Vísir


Vísir - 10.03.1919, Qupperneq 3

Vísir - 10.03.1919, Qupperneq 3
r'ss^-j )»ennan fróðleik, eru liöin meira en þrjú ár síðan þeir lásu skýrsl- ur sinar uin samskonar efni. 1 fám orðum sagi: annað hvort verður að hætta islenskri hagskýrslugerð með öllu. eða haga útgáfunni eftir því sem tíðkast hjá menningarþjóðun- um. Til þessa hafa skýrslurnar verið lands og þjóðar skönnn. Jónas Klemenzson. Dáinn — borlin. Hinn 13. dag' nóvembennánaðar fyrra árs (1918) andaöist á heimili sínu hér í bænum horkell Valde- mar Ottesen, kaupmaöur. Hann rar fæddur hér í Reykjavík n. d. aprílmánaöar árið 1868, og var því rúmlega fimtugur aö aldri er hann Ijést. Fotjfeldrar hans voi*u Oddur Stefán Ottesen (d. 1882) verslunarmaöur og kona hans Guöbjörg Gísladóttir frá Ásláks- stööum á Vatnsleysuströnd. — Átta ár áttu þau hjónin heima á Hólmabúð viö Vogastapa, og þar andaðist St. sálugi. Hafði hann þar á hendi umboð fyrir Knud- sonsverslun í Reykjavík, — tekiö inn og látið úti vörur, enda haföi hann verið starfsmaöur þeirrar verslunar frá því hann var ung- lingur hér í Reykjavík. — Guð- björg móðir Valdemars sáluga er enn á iífi hér í bænum, og er orðin háöldruð, — hefir hún legið rum- föst i síðustu sex mánuði. Valdemar ólst upp hjá foreldr- tim sínum. en mjög ungur fór hann að fást við verslunarstörf. Fyrst mun hann hafa verö búðar- rnaður í versl. Eyþ. kaupm. Felíx- sonar i Reykjavik. Síðan var hann við verslunarstörf í Keflavík, hjá Duus og Norðfjörð. Árið 1887 kæntist Valdemar sál. eftirlifandi ekkju sinni, Sigríði Eyjólfsdóttur Björnssonar bónda (d. 22. sept. 1866), er síðast bjó í Herdísarvík. Skömmu eftr giftinguna fluttu jjau hjónin frá Keflavík til Reykja- víkur, og varð Valdemar bókhald- ari við verslun Jóns Þórðarsonar. — Þeirri stöðu gegndi hann í hart nær 10 ár, og voru það vaxta- og blóma-ár verslunarinnar. Árið 1904 byrjaði Valdemar verslun á eigin hönd. Keypti hann um þær mundir hið garnla háyfirdómarahús á Laugavegi 1, og rak þar verslun í allstórum stíl um nokkur ár. — Jafnframt hafði hann á hendi að- alumboð fyrir klæðaverksmiðju eina í Danmörku. Vorið 1908 flutti Valdemar á- samt konu sinni og börnum til Vestmannaeyja, og varð þar bók- haídari hjá J. P. T. Brydesversl- un. Síðan byrjaði hann að versla þar í Eyjunum. — Jafnan átti hann miklum viðskiftavinsældum að fagna. þvi að hann var lipur og mjög aðlaðandi. En þrátt fyrir á verslun sinni, enda var honúm ekkert fjær skapi, en okur i við- skiftum. Valdemar flutti alfarið hingað til bæjarins í fyrrahaust, ásamt fjölskyldu sinni. T hjónabandi sínu eignaðist Valdemar 5 börtí> þar af 3 pilta. Elsta son sinn, Odd Stefán, mistu þau hjónin 1904, þá 17 ára gaml- an, — ntjög efnilegan pilt. Á lifi SKraa aðeins nokkrir pakkar eftir á Laugaveg 48. Sími 142 B. eru: Ólafur Ottesen, sem nú er eiun af leikendum „LeikfélagS Reykjavikur", Eyjólfur, giftur maður í Vestmannaeyjum, Sigríð- ur, ógift, nú í Vestm.eyj., og Ásta, heima hjá móður sinni. — Böm- in öll greind og mannvænleg. Valdemar var í meðallagi hár maður, gildur að vallarsýn, breið- ur um herðar, og vel á fót kominn. Andlitið frítt og svipurinn gáfuleg- ur og góður. Yfir höfuð var hann ntjög vel gefinn maður og vel að sér. Alúðlegur var hann hverjum manni, dagfarsgóður og skapstilt- ur. Haun var gleðimaður og unni því, sem fagurt var og göfgandi. Örlátur var hann á fé, og fús til að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Alla æfi var Valdemar heilsu- hraustur. og bafði varla kent sér meins, fyr en hann lagðist sjúkur í inflúensu-drepsóttinni, sem varð honum, eins og svo mörgum, að fjörtjóni. Það munu flestir játa, sem til þektu, að heimili Valdemars hafi, þá er hagur hans stóð með mestum blóma, veriö sönn fyrirmynd, að því er snerti alla rausn, þrifnað og hibýlaprýði, enda átti húsfreyja hans sinn hlut í því, að gera garð- inn frægan. Með Valdemar sáluga er í val- inn hniginn ágætur heimilisfaðir og hinn besti drengur í hvívetna. Söknuðurinn er því sár hjá ást- vinum hans og öðrum, sem þektu hann best og vlssu, hvaða mann hann hafði að geyma. Rvik, 3. mars 1919. P. P. Afmæli í dag. Hilma Anderson, ungfrú. Martha Strand, húsfrú. , Guðm. Egilsson, kaupm. Steinimn Briem, húsfrú. Guðm. Guðmundsson, íshússY. Þóra Ágústsdóttir. Ættarnafninu Arnar hafa bræðurnir Snorri og Bem- harð Björnssynir fengið staðfest- ingu á. „Víðir“ kom til Hafnarfjarðar i gær- kveldi úr Englandsferð. Með hon- um komu ungfrú Sigríður Björtis- dóttir og Friðþjófur Thorsteins- son verslunarmaður. Lagarfoss er væntanlegur um miðja viku. Gullfoss mun ókominn til New York; að minsta kosti var ekkert skeytf komið frá honum í morgtm. Sterling er á Siglufirði í dag. Borg er væntanleg til Vestmannaeyja næstu daga. Gunnar Sigurðsson, veitingamaður í „Bárunni“ hef- iv keypt verslunina ,.Von“ á T.augavegi 55. 192 tárin, sem glitruðu í augum hennar. Þennan sama dag fór hún aftur á kvöld- skólann, sem hún hafði áður sótt. Aðal- kenslukonan, sem var ein af þessum sístart- andi eljukonum, sem slíta sér út af ást og áhuga á starfi sínu, tók á móti henni með opnum örmum. „Eg vissi, að þér munduð koma aftur, kæra Mína“, sagöi hún; „þér eruð ein af þeim, sem aldrei gefast upp og tekst ávalt að brjóta á bak aftur alla örðugleika. Eg vildi að marg- ir væru eins og þér“. Ákafinn í Mínu var ekki minni en í kenslu- konunni. Það var eins og þekkingarþorst- inn í henni væri óslökkvandi. Skólagangan veittist henni ekki erfiö, því hún var bæöi ■greind og kappsöm, en kappsemin gekk stundum svo úr liófi fram, að kenslukonan áleit það skyldu sína, að vara uppáhalds- námsmey sína við þvi, að leggja of rnikið .að sér á nánisbrautinni. Hún tók líka skjót- um framförum, enda sagði Tibby, að þeg- ar ekki væri hljóðfærið, þá væru það bæk- ~ur, bækur frá morgni til kvölds. — Mína vanrækti ekki heldur að æfa rödd sína, því að Elisha, sem nú hafði finun lærisveina í stað tveggja; haföi fundið gamlan söngkenn- ;ara, sem varð svo hrifinn af söng Mínu og :svo sannfærbtir um, að húu ætti glæsilega ------ ---------—~g- ' " IQ3 framtíð fyrir höndum sem söngkona, að hann kvaðst fús til að veita henni alla þá tilsögn. sem hann gæti fyrir lágt verð. Auðvitað hafði hin stranga vinna áhrif á Mínu. Hún varð grennri en áður og bjarti liturinn á andliti hennar varð nú hvítur eins og fílabein, en það var eins og Elisha sagði, ab Mína var sterkari en hún leit út fyrir. og hún lét stjórnast af hvöt, sem Tibby og Elisha vissu ekkert um. og sú hvöt var löng- unin efir þvi, að geta unnið fyrir svo tniklu af peningum, að hún gæti borgaö Clive hljóð- færið. Hún hugsaði um hánn öllum stundum, þeg- ar hún var ekki í skólanum, og jafnvel þar. kom henni hann stundum í hug. í augum Minu var í honum santeinað alt gott, göfugt og fagurt. Einu sinni hafði kenslukonan henn- ar gefið henni eitt entak af bók Carlyle’s: „Um hetjur og hetjudýrkun“. og hún hafði ekki lokið við nema fáeinar síður þegar hún fann, að alt átti við Clive, sem í bókinni stóð: hann var hetja, og hún dýrkaði hann. Nafn hans hljómði í söngvunum, sem hún lærði af kennara sínum. Henni var tæpast fullljóst, hve rnjög hún þráði að sjá hann aftur; hún vissi að eins það eitt„ að þrátt fyrir alt gott. sem hún hafði orðiö fvrir frá hans hendi, þá skorti 194 þó eitthvað enn, og þetta, sem hún ekki vissi hvað var, þráði hún svo innilega. í hvert skifti, sem hún hélt heimleiðis, hugsaði híui um þaö á leiðinni, hvort hann hefði nú ekki komið aftur að heimsækja þau, meðan hún var í burtu, en hún spurð aldrei neins. Hún hefði líka séð fljótt á Elisha ef svo hefði verið, og eítir þvi, sem dagarair liðu, hætti hún að vona, að hún fengi að sjá hann aftur. Tibby mintist aldrei á hann og varaðist að segja Mínu frá loíorði hans.en Elisha talaði oft um hann. og hún hlustaði á hann og horfði nið- ur fyrir sig. Nei, hún mundi sennilega aldrei sjá hann framar. Það var mjög líklegt, að hann hefði gleymt henni, — þeim, Elisha og- Tibby. meinti hún auðvitað. og hún varð að biða þangað til hún hefði unnið sér inn nægi- legt til þess, að hún gæti borgað honum. Auðvitað kærði hann sig ekkert um borgun og þess vegna gaf hann enga utanáskrift. En það var sama; hún skyldi komast fyrir hvert ætti að senda peningana, þegar tíminn kæmi. — þegar tíminn kæmi! Hún varð fölari og grennri með degi hverj- um. en jafnframt fegurri; hvíti liljuliturinn á andliti hennar var vndislega fagur. Ljóm- inn í fögru. gráu augunum bar vott um ó- venju göfugan anda, sem tónllstin og náms- iðkanirnar lauguðu lífsvatni þroskans og

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.