Vísir - 11.03.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 11.03.1918, Blaðsíða 2
V X S I ít Húsið Baldurshagi í Mosfellssveit, ásamt afnotarétti af tilheyrandi landapildu, slægi’um og kálgarði, æst leigt frá 14. maí næstk. Lysthafendur snúi sér til skrifstofn Garðars Gíslasonar við Vitatorg fyrir 15. þ, m. FiskiveiðaféLHaukur selur: botnvörpur, trawlgarn o. fl. Menn snúi sér til Jóns Magnússonar Holtsgötu 16. Til minnis. Baðh&sið: Mvd. og ld. kl. 8-8 Barnalesstofan: Md., mvd., föd. kL 4—6. Borgarstjðraskrifgt.: kl. 10—12 og 1—3. Bæjarfógetaskrifstofan: kl. 10—12 og 1—S Bæjargjaldkeraskrifst. kl 10—12 og 1—6 H&saleignnefnd: þrffijnd., fóstnd. kl 6 sd. Iilandsbanki kl. 10—4. E. F. U. M. Alm. *amk. innnnd. 8 sd. L. F. K. K. Útl. md., mvd., fstd. kl. 6—8. Landakotsspít. Heimsóknart. kl. 11—1. Landsbaukinn kl. 10—3. Landsbókasafn Útl. 1—3. L&ndssjóður, 10—2 og 4—5. Landssíminn, v. d. 8—9, holgid. 10—8. Nátt&rngripasafn sunnud. I1/,—21/,. Pðsth&sið 10—6, helgid. 10—11. Samábyrgðin 1—5. Stjörnarráðsskrifstofnrnar 10—4. Vífilsstaðahælið: Heimsóknir 12—1. Þjóðmenjasafnið, snnnud. 121/,—l1/,- Liknarstarfsemin. Eg var um daginn byrjaður á blaðagrein, sem fór að sumu leyti í svipaða átt og greinin Líknarstarfsemin eftir Hauk í blaðinu 4. þ. m. En úr því að hún fór aldrei frá mér, tel eg mór skylt að leggja orð í belg með Hauk, enda er eg ef til vill kunnugri þessu máli en hann. Hann vill að jafnan séu aug- lýst full nöfn gefenda við sam- skot eða almennar líknargjafir. Því er eg alveg ósamþykkur, af því að mörgum gefendum væri það mjög ógeðfelt. Það veit eg af reyndinni. Sam- verjinn auglýsir t. d. jafnan full nöfn gefenda, nema þegar þeir banna það sjálfir, og allir geta séð að mörg „N. N.“ eru í þeim hóp Eg held að sumir séu bálf feimnir yfir því hvað gjafir þeirra eru „litlar“, aðrir halda að fólk muni tolja það yfirlætisvott að auglýsa full nöfn sín við „stór- ar“ gjafir. — I raun og veru er „lítill“ og „stór“ í þessu sam- bandi ekki bundið við krónutal eitt, heldur miklu fremur við efnahag og hjartalag gefandans. En það er engin gild ástæða til að amast við þeirri ófram- færni eða varkárni. Hitt væri æskilegt, og nægileg trygging. ef hver gefandi, sem ekki vill láta nafns síns getið, tilnefndi ein- hverja sérstaka stafi eða merki, sem setja mætti við gjöf hans um leið og hún væri aug- lýst. Mundi væntanlega öllum forgöngumönnum líknarfyrir- tækja vera kært að gefendur gætu á þann hátt sjálfir gengið úr skugga um að alt kæmi til skila. — Og því skyldu menn ekki mega g e f a undir slíkum dulnefnum, alveg eins og margir, og „Haukur“ einn þeirra, s k r i f a undir dulnefnum. Sömuleiðis er eg því algerlega andstæður, að nöfn þiggenda séu auglýst, nema þegar það er óhjákvæmilegt við fjársöfnun handa einstökum manni. Fátæklingar eru misjafnlega viðkvæmir alveg eins og annað fólk. Sumir þeirra, og stundum þeir sem erfiðast eiga, eru svo viðkvæmir, að gefendur eða flytj- endur gjafa þurfa mikla nær- gætni til þess að særa þá ekki þeim sárum, sem fógjafir geta ekki grætt. 3?að er mér full- kunnugt af margra ára viðkynn- ingu við hundruð fátæklinga þessa bæjar. Aðsóknin að Sam- verjanum er engin sönnun gegn þessu. Óviðkomandi fólk veit lítið um hvað s u m u m er erfitt að þurfa að leita þangað fyrir sig eða börn sín. Þótt hitt sé öllum auðsætt að talsvert þrengir að þegar mæður fara út í stór- hríð með 2 til 3 ung börn sín úr útjöðrum bæjarins til þess að fá handa þeim eina máltíð niður í Templarahúsi, eins og kemur fyrir hvað eftir annað í vetur. Annars er það aðalgallinn á öllu félagslegu líknarstarfi hvað þar er erfitt að koma við nauðsyn- legri nærgætni gagnvart tilfinn- inganæmu fólki. Þiggjendurnir oftast þá svo margir, að persónu- lega viðkynningin verður lítil, og milligöngumennirnir sjálfir því miður misjafnlega nærgætnir, þótt þeir vilji vel. En ef vel á að vera, má líkn- arstarf ekki miða að því e i n u, að bæta úr bráðustu líkamlegri neyð, heldur á það jafuframt að styrkja og endurnæra hugsanalíf þiggjendanna og veita þeim tæki- færi til að bjargast sjálfir e£ unt er, svo að sjálfstæðisþróttur þeirra aukist. Sórstaklega er kvartað yfir að „sveitarstyrk11 fylgi alloft lítið a£ persónulegri velvild og nærgætni, enda blessa hann íáir. í fám orðum virðist mór við- feldnast í auglýsingum að fara að líkt og Samveijiun gerir: Auglýsa gjafirnar til starfsins jafnóðum með þeim nöfnum og merkjum, sem gefendur óska, og gefa árlegt heildaryfirlit í blöð- unum yfir úthlutun þeirra nafn- laust, en heimila gefendum frjálsan aðgang að bókum starfs- ins, þar sem skráð eru nöfn allra þiggjendanna og hvað hver hefir fengið. Hinn furðar mig á, að sumt annað liknarstarf her i bæ sknli lítið eða ekkert auglýsa. Má vera að athugasemdir „Hauks“ séu af þvi sprottnar. Um aðalatriðið er eg alveg sammála Hauk: Það þyrfti að vera veruleg samvinna milli allra þeirra mörgu félaga, sem starfa að líknarstarfsemi hér í bæ. Sem stendur er hún engin, mér liggur við að segja, okkur öllum til minkunar og bæjarfó- laginu óbeinlínis til tjóns — minna gagn að starfinu en ella mundi. Eg býst við að Samverjinn hefði einmitt ráðist í eitthvað af þessu, ef hann bagaði ekki húsnæðisleysi. Og hefði ekki veikindi mín og minna gert mér eins mikil tímaspjöll og þau gjörðu í haust og fyrri hluta vetrar, hefði eg liklega leitað fyrir mór um undirtektir við- víkjandi þessu hjá öðrum líknar- félögum. Bæjarbúar gefa á hverjum vetri nú orðið líklega yfir 10 þúsund krónur alls ýmsu liknar- starfi innanbæjar, auk þess sem nafngreindum mönnum er gefið við sórstök óhöpp. Það er all- væn upphæð, og fer vaxandi. — En ábyrgð .fylgir að vel og hyggilega só með það farið. Ekki gefið af handahófi þeim, sem einurðarbestir eru að minna á sig við öll líknarfélögin, en fjöl- skylduheimihn heimsótt, vel gætt að lasburða gamalmennum, sem V181 R. Aígniðila blaðiioa f Aðalitrwt 14, opin frá kl. 8—8 á hverjutn degi. Skri&tofa & sama stafi. Sími 400. P. O. Box 867, Ritatjðrian til viðtal* ir& kl. 2—3. Prentsmiðjan & Langaveg 4r, simi 133, Anglýiiagnm veitt möttaka i Landi stjörnnnni eftir kl. 8 4 kvöldin. Anglýsingaverð: 4) anr. hver em d&lki i itæni angl. 4 anra orðii í sx&auglýslngnm með öbreyttn letri. Tvíbr. svuntutvistur, Fallegt svart Klæði í peysuföt. Egill Jacobsen hvergi komast að, og fólkinu hjálpað til að bjargast sjálft. En þá þurfa öll liknarfélögin að hafa sameiginlega skrifstofu, þar sem þau geta meðal aunars kynst starfi hvers annars, og heim- sóknarnefndir þeirra aðstoða hver aðra. Það þarf að koma upp sem fyrst tveimur vinnustofimi, ann- ari fyrir unglinga um fermingu, sem ganga iðjulausir og stund- um svangir allan veturinn, og annari handa fátækum einstæðing- um, sem margoft geta ekki unn- að handavinnu heima hjá sér fyrir kulda. Þá veitti ekki af að koma á fót einni eða tveim- ur barnaleikstofum, þar sem mæð- ur gætu komið fyrir ungum börnum sínum á dagin úr kjall- araholum eða öðrum lélegum húsakynnum, en unnið svo sjálf- ar frátafalaust á meðan að inni- eða útivinnu eftir því sem á stendur. Eg efast ekkert utn að líknar- fólögin hór í bæ gætu komið ein- hverju slíku á fót þegar á næsta hausti, ef þau væru sam- t a k a, og gætu þó þess utan starfað að matgjöfum, fatagjöf- um eða öðru, hvert um sig, eina og að undanförnu, og auk þess kynt sór betur heimilishagi fá- tækiínganna en nokkru einstöku þeirra er unt nú, vegna fjöld- ans. Ýmsra hluta vegna væri fróð- legt að það kæmi í Ijós hvernig aðrir forgöngumenn líknarstarfs hér í bæ líta á þessi málefni. Ef vér erum nokkurn veginn sammála, þá kveðjum vór til sameigínlegs fundar og ræðum hvernig hægt sé að koma sam- vinnunni fyrir framvegis. Sigurbjörn Á. Gíslason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.