Vísir - 18.05.1929, Blaðsíða 2

Vísir - 18.05.1929, Blaðsíða 2
V í SIR Girðingarefnið komið: Danskur gaddavír 12 x/2 og 14. Vírnet 68 og 92 cm. há. Sléttur vír. Girðingastólpar. Athugið, að'hjá okkur gerið þér bestu kaupin. Efnið vandað. Verðið lágt. Símskeyti Khöfu i/. maí. FB. Rannsókn út af spítalabrunanum. Frá CÍeveland er sírnað: Yfir- völdin hafa fyrirskipað rannsókn út af sprengingunni í spítalanum og brunanum. Yfirkeknir spítalans segir, að flestir þeir, sem öndu'Sust af völdum eiturgassins, hafi andast innan einnar mínútu. Sérfræðingar segja, að eiturgasið hafi myndast við bruna Röntgen-filmna. Eitur- gasið líkist Fosgen-gasinu, sem not- að var í heimsstyrjöldinni, en er enn hættulegra. Bandaríkjamenn og skaðabótamálin. Frá Washington er símað : Stim- son, utanríkismálaráðherra hefir lýst því yf-ir, að engum embættis- manni Bandaríkjanna verði leyft að taka þátt í gtofnun skaðabótabanka, sem áformað er að annist um þýsktt skaðabótagreiðslurnar; stjórn Bandaríkjanna vilji ekki, að em- bættismenn Bandaríkjanna taki þátt i innheimtu skaðabótanna. Utan af landi. Akureyri 17. maí. FB. Síldareinkasalan hefir birt reikn- inga sína. Einkasalan hefir selt: 126.455 t°. af saltsíld, 3639 tn. af millisíld, 7106 tn: af magadreg- inni sild, 810 tn. af’hreinsaðri salt- sild, 22.792 tn. af kryddsíld og 12.799 tn. af sykursaltaðri síld fyr- ir alls kr. 5.494.276. Greitt hefir verið til síldareiganda kr. 4.546.929. Ákveðið heíir verið að greiða tutt- ugu aura til viðbótar á tunnu. Stúdentspróf. stendúr yfir hér. Ganga sjö stúdentsefni undir það. — Skólauppsögn 31. þ. m. Tekju- og eignarskattur. Þessir greiðendur eru hæstir : Ingvar Guð- jónsson, liðlega 12.000, Guðrún Ól- afsson liðlega 10.000, Malmquist Einarsson liðlega 7.000. Afarmikill fiskiafli, svo að fá dæmi eru til hér. Ólafsfirðingar veiddu 100 tn. af hafsíkl í reknet í nótt. F*á Alþingi í gær. Efri deild. Fjárlögin. — Svo fór, að Vfri deild sætti sig við þær breytingar, er neðri deild hafði gert á fjárlaga- * frv., og þó ekki allskostar með ljúf- um hug. Var frv. því óbreytt af- greitt sem lög frá Alþingi. Frv. til l. tml stjórn póstmála og símamálá var afgreitt sem lög frá Alþingi. Yfirsetukvennalögin. —- Eins og áður var skýrt frá, fór atkvæða-' Q5 greisðlan um frv. á þann veg, að 05 7 <voru með því, en .6 á móti; Erl. atkvæði, og færði ekki þær ástæður fyrir,- er forseta þótti frambærilegar. VBr þá skotið undir úrskurð forseta. hvort nægilegt væri til að samþ. frv. Kom sá úrskurð- ur í dag. í þingsköpum segir, að hvert mál þurfi að fá meiri hluta atkv. ]æirra þingmanna, sem á fundi erú og atkvæöisbærir eru, til að ná sam])ykki deildar. Þar sem Erl. varð nú á engan hátt talinn ekki atkvæð- isbær, þá úrskurðaði forseti, að þessu skilyrði væri ckki fullnægt og frv. því fallið. Lánsfélóg. — Frv. til 1. um láns- félög, hefir nú legið lengi hjá land- bn., og er nokkur ágreiningur kom- inn upp um það. Var það til 2. umr. i dag og varð henni ekki lokið, og er sýnilegt, að frv. nær ekki fram að ganga á þessu þingi. Ncðri dcild. Lög. — Frv. til 1. um lánsheim- ild fyrir ríkisstjórnina og frv. til l. um rekstur verksmiðju til bræðslu síldar, voru afgreidd sem lög frá Alþingi. Kartöflur. -— Bj. Ásg. og P. O. flytja till. um að skora á stjórnina að rannsaka: ,,1) á hvern hátt bcst verði komið á innlendri vátryggingu á kartöflum, svo að þær verbi bæði trygg og veðhæf eign. 2) hvernig best verði greitt fyrir því, að lands- menn geti sem fyrst fullnægt eigin þörfum ura notkun þessarar nytja- jurtar". Á stjórnin að leggja frv. um þetta fyrir næsta þing. Till. var samþ. Borganiesbátur. — Bj. Ásg. flutti till. um að skora á stjórnina að láta gera teikningu af■ nýtísku skipi, er hentugt væri til ferða milli Reykja- víkur og Borgarness. Sumum þing- m. þótti þetta ekki sem ákjó'sanleg- ast, því þessu lilyti að fylgja mikill kostnaður, og var því það ráð tekið, að visa till. til stjórnarinnar, að hún greiddi fyrir málinu. Sameinað þing. í gærkveldi var fundur haldinn i sameinuðu þingi. Fóm þar fyrst fram nokkrar kosningar. Yfirskoðunarmenn Iandsreikn- inga voru kosnir þeir Pétur Þórö- arson í Iljörsey, Gunnar Sigtirðs- son, báðir endurkosnir, og Magn- ús Guðmundsson í stað Árna Jóns- sónar frá Múla. I fulltrúaráð fslandsbanka var I-Talldór Stefánsson kosinn i stað Mágnúsar héitins Kristjánssonar f i ármálaráðherra. Varamaður í útflutningsnefnd síldareinkasölunnar í stað Jakobs Karlssonar, er sagt hafði af sér, var kosinn Ingimar'Eydal ritstjóri „Dags“. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar var endurkosin. í hemii eiga sæti Sigurður Nordal, Hanties Þorsteinsson og Ólafur Lárusson. Frv. til 1. um breyting á 1. um vita og sjómerki o. fl. var afgreitt sem lög frá Alþingi. Hafði orðið nokkur ágreiningur um ]>aS, en liann féll nú niður. Frv. til 1. um almennan ellistyrk höfðu deildi rnar einnig orðið ó- sáttar um, eins og áður hefir ver- ið frá'Skýrt. A'arð sá ágreiningur frv. að falli, þar sem ekki greiddu. því atkvæði fleiri en 19, en 15 voru á móti. En % hluta greiddra atkvæða þarf til þess að frv. verði að lögum í sameinuðu þingi. Gengismálið. — Þá var farið að ræða till. unt ,,að halda óbreyttu gengi gjaldeyrisins“. AðaMutn- ingsmaður, Ásgeir Ásgeirsson, lýsti yfir því, að hann skoðaði svo sem samkomulag væri tnú fengið innan þingsins um ]>á úrlausn, aÖ verðfesta gjaldeyrinn, en smærri formsatriði væru ntenn ekki enn ásáttir um. Taldi hann því rétt að þingviljinu kæmi fram í ályktuu-i arformi. Tillagan _var samþýkt með 18 atkv. gegn 12. Með henni voru allir viðstaddir framsóknar- menn og' 3 íhaldsmenn (E. J., J. A. J., P. O.), en á móti jafmað- armenn, Sig. Eggerz og 7 íhalds- menn (H. Steinss., H, K., I. H. B , J. Ól„ J. Þ„ J. Kr„ M. J.). — Þrír íhaldsmenn greiddu ekki atkvæði (Jóh. Jós„ Jóh. Jóh„ M. G.). Svar vl5 athugaseffld. Sigurður Þórðarson fv. sýslu- maður liefir í síðásta tbl. Vísis fundið sig „knúðan“ til að gera athugasemd við greinar þær, er eg ritaði í „Vörð“ undir nafninu „Ákæruvaldið“, ■ og þar sem meðal annars var skýrt frá því, að það hafi verið föst regla hjá „undantekningarlaust öllum sýslumönnum og hæjarfóget- um landsins, að tilfæra ekki bú- um vexti af inneign þeirra hjá skiftaráðendum né skuldum bú- anna við þá, „nema sérstakar ástæður væru fyrir hendi.“ — Ivveður hann svo strangt að orði, að það sé „uppspuni einn“, er eg innifeli hann í hóp þeirra sýslumanna og bæjarfógeta, er viðliaft liafi reglu þessa og tek- ur jafnframt fram, að sá mað- ur, er með slíka fullyrðingu fari, eins og eg liefi gert, geti ekki gert það „út i bláinn.“ — Það er rélt, herra sýslumað- ur, að eg skrifaði ekki grein mina út í bláinn, enda var mér ljóst, að þér og fleiri, væru ekki meira velviljaðir föður mínum og mér, en að þið mynduð rísa upp og mótmæla skrifum min- um, ef þið sæjuð ykkur það fært. — Þér hafið nú riðið fyrst- ur á vaðið. — En þá vil eg benda yður og al- menningi á, hvernig þér hufið liagað yður um búskifti, cr þér voruð sýslumaður. — Vegna brunans á sýsluskrifstofunni i Borgarnesi eru ekki til bækur frá embættistið yðar á Þjóð- skjalasafninu nema árin 188(5— 1903 (til 7. sept. ]). á.). Á þeim tíma liafið þér haitlið 197 skiftafundi í um 180 búum. Af þessum ca. 180 búum hafa 17 búum verið tilfærðir vextir svo sjáanlegl sé. Af þessum 17 búum hafið þér, að því er sést, ávaxtað fé 6 búa með því að lána féð út (líkl. með samþykki amtmanns svo sem áskilið var þá?) og nemur sú vaxtaupphæð samtals kr. 101,70. í 2 af búunum sýnisl þér liafa lagt nokkuð af búafénu á spari- sjóð. í 8 búum eru vextir hér lil- fæi'ðir af arðberandi útistand- andi skuldum eða sparisjóðsinn- stæðu, svo sem vera ber og gcrt liefir verið hér í Revkjavik. í einu einasta búi virðist þér sjálfur hafa greitt vexti af inn- stæðu h já yður og nema þeir kr. 5,66 — fimm krónum sextíu og sex aurum. Er af þessu greinilegt, að þér Síldaraet (peknet) 18 og 17V2 möskvi á alin, nýkomin 1 Veiðarfæraverslunina „G e y s i r“. eruð engin undantekning frá reglunni og eru því stóryrði yð- ar og athugasemd óþarfa remb- ingur og blekkingar. Reykjavík, 17. maí 1929. Lárus Jóhannesson. Nytj ajurt. —o---- Árið 1870 varð vart við jurt nokkura á Englandi, sem óx í flæðilöndum við sjó og árósa. Enginn virðist vita, hvaðan hún lcom. Hún hefir verið kölluð Cord eða Rice Grass á ensku, en Spartina Townsendii á lat- inu. Henni var lítill gaumur gefinn þangað til eftir aldamót, en síðan hefir hún breiðst út óð- fluga í Englandi, Frakklandi, Iiollandi og viðar, og er nú tahn ein Iiin mesta nytjajurt. Hún vex á mjúkmn leirum eða í leðju fram með ám og strönd- um, þar sem sjór fellur yfir á flóði, og þykir nú sýnt, að hún geti varnað landbroti af sjávar- völdurn, jafnvel þar, sem önn- ur ráð hafa komið að htlu haldi. — Jurt þessi verður hér um bil tveggja feta há og' er gildvaxin og sterk. Rætur hennar eru bæði djúpar og' breiðar, og bún safnar að sér leir og leðju og lyftir jarð- veginum furðu fljótt, svo að þar kemur upp þurt beitiland og góðar slægjur á nokkurum árum sem áður var eins til tveggja feta djúpur sjór á flóði. Henni er ýmist komið upp af fræi, eða með því að gróður- setja rótars()rota. Hún breiðist ört út, þar sem hún liefir einú sinni fest rætur. í Suður-Essex á Englandi voru fyrir nokkrum árum gróðursett- ar 100 rætur af flæðigrasi þessu úti fyrir sjávarströndu, þar sem gamall flóðgarður var að falli kominn, og landbrot vofði yfir. Næsta vor voru ekki nema þrjár jurtir lifandi, en þær náðu að fesla rætur og breiddust svo óð- fluga út, að nú cr því landi borgið. Bretar og Hollendingar liafa gert miklar tilraunir síð- asla áratug til þess að rækta þessa jurt, og hefir það hepnast svo vel, að nú eru stór flæmi orðin að besta beitilandi, sem áður voru gróðurlausar, sökkv- andi. leirur. Hér á landi eru feiknamiklar leirur víðsvegar við stórár og með sjó fram, sem koma upp á fjöru, en engan gróður festir á, t. d. við Faxaflóa, Breiðafjörð, Eyjafjörð, Hornafjörð og víðar. Og' þó að mikill munur sé á loftslagi liér og í Englandi, þá ætti að vera ómaksins vert að gera tilraunir til þess að gróður- setja þessa jurt liér, því að ef það hepnaðist, yrði það til ómet- anlegs hagnaðar. En-fyrir 200 krónur mætti fá nægilegt fræ og rætur til þess að gera tilraun- ir á nokkurum stöðum. Búnað- arfélagi fslands væri ■ það að sjálfsögðú skyldast að gangast fyrir slíkum tilraunum. || ep selt í Hafn- ^ M arstpæti 8 M Kínverskir læknar. Gamla og nýja kynslóðin. —x— Vestræn læknisfræði liefii- átt örðugt uppdráttar í Kína, þó að sifeldar tilraunir hafi verið gerðar til þess, heila öld eða lengur, að greiða þar götu hennar, einkanlega að undir- lagi kristniboða. Almennar ráð- stafanir i lieilbrigðismálum liafa lítt tíðkast fyrr en á síð- ustu árum. Hér og þar í hinum auðugri liafnarbæjum hafa há- slcólagengnir Kínverjar tekið að stunda lækningar, þegar þeir hafa lokið prófi i Ame- ríku, Evrópu eða heima fyrir, og hefir þeim farnast vel. En svo má að orði kveða, að allur fjöldi manna leiti enn til „lieimalæknanna“ gömlu, sem styðjast jöfnum liöndum við forn þjóðarlyf og særingar, í lækningum sínum. Nú er verið að reyna að koma á umbótum i þessu efni, en þær sæta öflugri andúð „grasalækna“ um land alt. Ný- lega var haldið lieilbrigðis- málaþihg í Shanghai, og sóttu þangað einkanlega læknar, sem notið höfðu vestrænnar kenslu. Þar var samþykt tillaga, sem Iiefir verið skiliii á þá leið, að hún væri tilraun til þess að draga allar lækningar 1 hendur þeim, er notið liefði þeirrar fræðslu í læknisfræði, sem jafngild væri erlendri lækna- mentun. Hefir þessi tillaga sætt áköfum andmælum „grasa- læknanna“, og fylgja þeim mörg félög fast að málum. Læknar gömlu slefnunnar staðhæfa, að þeirra aðferðir sé alt eins góðar eins og tísku- lækningar ungu læknanna, sem þeir hafi flutt með sér frá öðr- um heimsálfum. Segja þeir, að sínar lækningar liafi öldum saman reynst óbrigðular, og sé ástæðulaust að hverfa nú frá þeim. Alþjoðarfélag verslunar - nianna styður þessa skoðun þeirra, og er sagt, að félagið hafi sent Nankingsljórninni andmæli gegn tillögu lækna- þingsins i Shangliai, og telji hana hæltulega kinverskri menningu. Einn hinn elsti grasalæknir i Shanghai heitir Tu Cbing-sien,' og hafa forfeður lians stundað lækningar mann fram af manni í marga ættliðu.- Hann liefir snúið máli sínú til stéttar- bræðra sinna í blaði einu, og kemst þar meðal annars svo að orði: „Kínversk lyf og kínversk læknastétl liafa þróast um hundruð eða jafnvel þúsundir ára, vegna rækilégra rann- sókna og niikillar reynslu. Þó að það sé aldrei nema satt, að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.