31/,. Pðsthúsið 10—6, helgid. 10—11. Samábyrgðin 1—5. Stjðrnarráðsskrifstofnmar 10—4. Vífilsstaðahælið: Heimsðknir 12—1. Þjóðmenjasafnið, sunnnd. 12*/«—!*/«• Fiskveiðamar. Ern þær ekki bjargráð? Illa segir þú Vísir minn af rekstri kolanámunnar áTjörnesi, en ætli þannig só ekki um fleiri bjargráðin, að af þeim leíði „skakkaföll" og lítið annað. Var ekki gerð áætlun í vetur um það, að ef togararnir væru gerðir út, mætti búast við 50— 55 þúsund króna tapi á hverjum togara, sem látinn væri ganga til fiskveiða, miðað við meðal afla? En væri ekki betra fyrir landið að tapa fé á fiskveiðum, heldur en tapa því, eins og það gerir nú daglegagá'ýmsum dýrtíðarráð- stöfunum, sem ekkert veltufé gefa frá sór aftur? Eg held að ekkert efamál só á þvi, að landsstjórnin ætti að taka þau fiskiskip á leigu, sem eigendurnir ekki vilja gera út sjálfir, og láta þau ganga til fiskveiða. Með því kemur mikil atvinna fyrir fólk og miklir pen- ingar eða peningavirði beinlínis, þótt það ekki beri sig að fullu. í það minsta er eitt víst, að með því móti kemur mikill matur í landið, sem er engu óhollari fyr- ir laudsmenn en mjölið sem sótt er til Ameríku og nú fæst ekki. Skaftfellingar létu sig hafa það — og máske fleiri — að láta ekkert mjöl í kjötseyðið og drekka það með kjötinu. Og ekki þarf að kvíða hungrinu, ef nóg er til af fiski og kjöti. — Líka er mjög líklegt að fiskinum megi koma til útlanda, eins og kjötinu, svo að íslendingar þurfi ekki að fá leiða á sínum eigin afurðum. Eg er hræddur um að stein- arnir og götugerðin, sem bjarg- ráðanefndimar eru að látavinna að, verði svo seint að brauðum fyrir almenning, og jafnvel að tómhljóð verði í skúffunni áður. Og hvað verður þá? Þ. E. Frá foæjarstjöraarfimdi 21. þ. m. BæjarverkfræSingsstarfið. Samkvæmt tillögu borgarstjóra cg bæjarverkfræöings, var sam- þykt aö fela Þórarni Kristjáns- syni, sem gert ráö fyrir aö taki \ við hafnarstjórastööunni I. n. m., bæjarverkfræöingsstörfin eöa að- alumsjón meö þeim, en fá Einar Erlendsson byggingameistara hon- um til aöstoðar, þannig, aö þeir skifti milli sín launum bæjarverk- fræðingsins. Hafnarverkfræöings- störfin á hinn nýi hafnarstjóri aö hafa á hendi ásamt hafnarstjóra- starfinu án sérstakra launa. Hafnarvinnan. Borgarstjóri skýrði frá því, að von væri um aö landsstjórnin feng- ist til að lána bænum 250 þús. kr. bráðabirgðalán, til að halda áfram bafnargerðinni, og þá aðallega til að gera uppfyllinguna út frá batt- ariinu, en ekki er ákveðið svar fengið um það enn. Landsspítalalóðin. Þá skýrði borgarstjóri einnig frá þvi, að landsstjórnin vildi ekki við- urkenna eignarrjett bæjarins á norðurhluta Arnarhólstúnsins, en stjórnin væri tilleiöanleg til þess aö láta af hendi við bæinn þær spildur af túninu, sem bænum eru einkum nauösynlegar í sambandi við hafnargerðina, i skiftum fyrir Grænuborgarlóðina, sem ætluð er undir Landsspítalann. Lóð sú, sem bærinn á að fá er rúml. 3700 ferm., en spítalalóðin er yfir 31 þús.ferm., og er þó gert ráð fyrir því, að bærinn verði að gefa á milli ein- hverja talsverða upphæð, en mat á að fara fram á báðum lóðunum. Mismuninn á bærinn að borga með skuldabréfi með 5% vöxtum. Þó vildi landsstjórnin ekki fastgera kaupin af sinni hálfu fyr en matið hefði farið fram, og enga trygg- ingu gefa fyrir því, að dvöl sjúk- linga annara sveita á spítalanum yrði ekki bænum til þyngsla. Til þess að flýta niálinu sem mest, vildu sumir bæjarfulltrúar láta fela fjárhagsnefndinni að semja um kaup þessi, er matið væri fram íarið, en aðrir vildu áskilja það, að bæjarstjórnin féll- ist á matið. Var það samþykt (með 8:4 atkv.), og verður málið því að koma til kasta bæjarstjórnar- innar aftur. Jón Þorláksson kvaðst vera óá- nægður með kjör þau, sem í boði væru, og óttaðist að Arnarhóls- lóðin yrði metin svo hátt, að hún yröi bænum óhæfilega dýr, er þær VlSlR. Aígraið*).a blaðsiss 1 Adalstræíí 14, opia tt& k!. 8—8 5. hverjum degi. Slrriíaioffe & sama stað. Sítni 400. P. O. Box 367. Bitafjóriim til vidtalo tiá kl. 2—3. PreBtsmiðjan 6 Langaveg 4,, simi 133. Anglýsiugnm vaitt möttska i Lan&- stjömnani oftir kl. 8 & kvöiðin. Angiýsíngaverð: 40 anr. hver eas. dúlko í Kfcæm s,ugl. 4 anra orðií smáí.nglýsingaa meí óbreytín letri. umbætur væru gerðar á henni sem nauðsynlegar væru, ef leggja ætti hana við hafnarlóðina. Kr. V. G. kvað það varða bæinn miklu meira, að kaup þessi gætu sem fyrst orðið útkljáð, svo að hægt væri að halda áfram dýr- tíðarvinnunni og fremur fjölga irxönnum i henni en fækka. En J. Þ. kvað verðmuninn geta leikið á hundruðum þúsunda, svo að hjer væri ekki um neina smámuni að raeöa. I Útgerðarmálin. Borgarstjóri skýrði frá því, að dýrtíðarnefndin hefði gert fyrir- spurn til stjórnarinnar um það, hverju hún myndi svara tillögum útgerðarnefndarinnar í þá átt, að tryggja sjáfarútgerðina, og hefði svar stjórnarinnar borist sér rétt fyrir fundinn, og veriö á þá ldið: Að stjórnin væri og hefði veriö að reyna aö fá ákveðið verð það, er Bretar vildu gefa fyrir fisk. Lengra var svarið ekki, og var auðséð að bæjarfulltrúunum sum- um þótti það fremur „snubbótt“: Sveinn Björnsson, sem sæti átti í útgerðarnefndinni, skaut þvi til borgarstjóra og dýrtíðarnefndar, að krefja stjórnina betur til- sagna um það, hverju hún ætlaði að svara öðrum tilögum nefndar- i n n a r. Skipabyggingar Breta. Árið 1917 voru í Bretlandi smíð- uð skip, er báru samtals 1163474 smálestir. Árið 1916 voru þar alls smíðuð skip er báru 539 þús. smál. Skipabyggingar Breta hafa þannig rúmlega tvöfaldast á árinu, °g segja bresk blöð, að smálesta- tala bygðra skipa á hverjum mán- uði sé nú meiri en þeirra sem sökt er. Og þó hafa þeir fjölgað fall- byssum sínum svo, að nú eiga þeir þriðjungi fleiri en í fyrra og flug- vjplastóll þeirra hefir þrefaldast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.