Vísir - 17.02.1919, Blaðsíða 3

Vísir - 17.02.1919, Blaðsíða 3
Ví SIR !|$ Dýrtíðarappbót almennings. Gullfossi eitti Z á Ó þús. sekk- utsalan njá Áma Eiríkssyni ir, til landsverslunarinnar. Kem- ur það sjer vel, ef tíðin fer að kólna. 5—20% afsláttnr á ðllnm vörum. Náuar auglýst í búðarglugguuum. Komið meðau timi er til. Og þannig verSur þaS um ýms- ar aiSrar vörur. Enginn veit h^erju framvindur í löndum eins og Rúss- landi, Þýskalandi, Austurríki Rú- meniu o. s. fr. Ef byltingarástand- iS veröur lengi ríkjandi í þessum löndum, þá minkar heimsfram- lei'ölsan á ýmsum vörutegundum, sem þar af leiöandi jafnvel frem- ur hækka en lækka í vertii. Ágætt Kafíi seðlalaust, fæst í versl. Gt-rettsg. 38. ■!>» .U# U« »1. M Bæjarfréttir. í Afmæli í dag. Björn Guðmundsson, kaupm. Svafar Guðmundsson, stúd. Helga Hafliðadóttir, húsfrú. Guðl. Bjartmarsdóttir, verslst. Ámi þorsteinsson, prestur. Guðm. Ásbjarnars., frik.prestr porbjörg Gísladóttir, ungfrú. Alþingiskostnaðurinn. Ferðakostnaður þingmanna til þings og frá þingi árið 1918 var i blaðinu í gær talinn kr. 4265,20, en sú uppliæð var þingmönnum greidd „fyrir farartálma“ og þar að auki var ferðakostnaður þeima kr. 5670,00 auk kostnað- ar við sérstakar skipaferðir, sem varð 6213,50. Ferðakostnaðurinn hefir þannig orðið samtals kr. 16148,70. Sterling kom liingað i nótt frá Kaup- mannahöfn, hlaðinn ýmsum varningi. Farþegar voru 20—30 með skipinu og þar á meðal: Sighvatur Bjarnason bankastj., John Fenger heildsali og kona lians, Björn Finsen, Tómas Tóm- | asson, Hendrik J. Siemsen, stú- ’ dent, Valdór Bóasson og Bjarni ' Benediktsson frá Húsavik. Fiskverðið í Englandi. Fregn er nú komin um það, hvað valdi verðfallinu á ísfiskin- um i Englandi. J>að eru verkföll- ín þar í landi, því að vegna þeirra er ekki unt að koma fiskinum til neytenda út um landið og verðið féll þvi nál.um^á tveim dögum. En vonandi liækkar það aftur eins snögglega, ef verkföllunum linnir einhvern tima. Húsfyllir var á söngskemtun Benedikts Árnasonar í Báruhúsinu í gær- kveldi, og var söngmannium ó- spart klappað lof i lófa. Kaffibirgðir talsverðar komu liingað með Frostið ’ varð nál. 12 stig hér í gær, þeg- ar það var mest, um kl. 6, etó dró úr þvi, er á kvöldið leið. B morgun kl. 6 var af tur komið 10| st. frost hér, en á Austur- Norðurlandi var mínna frost fi morgun en i gær, 10—12,5 stig & Akureyri, Grímsstöðum og Seyð- isfirði. í Vestmannaeyjum hertf frostið og var þar 9 st. frost f morgun. Járnbraatirnar bresku. Þaö hefir verið sagt frá því tí blööum og skeytum, aö til máls hefir komiö í Englandi, aö stjómr in tæki járnbrautareksturinn þar í landi algerlega í sínar hendur.. Járnbrautirnar eru eign einstakrar manna og félaga og auövitatl reknar með það eitt fyrir augum^, að þær gefi sem mestan arð. Eœ þess vegna hafa þær líka reynst atvinnurekendum hin versta plága,- T.d. má taka að fyrir ófriðinn vorui margar vörur, sem keyptar vorœ í London og fluttar þaðan me» skipum og járribrautum langt inœ í Þýskaland og Frakkland, ódýr- ari þar en sama vara flutt frá Lon- don til Yorksliire á Englandi. Það er þetta ástand samgöngu- málanna, sem vikið er að þingsetn- ingarræðu Bretakonungs. En iíké er ástandið víðar um heim, þar sen» einstakir menn ráða yfir járnbraut- um. 75 honum næst þegar hann kæmi að heim- sækja hana. Hamingja hans hafði þegar spilt honum og gert hann hrokafullan. En jafnskjótt fann hún, að þetta var rangt. Og hún fann líka að fálæti hans og það, að hann hafði ekki viljað falla henni til fóta og tilbiðja hana, eins og aðrir ungir menn mundu hafa gert, hafði gert hann enn þá eftirtektarverðari i hennar aug- um. í fyrsta sinni á æfinni hafði ungfrú Edith hitt mann, sem var í færum að hafa áhrif á hana. Henni fanst eitthvert ómót- -stæðilegt afl draga hana að honum, og þeðar hann kom inn í salinn, hafði henni hitnað um hjartaræturnar, — og þegar hann gekk til hennar, hafði óljós sælutil- finning, sú fyrsta þess eðlis, gripið hana og svipt burt kuldanum og þóttanum, sem annars einkendi framkomu hennar. „Nei, eg vil ekki sjá hann aftur,“ sagði hún, en varla hafði hún tekið þá ákvörð- un þegar liún fór að hlakka til mánudags- ius í huganum, og hún fann, að hún mundi fara á dansleikinn einungis i þeirri von, áð hitta hann þar. Hurðin opnaðist og faðir hennar kom ínn. „Ertu alein, Editli? Eru allir gestimir famir?“ sagði hann og lagði handlegginn 76 yfir herðar hennar. „Hefir hema Clivc Harvey komið hingað ?“ „Hr. Chve Harvey, já, það held eg; já, hann kom,“ svaraði hún kæruleysislega. „Æ, það var slæmt að eg misti af hon- um,“ sagði Chesterleiglf lávarður. „Herra Graham ætlaði að fá hann til þess að tala á fjölmennum fundi í East End. Hann er rétti maðurinn. Eg sagði Graham, að eg myndi líklega hitta hann hér og lofaði að spyrja hann um þetta.“ „Síðan hvenær hefir þú verið sendi- sveinn hr. Grahams?“ spurði hún. Lávarðurinn starði á hana undrandi. „Hvað er að, Edith? Hefir nokkuð komið fyrir?“ „Ekkert,“ svaraði hún kuldalega, en mér finst að þið gerið helst til mikið úr þessum Clive Harvey. pið spillið honum með dálæti ykkar, pabbi.“ „O, það er engin hætta; liann er einn af þeim sjaldgæfu fuglum, sem ekki gang- ast upp við slíkt; en eg má vist ekki hrósa honum, Edith, því þér geðjast víst elcki að honum?“ „Mér geðjast hvorki vel né illa að hon- um,“ svaraði hún jafnkuldalega og áður. „þú gleymir, að eg hefi að eins séð hann tvisvar sinnum og veit sama sem ekkert um hann —“. 77 „Og stendur alveg á sama um hann?“ bætti hann við og hló. Hann var lireykinn af þvi með sjálfum sér, hvað dóttir hans var föst fyrir og ómóttækileg fyrir áhrif- um frá karlmönnunum. „Og stendur alveg á sama um hann,“ tók hún upp eftir honum og setti hnykk á höfuðið kæruleysislega, sneri sér við og sagði: „Við erum boðin út til kveldverðar, eins og þú veist. Eg verð að fara að hafa fataskifti.“ Hún hélt til herbeTgja sinna, sem voru svo íburðarmikil og skrautleg, að ef Clive hefði séð þau, mundi hann hafa orðið enn steini lostnari en áður, yfir mismuninum milli fátæklingsins og auðmannsins. þau voru svo skrautleg og búin svo dýrum hús- gögnum að undrun sætti; hafði auðsýni- lega ekki verið horft i nokkurn kostnað til að gera alt sem unaðslegast þar inni. Sjaldgæfar bækur, fræg málverk og dýrir forngripir; alt þetta fylti herbergin og^ gerði sitt til að fullnægja ímyndunarafli ungu stúlkunnar. pegar hún opnaði hurðina að setustof- unni, stóð kona cin, sem sat við sauma út við einn gluggann, skyndilega á fætur, og gekk hljóðlega á móti húsmóður sinni; augun í henni skinu af undarlegum ákafa. pessi kona var Hindúi, miðaldra, en

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.