Vísir - 01.04.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 01.04.1927, Blaðsíða 2
v ísi rt & ÚL Höfam nú fyrirllggjandi: Bakarasmjörlikið „Hollenska“ B. BB. BBB og A.A. Svioaieiti, Flórsykar, Marmelade, St. kanel Þeir, sem hafa frest að lögrnn til framtals eigna pr. 31. des. 1926 og tekna það ár, en hafa enn eigi talið fram, seodi framtöl sín Skattstofunni á Laufásvegi 25 í slð- asta lagi 5. aprll næstkomandi. Ella verða þeim áællaðar eignir og tekjur til skatts. Skattstofan 1. apríl 1927. Einar Araópsson. CHEVROLET Ef þiS viljið fá sterka, fallega og ódýra farþega eða flutninga- hifreið, þa kaupið Clievrolet. — Chevrolet bitreiðirnar hafa verið endurbættar á þessu ári meira en nokkru sinni fyr. Svo nú fáið þið betri Chevrolet fyrir minna en áður, þrátt fyrir endurbæturnar. Verð á Chevrolet hér á staðnum: 5 farþega opin bifreið (Standard) kr. 340.0.00 5 — — — (Sport) 5 — lokuð — (2ja dyra) 5 — — — (4ra dyra) Vöruflutningabifreið (Truck) — (J/2 tonst Vöruflutninga og farþegabifreið sem hægt er að skifta um yfir- byggingu á, á nokkrum minútum 390U 00 4500.00 4900 00 3200.00 2650.00 8600 00 Afiar upplýsingar og bækur með myndum um Chevrolet, fáþeir sem óska, hja okkur undirrituðum. * Aðalumboðsmenn á Islandi Júb. ÓlalssoB k Co. Eeykjavik. Snnrise ávaxtasulta Blönduð jairðarberja fyrirliggjandi. Psrðsr SniissiB t Co. Símskeyti Khöfn, 31. mars. FB. Frá hernaði Kínverja. Símað er frá London, að út- lendinga/ flytji frá öllum eiri hluta í Yangtzedalnum, vegna ofsókna Kínverja. ítalir og Júgóslavar. Stórveldin reyna að miðla málum. Símað er fra París, að stór- veldin sendi sennilega ekki rannsóknarnefnd til Júgóslavíu, eins og áformað var, út af ásök- unum ítala um vígbimað af hálfu .Túgóslava, heldur munu þau í þess stað reyna að koma því til leiðar, að samningar tak- ist milli stjórnanna í Ítalíu og Júgóslavíu viðvikjandi Albamu. Utan af landi. —o Akureyri, 31. mars. FB. Bæjarfógetinn á Siglufirði hefir höfðað meiðyrðamál á hendur síra Gunnari i Saurbæ fyrir ummæli í bókinni ,A ið þjóðveginn“, er hann telnr móðgandi fyrir sig. Margeir Jónsson kennari á Ögmundarstöðum hefir höfðað mál gegn ritstjóra Dags fyrir uminæli í ritdómi um Stuðla- mál. Ritstjóri Dags gagnstefnir í'yrir uminæli í svargrein. Bergsteinn Kolbeinsson hefir selt eignarjörð sina 'Kaupang fyrir 65.000 kónur. Um alda- mótin var jörðin seld íyrir 4000 krónur. Isafirði, 31. mars. FB. Eggert Stefánsson söng hér í fyrrakveld við mikla aðsókn. — Syngur hann aftur á sunnudag samkvæmt áskorunum. Tíð er hagstæð og aflabrögð : góð. Fiskur genginn í Djúpið. Frá Alþugl par voru þessi mál til umr. í gær: Efri deild. 1. Atvinnumálaráðherra svar- aði fyrirspurn íil ríkisstjómar- innar um starf fiskifulltrúans á Spáni, frá Ingvari Pálmasyni. — Ráðh. gaf skýrslu um störf er- indrekans o. f 1., en umræður snerust þó eins mikið um fisk- markaði alment. 2. frv. til laga um afstöðu for- eldra til óskilgetinna barna var til 3. umr. og var endursent Nd. 3. Frv. til sveitastjórnarlaga var komið aftiír frá Nd. og var samþykt (ibreytt. Er jþað þvi afgreitt sem lög frá Alþingi. Neðri deild. 1. Frv. til 1. um breyting á 1. um fiskjmat, frh. 2. umr. Eftir harðar umræður voru brtt. Pét- urs Ottesen, sem áður er frá skýrl, feldar með allmiklum at- kvæðamun, en frv. visað lil 3. umr. 2. Frv. til 1. um löggilding verslunarstaðar á Litla-Árskógs- sandi við Eyjafjörð, 1. umr. Frv. var vísað til 2. umr. 3. Frv. til 1. um atkvæða- greiðslu utan kjörstaðar kjós- anda við alþingiskosningar, 1. umr. Frv. þessu var einnig vís- að til 2. umr. —o— Uihsökn ,Titans‘ um virkjun- arleyfi Urriðafoss og járnbraut- arlagning frá Reykjavik til p}órsár hefir vakið almenna athygli á Norðurlöndum. Eink- um verður norskum og dönslc- um blöðum tíðrætt um málið, og hefir það gefið tilefni til ýf- inga. pað virðist svo sem Dan- ir telji sér einskonar forrétt- indaheimild á stofnun fyrir- tækja á Islandi, og því barma þeir sér jafnan er önnur þjóð hefst handa í einhverju máli, með það í’yrir augum að reka fyrirtæki á Islandi, og tala um að Danir láti „auðsuppsprett- urnar“ ganga úr greipum sér. Hinsvegar hefir reynslan sýnt, að fyrirtáeki i stærri stíl, sem Danir hafa ráðist í hér á landi, hvort heldur er útgerð eða verslun, hafa sjaldnast reynst þeim auðsuppspréttur, síðan at- vinnulíf varð frjálst hér á landi. Og er því eðlilegt, að danskir fjármálamenn séu ekki gin- keyptir fyrir að leggja fé í „auðsuppspretturnar“. Flest blöðin telja fossafyrir- tækið horfa til framfara, en yf- irleitt bera ummælin það með sér, að þau eru mæít af litlum kunnugleika, eða engum, á ís- lenskum högum. Óviða sést að norsku blöðin dæmi út frá þarlendri reynslu af stóriðjunni. I stuttu máli: ekkert að græða á ummælunum yfirleitt. Mætt- um vér þó margt læra af reynslu Norðmanna, sem vert væri íhugunar áður en það stóra sþor er stigið, að hleypa útlendu auðmagni að orkulindum lands vors. Frá gömlum og mikilsmetn- um embættismanni norskum, sem haft hefir tækifæri til að veita áhrifum stóriðjunnar á þjóðarhaginn athygli, hefir mér nýlega borist bréf er snertir þetta mál. pykir mér rétt að birta hér nokkurn kafla þess, með því að hann f jallar um þá hlið stóriðjunnar, sem almenn- ingur vill síst gefa gaum. Bréf- ið .ber með sér, að liöf. muni ekki vera kunnugur löggjöf vorri á þessum sviðum, en at- hugun hans liittir eigi að síður markið og hinn raimverulega kjarna málsins: „. . . Eg leyfi mér að vona, að íslendingar 'sem nú standa and- spænis hinu stóra verkefni: að hagnýta auðsuppsprettur lands- ins — fossa og liitalindir —, búi svo í haginn fvrir sig fyrirfram, að þeir lendi ekki í f járhagslega og þjóðhagslega öngþveitinu, sem við hérna höfum lent í: að náttúruauðæfin verði spákaup- mönnum að bráð og þá um leið „yfirkapitaliseruð“ og að ein- staklingar eignist þann verð- auka, sem orsakast af vinnu þjóðarinnar við þessi fyrirtæki og þjóðarframförum yfirleitt. Til þess að afstýra þessu þarf rikið að fá full öignarráð yfir helstu orkulindum undir eins og hægt er og landið fyrirfram að fá skattalöggjöf er skattlegg- ur nefndan verðauka. Sé þessi tekjulind notuð með sæmilegri forsjá, getur sá tími komið, að landið þurfi ekki á öðrum skatt- stofnum að halda og vist er um það, að hann getur forðað þjóð- inni frá hinum geysilegu per- sónulegú skattþyngslum, sem nú hvíla svo þungt á oss hér í landi og enda mörgum öðrum þjóðum. Eg hið yður afsaka, að eg' sendi yður þessar línur, en það er gert af góðum hug til framtíðar sögueynnar gömlu.“ — Bréfritarinn gerir senni- lega ráð fyrir, að líkt* sé ástatt um eignarheimildir til fossa hér og í Noregi, þar sem eignarrétt- ur einstaklingsins er viðurkend- ur, og rikið hefir varið stórfé til þcss að kaupa vatnsafl. Sam- kvæmt lögum stendur ríkið miklu betur að vígi hér en í Nor- egi, og á því hægra með að ráða virkjunum og skilyrðum fyrir notkun fossanna. Sérleyfislögin virðast ekki ætlast til að ríkið græði nema í höfi á vatnsrétt- indum, þvi annars væri óskilj- anlegt það ákvæði laganna að setja hámark (5 og 10 kr. á hest- afl) á afgjald af orku. Fr ákvæði þella næsia óskiljanlegt og virð- ist sem nær liggi að ákveðá ekk- ert hámark, en láta hvern leyf- isumsækjanda greiða svo mikið afgjald til ríkissjóðs, sem fyrir- tækinu er unt að bera. Og eldri virðist löggjafarvaldið ætla að verða kröfuharðara, þar sem svo lítur út, sem það eigi að vera ven ja, að okurfélög eigi að sleppa við fasteigna- og tekju- skatt og önnur lögmælt gjöld. Svo var gert í fyrra í Dynjanda- sérleyfinu og ætlast er til að liið sama verði gert nú. Með því háttarlagi verða orkulindirnar ekki lándinu að féþúfu heldur útlendum stóreignamönnum sem leggja fram féð. S. Nýstárlegar sildarsölatilr&nnir. -O-- Eru síldarmalsmennirnir yfir- leitt glæpamenn? í þingbyrjun 1926 gengust nokkurir áhugasamir síldar- kaupmenn fyrir því, að sendur yrði maður út í lönd til þess að virtna íslenskri síld nýrra mark- aða. Iiver árangur hefir orðið af för sendimannsins í þeim efnum, er almenningi ókunnugt ennþá. Aftur á móti kom sá árangur af förinni fljótlega fyrir al- menningsaugu, sem felst í eft- irfarandi ásökunum, í skýrslu sendimannsins, til stjórnarráðs- ins: „Eitt af því sem tíðkast hef- ir á síðast liðnu ári er það, að hætt hefir verið í tunnurnar síld, sem ekki hefir verið af sömu gæðum og sú er í tunn- unni var fyrir. Á eg þar við að tunnur með góðri ágústveiddri sild, eru fyltar „ápa]ricaðar“ með júlisíld og gagnkvæmt.“ Hér er skýr og ákveðin ásök- un á hendur síldarútflytjendum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.