Vísir - 15.05.1918, Blaðsíða 5

Vísir - 15.05.1918, Blaðsíða 5
KISjlR Nokkrir duglegir 0 : '• ' >v. . fiskimenn geta fengið atvmnn á þilskipnm hjá H. P. Duus. Steíán Jónsson íeeknir ©r flixttur ét Stýrímannast. 6 Viðtalstími 11—12. Sími 84. Herbergi, sem nota mætti fyrir vinnustofu í eða nálægt miðbæn- um óskast sem lyrst. Há húsaleiga borguð. "V« Ms. Mevenklint vantar Mats vein Laun 90—150 kr, á mánuöi Ekki þýðir fyrir aðra að gefa sig fram en þá, sem hafa góö meömæll. Umsœkjendur snúi sér til O. Ellingsen fyrir kl. 8 í kvöld. Skriistofa A. V. Tulinins er flutt ét Bökhlöðustíg 8. Formaður, Nokkrir duglegir sjómenn geta fengið góða atvinnu hjá mér í sumar í ágætu fiskiveri. Jón Sveinsson. Hotel Island nr. 19. Heima kl. 6—8. Island og Danmörk Símskeyti irá forsætisráð- herra Dana til íslensku stjórnarinnar. kunnugur^Lhér í bugtinni, óskast á 8 tonna mótorbát nú þegar ásamt mótorista. , Siggeir Torfason Laugavegi 13. Eg leyfi mér að skýra yður frá, að jeg hefi bjrt eftirfarandi skýrslu: „Sökum margskonar orðróms i nokkrum hluta blaðanna um sam- )and vort við Island, þá lít eg svo á, að það sé rétt, að skýra ‘rá því sem í raun og veru er að ara fram. Þegar Jón Magnússon, islensk- ur ráðherra vor, var hér siðastl. haust, kom hann fram með kröfu um verslunarfána. í ríkisráðinu 22. nóv. var til- laga hans ekki samþykt af Hans Hátign konunginum, en ræða kon- ungs, sem þá var birt var á þessa leið: Eg get ekki fallist á tillögu þá, sem ráðherra íslands hefir borið fram; en eg vil bæta þvi við, að þegar íslenskar og danskar skoðanir ekki samrým ast, munu almennar samninga- umleitanir i einhverju formi, heldur en að taka eitt einstakt mál út úr, leiða til þess góða samkomulags, sem ætíð verður að vera grundvöllur sambands- ins milli beggja landanna. Þessi hugmynd um almennar samningaumleitanir hefir verið tekin til íhugunar á íslandi, og það var skýrt frá þvi, að allir flokkar þar féllust á það. Þar eð búist er við því að núverandi al- þingi verði bráðlega lokið og þing- mennirnir þá dreifist um alt Is- land, er það æskilegt, að alþingi berist skjótlega vitneskja um af- stöðu vora í þessu máli. í þessu sambandi hefi eg beðið foringja allra stjórnmálaflokkanna að kveðja saman flokkana og leggja fyrir þá þá spurningu, hvert þeir telji það viðeigandi, sem stungið var upp á i ríkisráði 22. nóv., sem uppástungu til íslendinga, að hefja nú samningaumleitanir um alt samband íslands og Dan- merkur. Ef ákvörðun um þetta skyldi verða gerð, verður alþingi skýrt frá þessu og er þá búist við þvi, að það sé undir það búið að koma saman vegna væntanlegra samningaumleitana. Þegar ríkis- þingið hefst 28. mai, þá skal ákvörðun tekin um það, hvernig Danmörk muni æskja að skipa fulltrúa til slikra samningaum* leitana. Núverandi stjórn hefir aldrei stigið nokkurt skref í s&mbands málum Danmerkur og ísland, án þess að ráðgast við alla flokka ríkisþingsins, og hingað til hefir hún altaf fengið samþykki þeirra“. „Politiken" segir i sambandi við þessa skýrslu: Skýrsla Zahle forsætisráðherra sýnir ljóslega að samningaumleitanir þær, sem nú á að koma í kring, eiga upptök- in hjá Dönum í r/kisráðinu 22. nóv. — Nú má vænta þess, að hægt verði að forðast allar nýj- ar deilur og danska þjóðin geti nú tekið upp samningaumleit&nir með eindrægni og slillingu. Búðaloknnin. Hr. Á. Ó. hefir fundið knýj- andi þörf á þvi, að endurtaka i Morgunblaðinu hina mjög svo skrítnu „leiðréttingu11 borgar- stjórans við grein þá, er birtist í Vísi á dögunum um búðalok- unina. En hann fer mjög fljótt yfir þá staðhæfingu Vísis, að kaupm.félagið og verslm.félagið Merkur hafi upphaflega samþykt, að veita sbyldi tóbaks- og sæl- gætisverslununum undanþágu frá hinum almenna lokunartíma, og að félög þessi (eða nefndir þær úr félögunum, sem um málið fjölluðu) hafi þá fyrst breytt því ákvæði, er málið var komið til bæjarstjórnarinnar og að öllum likindum fyrir undirróður manna úr bæjarstjórninni. — En óneit- anlega er þetta þó ekki þýðing- arlaust, þegar um afstöðu félag- anna til málsins er að ræða. í reglugerðarfrumvarpi því, sem kaupm.félagið sendi bæjarstjórn- inni var 2. gr. svohljóðandi: ,,Öllum sölubúðum kaupmanna skal að undanteknum tóbaks- og sælgætisbúðum lokað ekki síðar en kl. 8 að kvöldi, þó með þeirri undantekningu, sem getið er í 2. grein (þ. e. kl. 9 á laugardög- um að sumrinu til). Tóbaks- og sælgætisbúðum sé lokað ekki seinna en kl. 10 að kveldi". Þetta var samþykt I kaup- maunafél. 14. jan. s. ]. að við- höfðu nafnakalli, og þeirri sam- þykt hefir aldrei verið breytt, heldur fekk bæjarstjórnin (þ. e. nefnd sú sem bæjarstjórnin skip- aði i málið) nefnd úr kaupmanna- félaginu til þess að faila frá þessu ákvæði, enda fyllilega gefið i skyn að einu gilti, þó að nefnd- iu gengi ekki að því. Um “félagið „Mérkur" er það

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.