Vísir - 05.10.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 05.10.1918, Blaðsíða 3
2(^18 Skattanefnd Rvíkur heldur fund á bæjrþingstofunni miðvikudaginn 9. þ. m. kl. 1 siðdegis og skulu kaupstaðarbúar á þeim fundi gefa nefndinni skýrslu um tekjur sín- ár árið 1917, bæði atvinnutekjur og eignatekjur. Skýrsluna skal helst gefa skriflega og senda má nefndinni skriflega skýrslu fyrir fundinn. Borgarstjórinn i Reykjavik, 4. október 1918. Ölafnr Lárnsson, settur. Kvöldskemtun i Iðnó á sunnudaginn kl. 8 Bj önlelliar og dans Nánara á götuauglýsingum. ® # ~É JV óskast i ÍOO pund af vel m 1 m / j /j verbuðum hákarli. — ^ Sendist afgr. Yísis sem fyrst. Verslunarmaður getur fengiO atvinnu við heildsöluverslun hér í bænum. Tilboð ásamt meðmælum og launakröfu, komi á afgreiðslu blaðsins fyrir 7. þ. m. merkt XX, Takið eftir! Eg undirritaður sem hefi haft skósmíðavinnustofu mina í Að- alstræti 18, kunngeri hér með mínum heiðruðu viðskiftavinum, að hún er flutt á Njálsgötu 27 B, og vænti eg framvegis góðra við- skifta, þar eð eg geri mér það að skyldu, að leysa verkiö í fylsta aaáta vel af hendi og verð sanngjarnt. Kristján Jóhannesson skósmiður. Mk. TAXi ler til Vestfjarða á mánudag. Getur tekið dálítið af flntningi og farþega. Upplýsingar gefur ■> Sigurjdn Pétursson. INr^lxomlö i verslnn Markúsar A. Einarssonar Grettisgötu 26 Simi 666 Indland te, Cacao, Kryddvörur ýmsar, Cigarettur enskar og amer- ^kar, margar tegundir. Yindlar ýmsar tegundir, svo sem Cinco °8 Spana Cupa o. fl. Amerisk þvottasópa. Fíkjnr. Skósverta. ®°ya. Amerisk Sjókól. o. m. m.fl. Saltfiskur (úrgangsfisknr) þorslsLur og upsi tii soiu í versl. Láverpool Aths. Yissara að panta strax. Góð stnlka óskast að Bakkastíg 9. Mnður með mentaskólalær- dómi og talsverðri kennaraæfingu, óskar eftir atvinnu við heimilis- kenslu, eða tímakenslu, helst í stærðfræði. Tilboð merkt’„St ærð- fræðingur leggist inn á afgreiðslu Visis. Stúika óskast í vetrarvist nú þegar. Uppl. Laufósveg 42. Ef menn nentu að hugsa. þá skrifuðu þeir ekki eins og einhver Jónas gerir í 268. tbl. Vísis. ’ Hann er að tala um „óverk lægniu þá, sem komi fram í því, að á kvikmyndaleikhúsunum sjeu fyrst seld fremstu sætin, og bekkir fyltir frá öfugum enda. Vegna þess að ráðlegging hans mun ekki siður að mjer stemt, en öðrum, skal jeg taka þetta fram, ef verða mætti það til þess aS hann hugsaði sig betur um, áður en hann veður fram með vitleysu næst: Það kemur þráfaldlega fyrir í Nýja Bíó, að öll sæti eru pöntuð fyrirfrani og mönnum hleypt inn, i þeirri röð, sem þeir koma til leikhússins. Er það skóðun Jón- asar, að dyravörðurinn eigi að gæta þess, að hleypa fyrst inn þeim sem innstu sætin hafa? Ætli troðningurinn við dyrnar, ogj alt það vafstur sem af því leiddi, yrði vinsælla. en það fyrirkomulag sem nú er? Aðgöngumiðar eru seldir eftir beiðni gesta. Sá sem pantar á miðjum bekk, eða fremst, fær þau sæti er hann biður um. En væri fylgt þeirri reglu, að selja fyrst innstu sætin, mundi troðningurinn verða meiri en nokkrusinni áður, þvi þeir sem koma fyrst að kaupa aðgöngumiða, fara vanalega út aftur og koma ekki inn fyr en sýning byrjar. Séu pöntuð sæti aöeins tekin frá innst á bekkjum, myndu þeir sem kaupa aðgöngumiða við leikhúsdyrnar, kunna þvi illa að bíða úti þangað til allir þeir innstu væru komnir í sæti sín. Annars hef ég ekki fyr heyrt neina umkvörtun líka þessari, og vona ég að Jónas standi þar einn uppi, með visku sína, og „verk- lægni“ En megi ég gefa honum ráð til að komast hjá því ómaki að standa upp fyrir öðrum i bíó, eða ómaka aðra úr sætum, þé. ætti hann jafnan að panta fyrir- fram innstu sæti á einhverjum bekk, og koma fyrstur. B. J. A tU úé U« »k ,»h ilt »1« il« U. 0 Bœjarfréttir. j, Afmæli í dag. ? Vigdís Pétursdóttir, ekkja. Kristín Vigfúsdóttir, húsfrú. 1 Eiríkur Jónsson, jámsm. ÞórSur Sigurösson, prentári. Dav. Scb. Thorsteinsson, Iæknir, Þórunn Tliorsteinsson, húsfrö. Jón E. Jónsson, prentari. Ólafur Briem, prestur. -I „Botnia“ kom til Kaupmannahafnar þ. 30., sept. f ,, Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, síra Fíj Friöriksson: kl. 5, síra Bjarni Jónsson. í frikirkjunni í Rvik kl. 5 síSd. síra Ólafur Ólafsson. í Hafnarfjaröarkirkju kl. 5 siðd. Maður fanst örendur í gær í vélskipinu Valborgu, sem liggur hér á höfninni við örfiris- evjargaröinn, Kristinn Jónsson, að nafni, austan úr Landeyjum- Heyrst hefir aö hann muni í ógátí hafa drukkiö einhverja ólyfjan og beöiö bana af því. Hjúskapur. Halldóra S. Jónsdóttir frá Þor- kelshóli í Viöidal og Magnús Jóns- son frá Breiöabólsstaö i Vestur- hópi, gift 2. okt. Vb. „Leó“ v átti að fara liéðan noröur umi land i morgun. Meðal farþega var Sveinbjöm Guöjohnsen frá Húsa- vik. Ný reglugjörð liefir verið gefin út um bann viíS aö selja til útlanda eða gera samn- ing um sölu til útlanda, á íslensk- um afuröum framleiddum á næsta ári, „þangaö til ööru vísi verður ákveöiö'ý í Laust emhætti. v Skólastjóraembættiö viö alþýðu- skólann á Eiöum er auglýst laustj Laun 2600 kr. og leigulaus íbúð, ljós og hiti. Umsókuarfrestur til 31. des. Veitist frá 1. júní n. k. Afli „Ýmis“ var seldur i Englandi fyrir 6200 sterl. pd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.