Vísir - 01.04.1927, Side 3

Vísir - 01.04.1927, Side 3
V t b 1K xim miður heiðarlega aðferð í viðskiftum. þegar um sildarsölu er að ræða. Jafnframt er það ákveðin ákæra á síldarmats- mennina yfirleitt um, að þeir ræki störf sín við síldarmatið á mjög sviksamlegan hátt. f>ó svo kænlega sé orðum hagað i ákæru erindrekans, „að tunnur með góðri ágústveiddri síld séu áfyltar með júlí-sild og gagnkvæmt“, þá villir það eng- um sjónir. pað dregnr ekki úr sviksemis aðdróttununum. l?að er svo sem ekki verið að heinn ásökununum til neinna ákveðinna síldarútflytjenda. Og það er heldur ekki verið að ákæra neinn sérstakan sildar- matsmann. það er ekki einu sinni gefin bending um, að óráð- vendnin sé fremur í einu mats- umdæmi en öðru. Nei. það er bara almenn sviksemi, sem á sér stað livað síldarverkun og síld- armat snertir hér á landi, að áliti érindrekans. ■Útdráttur úr slcýrslu erind- rekans, sem ofanrituð klausa er tekin úr, kom út í einu dagblaði Bevkjavikur, seinni lilnta júni- mánaðar f. á. Eg hefi fulla ástæðu til þess að halda að hún liafi verið komin sænskum sild- arkaupmönnum i hendur um miðjan júlímánnð, eða rétt í bvnrjnn síldveiðitímans. í Morgunbl., sem út kom 14. ágúst f. á., er mjög áburðar- mikil grein, um viðtal, er blaðið bafði við forseta Fiskifélags Is- lands út af sildarmarkaðinum og síldveiðum Norðmanna bér við land. Hefir blaðið það eftir forsetanum, að bann vilji sam- kepni en ekki samkomulag við Norðmenn um síldarmarkaðinn. í viðtalinu er einnig komist inn á sildarmatið bér á landi og bvernig það sé framkvæmt af matsmannanna liendi. Forset- inn var nýlega kominn úr hring- ferð kringum landið og hafði komið við í öllum umdæmum vfirsíldarmatsmannanna og kynt sér framkvæmd matsins. Lýsti hann þvi svo að það væri fcjóðarsmán. í þeirri lýsingu er liöfð sama aðferðin og i skýrslu ■erindreka stjörnarinnar, sem áð- ur er getið. Ásökununum er ekki beint að neinum ákveðnum matsmönnum eða malsumdæm- um; heldur talað almennt og enginn matsmaðnr eða mats- umdæmi á landinu undanskilið. Mér þykir sennilegt að þessi grein. sem nú var nefnd, hafi borist í bendur erlendra síldar- kaupmanna síðast i ágústmán- uði eða um miðjan síldveiðitím- mann, svo þeir hafi haft tíma til ■að athuga hana áður en aðal síldaksalan fór fram. Fg ætla mér ekki að fara hér -að svara þeim aðdróttunum um vanrækslu við síldarmatsstörf- in, sem eg og aðrir síldarmats- menn eru þar sakaðir um. Enda Iiggur nær að gera tilraun til þess, að fá afmáðan þann glæpamannsstimpil, sem Björn Ólafsson, með áðurnefndum að- dróttunum liefir reynt að festa við mig ogaðrasildarmatsmenn. En hvað sem öðru líður, þá er það óneitanlega nýstárleg að- ferð til þess að afla islenskri sild nýrra markaðsstaða og álits erlendra sildarkaupenda, að gera sildarútflytjendur undan- tekningarlaust tortryggilega í augum innlendra og erlencka manna og lýsa framkvæmd síld- armatsins svo, að ef salt reyn- ist hlýtur hver dórriari að dæma matsmennina æruskerta svik- ara, eða fábjána. Og vart trúi eg því, að ekki hefði mátt fá svipaðan söguburð um starf- semi okkar síldarmatsmann- anna við matið og fram kemur í skýrslu Björns Ólafssonar, fyrir minna verð liér á landi, en ferð hans kostaði til útlanda. Að minsta kosti ber umsögn forseta Fiskifélagsins, sem prentuð er í Mbl. 14. ág. f. á, vott um, að annar en Björn hafi verið fáan- legur til þess, að gefa út nokk- uð svipaða auglýsingu um trú- mensku okkar síldarmats- manna. Annars eru hyggindin um síldarsöluna nokkuð svipuð hjá báðum, Birni og forsetanum. Annar ætlar að afla síldinni nýrra markaðsstaða og trausts erlendra kaupenda með sögu- burðinum. Hinn hygst að nota hann í samkepninni við Norð- mennina. Og Björn er svo hug- fanginn og hrifinn af hyggind- um sinum og hagsýni í þessu máli, að lionum er það „sjálf- stætt hlátursefni“, að eg hefi sýnt nokkurn efa á þvi, að þessi nýstárlega og frumlega aðferð hans í síldarsölumálinu muni koma að fullum notum, með því að gera ráðstafanir til þess að fá dómarana til að athuga mál- ið lítils háttar. Eg geri ráð fyrir, að ástæðan tii þess að B. 0. finst svo afar hlægilegt að eg skyldi taka skýrslu hans til stjórnarráðsins alvarlega, sé sú, að hann sé bú- inn að gleyma því, að harin var erindreki stjórnarinnar þegar hann samdi skýrsluna sem söguburðinn og ásakanirnar hefir að geyma. Hefði hann ekki verið það, get eg vel fallist á það með honum, að það sé dálitið broslegt við það að taka skrif hans i þessu máli alvarlega. Reykjavik, 30. mars 1927. Jón E. Bergsveinsson. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 0 st„ Vestm.- eyjum 2, Isafirði 1, Akureyri 2, Seyðisfirði 0, (engin skeyti úr Grindavík og Raufarhöfn), Stykkishólmi 1, Grímsstöðum ~r~ 1, Hóluin i Hornafirði 3, Fær- eyjum 3, Angmagsalik -f- 5, Kaupmannahöfn 2, Utsira 3, Tynemouth 6, Hjaltland 4, Jan Mayen 2 st. Mestur hiti hér í gær 5 st„ minnstur 2 st. — Úr- koma 0,2 mm. Lægð við norð- austurland á austurleið. Logn í Norðursjó. — Horfur: Suðvest- urland, Faxaflói og Breiðafjörð- ur: í dag og nótt hægur vestan. Gott veður. Vestfirðir og Norð- urland: I dag og nótt hægviðri. Dimmviðri og dálitil snjókoma. Norðausturland og Austfirðir: í dag allhvass norðvestan. Snjó- koma. I riótt sennilega beti'a veður. Suðausturland: í dag og nótt hægur vestan. Gott veður. Á ú I seijum við meðal annars kápuefni frá 5 kr. pr. mtr. — Góð morgunkjólaefni á 4 kr. í kjólinn. — Hvít léreft frá 0.55 mtr. — Hvít flónel frá 0.6S mtr. — Tvisttau frá 0.76 mtr. — Góð manchettskyrtuefni frá 1 kr. mtr. — Einlitt, bleikt og blátt í sængurver á 0.80 mtr. Gott fiðurhelt léreft frá 1.28 mtr. Kvensokkar frá 0.60 par. og fl. eftir því. Vegna rnjög mikillar aðsóknar viljum við biðja þá heiðruðu viðskiftamenn okkar, sem það geta, að kontia fyrri hluta dagsins til þes3 að fá greiðari afgreiðslu. Marteim Einarsson & Co, ,<Jt€ Leikhúsið. Afturgöngur eftir Henrik Ib- sen verða leiknar næstkomandi sunnudagskveld kl. 8. Aðgöngu- iriiðar seldir í dag og á'morgun kl. 4—7, en á sunnudaginn kl. 10—12 og eftir kl. 2. Sérleyfi Titans. Á fundi Stúdentafélags Reykja- víkur í gærkveldi var rætt um sérleyfi til Titans. Frummæl- andi var Jakob Möller, alþm., og mælti mjög eindregið gegn sérleyfisfrv. stjórnarinriar, eins og bann hefir áður gert við með- ferð málsins á Alþingi. Magnús Guðmundsson atvinnum.ráðh. hélt einn uppi vörnum fyrir sér- leyfis-frv. silt. Meðal andmæl- enda má nefna Steingrím Jóns- son rafveitustjóra, sem var mjög eindreginn móti sérleyf- inu, og kom með margar nýjar upplýsingar.I fundarlok var samþykt i einu liljóði svofeld tillaga frá Ludvig Guðmunds- syni: „Fundurinn er eindregið mót- fallinn því, að h.f. Titan verði veitt sérleyfi til að virkja Urr- iðafoss í þjórsá.“ Bæjarstjórn ísafjarðar liefir keypt „Neðstakaupstað“ á ísafirði fvrir 135 þúsundir kröna. Stjórnarráðið staðfesti kaupin í gær. «- 75 ára afmæli á í dag Helgi Guðmundsson fyrrum bóndi ó Hvítanesi í Kjós. Háskólafræðsla. I dag kl. 6—7. Dr. Kort K. Kortsen, æfingar í dönsku. — Ókeypis aðgangur. Botnia fer héðan á morgun, kl. 6 siðd., vestur og norður um land til Akureyrar og hingað aftur. Óðinn kom úr eftirlitsferð í gær. Issay Mitnitzky, rússneski fiðlusnillingurinn, sem von er á með „Lyru“, er einn af frægustu fiðluleikurum heimsins. — það eru listamenn af þeirri tegund, sem verulegur fengur er í að fá, til þess að koma liingað til íslands, og er vonandi, að hann vanti ekki á- heyrendur þegar hann spilar fyrir okkur. x. Gestamót liefir U. M. F. Velvakandi annað kveld í Iðnó, fyrir alla ungmennafélaga, sem staddir eru i bænum, og hefst það kl. 814 nieð mjög skemtilegum sjónleik. Ennfremur flytur Lud- vig Guðmundsson erindi um þýsku æskulýðshreyfinguna, þá skemtir Ríkarður Jónsson, næst verður upplestur o. fl., en að lokum verður dans stiginn eftir ágætum liljóðfæraslætti (Trio). — Mikill fjöldi félaga dvelur nú hér í bænrim, og þar sem gfestamótunum er jafnan vel tekið af þeim, má búast við mik- illi aðsókn að vanda, enda er inngangseyrir að eins kr. 2,50. Sala aðgöngumiða hefst í Iðnó í dag ld. 5—8, og þar sem fjöldi þeirra er takmarkaðri en áður, er ráðlegast fyrir þá, sem mótið ætla að sækja, að tryggja sér miða í tíma, og slculu menn sýna skírteini sín um leið, þeir sem þau hafa. G. St. Víkingur nr. 104, fer skemtiferð suður á Álfta- nes sunnudaginn 3. apríl. peir, sem vilja taka þátt i förinni, geri svo vel að skrifa sig á lista í Söluturninum og hjá Jóh. Ögm. Oddssyni. Far kostar að eins 2 kr. báðar leiðir. Vísir fæst framvegis í Tóbaksbúð- inni Laugaveg 6■og í Tóbaks- versluninni Austurstræti 12. Ódýpt. Egg á 16 aura stykkið, nýkom- in, og rjúpur á 45 aura stykkið, hamflettar, vel geymdar i ís. Margt fleira mætti telja ódýrt. Von. Sími 448 (tvær línur.) Scandia eldavélar Flatningsvélin þýska hefir nú verið sett i Skallagrím og er nú verið að reyna hana. Af veiðum kom Apríl í gær og Hafþór línuveiðari í nólt. Einnig kom franskur botnvörpungur í morg- un. Suðurland kom frá Borgarncsi í gær með póstflutning að norðan og vest- an. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 5 kr. frá N. N. Gjöf til drengsins á Sauðárkróki, afh. Vísi: 5 kr. frá Huldu og Ing\'a. mæla best með sér sjálfar. Höfum 7 stærðir fyrirliggjandi. Emallleraðar, mlslitar og óematlleraðar. Johs. Hansens Enke. Laugareg 3. Sími 1550«

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.