Vísir - 03.04.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 03.04.1918, Blaðsíða 3
V iSlR t ' Ssgurður Kr. Þorvarðssow skipstjóri. Fœddur 4. september 1896. Druknaður 11. mars 1918. Minningarkveðja frá fósturforeldrum. Stjórn vors guðs og valdi alt er á, alheimur, sem hvert hið minsta strá, 1 honum lifum, hrærumst, erum vér, hérvist nokkurs tilviljun ei er. Drottinn telur öll vor höfuðhár; hans án vilja deyr ei fugiinn smár. Mun ei um sín börn og bræður þá blessuð ástar-fyrirbyggjan sjá? Skynsemin var skömtuð öllum bér, skilningskraftur vor í bernsku er; fyrir alt sem auman grætir mann alviskuna síðar lofar bann, Það er sárt, því sál vor lýst ei fær að sjá á bak þér, ástvinurinn kær; heimsins glaum ei hrygð við kemur sú heldur einum guði’ í bæn og trú. Til að þerra sollin tregatár, til að græða reiðarslagsins sár, skulu okkar belg og heimulig hjartans einkamál við guð og þig. Skírnarnöfn þú okkar beggja barst, barn í reifum okkur gefinn varst, okkar hrygð og ást var helguð þér og einka sonar rétti hvað sem ber. Stras í bernsku þín var dýpsta þrá, þar að festa sjón og buga á, sem að dröfnin sitt með æðis-fjör sér á brjóstum hampar fögrum knör. Og sem tími til þess kominn var, taka mættir lærdóm skipstjórnar, svo var námið ljúft og léttfært þér, líkt og þyrstum svaladrykkur er. Fágætt mun að finna ungling þann, framar þér sem breytni vanda kann: talfár, stiltur, gætinn gekstu þar gáskinn sem á allar hliðar var. Allir sem þig eittbvað þektu hér eiga vildu nlutskifti með þér, ávörp hlý og atlot prúðmannlig, yl og birtu glæddu kringum þig. Hallmælt engum heyra máttir par, heimilisins ljós þín nálægð var, varfærninni við hvar falli lá, sem verndarengill sómans komstu þá. Sama var að segja’ um orð og verk, sást þar einnig löngun djúp og sterk alt að vanda, alt með skyldurækt, engu síður var það traust en fægt. Nú er sál þín borin englum af upp í skærast dýrðarljósahaf, alsælunnar er það fyrsta stig, að velkominn býður Jesús þig. Það er sælt, já sælt til eilífðar, sálu þina vita geymda þar, þar sem drottins dýrð er tungl og sól, dýrð sem engin skýjahvelfing fól. Farðu sæll í fagra himnabygð; fyrir hlýðni, samúð, ást og dygð, hjartans þakkir, hjartans vinur kær! í hjartans reit þín blessuð minning grær. Þakkarkveðju helga, himni frá, heitum sólarljóssins vængjum á, sendir frelsuð sál úr dýrðargeim, syrgjendunum angur-þjáðu heim. Biður ljúft að herrans gæskan há huggi, verndi, styrki’ og blessi þá, uns bann gefinn aftur verður þeim, upprisunnar sól þá gyllir heim. • m. Samverjinn. Saraverjinn hættir í dag að úthluta máltíðum og færir um leið öllum styrktarmönnum sin- um hjartanlegt þakklæti frá ná- lægt 250 börnum og aðstand- endum þeirra. Mjólkurgjafir handa fátækum sjúklingum og örvasa gamalmennum halda áfram fyrst um sinn, og væntanlega alt árið, ef menn vilja gefa tii þeirra. Fyrirkomulaginu er svo háttað: Sjúklingur, sem vill fá mjólk, útvegar sér skriflegt vott- orð frá lækni, ytirsetukonu eða einbverjum úr stjórn Samverjans um að bann þurfi mjólkur við en geti ekki keypt bana. Með þetta vottorð er svo farið til Jóns læknis Eósenkranz í Upp- sölum (kl. 2—3 daglega), sem gefur þá ávísun á mjólkina og borgar síðar fyrir bönd Sam- verjans mjólkursölunumþámjólk, sem bann hefir ávísað. r Júlíus kaupmaður Arnaeon er gjaldkeri Samverjans áfram og greiðir alla aðra reikninga Sam- verjans, og sömuleiðis gjafa- mjólkina til 1. apríl, og væri vel gert að senda alla þá reikninga til hans sem fyrst eftir mánaða- mótin, svo að Samverjinn geti gefið yfirlit yfir kostnað og tekjur. 29. mars 1918. S. Á. Gíslason. 398 vailles fremstur, en Óríal næstur honum. Kirkjuhuröin lét þegar undan áhlaupi þeirra, en þar fyrir innan beiö þeirra önnur hindrun, því aS þar mættu þeim þrjú nakin sverö. í sömu andránni heyröist hávaSi mikill frá höllinni, rétt eins og óvænt árás heföi veriö gerö á mannfjöldann, sem stóö þar fyrir utan. Nú varð aö láta skriöa til skarar. Navailles særöi Chaverny, er haföi hætt sér of langt fram. Féll greifinn á hnén og bar höndina upp aö brjóstinu. „Áfram, hundspottin ykkar!“ kallaöi Co- cordasse. 1 Þeim vanst ekki tími til a‘ö svara þessari lögeggjan, því aö nú heyröist fótatak í kirkju- garöinum og var Sem hvirfilbylur heföi skyndilega þotiö yfir aösækjcndurna, svo aö þeir þyrluöust sinn í hverja áttina, en stéttin framundan kirkjudyrtinum stóö auö og tóm eftir. Peyrolles rak upp dauöavein, Montau- bert saup hveljur og Taranne fórnaöi hönd- um, en því næst duttu handleggir hans mátt- lausir niöur og féll sverðiö úr hendi hans. Og þó var þaö að eins einn maður, sem vald- ur var a<5 öllum þessum viöbrigöum, ber- höföaöur og með bera handleggi og haföí ekki annaö vopna en sverö sitt. Rauf hann þögnina og kallaði meö drynjandi röddu: „Allir þeir, sem ekki erh samsekir morö- ingjanum Gonzagua, skulu foröa sér undan!“ Paul Feval: Kroppinbakur. 399 Nokkrir menn sáust hverfa út í nætur- myrkriö, en enginn svaraöi. Þvi næst heyröist jódynur og hófaskellir í göturangalanum bak viS kirkjugarðinn. Þessi eini maöur, sem kom öllu þessu af staö, var Lagardere og ruddist hann nú inn í kirkjuna. Þar rakst hann á Chaverny liggj- andi á kirkjugólfinu. „Er hann dauöur?“ spuröi Lagardere. „Ekki fremur en yöur þóknast,“ svaraði greifinn gletnislega. „Eg hefi nú aldrei á minni lifssælli æfi séð önnur eins viöbrigöi, og þó ætlaði eg að standa upp í hárinu á yður, þeg- ar við vorum í Madríd, en nú á eg yður líf mitt að launa.“ Lagardere tók í höndina á honum og vjek sjer siðan að skilmingamönnunum, og litlu síðar faðmaði hann Áróru að. sér. „Og nú skulum við flýta okkur á brúðar- bekkinn!“ hrópaði Lagardere. „Kveikið blys- in! Þaö er ekki séö fyrir endann á þessu enn, en nú er sú stund komin, sem eg hefi þráð í tuttugu ár. Heyr orð mín, Nevers, og vertu hjá mér, hefnanda þínum.“ Náttmyrkrið var svo svart, að naumast var hægt að finna gangstiginn, sem lá að kapell- unni þar sem Nevers var jarðsettur. Þegar Gonzagua loksins komst þangað, sem félagai hans áttu að bíða hans, varð honum ósjálfrátt litið á ljósaganginn í höll sinni, þar sem stóri 400 salurinn var allur uppljómaður, þótt allir væru famir út þaðan. „Þeir veita mér eftirför, en það verður um seinan," sagði hann við sjáfan sig. Honum dimdi fyrir augum, þegar hann leit af ljósunum aftur. Hann skimaði í kring um sig og hélt sig sjá félaga sína þar álengd- ar, en í myrkrinu sýndist honum það vera menn, sem ekki var annað en tré. „Heyrðu, Peyrolles,“ sagöi hann lágt. „Er það nú búið?“ Enginn svaraði og ekkert heyrðist. Hann lagði sverði sínu í tré eitt og hélt, að það væri trúnaðarmaður sinn, en það var þá ekki annað en gamall og feyskinn grátviður. „Er enginn hér?“ kallaði hann. „Hafa þeir flúið og skilið mig eftir!“ Honum heyrðist ^einhver segja „nei“, en hann var ekki viss um það vegna þess hve skrjáfaði í þurru laufinu undir fótum hans. Samt heyrðist manna mál álengdar, en fjar- lægðist aftur. „Eg verð að ganga úr skugga um þetta,“ sagði Gonzagua og þreifaði. sig áfram tii kapellunnar. En þá bar ferlegan skugga á ieið hans og var sá skuggi ekki af feysknu tré eða neinu þess háttar í þetta sinn. Svipur. þessi hafði brugðið sverð i hendi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.