Vísir - 11.03.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 11.03.1918, Blaðsíða 3
VlSI Ðeilur með Dönum og Þjóðverjum. Fyrir skömmu síðan strandaði þýskt skip á Jótlandsskaga. Danir töldu það vera herskip, en annars er fregnin ógreinileg og verður ekki með vissu sagt hvers konar skip þetta hefir ver- ið. J?ó er líklegast að það hafi verið hertekið skip, sem eitthvert „víkingaskip11 Þjóðverja hefir náð í á hafi úti og búið að vopnum, þvi að í einu skeytinu •er sikpshöfnin á því, sem Danir kyrsettu, kölluð „prize-crew“, þ. e. skipshöfn, sem sett er í hertekin skip til að flytja þau til hafnar. Þjóðverjar hafa áður talið «lík skip herskip, t. d. „Appam“, sem tekin var í hafi og leitaði hafnar í Bandaríkjunum. En nú virðist svo sem þeir vilji ®kki telja þetta skip herskip og hafa þeir mótmælt því, að Dan- ir kyrsettu skipshöfnina. Fyrst var deilt um þetta í blöðunum og voru þýsk og dönsk blöð á gagnstæðum skoðunum um mál- ið. En síðustu fregnir segja, að þýska stjórnin hafi nú formlega mótmælt kyrrsetningunni. Olíklegt er að Danir hafi hætt sér út í það, að kyrsetja skips- höfn þessa, ef það væri ekki tví- mælalaus skylda þeirra samkvæmt alþjóðalögum. En þetta er ekki í fyrsta skifti sem þeir hafaorð- ið að kyrsetja skipshafnir af þýskum skipum, og liggur því nærri að halda að eitthvað liggi á bakvið mótmæli Þjóðverja. Til þessa hefir samkomulag milli Þjóðverja og Dana verið sæmi- legt, og hafa Danir fengið ýmsar vörur frá Þýskalandi, t. d. elds- neyti. En nú hafa Bandaríkin sett ýms skilyrði fyrir aðflutn- ingum til hlutlausu landanna, til tryggingar því, að þeir aðflutn- ingar komi ekki Þjóðverjum að notum á neinn hátt, og er ekki ósennilegt að þessi deila só í raun og veru sprottin út af ein- hverjum ráðstöfunum sem Danir hafa orðið að gera þar að lút- andi. Frá ófriðnum. Vonbrigði bandamanna. í lok ársins 1916 fullyrtu stjórnir bandamanna, og þá einkum Lloyd George forsætis- ráðherra Breta, að ófriðnum mundi verða lokið á árinu 1917 eða fyrri hluta ársins 1918. í ræðu, sem L. G. hélt um síðustu áramót, gerði hann grein fyrir því, á hverju þær vonir hefðu verið bygðar og hvers vegna þær hefðu ekki rætst. í ársbyrjun 1917 sagði hann að rússneski herinn hefði verið betur búinn að vopnum, iall- byssum, vélbyssum, flugvólum og skotfærum, en nokkru sinni áður. Það, að Rússum varð svo lítið ágengt, stafaði ekki af því, að þeir hefðu ónýta foringja eða huglausa hermenn, heldur af agaleysi. O- „Vér gerðum oss vonir um“, sagði L. G., „að rússneski her- inn, svo vel búinn sem hann nú var orðinn, að austanverðu, Frakkar og Bretar að vestan og ítalir á ftalíu, myndu geta þrengt svo að Þjóðverjum, að þeir biðu fullkominn ósigur. Ef ítússar hefðu leyst sitt hlutverk af hendi, þá er enginn vafi á því, að her- vald Prússa hefði algerlega orðið brotið á bak aftur. Jafnvel þó að Þjóðverjar hefðu getað notað austuvígstöðvarnar sem „hvíldar- stöð“ fyrír þreyttar hersveitir, þá hefðu þeir þó ekki getað haldið velli að vestan“. En þeir tveir atburðir urðu á árinu, sem kollvörpuðu þessum vonum. Annar atburðurinn var hinn óvænti ósigur ítala. Bandamenn hefðu verið fljótir að koma ítölum til hjálpar. Svo fijótir, að það hefði komið óvin- unum alveg á óvart. En ef þeir hefðu ekki verið svo fijótir til, væri ekki gott að segja hvað fyrir hefði getað komið þar. — Hjálparlið Breta og Frakka hefði ekki að eins orðið ítölum liðs- auki, heldur hefði það aukið þeim kjark og hernaðarþrek, svo að ýmsar hersveitir þeirra, sem leystst höfðu upp á flóttanum frá norðurvígstöðvunum, hefðu nú aftur fanð til vígvallarins af frjálsum vilja, til þess að halda áfram að berjast við óvin- ina. En þó að ítölum só nú borg- ið, þá hefir þessi ósigur þeirra orðið til þess að veikja Breta og Frakka á vesturvígstöðvunum, vegna þess að þeir hafa orðið að flytja þaðan margar herdeildir til Ítalíu. Þá hafa síðustu viðburðirnir i Rússlandi mjög spilt aðstöðu bandamanna. Þó að Rússar hafi um langan tíma verið aðgerðar- lausir á vígvellinum, þá hafa þeir þó neytt miðveldin til þess að hafa þar talsverðan her. Og þó að Rússar settu það skilyrði, er þeir sömdu vopnahléð, að miðveldin mættu ekki flytja her af austurvígstöðvunum, þá væri það lítils virði. „Við höfum áð- ur heyrt talað um „pappírslappa“ og þeir sem trúa slíkum loforð- um Þjóðverja hafa lítið lært af reynslunni", sagði L. G. Rússar verða nú að sjá nm sig sjálfir. „Ef Rússar ætla sér að semja sérfrið11, sagði L. G. ennfremur, „þá verða þeir sjálfir að sjá löndum sínum borgið“, þ. e. a. s. bandamenn ætla að láta það al- gerlega afskiftalaust, hve stórar sneiðar af Rússlandi Þjóðveijar leggja undir sig. „Og spurn- ingin um Konstantinopel er þá einnig úr sögunni". En til þess að friður komist á, verður að brjóta hervald Þjóð- veija á bak aftur, og til þesa verða bandamenn að vinna full- an sigur. Ekki í því skyni að taka lönd af Þjóðverjum, heldur vegna þess að það er eina ráðið til að koma á varanlegum friði“. 35D Auk frúarinnar var skósveinn einn í her- bergi þessu, og var þaS Jean litli. Ennfremui voru þar Francoise gamla Berrichon og kven- maður nokkur meo blæju fyrir andíitinu, en þa'S var Donna Crúz. Francoise gamla hafSi orS fyrir þeim. „Þetta er ekki sonur minn,“ sagSi hún, „heldur sonarsonur og heföi ySur gefist á aS líta, aS sjá föSur hans. Hann var finnn fet og tiu þumlungar á hæS og var i herþjónustu þegar hann dó.“ „ÞaS er nú rétt — en hafiö þér veriö á vist meö Nevers, kona góS?“ „ÞaS hafa allir mínir ættingjar veriö — maöur fram af manni.“ „Var þaö þá sonur ySar, sem bar bréfiö forSum til Caylus-hallarinnar?“ „Já, þaS var hann og þaö er áreiöanlegt, að liann mundi þaö kvöld alla sina æfi og gleymdi því aldrei. Hann mintist þess oft, aS Lagar- dere þessi, sem öllum var þá tíSrætt um, hefði skoraS á Nevers til einvígis, en síðan barist meö honurn gegn heilurn flokki vopnaSra manna. ÞaS eru nú eitthvaö firnrn eöa sex ár síöan Lagardere kom hingað og spuröi hann mig undir eins hvort eg vildi fara í vist til dóttur hertogans sáluga. Var eg ekki lengi aö játa því, enda haföi sonur rninn sagt mér, aö hertoginn heföi á deyjanda degi kallaö La- gardere bróöur og vin.“ Paul Feval: Kroppinbakur. 35i Furstafrúin viknaöi og greip hendinni fyrir hjartaö. Ennfremur haföi hann sagt viö Lagardere, aS hann skyldi ganga dóttur sinni í fööur staö og reka harma hennar. Berrichon tálaöi aldrei ósatt orö og er eg því viss urn, aö þetta er rétt meö fariö. Þegar Lagardere nefndi þetta viö nrig, fanst honum stúllcan vera orðin svo fulltíöa, aS þau gætu eklci lengur veriö saman tvö ein, en öll þessi ár hafSi hann gætt hennar og vakaö yfir velferö hennar, eins og besta og umhyggjusamasta móSir. Var öll samvera þeirra hin ástúölegasta, en heldur þótti mér hún málskrafsmikil. Einu sinni fékk hún lags- konu til sín, en heföi mínum ráöum verið hlýtt, þá------“. „Við hvaö eigið þér?“ spurSi Áróra Caylus. Franeoise gaf Donna Crúz hornauga, en hún lét ekkert á sér bera. „Já, þaö kom til hennar ung stúlka, sem söng fyrir okkur, en ekki fanst mér hún samt vera hæfileg stallsystir hinnar göfugu meyjar.“ Furstafrúin vék sér aS Donna Crúz og sá, aö henni vöknaöi um augu. „Er þaS' þá ekki annaö, sem þér finnið aö ráöstöfunum Lagardere?“ „Finna aö ? Þetta er engin aöfinsla og stúlka þessi kom líka örsjaldan." „Þaö er gott, kona góö,“ sagöi frúin, „en 352 framvegis getiö þér taliö yöur og sonarson yðar til heimilis hér.“ Gamla konan tók þessu mjög þakksamlega og fylgdi Madeleine þeim Jean og henni síðan til dyra. Donna Crúz ætlaSi líka aö veröa þeim samferöa út. „Hvert ætliö þér aö fara, Flóra “ spuröi furstafrúin. Flóra hélt, aS sér heföi misheyrst. „Er þaö ekki nafn yöar “ spurSi frúin .aft- ur. „Komiö þér hérna, Flóra, og lofiö mér að kyssa yður.“ Flóra var ekki nógu fljót aö lilýöa þessu og stóö furstafrúin þá upp og faðmaði hana að sér. „Áróru þykir vænt um yöur,“ sagði hún, „og hefir getiS þess í minnisblöðum sínum, og þér eruð fyrsta og einasta vinstúlkan henn- ar. Þér getiö ekki imyndaS yður, hvaö eg er nú sæl og ánægö og eg finn nú, aö eg mun einnig geta elskað manninn, sem hefir tekiö hana frá mér.“ Donna Crúz brosti gegnum tárin. Áróra hafði lagt sig þar hjá þeim, en nú vaknaöi hún meö andfælum og kallaöi liástöfum á Hinrik. Hún reis upp á olnboga og staröi á fursta- frúna, er fór að hágráta. „Svarið þiö mér,“ sagöi Áróra. „Hvað er orðiö af FIinrik?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.