Vísir - 13.10.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 13.10.1918, Blaðsíða 2
*nmn V l SS 1 R. A f g r • i í«1» bktSíía* i AÍRktffcí 14, opla frs, kl. 8—8 4 itYerium d«fi. Skrifsioía, 6 samst sUð. Siml 400. P. 0. Boa S«7. Bitatjíriaa tíi yí*í»)s fri ki. S—8. Prcnlamiðjaa £ Lanf&rag 4 Ami 133, AnglýsÍHgtira Ysitt möttika i L»nás ctjönm«ai aftir kl. 8 £ kYöldin. Aaglýsmgarerð: 7) aar. hYcr m dáLkc i ctarri aagl. 7 anre orð>. i i»&Cinglý8lngii« mtS uöreyttn ietri. atla gýs. Álftaveriö og Vík i Mýrðal i hætta. Þau vofiatíftindi bárust út um bæinn í gær, a;S Katla væri byrju’S aS gjósa. ÞaS var haft eftir sím- ftegn frá Garösauka, en eftir þaS fóru margir i simann til aö hafa tal af ibúunum í Vik i Mýrdal, því aö Katia er þar ekki all-langt frá, aö baki sjálfs Mýrdalsjökuls. Á sjöunda tímanum í gærkveldi tókst ritstjóra Visis aö ná tali af sýslumanninum i Vík, Gísla Sveinssyni. Var þá nálega ógern- ingur aö nota simann þangaö, vegna rafmagnstruflana, enda kvaðst sýslumaöúr hafa lagt svo fyrir, að rafmagnsleiöslan yröi tekin af og símasambandinu til Víkur slitiö, vegna jjess aö hætta gæti stafaö af rafmagnsstraumn- um þar eystra. Frá gosinu sagöi hann þaö sem hér fer á eftir: f Vík uröu menn fyrst varir viö gosiö af jarðskjálftakippum, sem líomu þar um kl. i. En eftir jiaö fóru aö heyrast ógurlegar drunur frá fjöllunum og ægilegur gufu- strókur teygöi sig lengra og lengra upp, aö fjallabaki, og loks „hljóp“ jökullinn meö eldgangi miklum, vatnsflóöi og jakaburöi frafn yfir Mýrdalssand til sjávar. Þegar sam- taliö fór fram, var sjórinn aljiak- inn heljarmkilum, ísjökum, en flóð- iö eöa jökulhlaupiö breiddi sig út yfir sandinn til beggja bliöa. Bygöinni þar eystra er hætta bú- in af gosinu, og þá ein'kum Álfta- verinu fyrir austan og Víkurbygö- inni fyrir vestan. Úr Álftaverinu hafa auðvitaö eng’ar fregnir borist og verður j>eirra vafalaust langt aö biða. Bygöinni i Vík, kauptúninu sjálfu, stafar aöallega hætt af jök- ulhlaupinu sjálfu, ef þaö nær aö breiðast alla leið vestur yfir sand- inn. Húsin standa á sléttum sand- inum og er hann óslitinn austur- eftir. Þó gengur hæðadrag úl á sandinn fyrir austan Vík, og er von um aö flóöiö stöövist þar. Sjór haföi ekki gengiö á lancl í Vík, þegar santtaliff fór fram, og væntanlega veröur það þá heldur ekki síöar. nema hlaupið vaxi því meira. Ekki ætluöu Víkur-búar að flýja þorpiö í gærkveldi. En þó voru þeir viö því búnir, aö þeir Mest úrval af Kegnfeápwm og Regohlífnm er hjá jEgill Jacobsenl Kaupið él fœturna á Laugaveg 17 Tals. Þar fáið þér bestu skóna. Tilkynniag. Vegna vaxandi aðsóknar að þvottahúsinu núna, vil eg biðja mína heiðruðu viðskiftavini, að vitja um þvott sinn með reglu, og einnig þeir sem mánuðum saman hafa ebki vitjað um þvott sinn, eru al- varlega ámintir að vitja hans fyrir 1. nóvember, ella neyðist eg til að selja hauu. Virðingarfylst. Jakobina Helgadóttir. Pvottahúsiö Reykjavík, Elnn eða tvo slétta skinnkraga (fyrir karlmannsfrakka) viljum við kaupa nú þegar. Árni & Bjarni. Jarðarför Ólafar Helgadóttur grasakonu, fer fram frá heim- ili hinnar látnu, Bergstaðastræti 64 þriðjudaginn 15. þ. m. kl. ll1/^ f. m. Það var ósk hinnar látnu að kransar væru ekki látnir á kistuna. Helga Sigurgeirsdóttir. Geir Pálsson. UMRIEÐUFUND um sambandslögin halda undirritaðir þingmenn kjördæmisins með kjósendnm, þriðjndag 15. þ. m., kl. 8 síðdegis í Xðnaðarmannahúsinu. Aðgöngumiðar að fnndinnm verða afhentir i Templarahúsinn frá kl. 10 ðrd. til kl. 7 siðdegis hinn sama dag. Jón Magnússon Jörundur Brynjólfss. Nýkomið: Fyrir karlmenn Regnkápur Rykfrakkar Peysur NærfSt Manchetskyrtur hv. og misl, Fllbbar linir og harðir. Gúmmí-flibbar Sokkar Húfur og treflar Regnhlifar Göngustafir og margt fleira. Best að versla í laíabúðinni Sími 269 Hafnarstr. 16. yröu aö fara í nótt. Er þaö undir því komið, hvort jökulhlaupiö breiöist út yfir sandinn vestur fyr- ir hæðadragiö. Þá leitar fólkiö upp í Mýrdalinn, og er þaö skamt aö fara, en ekki kernur ]iá til mála, aö neinu ööru veröi bjargaö en mönnum og skepnum. í Mýrdaln- um er ölht óhætt. Þess er aö vænta, aö all-mikilí geigur hafi veriö í Víkurbúum í gær og í nótt, og óhætt er aö full- yröa, að til þess geigs hafi einn- ig veriö fundiö hér í bænum og; tim land alt, þár sem fregnír hafa horist af gosinu. Hér í bænum sást gufumökkur- inn upp af gosinu um miöjan dag, og fóru margir upp á Skóiavörðu- holt og aörar hæöir, til aö skoöa hann. Og er kvölda tók fóru aö sjást eldglæríngar, glampar og eldingar i niekkinum og horföu menn á þaÖ meö skelfingu o^ kvíða fyrir afdrifum fólksins þar eystta. En allir vona að gosinu linni hiö bráðasta, og að sem tninst ilt leiði af því. í uiorgun náði Vísir tali af stöðinni I Vík og sagði stöðvarstjórinn, að menit héldu að það versta væri nú um garð gengið og væri nú ekkert óvenjulegt að sjá, en óveður mik- ið hefir verið þar í morgun, svo að lítið sást til fjalla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.