Vísir - 15.07.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 15.07.1943, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ tltgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Austrið og vestrið, Er ísland öðlaðist takmark- að sjálfstæði 1918, var jafnframt gefin ævárandi lilut- leysisyfirlýsing af þjóðarinnar hálfu. Segja iná að í núverandi styrjöld hafi verið frá hlutleysi þessu horfið, er þjóðin bað um hervernd stórþjóðar, sem vitað vgr að myndi lenda í hringiðu styrjaldarinnar, og að hervernd Islands væri aðeins einn áfangi á þeirri leið frá hennar liálfu. Þrátt fyrir þetta hliðarspor markar lilutleysisyfirlýsingin afstöðu íslendinga til annara þjóða, og í rauninni felast í henni mótmæli gegn ofbeldi og vopnavaldi. Af því má segja að aftur leiði það, að íslendingar vilja vinsamleg skipti ein eiga við aðrar þjóðir, sem samrím- ast alþjóðalögum og rétti, sam- kvæmt fornuin dyggðum og réttarhugtökum. I þessu efni hefir ísland enga sérstöðu gagnvart Norðurlönd- um. Við þau vill þjóðin góð skipti hafa, sem hyggjast á jafnrétti Norðurlandaþjóðanna, en hvorki þiggja af þeim óverð- skuldaðar náðargjafir né þola af þeim óverðuskulduð ofheld- isverk. Skipti íslendinga við Norðurlönd eru,— eða réttara sagt verðá, — tvenns konar. Annarsvegar efnahagsleg, hins- vegar menningarleg. Um hin efnaliagslegu viðskipti er það að segja að þau hafa að ýmsu leyti verið okkur hagkvæm. Kaup- mannahöfn hefir verið einskon- ar miðstöð utanríksiviðskipta fyrir Island, og í samræmi við það hefir eina skipafélag lands- ins haft þar útibú, en þaðan og þangað liafa skip okkar siglt. Það er auðveldara fyrir íslend- inga að eiga viðskipti við smá- þjóðir en stórþjóðir, og liggur það m. a. í því að kaupgeta okk- ar er svo lítil að við getum ekki náð verulega hagkvæmum við- skiptasamningum, að þvi er inn- flutningsvörur snertir, með því að framleiðslulöndin selja slik- ar vörur í stærri slumpum en svo að við getum við ráðið. Norðurlandaþjóðirnar geta liinsvegar oft og einatt sætt beztu kjörum um vörukaup. einkum ef þær miða ekki ein- vörðungu við heimamarkaðinn, heldur og möguleikana til að selja vöruna aftur í smáslump- um til íslands og annara skand- inaviskra Ianda. I þessu liggur það að við gelum sætt hag- kvæmari viðskiptasamningum á Norðurlöndum, en hjá fram- leiðendunum sjálfum, og hagn- ast þó milliliðirnir vafalaust sæmilega á viðskiptunum, enda geta þá báðir aðilar vel við un- að. Verði ekki veruleg breyting á verzlunarháttum stórþjóð- anna eftir stríðið, og verði held- ur ekki stofnaðir innkaupa- liringar hér um ýmsan aðflutt- an varning, mun fyrirsjáanlega sækja í sama far um viðskipti við Norðurlönd og var fyrir stríð. Fyrir okkur er slík milli- liðaverzlun æskileg, þar til við höfum aflað hentugri markaða, sem verður vart í næstu fram- tíð. Það má því gera ráð fyrir að skipti Islands við Norður- lönd verði sízt minni eftir stríð- ið, en þau voru fyrir það, þótt við hljótum að beina viðskipt- um okkar annað fyrstu árin, eða þar til jafnvægi er fengið á Norðurlöndum eftir ógnir styrjaldarinnar. Um menningarsambandið er aftur það að segja, að til Norð- urlanda munum við ávallt sækja margan fróðleik og nyt- saman lærdóm, en við eigum einnig að beina augum okkar til stórþjóðanna og leitast við að hagnýla okkur allt það, er þær hafa að bjóða og verða má lahdinu og þjóðinni að gagni. A þetta ekki hvað sizt við um verklegar framkvæmdir. Bóka- draumnum og böguglaumnum verður að breyta í vöku og starf hér sem annarstaðar, og með tilliti til þess að við eigum mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum, sem nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa þegar lokið, er óhjákævmilegt að við verðum að stiga miklu stærri skref en þær, ef við vilj- um á annað borð keppa að því að standa þeim jafnfætæis. Um menningarsamband Norðurlandanna er að öðru leyti það að segja, að það er meira í orði en á borði. Nor- rænir menntamenn jjekkja sumir hverjir fornbókmenntir vorar, og leikur jafnvel á þeim slík ágirnd að þeir vilja eigna sinni þjóð þær, og ýms afrek önnur, sem unnin liafa verið af íslenzkum mönnum. Meðan Is- lendingar háðu sjálfstæðishar- áttu sina, nutu þeir lítils stuðn- ings annara Norðurlandaþjóða, þótt einstaka menn meðal þeirra þjóða ættu þar ekki ó- skipta sök. I því efni eigum við friðarsamningunum 1918 mest að þakka, en þeir mótuðust fyrst og fremst af stórþjóðun- um og stefnumálum þeirra. Dönum lék hugur á að fá Suður- Jótland, en ekki var hægt að bera sjálfsákvörðunarrétt þjóð- anna, — sem hampað var svo mjög í síðasta stríði, -— fyrir borð á þann hátt, að Suður- Jótar fengju að ákveða livar þeim skyldi markaður staður, en íslendingum um leið synjað um þann rétt. íslenzka þjóðin sér ekki á- stæðu til að vekja upp að nýju allt það, sem grafið er í gleymsku, en þjóðin veit vel, að til þessa hefir hún verið á vest- ur leið. Hún staðnæmdist ekki hér á landi einvörðungu, en léit- aði til Grænlands og Vínlands hins góða. Vestrið stendur enn- þá opið fyrir þá þjóð, sem meinað er um rétt í austri, og sú völ veldur engri kvöl. Kjósi Norðurlönd að sýna okkur ó- vild vegna sálfstæðisbaráttunn- gr, kjósum við óvildina og sjálfstæðið, l>ótt ljúfast væri að njóta velvildar allra þjóða. Því aðeins getum við notið sjálf- stæðis að við njótum velvildar annara þjóða, — og þá er að leita þangað, sem liana er að fá. Þetta eru einföld en örugg sann- indi. Fram sigrar á Aknreyri. Fram keppti í gærkvöldi við úrvalslið Akureyringa og sigr- aði þá með sex mörkum gegn engu. 1 fyrra hálfleik voru liðin svo jöfn, að ekkert mark var sett, en í þeim síðari sótti Fram sig, svo að það vann með mikl- um yfirburðum. Tveir leikir hafa áður farið 0 fram milli Fram og Akureyr- inga. Þeir voru við úrvalslið og K. A. og lauk báðum með jafn- tefli. Síðasti leikurinn fer fram annað kvöld og verður við úr- valsliðið. Fram kemur heim á sunnudag. Nætnrakstur Bifröst. Sími 1508. Nýji stúdentagarðurinn tekinn til starfa. Eyggingunni verdur lokid í sumar og garðurinn allur opnaður í iiaust. jgÝI STÚDENTAGARÐURINN er nú að verða fullgerður. Miðhæðin hefir þegar verið opnuð stúdentum. Var henni að mestu lokið í apríl í vor og þeim stúdentum þá gefinn kostur á herbergjum, sem mest lá á að fá húsnæði. Síðan hefir vinnunni miðað vel áfram, og er nú sýnilegt að garðurinn verður full- gerður um mitt sumar og allur tekinn til íbúðar i haust. Áður eji Nýi Garður verður endanlega opnaður, mun fjár- söfnunarnefndin skila honum í hendur Stúdentagarðsnefndar, sem hafði með rekstur gamla Garðs að sýsla, og verður jrá væntanlega um leið haldin nokkurskonar vígsluathöfn. Húsnæði fyrir 61. Á Nýja garði verður húsnæði fyrir 61 stúdent. Herbergjagjaf- ir nema alls um 40 herbergj- um, svo að ennþá eru herbergi vel þegin — ef til vill betur en nokkru sinni áður, þvi að nú ríður á að ljúka lokasprettin- um í fjársöfnuninni, þannig að ekki þurfi að taka of mikið fé til láns. Garði hafa borizt marg- ar góðar gjafir, auk lierbergja, þeirra á meðal málverk, eitt eftir norskan sjóliðsforingja — | vetrarmynd af Reykjavíkur- höfn — og tvö frá Zoegabræðr- um, útlend að uppruna. Fjárhagurinai. Rikissjóður lagði Garði upp- runalega til 150.000 krónur, en sakir vaxandi dýrtíðar og til- kostnaðar var það tillag hækk- að upp í 300.000. Auk þess veit- j ir ríkissjóður ábyrgð fyrir 150. 000 króna láni. Bæjarsjóðm: Reykjavíkur hét upphaflega 50.000 króna framlagi, en hækk- aði það síðan í 100.000 á sama hátt og rikissjóður. Loks var til í sjóði húsaleiga gamla Garðs frá setuliðinu, og hefir um 100. | 000 krónum af henni verið var- i ið til Nýja Garðs, en afganginn j á að geyma sjóði og nota til j viðhalds og rekstrar gamla stúdentagarðsins, þegar hann verður afhentur stúdentum aft- ur. Loks nema herbergjagjafir um 400.000 krónum, og hefir það orðið drýgsti tekjuliðurinn. Byggingarkostnaður. 1 upphafi var gert ráð fyrir 1 að garðurinn myndi kosta inn- an við eina milljón króna. En i lok fyrra árs þótti sýnt, að kostnaðurinn myndi að minnsta : kosti komast upp í 1.250Í)00 krónur. Nú horfir svo, áð j líklegast er að kostnaðurinn fari nærri einni og hálfri milljón. J í byggingarkostnaði er aðeins reiknað sjálft verð liússins, en engir innanstokksmunir. Eins og stendur er þvi ekki liægt að afla innanstokksmuna, enda myndi jiað bæði verða dýrt og | lélegt, sem fengist, og tæplega j til frambúðar. Nauðsynlegustu húsgögn í lierhergin myndu með núverandi verðlagi kosta allt að 100.000 krónum. Það mun þvi verða horfið að þvi ráði fyrst um sinn að láta livern garðbúa ! leggja sér til húsgögn. Hins- ! vegar. verður aflað húsgagna í ! matsal og samkomusal. Nokkuð verður ef til vill hægt að nota af húsgögnum gamla stúdenta- garðsins, en þau liafa ldotið mis- jafna meðferð, og er margt þeirra illa leikið. 'J Byggingin. Sigurður Guðmundsson arki- tekt liefir teiknað liúsið. Hann teiknaði einnig gamla stúdenta- garðinn. Nýja byggingin er að sumu leyti fallegri en hin gamla og veldur þvi einkum að glugg- ar eru mun stærri og svipmeiri. Hinsvegar hefir arkitektinn ekki liaft eins mikið svigrúm um nýja húsið. Á þvi er ekki tum, og það er ekki byggt i tveim álmum, eins og gamla húsið. Húsið er svipfallegt og fellur vel inn í umhverfið. Það er einni hæð hærra en gamli Garður. „Hítardalur“. Magnús Torfason hefir gefið herbergi, er nefna skal „Hítar- dal“ í minningu sér Jóns í Hít- dal. Forréttur er ætlaður efni- legum norrænustúdent. Kvennaherbergi. Tvö næstsiðustu herh., sem gefin hafa verið, eru sérstaklega ætluð kvenstúden tum. Hið fyrra gaf Sören Kampmann lyfsali í Hafnarfirði en hið síðara Kven- stúdentafélag íslands. Þar með er auðvitað ekki sagt, að að- eins tvær stúlkur hljóti garð- vist, þvi að auðvitað eiga þær jafnan rétt á hinum herbergj- unum og piltar, en það væri ekki úr vegi að óska þess að fleiri herbergi væri sérstaklega ætluð kvenstúdentum. Vonandi berast garðinum margar herbergis- gafir ennþá og þá væntanlega einnig þriðja og jafnvel fjórða „dyngjan“. Byggingamefnd Stúdenta- garðsins hefir unnið sitt verk af miklum dugnaði, og mun henni verða þakkað frábærlega vel unnið og fómfúst starf, þeg- ar garðurinn verður afhentur stúdentum til afnota nú á þessu sumri. Félag ísl. hljóðfæra- leikara dæmt í Félags- dómi fyrir verkfall á Hótel Borg. Félagsdómur dæmdi Félag ísl. hljóðfæraleikara í gær í sekt og skaðabætur fvrir ólögmætt verkfall á Hótel Borg. Byggist dómurinn á niðurlagsákvæðum samþykktar félagsins 26. mai í vor, þar sem félagið bannaði meðlimum sínum að spila á lió- telinu, nema jafnmargir menn væru hafðir í hljóinsveitinni og áður unnu þar og að fyrrver- andi hljóðfæraleikarar skyldu liafa forgang. Þetta áleit Félags- dómur ólögmætt verkfall, án undangenginnar leynilegrar at- kvæðagreiðslu og lögboðinnar tilkjmningar. Skaðabætur verða ákveðnar síðar en félagið á auk sektar að greiða 250 króna málskostnað. Sigurjón A. Ólafs- son greiddi sératkvæði og lagði til að félagið yrði sýknað. ___d Scrutator: \Vi 'HJ Fjórtándi júlí. í gær dönsuðu Frakkar aftur á götunum fjórtánda júlí, Bastillu- daginn, eins og siður var í Frakk- landi, meðan landið var frjálst. En dansinn var stiginn í Alsír — ekki í París. Hér í bænum minntust margir öndvegislands frelsisins i gær. Sendimaður Stríðandi Frakka og frú Voillery tóku á móti gest- um, og ríkisútvarpið hafði mynd- arlega dagskrá. Aðalerindi kvölds- ins flutti Þórarinn Björnsson, frönskukennari Menntaskólans á Akureyri. Það var djarflegt og svipmikið erindi, flutt af krafti og einurð. Lýsti Þórarinn frönsku þjóðinni, gáfum hennar, marglyndi, hugsjónaauð og þrætugirni, dró ekkert undan af ókostum, en lýsti einnig hinum mörgu kostum þess- arar merkisþjóðar. Erindið var stór- fróðlegt. Þar birtist fjöldi skarp- legra athugana og skýringa, sem sjaldan heyrast, og sumar þeirra er mér ekki grunlaust um, að Þór- arinn hafi úr eigin brjósti. 1 er- indinu kom fram einlæg vinátta. og aðdáun, samfara ákveðinni gagn- rýni þess manns, sem glöggt skyn ber á efni sitt, enda þekki eg fáa menn fróðari en Þórarin um Frakkland, menningu þess, sál og tungu. Skotakappleikir. Fyrir réttum 15 árum voru skozk- ir stúdentar hér á ferð óg kepptu í knattspyrnu við, Reykjavíkurfélög- in. Leikar fóru svo, að Skotar sigr- uðu KR með 2:1, Val 6:1, Fram 5:1, en Víkingur gerði jafntefli, 2:2, og náði bezta árangri, því að landsliðin töpuðu bæði, B-lið með 5:0 og A-liðið með 3:1. í tilefni af leikjunum skrifaði „Senex“ í Vísi grein undir fyrirsögninni „The agile, canny Scot, and the child- like, simple Icelander" (Skotinn hraðskeytti og brögðótti og íslend- ingurinn barnalegi og hrekklausi). Lofar hann Skota fyrir tækni þeirra og fyrirhafnalausan leik og finnur það íslendingum til foráttu, hversu illa þeir kunni að varast leikbrögð Skotanna. Um kappleikina ritaði Lárus Sigurbjörnsson ágætar grein- ar i Visi, og munu þær hafa verið fyrstu itarlegu lýsingar knatt- spyrnuleikja hér á landi frá því er Árreboe Clausen skrifaði knatt- spyrnugreinarnar í Vísi 10 árum áður. — í landsliðunum voru þessir helztir: B-lið: Tómas Pétursson fulltrúi, Jónas Thoroddsen bæjar- fógeti og Alfreð Gíslason, lögreglu- stjóri (Víkingur), Pétur Sigurðsson háskólaritari (Fram), Kristján Gestsson fulltrúi, Sigurður Jafets- son og Þorsteinn Jónsson (KR). A-lið: Þórir Kjartansson lögfr., markvörður (Vík.), Þorsteinn (,,Mosi“) Einarsson, Gísli Guðs- mundsson og Hans Kragh (KR), hið fræga „tríó“, og Pétur Krist- insson lögregluþjónn og Örn Matt- híasson gjaldkeri (Valur), auk margra annara ágætra marina. Landslið. Það er ekki því að heilsa, að ís- lenzkir knattspyrnumenn eigi kost á að mynda Jandslið gegn útlend- ingum núna. En það bannar manni enginn að „stilla upp“ að gamni sínu. Hérna er til gamans landsliðið mitt: Markvörður Hermann (Val- ur), bakverðir Haukur Antonsson (Fram) og Sigurður Ólafsson (Val- ur), framverðir Geir Guðmundsson (Valur) Brandur (Vík.) og Högni Ágústsson (Fram) , framherjar Ellert (Valur) Snorri Jónsson (Valur), Júlíus Magnússon (ÍRA), Jón („á ellefu“) (KR) og Ólafur B. Jónsson (KR). — Eg skal taka það fram, að eg hef valið alla úr Islandsmótinu, nema Brand. Eftir hrossasýningnna. „Góða frú Bleik, hvar hafið þér fengið þetta inndœla kaffisett?“ hneggjaði frú Skjóna í klúbbnum, þar sem þær voru að prjóna. „Sú þykir mér klár,“ frísaði ungfrú Toppa, sú pipraða, hryssingslega. „Eg hélt að hvert einasta hross hefði frétt um sýninguna í Þjórsár- túni. Það hefir bara ekki runnið af honum Roða, síðan hann fékk silf- urbikarinn og byrjaði að súpa hregg“, bætti ekkjufrúf Blesa við og hringaði makkann. „Hún móðir hans ætlaði að fara að taka í taumana, en hann laust hana bara kinnhest j upplýsti Grána gamla hneyksluð, kláraði úr kaffibollanum, velti sér og rásaði burt. BcBjar fréítír Næturlæknir. Slysavarðstofan, sími 5030. Næturvörður. Ingólfs apótek. Ævitillög. í frásögn af Skógræktarfélagi Austurlands í blaðinu í gær, var sagt,. að félaginu hefði borizt 5000 kr. að gjöf, en þetta voru ævitillög 91 Austfirðings hér í bænum. Gjafir til heilsuhælissjóðs Náttúrulækningafélags Islands. Stefán J. Björnsson 40 kr. Pét- ur M. Sigurðsson 25 kr. Haraldur Sveinbjörnsson 100 kr. J. A. 10 kr. N. N. 50 kr. Rannveig Einarsdótt- ir 50 kr. Ingibjörg Þorkelsdóttir 50 kr. Sólm. Einarsson 10 kr. Leó- poldína Bjarnadóttir 5 kr. Helga Jónsdóttir 5 kr. Þórunn Sigur- bergsdóttir 5 kr. Jórunn Valdimars- dóttir 5 kr. Sigúrjón Guðmunds- son 10 kr. Steinunn Magnúsdóttir 5 kr. Kristín Ketilsdóttir 10 kr. Elinborg Kristjánsdóttir 10 kr. Þórborg Anna Þorkelsdóttir 10 kr. Sigrún og Edda Skúlad. 10 kr. Þóranna Tómasdóttir 5 kr. Jóhanna Gísladóttir 10 kr. Sigurjón Jónsson 10 kr. N.N. 100 kr. Kærar þakkir f. h. N.L.F.Í. Matthildur Björns- dóttir. Yfir 4 milljónir höfðu veirð greiddar upp í út- svör þessa árs, áður en útsvars- skráin orn út. Nemur þetta um ein- um fimmta hluta allra útsvara árs- ins og úísvaranna í fyrra. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.20 Útvarpshljómsveitin: Kalífinn frá Bagdad eftir Wald- teufel. Ástarkveðja eftir Elgar. 20.50 Mimlisverð tíðindi (Axel Thorsteinsson). 21.10 Hljómplöt- ur: „Feneyjar og Napoli“, tónverk eftir Liszt. 21.30 „Landið okkar“. ' Spúrningar óg svor (Pálmi Hann- esson rektor). Ameríska útvarpið. í dag: 16.00 Negrasálmar, Dor- othy Maynor o. fl. Erindi um list- ir í Aineríku. — Á morgun: 16.00 Sjötta symfónían eftir Tjaikovski, Fíladelfíuhljómsv., undir stjórn Stokovskis. Nokkur til sölu á Baldursgötu 24 (bakhúsið). Atvinna Ráðningarstofa landbún- aðarins, Lækjarg. 14 B, er enn opin daglega kl. 9—12 og 1—7. Margar beiðnir fyr- irliggandi um kaupamenn og kaupakonur. Einnig nokk- nrar ráðskonustöður. Komið og spyrjist fyrir. Nú er hver síðastur. FRAKKA- og DRAGTA-EFNI, köflótt og yrjótt, nýkomin.. H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 Stúlka eða kona óskast. — Uppl. i síma 5864. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.