Vísir - 31.10.1936, Side 2

Vísir - 31.10.1936, Side 2
1 3 IR á Madrid siðdegis í 34 menn biðu bana, en um 200 særðust, þ. á. m. konur og börn. London í morgun. Manntjón varð meira í loft- árás, sem uppreistarmenn gerðu á Madrid í gær, en nokk- urri annari loftárás, sem þeir hafa gert á borgina. Loftárásin var gerð síðdegis í gær og var varpað niður um 12 stórum sprengikúlum og er talið, að m. k. 34 menn hafi beðið bana af völdum loftárás- ar þessarar, en um 200 særst, meðal þeirra margt kvenna og barna. Frá Lissabon berast fregnir um það, að í blaðinu Secule sé birt skeyti frá Salamanca þess efnis, að uppreistarmenn hafi tekið Peguerinos nálægt Es- corial-höll. (United Press. — FB.). — Flupeon stjdrnarinnar i Midrid hifa'gert loftárás á Ndvalcarnero og flugvélaskýli uppreistarmanna í Sala- manca. Eyðilögðu þeir margar stórar árás- arflugvélar. London í morgun. Fluglið stjórnarinnar hefir haft sig mjög í frammi og varp- að niður sprengikúlum á Nav- alcarnero og marga aðra staði á vigstöðvunum í nánd við Mad- rid, sem uppreistarmenn hafa á sínu valdi. Einnig hafa flug- menn stjórnarinnar gert loft- árás á Salamanca, en þar hafa uppreistarmenn flugvélaskýli. Télja stjórnarsinnar, að loft- árásin á flugstöðina í Sala- manca hafi borið hinn besta ár- angur og að flugmönnum þeirra hafi tekist að eyðileggja margar þríhreyfla árásarflug- vélar. (United Press. — FB.). Berlín, 30. okt. — FÚ. Gagnárásir uppreistarmanna. Uppreistarmenn á Spáni til- kynna, að þeir hafi hafið gagn- árás á stjórnarherinn í nánd við Madrid. Segir í fregnum þess- um, að hersveitir Monasterios ofursta hafi aftur náð stöðvum þeim við Aranjuez-járnbraut- ina, sem uppreistarmenn mistu i gær, og hrakið stjórnarherinn afturfyrir stöðvar þær, sem hann hafði hafið áhlaup sitt frá. : I Ósamhljóða’fregnir. London, 31. okt. — FÚ. Enn liafa orðið grimmar or- ustur á vígstöðvmium suðvest- an við Madrid. Stjórnin segist halda áfram sókn sinni á hend- ur uppreistarmönnum, og hörfi þeir hvaðanæfa undan. Upp- reisarmenn segjast aftur á móti hafa lxafið gagnárás, með góð- um árangri. .( Biðu 70 börn bana í loftárásinni? í gær gerðu uppreistarmenn loftárás á miðja Madridborg, og er sagt, að nokkurir menn hafi heðið bana á götum borgarinu- ar. Þá Ientu sprengjur á stóru skólahúsi utanvert við borgina og er sagt að 70 börn hafi verið drepin. En tilgangur uppreistar- manna mun hafa verið, að hæfa lest af flutningavögnum, sem voru á leiðinni til Madrid. I Nálægt Huesca og Oviedo telur stjórnin sér sigra. Við Oviedo segir hún að her- sveitir hennar hafi náð á vald sitt f jallaskörðum og öðrum mikilvægum stöðv- um, og hafi nú aðstöðu til þess að lcoma i veg fyrir að uppreist- armönnum, sem verja nú borg- ina, herist liðsauki. Uppreistar- menn segja aftur á móti, að þeir hafi nú rekið af höndum sér námamannasveitirnar, sem höfðu tekið úthverfi borgarinn- ar. Flotaaukning stóvveldanna. Þau hafa öll aukið her- skipaflota sína nema Bandaríkin. ! Wasliington í október. Samkvæmt skýrslum flota- málaráðuneytisins ameríska, hafa öll mestu flotaveldi heims aukið herskipaflota sína frá 1. júlí s. 1., nema Bandaríkin. Herskip Bandaríkjanna voru 384 talsins 1. júlí, en nú 306 (smálestatalan úr 1.080.715 í 1.- 062.875). Bretar liafa síðan 1. júlí eignast 2 ný herskip og eru þau alls nú 309 (smálestatala 1.232,- 854, áður 1.224.329). Japanir hafa nú 217 herskip í stað 213, en smálestatala þeirra er 776.- 397, áður 772.797). Frakkar höfðu 178 herskip 1. júli nú, en 187 nú, samtals 571.- 734 smál. samt. áður 558.865). ítalir hafa 195 herskip, en ’höfðu 191 1. júlí. Smálestatala þeirra er 406.865. Var 403.333. Þjóðverjar eiga nú 53 lier- skip, en áttu 49 1. júlí. Smá- lestatala þýska flotans var 1. júlí 113.708, en er nú 125.458. (United Press — FB.) Miklar æsing- a? í Eanda- Fíkjunum í sambandi við kosning- arnar sem fram fara 3. nóv. London 30. okt. FÚ. Um gervöll Bandarikin eru nú miklar æsingar í sambandi við forsetakosningarnar sem nú fara í hönd. Mest kveður þó að æsingum í New York. Þar flutti Landon, forsetaefni Republik- ana, síðustu kosningaræðu sína í gær, en Rosevelt ávarpar kjós- endur í síðasta sinni á morgun. Maðkakorn. - Sandborið rúgmjöi. Margt er líkt með skyldum. I. Á tímum einokunarverslun- arinnar 'gömlu kom það eigi all- sjaldan fyrir, að varningur sá, sem landsmönnum var ætlaður, væri meira og minna skemdur. Þannig er oftar en einu sinni getið um „maðkakorn“, sem einokunarverslunin eða stjóm hennar hafi sent liingað, og þótt fullgott handa sauðsvört- um almúganum úti hér. Fólkið liafði reynt að kvarta yfir þessu, en þeim kvörtunum var víst sjaldnast gaumur gefinn. Svona var það nú á þeirri tíð. íslendingar þóttu ekki ofgóðir lil þess, að leggja sér skemdan mat til munns, óþverra, sem ekki var til nokkurs hlutar að bjóða annara þjóða fólki. For- stjórum einokunarinnar þótti Islendingar réttir til þess, að éta maðkana. En íslendingar kunnu þessu illa. Þeim hauð við möðkunum. Þegar athugað var innihald kornpokanna, gaf heldur en ekki á að líta: Þar var alt á iði! Maðkarnir þrifust ágætlega á matvælum þeim, sem Danir skömtuðu íslendingum. Nú er þessi danska maðka- öld liðin. Hún er liðin fyrir 150 árum og íslendingar liöfðu smám saman tekið alla verslun landsins í sinar hendur. Hagur þjóðarinnar hafði hlómgast og hlessast á þessari hálfri annari öld. Hörmungar einokunarinnar gömlu voru að gleymast eða gleymdar. Fólkið las að vísu sitt hvað um versl- unarþrælkunina dönsku, eink- um í kenslubókum, en engum datti í hug, að þjóðinni yrði nokkuru sinni boðið upp á nýja einokun, nýja verslunar-áþján. II. I Þau undur hafa nú samt gerst á voru landi, að upp eru risnir stjórnmálaflokkar, sem virð- ast liafa það m. a. að marlc- miði, að endurreisa liina fornu verslunar-áþján, sem harðast lék þjóðina og illræmdust varð fyrr á öldum. Spellvirkjar þeir, sem á ein- okunina þykjast trúa, hafa séð fram á, að fullkominni versl- unareinokun yrði ekki komið i framkvðemd, meðan liin dug- lega og framtakssama verslun- arstétt fengi að starfa nokkurn veginn í friði. Þess vegna var tekið upp á því, að lirifsa úr höndum kaupsýslustéttarinnar einstakar vörutegundir og ein- oka þær í höndum ríkisvalds- ins. Ár frá ári fjölgar hinum einokuðu vörugreinum. Og að sama skapi þrengist hagur frjálsrar verslunar. Mun og ætl- anin sú, að þreyta þenna sví- virðilega einökunar-leik, uns öll frjáls verslun hér á landi er undir lok liðin. Það er alkunna og styðst við gamla og nýja reynslu, að ein- okaðar vörur eru verri en sams- kyns vörur, sem seldar eru í frjálsum viðskiftum. Einokun- ar-verslun hugsar ekki um vöruvöndun. Hún þarf ekki að óttast samkepni. Hún veit að fólkið verður að kaupa hinar einokuðu nauðsynjavörur, lrvernig sem þær eru, því að oftast er örðugt eða ómögulegt I Wall Street er nú veðjað um það, hvor muni liljóta kosningu, og er þar veðjað Si3 með Rose- velt gegn $1 með Landon. án þéirra að vera. — Verðinu þarf og ekki í hóf að stiíla, því að ekki er i „annað liús að venda“. Það hefir nú komið á daginn, að þvi er fréttir herma og get- ið mun hafa verið í hlöðum, að sandborið rúgmjöl hafi ver- ið flutt til landsins, ekki alls f\rrir löngu. Það er nú að vísu svo, að §Iíornvörur munu ekki einokað- ar i orði kveðnu enn sem komið er. Mætti því ætla, að einokun- ar-hrammurinn næði þar ekki lil — ekki beinlínis. En nú er það vitað, að kaupsýslumenn c-ru ófrjálsir að því, að meira eða minni leyti, hvar þeir kaupa vörur sínar. Þeir eru reknir af gömlum og góðum mörkuðum og vísað eitthvað annað, alt eft- ir því, hvað stjórnarherrarnir og skósveinar þeirra álíta hag- anlegast fyrir einokunar-„hug- sjóriina“ í það skiftið eða hitt, og jafnframt verst fyrir kaup- sýslumennina og hina frjálsu verslun. — Svo er talið og vafalaust með réttu, að hið sandboma rúg- mjöl sé ekki flutt til landsins af venjulegum kaupsýslumönn- urn, heldur af vinum og laun- samherjum ríkisstjórnarinnar. Fer það og mjög að líkum, að þessliáttar fólk laki upp versl- unarhætti einokunar-kaup- mannanna dönsku. Þeir buðu landsfólkinu upp á maðkakorn og sitt hvað annað álíka heilsu- samlegt og þrifalegt. Hinir nýju einokunar-postular hafa liallast að sandbornu rúgmjöli, svona til að byrja með. — Má um þetta segja, að margt sé Iíkt með skyldum. Eldsvoöiá SeyöisfiFdi. Seyðisfirði 30. okt. FÚ. Síðastliðnd nótt um kl. 24 varð vart við eld í úthýsi feðg- anna Benedikts Þórarinssonar, bankaritara og Þórarins Bene- diktssonar, Baldurshaga á Seyð- isfirði. — Voru flestir i fasta svefni, og er að var komið, var húsið alelda og nær engu tókst að bjarga. Inni hrunnu 2 kýr, 1 hestur, nokkur hænsni, 80 liestar taða, aktýgi, reiðfæri, smíðatól, kjöt og kálmeti, fatn- aður i þvottaliúsi og ýmislegt fleira -— alt óvátrygt nema liús og fatnaður. Upptök eldsins eru okunn. Cunniaopr BiSndal hefir opnað málverkasýn- . ingu í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn, 30. okt. - FÚ. (Einkaskeyti). Gunnlaugur Blöndal opnaði í dag sýningu á 40 málverkum, flestum frá íslandi, í Arnbachs Kunsthandel í Kaupmanna- höfn. Meðal þeirra, er viðstadd- ir voru, er sýningin var opnuð, voru Stauning forsætisráðherra, sendiherrafrú Björnsson, Jón Sveinbjörnsson, konungsritari, Hansen stjórnarráðsritari, Tryggvi Sveinbjörnsson sendi- herraritari, Jón Krabbe, fulltrúi i íslandsmálum, Helgi Jacobs- son forstjóri frá Carlsberg- söfnunum, Oddur Rafnar og fjöldi annara þektra íslendinga og Dana. Húsakynni í sveitum. Þrásinnis hefir verið að því vikið hér í bla'öimf, livílík ó- hæfuverk það liafi verið, að ginna bændur út í stórkostlegar og rándýrar húsabyggingar. Eins og menn vita og líklegt má þykja raunar, gekk Hriflu- Jónas einna ákafast fram í þvi, að ginna menn inn á „stein- kassabrautina", þ. e. hvetja þá til þess að „byggja upp“ á jörð- unum, oft og einatt, að því er séð verður, án alls tillits til getu mannanna og án allrar fyrir- liyggju. Margir bændur gleyptu við þessu, og mun Jónas hafa komið þar fortölum sínum, að þeir hugðu sér alla vegi færa. Svo var ráðist í lántökur, ó- viðráðanlegar lántökur, gömlu hæjarhúsin, oft og einatt traust og stæðileg, jöfnuð við jörðu, en steinkassi mikill og ljótur og dýr og óhentugur reistur á rústunum. — En bráðlega rak áð því, svo sem augljóst var þegar í upp- hafi, að fátækir hændur fengi ekki undir byggingarkostnaðin- um risið. Margir þessara stein- kassa voru og óþarflega stórir, svo að mörg herbergi standa auð og ónotuð. í Heilbrigðisskýrslum fyrir árið 1934, sem út eru komnar fyrir skömmu, er vandræðum bænda út af þessu bygginga- fargani öllu saman lýst all-skil- merkilega af héraðslækninum i Borgarnesshéraði. Munu ýmsir aðrir læknar hafa svipaða sögu að segja úr sínum héruðum, þó að þeir hafi ekki int að því sérstaklega í skýrslum sínum. Meður þvi að liinar fróðlegu Heilbrigðisskýrslur munu í færri manna höndum en verð- ugt væri og æskilegt, þykir rétt að birta hér þau urnmæli Borg- arness-Iæknis, er vita að húsa- kynnum og afkomu fátækra bændá í héraði hans. Hann segir m. a.: .... „En það eru liúsakynn- in í sveitunum, sem eg vildi sér- staklega tala um í þetta sinn. Þessa síðustu áratugi, en þó sér- slaklega síðan Byggingar- og landnámssjóður tók til starfa, hefir verið bygt upp á mjög mörgum bæjum, og torfbæir munu nú naumast finnast í mínu héraði. Ríkisstjórnin og forróðamenn peningamála Iandsins hafa viljað bændum vel og sýnt 'þeim itnikið örlæti með lánum til bygginga, en svo liefir reyndin orðið sú, að húsin urðu alt of dýr og alt of stór, og mér liggur við að segja, að sumstaðar séu þau ópraktisk. Skal eg nefna örfá dæmi: Fyrir fáum árum var eg á ferð i dal einum í héraði mínu, svo sem 15 kílómetra frá þjóðveginum og spurði fylgdarmanninn, sem er hóndi á einni jörðinni og var að enda við að byggja eitt Byggingar- og landnámssjóðs- húsið hjá sér, hvernig honum vegni, og svaraði hann hispurs- laust, að nýja húsið setti sig strax á höfuðið á fyrsta ári. Það var nú auðvitað ekki úr háum söðli að detta, því að töluvert skuldaði hann fyrir í jarðar- skæklinum og svo eitthvað af verslunarskuldum, en nú bætt- ist við 300 lcróna greiðsla á ári vegna hússins. Túnið var harð- bali í hraurii — hraun alt í kring og gegnum það að fara á engjarnar, sem eru snöggar. Bú- stofninn er 70 ær, 2 kýr og 4 lieslar. Börnin eru 5, það elzta um fermingu, lconan dáin fyrir 2 árum, og maðurinn bjó með ráðskonu. Það er ekki flókið reikningsdæmi þetta. Maðurinn hefir ekkert til að lifa áf, þeg- ar búið er að borga af skuld- um og kaup ráðskonu. Eg get þessa vegna þess, að eg álít fá- tæktina vera undirrót margra meina og líka sjúkdóma — oft og einatt — og því miður imm vera hægt að segja marga sögu svipaða þessari, um marga, sem hafa reist sér liurðarás um öxl. Eg tók líka fram, að mér þættu mörg hús of stór, Dæmi: Hús, með kjallara undir, ein hæð og: port og svo ris. Kjallarinn stór og dýr með miðstöðvarofni og nokkrum geymsluklefum, á liæðinni 4—5 herbergi og eld- hús, og svo 3—4 herbergi uppi á lofti. í einu slíku húsi veit eg til, að ekki býr annað fólk en bóndinn og ráðskona hans* sem ekki munu nota nema tvö, herbergi og eldhúsið, Fólkið er að verða svo fátt í sveit- unum: Húsráðandi, kona eða ráðskona, máske nokkur börn unx eða innan við ferm- ingu, og í stöku tilfelli eitt gamalmenni. Vinnandi fólk ó- víða nema húsbændur — kaup- gjaldið of hátt og lífið dauflegt. Húsin standa hálftóm og mæna yfir mýraflákana, eins og þau séu að spyrja, livaða meining sé i að láta þau verða til. Mið- stöð er í hverju húsi, en sjaldan í hana lagt, að rninsta kosti ekki neitt, sem verulega hitar, þvi að kol, flutt upp i sveit, eru flestum of dýr. • . .. . Eg get þessa vegna þess, að kuldinn i þessum hálfröku steinhúsum getur verið hættulegur heilsu manna. Eg sagði að húsin væri óhentug. Auk erfiðleika að lialda hreinni stærri íbúð en niaður þarf, er það bagalegt fyrir húsmæður að þurfa að rása upp og ofan stiga — kenn- ske tvo — milli ibúðar, eldhúss og geymslu, — eg tala ekki um, ef þær eru þungaðar eða með barn á handlegg. Kona kom ný- Jega til mín með stokkbólgna fætur. Hún hafði verið svo heppin að geta leigt hús- menskumanni með lítilli fjöl- skyldu aðalhæð liússins. Sjálf bjó hún með manni sínum uppi á lofti, ásamt tveim hömum, i hæfilegu íbúðarplássi, en eld- húsið var niðri í kjallara eins og gengur, og hún varð að hlaupa upp og ofan 2 stiga mjög oft á dag. Eg álít, að íhúð- in eigi að vera öll á sömu liæð, og stór þarf liún ekki að vera á smærri jörðunum. Kjallarinn þarf ekki að vera nema lítil hola undir einhverju liorninu, ef vel hagar til. Skúr má hafa eða skemmu til geymslu, jafn- vel bygða úr torfi og grjóti eins og í gamla daga, og miðstöð þarf óvíða, aðeins einn góðan ofn. Það virðist blóðugt að festa peninga í stórum húsum á víð og dreif úli urn sveitir og dali, ábúendum til byrði eða falls og jafnvel heilsuspillis, og þjóðinni jafnvel til stórtjóns.“ Stjórnar- bylting í Irak. Ný stjórn mynduð. London 30. okt. FÚ. Hernaðarleg stjórnarbylting x ar gerð í írak í, gær. Fregnir herma, að hernaðarflugvélar hafi flogið yfir Bagdad og kast- að niður flugritum, þar sem

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.