Vísir - 03.04.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 03.04.1932, Blaðsíða 2
VlSIR Sjóvátryggingar. Brunatryggingar. Alíslenskt félag. Sjóvátryflflingarfélaj fslanls h.f. Eimskip 2. hæð. Reykjavík. Nokkur orð um iðnað og iðju íslendinga. . Framh. frá blaði 89 A, Það var ölgerðinni mikið happ, að eiganda hennar tókst að útvega sér þaulæfðan öl- gerðarmann, Edw. Meister að nafni, frá Bayern í Þýzkalandi. Hafði hann áður gengið á hinn alkunna ölgerðarskóla „Mún- chener Brauerakademie“. Árið 1926 var ölgerðin Egill Skalla- grímsson sæmd konunglegum hirðsalatitli. Nýlega hefir ölgerðinni Egill Skallagrímsson verið breytt í hlutaféiag, og þar með hefir öl- gerðin Þór h/f., sem liér hefir starfað að undanförnu, verið sameinuð fyrirtækinu, og liætt- ir hún við það störfum sem sjálfstætt fyrirtæki. En Tómas Tómasson er framvegis for- stjóri hins nýja hlutafélags. Framtfðar hósgðga íslendinga • eru til sýnis á Lauga- veg 34 í dag. Smídastofan „Reynir“. Jónas, Garðar, Ólafur. Vatnstig 3. Sími 2346. Síðstakka, tvöfalda, úr striga. -Talkumstakka, tvöfalda, úr lérefti. Drengjastakka, tvöfalda, úr lérefti. Hálfbuxur, tvöfaldar, úr striga. Kvenpils, tvöföld, með tveimur smekkjum. Kvenpils, tvöföld, úr striga. Kvenkjólar (síldarstakkar). Svuntur, tvöfaldar, úr striga.- Svuntur, einfaldar, úr lérefti, Kventreyjur, tvöfaldar, úr lérefti. Karlmannatreyjur, tvöfaldar, úr lérefti. Karlmannabuxur, tvöfaldar, úr lérefti. Drengjabuxur, tvöfaldar, úr lérefti. Sjóhatta (enska lagið). Ermar, einfaldar, úr sterku lérefti. Vinnuskyrtur (,,Bullur“), úr striga. Ullar-síðstakkar (,,Doppur“). Ullar-buxur (,,Trawl-buxur“). Blá Nankins Vinnuföt (,,Overalls“). I H.f. Sjóklæðagerð íslands. Reykjavík. ---- Sími 1085. niiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiniiiiiiiillllllllllllllllllllia íbúðir í húsinu nr. 17 við Hafnarstræti eru til leigu frá 14. maí n. k. GuBmumlur Úiafsson & Pétur Magnússon hæstaréttarmálaflutningsmenn. Austurstræti 7. Sanitas, gosdrykkja og aldinsafagerð, hefir sýningu á framleiðsluvörum sínum í glugga á verslun Marteins Einarssonar. Ko: I 9 iid og skodið. Mjólkurbúin. Um siðustu aldamqt krepti mjög að fjárhag íslenskra bænda, þar sem allar búsafurð- ir voru í afarlágu verði. Þá var það, sem bændur hófust handa og reistu samvinnurjómabú hvert á fætur öðru. Þessi rjómabú voru í raun og veru byrjunarátak og undanfari annars meira. Með þeim var gerð tilraun til að búa til is- lenskt smjör, er staðist gæti þær kröfur, sem erlendur markaðu,r heimtaði, og jafn- framt að selja neytöndum það án óþarfra milliliða. Bændur fundu brátt til þess, að mikill fengur var að þeirri fjárupp- hæð, sem þeir fengu árlega fyr- ir smjör sitt, og auk þess veitti þessi iðnaðarnýbreytni fé inn í landið. Á síðustu árum hafa risið hér upp stóreflis nýtísku mjólkur- bú að erlendum sið. Mjólkurbúið á Korpúlfsstöð- um á að því leyti sérstöðu ineð- al þessara búa, að það er einka- fyrirtæki Thor Jensens stór- kaupmanns. Þessi stórbúskap- ur er til orðinn vegna áhuga Tlior Jensens á íslenskum land- búnaði og trú hans á mátt hinn- ar íslensku moldar. Meðan liann rak hér útgerð,lagði hann rauhar jafnframt stund á bú- skap, en eftir að hann livarf frá útgerð, snerist hugur hans að landbúnaði einvörðungu. Á Korpúlfsstöðum, kotinu, þar sem, samkvæmt jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, mátti fóðra 8 kýr, 1 ungneyti. 20 lömb og 2 hesta, er nú búið að girða og rækta stór land- flæmi og reisa mesta stórliýsi sem til er i islenskum sveitum og þótt víðar væri leitað. Þar er nú 160 kúa fjós, hlaða, sem tekur 7000 hesta af þurheyi og heystrókar, er taka 700 hesta af votheyi. Töðufallið er þar nú orðið um 5500 hestar, og auk þess heyjast þar mörg hundruð smálestir af hafra- grasi. Frá Korpúlfsstöðum kemur gerilsneydd mjólk og barna- mjólk í flöskum. Hins ítrasta myndarbrags og þrifnaðar er gætt þar á ýmsum sviðum. Þar er viðhaft dýralækniseftirlit og starfrækt mjólkurrannsóknar- stofa. Fyrir eiganda Korpúlfs- staða hefir vakað, að skapa hér landbúnaðarfyrirtæki, sem uppfylti allar nútímakröfur og sýndi, hvað hægt er að gera liér á landi. Því hefir liann gætt þess nákvæmlega, að vanda bú- stofn sinn, fóður, haglendi, húsakynni o. s. frv. Til þess hefir ekkert verið sparað, að Korpúlfsstaðabúið yrði fyrir- mynd í hverskonar þrifnaði og vísindalegri meðferð á mjólk. Mjólkurfélag Reykjavikur (forstjóri Eyjólfur Jóhanns- son) hefir, eins og vænta má, látið mjólkurvinslu mjög til sín taka, það bygði fyrst injólkur- bú hér á landi árið 1920. Eftir 10 ára starfsemi var þetta bú orðið alt of lítið, og reisti fé- lagið þá nýtt mjólkurbú með nýtískuvélum við Hringbraut. Að dómi danskra sérfræðinga, sem hér hafa verið á ferð, er liið nýja mjólkurbú Mjólkurfé- lags Reykjavíkur vandaðasta mjólkurbú á Norðurlöndum, miðað við stærð þess. Frá því að búið tók til starfa, liefir mjólk aldrei súrnað þar. Mjólk- ur- og skyrsala félagsins hefir aukist geysilega síðustu árin. Er Reykjavik nú komin í tölu þeirra bæjá, þar sem neytt er tiltölulega einna mests afmjólk og mjólkurafurðum, miðað við ibúafjölda, og er það frá lieilsufræðislegu sjónarmiði tvimælalaust vel farið. Hér er þvi um stórvægilega og liappa- sæla breyting að ræða, frá því, er áður var. 1 sambandi við mjólkurbú fé- lagsins liefir risið liér enn ný iðngrein, ísrjómagerð, og eyk- ur hún mjög rjómamarkaðinn. Er iðngrein þessi að verða um- svifamikil, eins og viða erlend- is. En Mjólkurfélag Reykjavík- ur hefir ekki látið þar við sitja að siuna eingöngu mjólkur- vinslu, eins og nafn þess bend- ir til. Hinn ötuli forstjóri þess hefir hvarvetna séð nýjar leið- ir, og er félagið undir stjórn hans orðið eitt hið stórfeldasta og fjölþættasta verslunarfyr- irtæki hér á landi. Skal þess hér minst af því, að það varð- ar íslenska iðju, að félagið hef- ir af eigin rammleik komið sér upp kornmyllu af fullkonm- ustu gerð, og malar hún að jafnaði á annað hundrað tonn á mánuði. Þessi mylla er það stór, að liún gæti vel malað all- an þann rúg, sem íslendingar neyta. Stofnun hennar er tví- mælalaust spor í rétta átt, enda liefir það lengi vakað fyrir landsmönnum, að alt korn ætti að mala í landinu sjálfu. Mjólkursamlag Borgfirðinga. Það tók til starfa 15. febr. síð- astl. Samlagið er deild úr Kaup félagi Borgfirðinga, og eru all- ir félagsmenn kaupfélagsins í því,en auk þess er öllum mjólk- urframleiðöndum, sem til þess ná, frjálst að vera í samlaginu. Mjólkursamlagið liefir keypt hús og áhöld niðursuðuverlc- smiðjunnar „Mjöll“, en aukið livort tveggja svo, að stofn- kostnaður þess nemur 120 þús. krónum. Áform samlagsins er að leggja aðaláherslu á mjólkur- niðursuðu, en auk þess ætlar það að gera smjör, skyr og ost, er fram í sækir. Fram til páska voru soðnir niður 1000 kassar af mjólk. Nefnist niðursoðna mjólkin Baulumjólk, og eru dósirnar auðkendar með mynd af skjöldóttri kú, og fjallinu Baulu í baksýn. Bústjórinn er danskur maður, Rasmussen að nafni, og hefir hann áður starf- að við mjólkurbú. Útsölur Baulu-mjólkurinnar annast heildverslun O. Johnson & Kaa- ber, og einnig Samband ís- lenskra samvinnufélaga, að því er tekur til kaupfélaga. Mjólkursamlag Borgfirðinga hygst geta soðið niður nóga mjólk handa öllum Islending- um, og er það nú sem stendur eitt um þá fiamleiðslu. M jólkurbú Ölfusinga var stofnað af Samvinnufélagi Ölf- usinga, og tók það til starfa í apríl 1930, er fullgert var ný- tísku mjólkurvinsluhús, sem fé lagið hafði látið reisa í Hvera- gerði i Ölfusi. I búinu er fram- leitt smjör.mjólkurostar margs konar, mysuostur, skyr og heilsumjólk. Búið liefir full- komna rafstöð og notar hvera- orku við starfræksluna, þ. e. við uppþvotta alla og mysuost- gerðina og til upphitunar, en að öðru leyti er notað rafmagn. Afurðir búsins bafa fengið á sig gott orð og framleiðsla þeirra og sala aukist. Árið sem leið var í búinu unnið úr nál. 1 milj. lítra af nýmjólk. Aðal- útsölu búsins liefir á hendi Sí- mon Jónsson kaupm., Lauga- vegi 33. — Forstjóri búsins er nú Búi Þorvaldsson, mjólkur- fræðingur, ágætlega fær mað- ur í sinni grein. Mjólkurbú Flóamanna var stofnað af samvinnufélagi. Ný- tísku, vandað mjólkurbú var reist í landi Laugardæla og tók búið til starfa 1930. Er það fyllilega sambærilegt við bestu og fullkomnustu bú erlendis. Hefir verið unnið úr 1% miljón lítra nýmjólkur. Afurðir bús- ins þykja ágætar, og eykst framleiðsla þeirra og sala stöð- ugt. Framleitt er smjör, alls- konar mjólkurostar og skyr. Ennfremur selur búið geril- sneydda mjólk til Reykjavíkur. Hefir búið tvær sölubúðir hér. Formaður samvinnufélagsins er Egill Thorarensen, en for- stjóri búsins er danskur mað- ur, Jörgensen að nafni, ágæt- lega fær maður í sinni grein. Smjörlíkisgerð. Áður fyr var alt smjörlíki flutt hingað frá útlöndum, og var það misjafnt að gæðum. Á síðari tímum hafa risið hér upp íslenskar smjörlíkisverk- smiðjur, sem sjá nú orðið fyrir þörf íslendinga í þessum efn- um og búa til samkepnisfærar vörur. Smári (H/f. Smjörlíkisgerð- in), Veghúsastíg 5, er elsta og stærsta smjörlíkisgerð hér á landi (stofnsett árið 1918), og þvi brautryðjandi á sinu sviði. Hefir verksmiðjan stóraukið framleiðslu sína jöfnum hönd- um og vörur hennar notið al- mennra vinsælda, en þær eru þessar: Smára-smjörliki, Smára-jurtafeiti, Smára-tólg, Smára-svínafeiti, Smára-bök- unarsmjörlíki og Smára-mat- arolía (salatolía). H/f. Ásgarður, Nýlendugötu 10, er næstelsta smjörlíkisverk- smiðja í Reykjavík (stofnuð ár- ið 1923). Hún byrjaði að fram- leiða Hjartaás-smjörlíki ein- göngu, en hefir nú einnig á boð stólum Laufássmjörlíki, Tígul- ásjurtafeiti og Spaðaásbakara- smjörlíki, mótaða sauða- og nautatólg og salatolíu. Árið 1925 flutti verksmiðjan i nú- verandi híbýli sín, og hefir bú- ið þar vel um sig og aflað sér vinsælda. Svanur H/f„ smjörlíkisgerð og efnagerð, tók til starfa um áramótin 1931 við Lindargötu 14. Svanasmjörliki ávann sér þegar í stað vinsældir. Hefir framleiðsla þess farið sívax- andi, og sama máli gegnir um aðrar vörur verksmiðjunnar, sem eru: Svana-jurtafeiti, Svana-sauðatólg og Svana-bak- arasmjörlíki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.