Vísir - 20.10.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 20.10.1918, Blaðsíða 3
VÍSIR TUXHAM-mótor 22 hesta, fæst keyptur, meö tækifærisveröi, ef samiö er fyrir 22. þ. m. Ólafur Ásbjarnarson Hafoarstræti 20. Simi 590. Þegar Ostende var tekin. Albert Belgakonungur kemnr til borgarinnar. London 19. okt. FJotaforinginn i Dower skýr- ir svo frá komu sinni til O- stende: öm morguuinn 17, okt. fór flotadeild ein, ásamt flugvéladeild, í njósnarferð meðfram Belgíu- strönd, milli Nieuport og Ostende. Hún kom til Ostende kl. 11 árd. og flugvél ein lenti á ströndinni, en þar var saman kominn múg- ur og margmenni úr borginni. Flotaforinginn fór í land kl. HV2 og gekk mannfjöldinn til móts við hann. Þjóðverjar voru þá eon skamt undan og hófu skot- hríð á skipin, en tvær sprengi- kúlur féllu á ströndina, skamt þaðan sem mannfjöldinn var og olli það hræðslu mikilli. Síðan var hafin skothríð á skipin með 4 stórum fallbyssum úr áttinni frá Zebriigge, og þótti þá ráð- legra að fjarlægja skipin, svo að óvinirnir hefðu enga átyllu til að sbjóta á borgina. Nokkurt lið var þó skilið þar eftir, vegna þess að Jbúarnir ótt- uðust það, að Þjóðverjar myndu koma aftur. 0g þegar foringi þess liðs gerði aðvart um, að alt hefði verið kyrt þar í nokkr- ar klukknstundir, fór Belgiu- konuogur og drotning hans á tundurspillinum Termagent, fán- um skrýddum til Ostende, og var þeim tekið þar með óstjórnleg- um fögnuði. Þau dvöldu þar þangað til kl. 10 um kvöldið, þá fóru þau aftur tii Dunkirk. Herskip Breta biða ekkert tjón í för þessari og ekkert manntjón varð i liði Breta. Örvænting Þjððverja. í þýskum loftskeytum er þaö haft eftir hollenska blaöinu „Nie- uwe Courant", aö ef bandamenn gangi nú ekki aö friöarboöum Þjóöverja, þá muni þaö veröa til þess, að Belgía veröi gersamlega lögö i eyöi, eins og Noröur-Frakk- land, því ef Þjóðverjum verði sett- ir einhverjir afarkostir, muni þeir engu vægja i vörn sinni (zum aus- sersten gebracht werden). Auðvitað er frá þessum ummæl- um skýrt í þýskum (hálf-opinber- um) fregnum vegna þess, að þau eru talin líkleg til þess að hafa á- hrif á hugi manna Þjóðverjum í VfHÍr er elsta og besta dagblað landsins. vil. Og Þjóðverjar gera þau með því að sínum orðum og mun jafn- vel ætlast til þess, að þau hafi át- hrif á bandamenn. Og þvi er bætt við, að þar sem fylkingar Þjóð- verja sjeu enn órofnar og herinn ósigraður, þá muni hann, ef ör- væntingin grípi hann (zur ver- zweiflung gebracht) enn v e r j- a s t til hins ítrasta. Það er eftirtektar vert, að Þjóð- verjar skuli gripa til slíkra um- mæla til þess , að hafa áhfif á ó v i n i n a. Þ e i r ganga þó varla að því gruflandi, hvernig um muni verða að litast í Belgíu, eftir slíkt undanhald Þjóðverja, og þá síst nú, er Þjóðverjar hafa sprengt Cambrai í loft upp.Og sjálfir segja Þjóðverjar, að bandamenn eigi ekki óverulegan þátt í eyðilegg- ingu Belgíu og Frakklands. En á hinn bóginn eru ummæli hol- lenska blaðsins ólíkleg til þess að telja kjark í Þjóðverja eöa þeirra vini. Þó að þau að vísu geri tals- vert mikið úr hreysti þýska hers- ins, þá er þó engin von gefin um annan árangur af vörn hans en eyðileggingu Belgíu; engin von um sigur; engin von um aö halda velli. Af ummælunum veröur ekkert annað ráðið, en að Þjóðverjar hljóti að lokum að bíða fullkom- inn ósigur, að eins óvíst live lengi því verði frestað sem fram hljóti að koma. 147 hljóp út í eldhúsið. „Kaffið er farið að kólna.“ pegar gamli maðurinn settist undir borð, kom Pctur m.eð glóandi heita steilt- arapönnu og sex spegilegg á henni. „Vertu alveg óhræddur,“ sagði hann við frænda sinn. „Kerlingin tekur ekkert eftir því og það var fuilur eggjakassi í eldhúsinu.“ Frændi hans afþakkaði eggin og borð- aði að eins liálfa brauðsneið, en hann dáð- ist að Pctri, sem hvomaði í sig öll eggin og heilt pund af fleski i tilbót. Bar hann svo pönnuna fram í eldhús þegar hann var búinn að tæma hana, þvoði hana og þurkaði og hengdi hana á sinn stað. Eggja- skurninu stakk hann í vasann. „En nú máttu til að fara!“ sagði frændi hans og leit á klukkuna. „Hefi tvo tíma!“ sagði Pétur og kveikti sér í vindli. „þ>ú þarft þá líklega enga pcninga?“ spurði frændi hans hikandi. „Elcki fer eg að neita þeim ef þeir bjóð- ast,“ svaraði Pétur. Frændi hans brosti og dró lyklakippu upp úr vasanum. „Ekert liggur á!“ sagði Pétur og tók í handlegginn á honum. „Eg á eftir að minnast á svo margt við þig. pú ættir nú að fara að segja af þér, þvi að þetta em- 148 bætti þitt reyriir alt of mikið á þig, eink- um vegna þessarar lijartabilunar, sem þú hefir.“ „Ef eg segi af mér embættinu, þá gæti eg eins vel farið beint í gröfina,“ svaraði frændi hans. „Vinnan heldur í mér lífinu og það sem eklti snertir vinnu mína, læt eg ekki koma inér við. Ef maður hættir að vinna, verður maður eins og einliver steingerfingur.“ „Vertu ekki að hugsa um neina vinnu! Ef þú nennir ekki að ferðast þér til skemt- unar, þá geturðu tekið þér bústað suður á ítalíu eða komdu annars með mér til St. Louis!“ „pú ert og verður aldrei annað en draumóramaður,“ sagði frændi hans og brosti góðlátlega. „Aldrei gætir þú orðið lögfræðingur!“ „Nei — það væri öldungis óhugsanlegt. Eg þekki cnga andstyggilegri bók en hegn- ingarlögin og ekki eru dómararnir stór- um betri. ]?eir skifta mannfélaginu í tvo flokka og telja tóma glæpamenn í öðrum flokknum og í hinum þá, sem ekki eru glæpamenn. En þetta er tóm vitleysa. pað eru raunar til glæpamenn og menn sem ekki eru glæpamenn, eða með öðrum orð- um broddborgarar og þessliáttar fólk, en svo eru enn fremur menn, sem hvorugum þessum flokki heyra til, og er eg einn í þeirra hóp, enda eru þeir langfjölmenn- 149 astir, og þeir menn láta allir leiðast af hugsjónum sínum. Við skulum taka dæmi. Eg skyldi vera aðalgjaldkeri og bókhaldari í bankafirmanu Stockes & Yai'ker, eða með öðrum orðum trúnaðar- maður og hjálparhella bankastjórans. petta firma húkir nú á barmi glötunar- innar sökum fjárglæfra eigandans. Setj- um nú enn fremur svo, að eg eigi eigand- anum mikla þökk að gjalda — að hann liefði t. d. forðað mér frá að di’ýgja sjálfs- xnorð og henda mér út af St. Louis-brúnni! En mér er hins vegar ómögulegt að venja hann af þessari gróðabrallsfýsn. Hvað tek- ur þá við? Bankahrunið nálgast — og bankinn missir alla tiltrú. pá tek eg bæk- urnar og falsa þær firmanu í hag.“ „Eins og þér gæti dottið slikt i hug,“ sagði frændi lians alvarlega. „Ja-jæja!“ svaraði Pétur hlæjandi. „pví ekki það? Enginn hlutur er ómögu- legur í Ameríku. Nú-nú! Eg falsa þá bælc- urnar án þess að bankastjórinn taki eftir því eða liafi nokkurn grun um það og þegar hann fer yfir þessar bækur, þá sann- færist hann um að lxagur bankans sé í besta lagi. Og hvað leiðir svo af því?“ Frændi hans hristi höfuðið og gat auð- sjáanlega ekki áttað sig á þessu. „Maðurinn lieldur þá gróðabralli síriu áfram!“ segir Pétur. „Og gjaldkerinn verð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.