Vísir - 14.10.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 14.10.1933, Blaðsíða 3
VÍSíR Nýbók: Brúðarkjóllinn. Skáldsaga eftir Kristmann Guðmundsson, í þýðingu Ármanns Halldórssonar, er komin út. Þetta er víð- lesnasta og útbreiddasta bók höfundarins, og befir verið þýdd á fjölda tungumála. að nú ætíum við konurnar að bregða við og lialda „krónu- veltu“ til þess að koma Hall- ■yeigarstöðum í gang. Við lilyt- um að fá tugi þúsunda ekld sið- ur en Norðmaðurinn eða skíða- fólkið. — Þá væri og ekki úr vegi, að setja á stað „krónu- "veltu“ til þess að koma upp bú- stað fyiúr starfsfólk Landspítal- ans. Skautafélagið ætti líka að liregða við og setja á stað „krónuveltu“, til þess að koma aipp skautaliöllinni, sem dr. G. Claessen skrifaði um í fyrra og áreiðanlega yrði til gagns og ánægju. Og svona mætti lengi telja. — T. d. ætti nú að vera hægt að bæta í húi lijá „Barna- vinafélaginu” með því að efna til „krónuveltu“. Og okkur kom saman um það, að barnalieim- ili hér í bænum eða nágrenn- 3nu gæti varla talíst óþarfari .stofnun, en skíðaskáli upp til fjalla. Höfuðstaðinn vantar margt, aneðal annars margar bygging- ar, sem aðrar stórar borgir hafa og finst mér að nú ætti að bregða við og setja á stað .„krónuveltu“, til þess að koma ýmsum nauðsynjamálum í framkvæmd, úr þvi að reynslan sýnir að fólkið tekur þessu svona vel. Við þetta fengí og margir atvinnu og væri ekki vanþörl' á slíku nú i atvinnu- lejrsinu og kreppunni. Og svo «er þess að gæta, að einhverjir mundu liafa liagnað af jiví, að selja ýmislegt til bygginganna, svo sem að líkindum lætur, og þarf ekki að telja það upp. — Og þegar skautaliöllin t. d. að taka væri komin upp, þyrfti ósköpin öll af skautum ár eftir ár, því að margur unglingurinn ■og reyndar fullorðna fólkið líka liefir gaman af skauta- ferðum. Vona eg að þessar líuur verði til þess, að vekja menn til um- liugsunar um það, að mörgu þarflegu ætti að mega hrinda í framkvæmd með „krónuvelt- um“. Og sérstaklega vonast eg til þess, að konurnar hefjist nú handa. Það munar um okkur, þar sem við leggjumst á. 10. okt. 1933. Kona. Bæjarfréttir 'Messur á morgun. í dómkirkjunni: Kl. n, síra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5, sira Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni: Kl. 2 síra Árni Kigurðsson. í Hafnarfjarðarkirkju : Kl. 1 ’K síra Garðar Þorsteinsson. Veðrið í morsun. 1 Hiti í Keykjavík — o. ísafirði — 2, Akureyri o, SeyðisfirÖi 1. Vestmannaeyjuni 1, Grímsey — I, Stykkishólmi -— o, Blönduósi — 1, Raufarhöfn o, Hóhim í Hornafirði 3, Grindavík 2, Færeyjum 7. Juli- anehaab —■ 1, Jan Mayen 4, Ang- magsalik — 7, Hjaltlandi n,Tyne- mouth 11. — Mestur hiti hér í gær 10 stig, minstur —- 1. Úrkoma 1,3 mm. Sólskin i gær 1,1 stund. — Yfirlit: Djúp lægð fyrir norðaust- an land og önnur að nálgast úr suðvestri. Horfur: Suövesturland, Faxaflói: Vaxandi suðaustan og austan átt, hvassviöri eöa stormur, þegar líður á daginn. Slydda og síðar rigning. Breiðaf jörður, Vest- firðir : Vaxandi suðaústan og aust- an átt. Hvass og snjókoma eða slvdda með kveldinu. Norðurland : Hægviðri fyrst, en síðan vaxandi suðaustan átt. Úrkonnilaust. Norð- austurland. Austfirðir: Minkandi norðan átt og dálítil úrkoma í dag, en gengur í suðaustur í nótt. Suð- austurland: Vaxandi suðaustan átt og rigning, þegar líður á daginn. Slys. Kl. 6 i gærkvekli var kona hér í bæ, Guðrún Guðmundsdóttir, Bragagötu 32, á leið upp Banka- stræti. Er hún var komin upp und- ir Ingólfsstræti kom drengur á reiðhjóli norður Ingólfsstræti og fór geyst. Er hann beygði til vinstri niður Bankastræti, ók hann á konuna og féll hún við svo illa, að hún meiddist á höfði og hand- leggsbrotnaði. Drengurinn hraðaði sér á hrott, og hefir ekki enn vitn- ast hver hann er. Bifreiðarstjóri frá B. S. R. ók konunni heim til hennar. Árekstur varö í gær skamt frá Blöndu- hlíð milli hjólreiöamanns og bií- reiöar. Engin meiðsli hlutust af þessum árekstri, en reiöhjóliö skemdist. Einnig varð árekstur milli manns á bifhjóli og bifreiö- ar. Meiösli urðu engiu, en bifhjól- iö mun hafa skemst eitthvaö. Bannmálið. Útvarpsumræðurnar um bann- máliö halda áfram í kveld. — Af hálfu bannmanna tala: Jón Jóns- son frá Stóradal, Ólafur Friöriks- son, Felix Guðmundsson, Sigfús Sigurhjartarson, Guðrún Lárus- dóttir og Pétur G. Guömundsson, en af hálfu andbanninga Ólafur Thors, Árni Pálsson prófessor, Magnús Jónsson alþm., Eggert Claessen, Árni Ágústsson og Ein- ar E. Kvaran. Silfurbrúðkaupsdag eiga á morgun frú Ingveldur Gunnlaugsdóttir og Haíliöi Kjart- ansson, Bókhlöðustíg 10. Bruggun. Bj. Bl. Jónsson löggæslumaður geröi húsrannsókn á bæ nokkrum austur í Holtum laugardaginn í fyrri viku. Bóndinn þar meögekk aö liafa bruggaö áfengi og haföi hann byrjaö á þvi í ágústmánuöi síöastliönum. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberaö trúlofun sína utigfrú Kristín Þóröardóttir, Hallveigarstíg 10, og Jón Pálsson, Bjargi, Seltjarnarnesi. Hjúskapur. í dag verÖa gefiu saman i hjóna- band af síra Friðriki Hallgríms- syni ungfrú Guðný Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Jónasson húsgagna- NÝKOMIÐ: 1 Veloup tvær gerðir, í mörgum litum. i VnllA — wr i gardinur, einl. og misl. | Div&nteppi stórt úrval í smiöur. Heimili þeirra verður á Njálsgötu 85. Barnaguðsþjónusta verður á Elliheimilinu kl. J jdí á morgun. Oll börn velkomin. Nánari fregnir af leiöangri lögreglumannanná, sem frá er sagt á 2. bls., fékk blaðiö frá Birni Bl. Jónssyni rétt áður en það fór í pressuna. — Kvað hann bruggarana hafa bú- iö sér til jarðhús í hól í Króka- tjörnum svo kölluðum, fyrir norö- an Tröllaháls. Fór Björn Bl. Jóns- son Jiangaö og 3 lögreglumenn og voru í 2 bifreiðum. Vissu brugg- ararnir elcki fyr en lögreglumenn- irnir opnuðu hlera á hólnum. Sátu mennirnir i jaröhúsinu í svækju cg hita, hálfnaktir, og kvaö Bj. Bl. J. Jiaö hafa veriö ófagra sjón. Rúm höföu Jieir Jiarna og tæki Jiau, sem áöur var á minst. Þarna fundust 400 litrar í gerjun og 70— 80 lítrar fullgerjaöir. Þeir sem handteknir voru eru Guðjón Sam- úelsson bifreiöarstjóri og Valde- mar Valdemarsson unglingspiltur 17 ára. Kristinn Helgason bif- reiöarstjóri og ökukennari mun liafa útvegað efni og séö um flutning á því og flutt áfengi hing- að úr bruggunarstööimii. Hann var settur í gæsluvarðhald í gær- kveldi. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á Akureyri. Goöa- foss er væntanlegur til Vest- mannaeyja í kveld. Dettitoss er væntanlegur í kveld aö vestan og norðan. Selfoss er á leiö frá Kaup- mannahöfn til Leith. Lagarfoss er á Hólmavílc. Strandferðaskipin. Súðin var i Búðardal í morgun, en Esja lá veöúrtept á Viðarvík. E.s. Nova er væntanleg hingaö í dag. Dönsku skipin. G.s. ísland fer héöan í kveld áleiöis til útlanda. M.s. Dronniug Alexandrine fór frá Kaupmanna- höfn kl. 1 e. h. i gær. Lækningastofur sínar hafa þeir læknarnir Jens Jóhannesson, Karl Jónsson og Valtýr Albertsson flutt í Túngötu 3, niöri. Sjá augl. í blaöinu í dag. Barnasögur. í Aljiýöubókasafninu veröa börnum sagðar sögur á morgun (sunnud.) kl. 3,15. Bazar Kvennádeildar Slysavarnafé- lagsins liefst kl. 5 e. h. í dag í G. T.-húsinu, Jiar er fjölda margt eigulegra og góðra muna á boö- stólum og geta menn því gert þar ágæt kaup. Ætti sem flestir aö styrkja Jiessa nauðsynlegu starf- semi, meö }>ví aö fjölmennna á basarinn og kaupa Jiaö sem þar er á boöstólum. Dansleik heldur Glímufél. ’ Ármann, í kveld kl. 9y2 í K. R.-húsinu uppi, fyrir alla ]>á meðlimi félagsins sem aðstoöuöu viö hlutáveltuna 1. þ. m. Árm. Helga Jónsdóttir opnar mjólkur og brauðsölubúð á Laugaveg 128 á morgun. Sjá augl. G. T. stúkurnar í HafnarfirÖi efna til almenns uinræðu- fundar á morgun kl. 4 i Templ- arahúsinu þar. um atkvæða- greiðsluna fyrsta vetrardag. ■—> Þess er vænst, að andbanning- ar taki Jiáít i mnræðunum um málið. Gengið í dag: Sterhngspund........kr. 22.15 Dollar ............. — 4,77i/> 100 ríkismörk þj7sk. — 169,83 — frankar, frakkn. . -— 28,13 — belgur ..........—- 99,58 — frankar, svissn. . — 138,54 — lírur............ — 37,67 — mörk, finsk .... — 9,84 — pesetar ........ — 60,07 — gyllini ......... — 288,20 — tékkósl. kr....— 21,46 — sænskar kr.—114,41 — norskar kr....— 111,44 — danskar kr....... 100,00 Gullverð ísl. krónu er nú 51,97. Knattspyrnufélagið Valur. Aöalfundur félagsins er á morg- un (sunnud.) kl. 1 y2 í liúsi K. F. U. M. ísland í erlendum blöðuni. í Portsmoutli Evening News hefir birst skemtileg og vin- samleg grein, sem kölluð er „The World goes to Iceland“. Höfundur er Denis Palmer. Hann lýkur miklu lofsorði á ís- land sem ferðamannaland, feg- urð landsins, gestrisni lands- manna og seinast en ekki síst fegurð íslénskra kvenna. Grein- inni fylgir mynd frá Þingvöll- um. (FB). Útvarpið. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Barnatími. (Frú Aðal- björg Sigurðardóttir). 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19,35 Óákveðið. 20,00 Klukkuslátfur. 20.30 Tónleikar. (Útvarpstríóið). 20.30 Erindi: Frá Væringjum, III. (Dr. Sigfús Blöndal). 21,00 Fréttir. 21.30 Bannið og atkvæða- greiðslan. Umræður. Bannid. —o— burt land. Hver sannur íslendingur vill, að landið verði þurt. Þvi marki var næstum náð á bannárunum 1915— 1922. Síðan komu Spánarvínin, og í skjóli Jieirra hefir heimabrugg og smygl þrifist. Þið, sem viljitS hafa landið þurt, takið upp baráttuna gegn heimabruggi, smygli og Spán- arvínum. Látiö ekki skemma aö- stööuna með Jiví aö veita sterlcu drykkjunum inn í landið.-Mætið öll á kjörstað fyrsta vetrardag og seg- ið: Nci. Bv. • Spur andbanning:a. Árið 1922 neyddist Alþingi til að veita Spánarundanjiáguna al- kunnu. Spánarvínin hafa kent kvenfólki og unglingum að drekka, GERI UPPDltÆTTI af allskonar húsum. — Þorleifur Eyjólfssoa, húsameistari, Gldugötu 19. Teofani Cigarettur 20 Stt 125 í>elcar fioatuetna. Eggert Giaessen hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Oddfellow-húsið, Vonarstræti 10, austurdyr. Sími 1171. Yiðtalstími 10—12 árd. Mjúlknr' og branðsOlnbnð opna eg 15. þ. m. á Laugaveg 128. — Virðingarfylst, Helga Jónsdóttir. og i skjóli þeirra hefir bruggarinn lært að brugga. Nú vilja andbann- ingar fá að stíga annað sjxjr og leyfa iiiíiflutning allra áfengisteg- unda til landsins. 1 sporum and- banninga síðan 1922 hefir áfengis- bölið vaxið, og í sporum þeirra mun J>að ætíð vaxa. Þeir koma tit Jrjóðarinnar fyrsta vetrardag og biðja urn leyfi til að stíga eitt spor á sinni ógæfubraut. Þjóðin segir: Nei. Bv. Flóð og hungursneyð í Kína. Samkvæint símfregn frá Nanking 27. sept. fórust 50,000 manns af völdttm flóða i Kiiia i júli og ágúst s. 1. Opinberar. fregnir lierma, að ein miljón Kinverja eigi við hungursneyð að búa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.