Vísir - 14.07.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 14.07.1945, Blaðsíða 4
4 VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÍTTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Norræn samvinna. JJorræn samvinna er tvíþætt. Annars veg- ar veit hún að samskiptum norrænna þ.jóða sín í milli, en liins vegar sameiginlegri afstöðu þeirra út á við. Nokkur kurr mun nú vera milli norrænna þjóða á meginlandinu vegna misjafnrar afstöðu þcirra á ófriðar- árunum, en gera verður ráð fyrir að hann hjaðni er frá líður, þannig að vinsamleg viðskipti eigi sér stað í framtíðinni. Hitt má aftur telja augljóst að draumar um sameig- inlegt varnarhandalag þeirra þjóða kom- ast ekki í framkvæmd, einfaldlega af land- fræðilegum ástæðum. Um toll- og fram- leiðslu bandalag verður vart að ræða fyrsta kastið, en líklegt er þó að þjóðirnar geli samið sín á milli um sameiginleg hagsmuna- mál gagnvart öðrum þjóðum, en skilyrði þess er að sjálfsögðu að samkeppni sú verði ekki endurvakin, sem í algleymingi var á árunum fyrir stríð, og þá ekki sízt milíi Norðmanna og íslendinga á fiskmarkaðin- um víða um heim. Allt öðru máli gegnir um sameiginlega af- stöðu norrænu þjóðanna í alþjóða samvinnu. t>ar henda allar líkur til að þær geti staðið saman, flestar eða allar. Er Norðmenn tóku einir sæti á ráðstefnunni í San-Francisko fögnuðu þeir innilega dönsku fulltrúunum, sem þar fengu sæti, sumpart vegna fengins frelsis dönsku þjóðarinnar, en einnig af himí, að Norðmenn gerðu sér vonir um góða samvinnu við Dani. Utanríkisráðherra Dana, Christmas MöIIer, sem er nú einhver mesti áhrifamaður í stjórnmálum þar í landi, átli iiýlega viðtal við hlaðamann frá Vísi, og bar aiorræna samvinnu nokkuð á góma. Ráð- herrann lýsti yfir því að liann teldi að Norð- urlönd ættu að hafa mjög nána samvinnu, «n liann áliti liins vegar, að sterk norræn ■samvinna gæti aðeins þrifist innan alþjóða- bxmdglagsins, og ekki utan þess. Hér er um mjög athyglisverða yfirlýsingu ábyrgs stjórn- málamanns að ræða, sem ástæða er til að geía gaum sérstaklega. Smáþjóðunum hent- ar ekki og helst ekki uppi að skera sig út úr -alþjóðasamvinnu. Þær geta engin samtök mvndað, sem standa þar utan við. Stórþjóð- irnar hafa gefið þeim kost á samvinnu, en í því felst yfirlýsing um að vilji þeirra og tillögur verði metnar eftir gildi þeirra, en ■ekki höfðatölunni, sem stendur þar á hak við. Norrænu þjóðirnar eru lýðræðisþjóðir. (ifgastefnur hafa þar aldrei náð sér veru- lega niðri, þótt þær hafi gert nokkurn hávaða. J’að verður því auðvelt fyrir þær að skipa ■sér í flokk stórþjóðanna til liægri eða vinstri. Þetta verða þær að gera. Einangrun þjóða er úr sögunni og hennar mun ekki gæla með- an nútíma menning er við lýði. íslendingar hal'a fyrir sitt leyti þegar skipað sér í sveit með engilsaxnesku þjóðunum og þar munu þeir standa á liverju sem gengur. Aðrar nor- .rænar þjóðir vilja gera liið sama, en liitt er vafasamara hvort þær verða ekki að burð- ast undir þungu fargi á næstu árum, gegn vilja sínum. Þær hafa harist fyrir lj'ðræðis- hugsjón sinni á undanförnum árum og munu gera það en-þrótti fámennra þjóða má of- hjóða. VISIR Laugardaginn 14. júlí 1945 Aukinn vélakostur myndi lækka verðlag í landinu. Viðtal við Jóhannes Bjarnason vélaverkíræðing. N ýlega er kominn hingað til landsins frá Ameríku Jóhannes Bjarnason véla- verkfræðingur. Tíðinda- maður Vísis hitti Jóhannes að máli og spurði hann um erindi hans og störf vestra. IJvað voruð þér lengi vestra í þetta sinn? — Eg var um 7 mánaða tíma í Bandaríkjunum og Canada. Eg fór á vegum hlutafélagsins Orku, til að kaupa fyrir það vélar og afla þvj sambanda í vélum. Ilvað getið þér sagt mér um starf Orku? — Orka er nýtt félag, stofnað siðastltið sumar. Starf þess er að útvega og selja allt, sem nefnast vélar á hvaða sviði sem er: hygg- ingarvélar, vegagerðarvélar, landhúnaðarvélar, raf- magnsvélar o. s. frv. Einnig inunum við taka að okkur að undirbúa ýmsar verkl(s>;- ar framlcvæmdir. Er ekki ennþá nýjunga að vænla á sviði vélanna að vestan? — Jú, enn eru margar vél- ar, sem teljast mega nýjung- ar fyrir okkur íslendinga. Margar liafa komið liingað síðustu árin, sem létt hafa störfin á mörgum sviðum at- vinnulífsins. En það má með sanni segja, að við íslend- ingar stöndum enn aðeins á þröskuldi vélamenningar- innar. Mikið mætti lækka verðlagið i landinu, ef aukin væri vélanotkunin í hinutn ýmsuni atvinnugreinum, svo sem vega- og gatnagerðum, hyggingariðnaði og landbún-r aði. Viljið þér nefna einhverj- 'ar sérstakar vélar í þessu sambandi? Það yrði of langt mál að telja upp allan þann fjölda véla, sem liér koma til gréina, en eg vil aðeins minnast á nokkrar. Til dæm- is vélar til að malbika og vél- ar til að steypa götur og vegi, sem auka afköstin gifurlega, jafnframt því sem gölur og vegir verða vandaðri og end- ingarbetri. I byggingariðn- aðinum eru nú steypuliræri- vélar orðnar vel þekktar og eru þær mikil bót frá því, scm áður var. En i borgum og stærri þorpum væri liægt að lækka mikið bygginga- kostnað með því að hafa eina miðstöð þar sem steypan er blönduð og síðan ekið á byggingarstaðinn í bifreið- um, sem hafa úthúnað til að fullhræra og blanda vatninu á leiðinni á áfangastaðinn. Sparar þetta bæði fyrirliöfn og minna byggingareíni fer tíl spillis en ella. Einnig er ýmsra nýrra byggingarefna að vænta. Má þar meðal annars nefna alúmínium. Á stríðsárunum hefir fram- leiðsla á alúminíum aukizt gífurlega og framleiðslu- verðið því lækkað stórum. Alúmíníum framleiðendur ætla sér að keppa við járn og ýms önnur efni notuð í byggingariðnaði. Er þegar mikið farið að nota það í glugga og gluggaumbúnaði, hurðir og hurðaumhúnaði og mun bráðlega verða not- að á þök og veggi i stað báru- járnsins. Eru jafnvel heilhús byggð í þúsundatali úr þessu efni. IJefir það mikla þýð- ingu, vegna þess hvað það er endingargott. Fyrir stríð var töluvert farið að nota alúm. íníum til húsgagnagerðar og má búast við mikilli aukn- ingu á því syiði. Á sviði landhúnaðarins er ekki sízt stórfelldra breyt- inga að vænla. Má þar með- al annars nefna stórvirkar skurðgröfur, sem grafa marga kílómetra af opnum skurðum eða ræsum á sólar- hring, og væri fullkomin á- stæða til að gera tilraun með þær hér. Eru þetta ekki sörau skurð gröfur og notaðar hafa ver- ið hér síðastliðin sumur? — Nei. Enn liafa varla nokkrar reglulegar skurð- gröfur verið notaðar hér á landi. Það, sem mest er not- að hér, eru seinvirkar vél- skóflur, sem svq hafa verið nefndar á islenzku skurð- görfur, en eiga ekkert skylt við liinar eiginlegu skurð- gröfur. Margar aðrar stór- virkar landbúnaðarvélar maetti nefna, en eg liefi nokkrum sinnum áður rælt og ritað um þær, svo eg vil visa til þess. Þá vil eg minn- ast á sjálfvirka liitastilla. Eru það tæki sem komið gela i veg fjæir óþarfa ej7ðslu hilaveituvatnssins og sparað húseigendum mikið fé og orðið þess valdandi að hita- veituvatnið nýtist betur. Hitastillarnir tempra sjálf- krafa rennslið í hiisinu eft- ir því hitastigi sem óskað er, þannig að tryggt er að liitinn í vatninu nýtist til fulls áður en það rennur i burtu. Þá má geta þess að við er- um umboðsmenn liins vel- ]>ekkla sænskal jarðborunar- félags, Svenska Diamant- bergborrnings Aktieholagct. Þeir liafa staðið fyrir jarð- borunum víða um heim. Gelum við hæði úlvegað vélar frá þeim og einnjg fengið þá til að bora fyrir þá er þess óska. Þá rná líka geta þess að fyrir nokkuru komu til landsins 10 amerískar mjaltavélar. Eru allir mjög ánægðir með þær, sem þær hafaj fengið og er mjög mik- il eftirspurn eftir þeim. Uppsetning er engin, hvorki pípulagningar né annað, og vélarnar tilbúnar til notkunar eins og þær koma frá verksmiðjunni. Er hæði einfalt að stjórna þeim og þrífa þær. Mjólkar einn maður 20 kýr á klukku- tíma með þeim. Bæta þær mikið úr fólkseklunni í sveit- unum. . .Hingað iil hafa fundizt 15 grafir hjá Gardermoen í Noregi, og hafa fjölda líka verið grafin upp. Margt bendir saml til, að enn fleiri muni vera til, og heldur norski heimaherinn áfram leitinni að þeim. óvild. íslendingar, sem frá Danmörku hafa komið, en þó sérstaklega blaðanienn, sem utan fóru með Esju, telja, að gremju og kuljla liafi gætt í garð fslendinga meðal ýmsri í Danmörku, væntanlega vegna sambandsslit- anna. Ivemur þettá í sjálfu sér ekki á óvart, að öðru leyti en því, að Vitað var að gremjan myndi aðallega koma fram hjá þeim, sem nefnd- ir hafa verið „Stór-Danir'* hér á landi, en það eru þeir menn, sem stirðnað liafa i stórvelda- daumum danskra miðalda og sem telja, að liöfða- tala Dana gefi þeim rétt til að ráða yfir fá- höfðaðri þjóðum, þótt þjóðirnar eigi ekkert sam- eiginlegt í nútíðinni. Funder. Málflutningsmaður við ,,yfirréttinn“ danska, að nafni Sv. Aage F.under, rit- aði grein í „Frit Danmark“ 15. júní sl., er hann nefnir „ísland sveik okkur“, en þar virðist hann „gefa tóninn an“, og er þá ekki að undra þótt svalann andi í okkar garð. Um grein þessa er i skemmsu máli það að segja, að ólögfræðilegri greinarstúf mun vart geta. Gengið er út frá stað- lausum fullyrðingum, án þess að skirskotað sé til málsskjala, en því næst er leikið á lægstu nótur mannlegra tilfinninga og spilað á fáfengi- Iegan þjóðarmetnað, með viðeigandi tilvitnun- uin i dönsk ætljarðarljóð. Jafnframl lætur lög- fræðingur þessi sér sæma, að bera fram per- sónulegar ákúrur í garð núverandi forseta íslands, enda er málflutningurinn yfirleitt ó- sæmandi fyrir löglærðan mann. Það eitt út af fyrir sig, að greinin ber vott um ofnæma og særða tilfinningasemi, nægir til að sanna, að liún er ólögfræðileg og algerlega óhugsuð. Sóma- sandegir málflutningasmenn hugsa og rökstyðja málið, en láta yfirleitt ekki tilfinningasemi vaða með sig í gönur, þegar í upphafi málflutnings. Stjórnmálamenn gera slíkt hið sama, hafi þeir um vandasöm málefni að fjalla og séu ekki staddir á kosningafundum, en Overretssagförer Funder sneiðir með prýði hjá fordæmi slíkra aðila, til þess eins að vekja gremju i garð ís- | lcndinga. Af slíkum fslandshöturuin stafar eng- j in blessun, frekar en Danahöturunx hér á landi. Slikar tilfinningar heyra fortiðinni til, en stjórn- [ málamenn og velmenntir lögfræðingar munu leysa sambandsmálið á þeim grundvelli, sem þegar hefir verið lagður, með fullum skilningi og vinsemd. Samvinna mun takast með þessum þjóðum, sjái þær sér hag í sliku, en að sjálf- sqgð.u verður þar ekki um neina fórn að ræða af liálfu hvorugs aðilans. Menn, sem Funder yfirréttarmálflutningsinaður gera sér tæplega ljóst, hvers.kyns starfseini þeir hafa með hönd- um, og að þeir skaða jafnt þjóð síua scm ís- lendinga með barnalegum skrifum. Foringjar í herforingja- ráði Breta Iiéltlu Eisenhow- er hershöfðingja kveðjusam. sæti í gærkveldi. Bróðurlcg Hér skal ekki út í það farið, ao þögn. rekja grein lögfræðingsins lið fyrir lið og hrekja hana jafnframt. Til þess þyrfti að birta orðsendingar og skjöl, sem milli ríkisstjórna beggja landanna hafa farið og yrði það of langt mál. Á sínum tíma mun allt þetla liggja fyrir á réttum stað og lögfræðiskýringar Funders eða tilfinningasemi, munu þá koma að litlu haldi. íslenzk blöð elta vonandi ekki ólar við fjandsamleg skfif, sem birtast kunna í dönsk- um blöðum vegna sambandsslitanna. Þau munu frekar kjósa bróðurleg orð í garð Dana, en svo. er lika til vinsandegt fyrirbrigði, sem mætti nefna bróðurlega þögn, og hæfir hún þvi best, sem hættulegast er sambúð þjóðanna, en óábyrg- ir menn leggja af mörkum. Samninga- Eftir kosningar í Danmörku, scm nefnd. væntanlega fara fram i haust, hefj- ast vafalaust sainningaundeitanir milli 'íslendinga og Dana um ýms mál, sem ekki hafa .orðið leyst vegna hernáms Danmerkur. Þarf strax að gera ráðstafanir til að tilnefna menn af íslendinga hálfu, sem samningana ættu að hafa með höndum, en val manna í nefndina verður að miðast við margskonar vcrkel'ni, sem leysa þarf. Þar mega engir öfgamenn eiga sæti, heldur þeir einir, sem sökum þekkingar og mannvits eru vel til þess fallnir að leysa málin á heppilegasta hátt fyrir þjóðirnar báðar, en halda þó með festu á kröfum íslendinga, er sanngjarnar gela talist. Frá liðinni tíð hafa nú- tima Islendingar ekkert að erfa og Danir held- ur ekki, cn eiga hins vegar að minnast góðra samskipta núlifandi kynslóða. Ástæðulaust er að ræða þetta mál frekar. Það getur ýft upp grónar úndir beggja þjóðanna, en fær engu uin þokað frá því, sem oðið er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.