Vísir - 01.05.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 01.05.1931, Blaðsíða 2
V I S I R Ahrenbepg kominn til Faereyja. Thorshavn 1. maí. M3. | sennilega af stað kl. 1 áíeiðis Ahrenberg kom liingað kl. i til Reykjavíkur, ef hann fær 10,15, eftir 3% stundar hag- I hagstæðar veðurfregnir. Er mi stæða ferð frá Bergen. Leggur j að taka bensín. Græniandsleiðangnr Öðins. —o— Samkvæmt skeytum, sem hr. útgerðarstjóra Pálma Lofts- syni liafa borist frá skipstjór- anum á Óðni, liefir ferðin gengið ákjósanlega það, sem af er..Fyrsta skeytið var sent kl. 13. Var ])á Óðinn að fara fram hjá Öndverðarnesi. Norð- anátt var og veðurhæð 4 (kaldi), sjór 4, lieiðskírt veð- ur. Næsla skeyti var sent'kl. 20. Var þá staða skipsins 65,15 n. og 27,15 v. Átt var norðvest- an, veðurbæð 2 (kul) og' til- svarandi sjór. Léttskýjað. Hiti i lofti 6 stig, i sjó 4. Loftvog 7(iK. Enginn is sjáanlegur. Þegar þetta er skrifað, hafa eigi borist fleiri opinber skeyti um leiðangurinn, en búist er við frekari skeytum á hverri stundu. Leiðangur ])cssi vekur liina mestu eftirtekt utan lands og innan, og munu þess allir óska,- að ferðin takist giftu- samlega. Því er ekki að leyna, að liér er um hættuför að ræða, en binsvegar má einnig minna á það, og leggja áherslu á það, að þeir menn, sem að leiðangr- inum standa, eru allir kunnir að fyrirhyggju, dugnaði og þekkingu. Þessir menn eru dr. Alexander Jóhannesson, for- maður Flugfélags íslands, yfir- maður flugleiðangursins, br. útgerðarstjóri Pálmi Loftsson og Jóhann P. Jónsson, skip- stjóri á Óðni, Sigurður Jóns- son flugmaður og Schweikow- skv vélamaður. Reynir að sjálf- sögðu ekki minst á leikni og þol flugmannsins, en Sigurður hefir áunnið sér hið besta traust sem flugmaður. Er það engum efa undirorpið, að stjórn Veiðibjöllunnar er i höndum ötuls og slyngs flug- manns. En í för sem þessari reynir á þekkingu, ráðdeild og þol allra þátttakanda. Auk þeirra, sem að framan eru taldir, og mikilvægt starf liafa með hondum, er Gunnar Bach- mann símritari. Hann verður íneð í flugferðinni frá Óðni til Angmagsalik eða Tassiusak, en á öðrum hvorum staðnum mun flugvélin lenda, og á fluginu þaðan inn á jökulinn og til baka, og annast móttöku og sendingu loftskeyta á með- an á fluginu stendur. Er Gunn- ar þaulvanur loftskeytasend- ingum og hefir áður annast slik störf i flugferðum. Hann er og alkunnur fyrir loft- skeytaáhuga sinn. Tveir véla- viðgerðarmenn eru einnig á Óðni, því altaf getur fyrir komið, að þeirra verði þörf. Þegar þetta er skrifað er enn óvíst uin lendingarskilvrði á Grænlandi. Gera menn sér vonir um, að bægt verði að lcnda á auðum sjó við Ang- magsalik eða Tassiusak, en þó verður eigi að svo stöddu sagt um það með vissit, því að ekki er að treysta á ísinn. Hann kann að reka að aftur, ])ólt liann reki frá, og vakir, sem myndast í ísnum, þjappasf oft skjótlega s'aman aftur. Courtauld og félagar tians eru sennilega í nánd við svo- kallaða „Tce-Cap“-stöð inni á jöklinum, i ca. 140 enskra milna fjarlægð frá Angmag- salik. Eru þeir fjórir alls, Courtauld, Watkins, Reynold og Chapman. Tilgangurinn með fluginu inn á jökulinn til þeirra er að varpa niður til þeirra matvæl- um og öðru, sem þeir þarfnast, til þess að þeir geli komist til J)}rgða. Gera menn sér vonir um, að þeir séu heili'r á húfi. Og sæmd er það oss íslending- um, að okkar mönnum befir verið falið að ráðast i það þrekvirki, sem liér er um að ræða, að koma ensku leiðang- ursmönnunum tit bjargar. - Munu íslensku leiðangurs- mennirnir ekki bregðast því trausti, sem þjóðin öll og ann- ara þjóða menn sýna þeim i þessu efni. Skömmu fyrir hádegi liarst svolátandi skeyti frá Óðni, sent kl. 8 í morgun: „Erum á 65,10° ii. br., 35,15° v.l. Norð- vestan kul. Sjólítið. Skýjað. Loftvog 768. Enginn is. Sjáum Ingólfsfjall á Grænlandi. Nán- ara síðar. Gengur vel.“ Símskeyti —o—■ Cairo 30. april. United Press. - FB. Hroðalegt járnbrautarslys. Þrir þriðja flokks járnbraut- arvagnar og liraðlest rákust á milli Cairo og Alexandria. Kviknaði í vögnunum. 41 mað- ur biðu bana í brunanum, þar á meðal 10 börn. Moskva 30. apríl. United Press. - FB. m Landskjálftar í Armeníu. 500—600 manns bíða bana. Landskjálftar í Sisiansky- liéraði í Armeníu hafa valdið miklu tjóni. Allir ibúar hér- aðsins að kalla búsnæðislaus- ir. Stjórnin gengst fyrir björg- unar og lijálparstarfsemi. 150 biðu bana. Moskva 30. april. United Press. FB. Með fullri vissu vita menn ckki live mikið tjón hefir orð- ið af landskjálftunum, en að minsta kosti 536 manns biðu bana og 4000 meiddust, en þeir, sem orðið liafa húsnæð- islausir af völdum landskjálft- anna, skifta þúsundum. Er bú- ist við, að i ljós koiiii, þegar farið verður að grafa i rústir liúsanna, að Ianglum fleiri hafi farist, en menn vita nú. Madrid 30. apríl. United Press. FB. Frá Spáni. Hermálaráðherrann liefir til- kvnl, að herinn verði endur- skipulagður og fullkomnaður samkvæmt kröfum timans. Yfirforingjmn verður fækkað úr 167.000 í 100.000. Lissabon 30. apríl. United Press. F’B. Uppreisnin í Madeira bæld niður. Herlið stjórnarinnar, er sent var til þess að bæla niður upp- reist á Madeira, er komið þangað. Uppreistarmenn lögðu á flótta, en margir þeirra liafa jiegar náðst. 12. júní. —o—- Þó að fátt sé vel um verk þeirrar sljórnar, sem nú er olt- in úr völdurn, þá verður ekki annað sagt en að benni liafi tek- isl vel, þegar hún valdi tólfta júní lil kosningadags. . Sá dagur er þegar svo frægtir orðinn í sögu íslands, að hann mun aldrei gléymast, þar sem er fánadagurinn 12. júní 1913. Hans hefir oft verið minst síðan, og má með rétlu teíjast einn mesti vakningardagur, sem sögur fara af hér á landi. Er öllum fulltíða niönnum það enn i fersku minni, þegar danskur sjóliðsforingi tók ís- lenska fánann af Einari Péturs- syni hér á liöfninni áðurgreind- an dag. Að vísu mátti segja, að þar væri nokkuð ójafn leikur, ]iar sem annars vegar var erlent herskip með allri áhöfn en liins vegar einn maður á litlum róðr- arbáti. En úrslit þeirrar „sjóorustu“ urðu þó þau, sem kunnugt er, að dánski fáninn varð að þoka héðan, innan fárra ára, fvrir hinum íslenska. Þenna dag liefir nú stjórnin valið að kosningadegi, og má ])að lieila ágætlega lil fundið, þvi að ganga verður að ])ví vísu, að stjórnin, með alt sagnfræða- vitið, hati vel gevmt minningar ])essa dags, og liugsað sér gott til glóðarinnar að rétta nú nokk- uð lilut samlierja sinna. Þó að aðstaðan sé i sumu ó- lík, þá er hún í öðru mjög lík. Sama valdið lierjar nú eins og ])á, en nú er foringinn islensk- ur, en var þá danskur. (Þá var barist á sjó, en nú á að berjast á landi. En báðir foringjarnir iminu hafa fundið talsvert til sín, og báðir liöfðu sama er- lenda valdið að bakhjarli, en þó niun islenski foringinn liafa öllu meiri samúð danskra stjórnarvalda en liinn, svo skjótt brugðu þeir við til ])ess að verja gerræði lians, Stauning og Arup. En lítil er ])á gifta þessarar þjóðar, ef hún fer nú halloka fyrir liinu erlenda valdi 12. júní 1931, svo frægan sigur sem liún fekk i liinni fyrri við- úreign sinni 12. júní 1913. Þá var síðasta „sjóorustan“ há'ð. Nú ætti siðasta „land- orustan“ að verða háð í sjálf- stæðisbaráttu þessa lands og með sömu úrslitum: sigri fs- lendinga. „Náttúrufræðingurinn" (3. tölublað) verÖur seldur á göt- unum á morgun. Efni: Konuríki meðal fiskanna. Búskapur náttúr- unnar í sjónum. Ný postulínsnáma í Grindavík, Lagarsjósormurinn, Helium unnið úr sandi o. fl. Dánarfregn. í gær andaðist að heimili sínu hér í bæ, Brynjólfur Halldór Guð- mundsson, trésmíðanemi. Brynjólf- ur beitinn var hinn mesti efnispilt- ur og hvers manns hugljúfi. Hann var aðeins 17 ára að aldri. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 4 st„ Isafirði 4, Akureyri 2, Seyðisfirði 4, Vest- mannaeyjum 5, Stykkishólmi 3, Hóluin i Hornafirði 5, Færeyjum 5, Julianehaal) 2, Angmagsalik 2, Jan Máyen o st. Skeyti vantar frá öðrum stöðvum. Mestur hiti hér í gær 7 st„ minstur 2 st. — Lægð yfir Norður-Skotlandi á hægri hreyfingu suðaustur eftir. Hæð yfir Grænlandi og Grænlandshafi og Atlantshafi, — Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói: Norðan eða norðáustan kaldi. Léttskýjað. Breiðafjörður, Vestfirðir: Norðan eða norðaustan gola. Úrkomulaust og sumstaðar léttskýjað. Norður- land; Norðan gola. Skýjað loft en víðast úrkomulaust, Norðaustur- land, Austfirðir: Norðan eða norð- austan kaldi. Snjóél eða slydduél. Suðausturland: Norðaustan kaldi. Úrkomulaust. Prófessor Krabbe flytur annað háskólaerindi sitt (um glæpi og refsing) i Kaup- ])ingssalnum kl. 6 í dag. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir. Leikhúsið. Hið nýja leikrit Einars H. Kvar- an. Hallsteinn og Dóra, var leikið í fyrsta sinni í gærkveldi við ágæta aðsókn og hlaut hinar hestu viðtök- ur. AÖ leikslokum kom höfundur- inn fram á leiksviðið og var hon- um þakkað með miklu lófataki og hlómum. Leikkveld Mentaskólans. Annað kveld sýna nemendur •Mentaskólans fyrir almenning leik- rit ])að, er þeir sýndu síðastliðið laugardagskveld fyrir nemendur og kennara. Það her nafnið „Sund- garpurinn", og hafa þeir hinir ágætu félagar Arnold og Bach samið, en Emil Thoroddsen íslensk- að. — Ein.s og öll leilcrit þeirra Arnolds og Báchs er Jietta hráð- fyndið og fjörugt, enda skalf Iðnó af hlátri og lófataki á laugardags- kveldið var. Einnig mátti sjá, að Mentaskólinn á í fórum sinum fólk sem getur leikið vel, ef á þarf að halda, og sumt prýðilega. Aðal- hlutverkið, Sundgarpinn, leikur Gunnar Möller. Kemst hann oft í hann krappan, og liggur jafnvel við druknun, ])ótt vel sé hann synd- ur. Gunnar fer mjög vel með hlut- vérk sitt, og er það engum vafa hundið, að maðurinn er leikara- hæfileikum gæddur. Sama er að segja um Geir Borg, er leysir jirýðilega af hendi hlutverk hins ástfangna doktors. Skringilegir ná- ungar eru þeir vinir sundgarpsins, Eggihrecht og Wernieke, frá höf- undanna hendi, og samsvara áreið- anlega fullkomlega tilætluninni í leik Gríms Gíslasonar og Jens Benediktssonar, enda fylgdi hlátur- inn þeim út af leiksviðinu i hvert skifti er þeir fóru, og heilsaði þeim cr þeir komu inn. — Hin önnur minni hlutverkin eru öll snoturlega leyst af hendi, og má segja, að sjaldan hafi skólaleikur tekist Let- ur en nú. Eiga nemendur það mik- ið að þakka ágætri leiðbeiningu Brynjólfs Jóhannessonar, sem, ef dæma skal eftir lciknum, cr að öðr- um ólöstuðum, sú besta, er nem- cndur háfa íiotið í fjölmörg ár. — Leikurinn er fullur af fyndnúm Fermingar- gjalir og tækifærisgjafir, fjölbreytt úrval. Vepslimin Hrönn, Laugavegi 19. uppátækjum og auk þess er hann verulega „spennandi“. — Hverj- um, sem vill íá sér hressandi hlát- ur, er ráðlegt að sjá „Sundgarp- inn" slá, öll sundmet á leiksviðinu. Margt fleira er þar broslegt. Bál- vondur sveitamaður. Dularfullir hjúskaparsamningar. Sjóðandi hita- hrúsi á stól -— og maðiir ofan á, en hiðum við, hvað er eg að fara, þetta sjá menn alt saman sjálfir annað kveld. A. X. Skemtifundur Scudisveinadeildar Mcrkúrs. sem haldinn var í K.-R.-húsinu í gær- kveldi var afar vel sóttur og fór hið liesta fram. Formaður deildar- innar, Friðfinnur Friðfinnsson, bauð menn velkomna með snjallri ræðu, og síðan lásu þeir Haukur Björnsson og Adolf Guðmundsson upp skemtilegar sögur. Þá skemti hinn góðkunni gamanvísnasöngvari Reinh. Richter með gamansögum og söng, og síðast en ekki síst sett- ist Kristján Kristjánsson söngvari við hljóðfærið og skemti mönnum með söng. — Voru allir sendi- sveinarnir, sem voru á annað hundráð, mjög ánægðir með skemt- unina, og klöppuðu þá Richter og Kristján óspart frarn aftur og aft- ur. — Skemtuninni laulc um kl. 11 síðd. — Næst heldur deildin fund á miðvikudaginn 6. ]). m. i K.-R.- húsinu. Hljómsveit Reykjavíkur heldur hljómleika í Iðnó á sunnu- dag kl. 3 síðd. Tónlistarskólinn liefir haldið próf undanfarna daga, og er þeim nú lokið. Verslunarskólanum var sagt upp í gær. 18 nemendur luku hrottfararprófi. Súðin fór í gærkveldi í hringferð vest- ur og norður um land. Fisktökuskip frá Portúgal kom hingað í morg- un. Tekur fisk frá hf. Allianqe. Guðspekifélagið: Fundur í „Septímu“ í kveld á venjulegum stað og tíma. Fundar- efni: Þorlákur Ófeigsson flytur er- indi um „persónutrú og sannleiksr þekkingu.“ Engir gestir. Félagar ættu að fjölmenna. Útvarpið í dag. Kl. 18,30: Erindi: Lánsstofn- anir fyrir landhúnað (Bjarni Ás- geirsson, bankastjóri). — Kl. 19: Erindi: Framræsla (Ásgeir L. Jónsson, verkfr.). — Kl. 19,30: Veðurfregnir. — Kl. 19,35: Upp- lestur (Sigurður Skúlason, magist- er). — Kl. 20: Einsöngur (Erling Ólafsson),.;—• Kl. 20,20: Erindi: Takmörkun barnsfæðinga (Katrín Thoroddsen, læknif). — Kl. 21: Fréttir. — Kl. 21,20—25: Erindi: Einkenni lífsins og uppruni. I. (Pálmi Hannesson, rektor). — Kl. 21,45: Lesin upp dagskrá 20. út- varpsviku. Áheit á Strandarkirkju, aflient Vísi: 5 kr. frá G. B.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.