Vísir - 02.05.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 02.05.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAB O G LYFJABÚÐIB Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sírai 5030. Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. <3* VI8IR Föstudaginn 2. maí 1952 LJÓSATÍMI bifreiða og annarra ökutækja er kl. 22.15— 4.40. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 00.50. llasfidlkini&éáleikíslieppMaiiaB.: Úrvalið sigraði „pressu- liðið“ með naumindum SeÉti Iti wmöB'k m 12. Á miðvikudag fór fram lceppni í handknattleik milli úrvalsliðs, sem HKRB valdi og liðs, sem íþróttafregnritararar 4ra dagblaðanna völdu (Vísis, Mbl., Tímans og Þjóðv.). Leikurinn var mjög vel leik- inn af báðum liðunum og lengi tvísýnn, en svo fór að lokura, •að úrvalið gekk með sigur af hólmi með 16 mörkum gegn 12. Fyrstu 8 minútur leiksins skiptust liðin á upphlaupum, án þess að fá skorað. Á 9. mínútu skoraði úrvalið fyrsta mark •leiksins og litlu síðar annað, og var Valur Benediktsson þar að verki í bæði skiptin. Á 11. mín- útu skoraði Axel Einarsson svo fyrsta mark pressuliðsins. Úr- valið hafði betri tök á leiknum fyrst framan af, sem sjá má af því að á tímabili var markatal- an 4:1 úrvalinu í vil. Er leið á leikinn færðist pressuliðið í auk ana og gerði mörg hættuleg 'upphlaup, er annaðhvort strönd uðu á vörn úrvalsins, eða í ör- uggum höndum Stefáns mark- yarðar. í hálfleik var marka- fitaðan 7:4, úrvalinu í vil. Eftir leikhlé var sem pressu- liðið kæmi endurnært af krafti og leikgleði, og á fyrstu mín- iútunum skoraði Sigurður Norð- Úahl tvisvar fyrir pressuna, og liafði úrvalið því aðeins eitt mark yfir á tíma. En úrvalið yar ekki alveg á því að láta pressuna ná jafnvægi og skor- uðu á skömmum tíma 3 mörk til viðbótar (9:6). Síðan skipt- ust upphlaupin nokkuð jafnt og oft björguðu markverðirnir, Sólmundur og Stefán, á síðustu stundu. Upphlaup pressunnar voru í þessum hálfleik mun snarpari og hættulegri en úr- valsins og átti pressuliðið meira í þessum hálfleik. Leikurinn var í álla staði vel heppnaður og til ánægju. Væri sjálfsagt að svona leikur færi fram einu sinni á ári. Beztu leikmenn úrvalsins: Halldór Halldórsson, Valur Benéciiktsson, Jón Erlendsson, Stefán Hallgrímsson. Beztu leikmenn pressunnar: Rafn Stefánsson, Hörður Felix- son, Sólmundur Jónsson, Sig- urður Norðdahl. í aukaleikjum sigraði kven- flokkur Fram Keflavíkurstúlk- urnar, 10:0 og Valur sigraði Keflvíkinga í 1. flokki karla, 12:4. Fólkið naut góðviðrisins. Mikill mannfjöldi var í mið- bænum í gær eftir hádegið, enda veður með afbrigðum gott. Þátttaka var allmikil í kröfu- göngu verkalýðsfélaganna, en áheyrendur á útifundinum, er létu veðrið lokka sig-út og niður í miðbæinn, voru þó enn fleiri. Skipaskurðir frá Norð- ursjó til Miðjarðarhafs. JLeiðin yriii yfir 2000 itns. iöny. Paris (AP). — Fyrir nokkru var endurvakin hin gamla hug- nnynd um að tengja saman Norðvestur- og Suður-Evrópu með skipaskurði. Fengist þann- ág 2080 kílómetra leið siglinga- leið um meginlandið sjálft. Siglingaleiðin yrði frá Norð- •ursjó nálægt Hamborg til Mar- .seille á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Áformað er að skipaskurðurinn samtengi Rín •og Rón, sem báðar eiga upptök sín í Svisslandi. Rín rennur aiorður á bóginn gegnum Frakk- land, Þýzkaland og um Holland. Rón rennur suður á bóginn um Frakkland. — Við samtengingu íljótanna er fyrirhuguð notkun svissnesku vatnanna milli feeggja fljótanna. „Markmið okkar“, segja Frakkar, „er að tengja saman Cenfarvatn, sem Frakkar og -Svisslendingar eiga Iönd að, en um það rennur Rónfljót, sviss- nesku vötnin hjá Neuchatel og Bienne, Aarefljótið og loks Rín nálægt Basel. Vegna samteng- ingarinnar þarf að grafa skurði milli fljótanna á leið sem er 140—180 km. löng. Rín er 1120 km. löng og Rón um 800 km. — Mikil iðnaðarhéruð liggja að hinni fyrirhuguðu nýju flutningaleið og Rín hefir sam- band þegar við aðrar skipgeng- ar ár, og Rón er að verða nærri algerlega skipgeng, eða verður á næsta ári. Verður þá fullgerð stíflan mikla við Genissiat, sem varið hefir verið til yfir 65 millj. dollara af Marshallfé og skapast þar feikna raforkuskil- yrði, en vatninu úr Rón verður á næsta ári hleypt í steyptan skipaskurð milli Donzere og Montdragon og verður hann 75 fetum breiðari en Suezskurður- erelar svara Persum neitaitdi. London (AP). — Brezka stjórnin hefir hafnað orðsend- ingu Persa varðandi Bahreinej', sem þeir vilja nú eigna sér, en eyin er undir vernd Breta. Eru þar olíulindir miklar og stórfelld hagnýting þeirra haf- in. — í persnesku orðsending- unni segir, að Bahrein hafi á- vallt verið persneskt land, og komu sendimenn brezka utan- ríkisráðuneytisins þar mótmælt. f svari Breta segir, að milli Bahrein og Bretlands hafi samn ingar verið í gildi, allt frá ár- inu 1820, og löglegt samkomu- lag hafi verið gert um, að Bret- ar tækju að sér vernd eyjar- innar. ----------- Kommúnistar fordæma eigi njósnirnar. Njósnirnar, sem uppvísar hafa orðið í Svíþjóð og gerðar voru í þágu Rússa, hafa vakið bæði athygli, ugg og ótta þar í landi. Við Ríkisdagsumræðurnar 22. apríl fordæmdu formenn allra stjórnmálaflokka nema kom- múnista athæfi þeirra, sem reka erindi erlendra ríkja. Tage Erlander forsætisráð- herra hefir heitið á alla þjóðina að styðja lögregluna í baráttu hennar við myrkraöfl, sem að verki væru í landinu. Komst forsætisráðherrann svo að orði, að almenningur væri hin mikla leynilögregla, og þegar um eins alvarlegt mál og njósnirnar væri að ræða, yrðu allir að leggja fram sinn skref, til að koma í veg fyrir meira af svo góðu. -----« ---- Reykjanesför Ferða- félagsins á sunnudag. Ferðafélag fslands efnir til skemmtiferðar út á Reykjanes á sunnudaginn. Ferðafélagið hefir á hverju vori efnt til ferðar suður að Reykjanesvita, en þar er margt skemmtilegt og nýstárlegt að sjá, enda þótt landið sjálft sé auðnarlegt og gróðursnautt. Þarna eru miklir leirhverir, fallégir hellar, heitar sjólaugar, brimsorfin strönd og rismiklir klettadrangar úr sjó. Lagt verður af stað kl. 9 ár- degis og ekið um Grindavík. Á heimleiðinni verður gengið annaðhvort á Háleyjarbungu eða Þorbjarnarfell en þaðan sér vítt og vel yfir suðurhluta Reykjanesskagans. Forseti sambands blökku- manna í S.-Afríku hefir lýst yfir í ræðu, að þörf sé 10 þús- und sjálfboðaliða í baráttunni gegn kynþáttastefnu stjórnar- innar. Þrjú innbrot í fyrrinótt. TiBratfln fii fjérða ifssiiir©tsins misheppnaðisf* I fyrrinótt voru framin þrjú innbrot hér í bænum og tilraun gerð til hins fjórða. Eitt þessara innbrota var í verzlunarhús Pfaff við Skóla- vörðustíg. Hafði verið farið inn um glugga bakdyramegin á kjallarahæð hússins. Þaðan hefir þjófurinn svo haldið upp á efri hæðina og stakk m. a. upp hurð að prjóna- stofu Önnu Þórðardóttur, sem er til húsa á 4. hæð. Þaðan hafði þjófurinn á brott með sér 140 kr. úr ólæstum peningakassa, en ekki séð að öðru hafi verið stolið. Þá hefir þjófurinn einnig brotizt inn í skrifstofu Stef, sem er á efstu hæðinni. Til þess að komast þangað inn þurfti að brjóta upp tvær hurðir. En eftir að inn var komið var ráðist á skrifborð og stungnar upp tvær skúffur í því. Þarna var stolið tæpum 900 kr. í peningum. Annað ínnbrot var framið í skrifstofur vinnustöðvarinnar fyrir bæjarhreinsunina að Vegamótastíg 4. Sprengdur hafði verið upp gluggi og farið inn um hann og síðan brotin upp hurð að skrifstofunni. Ekki var neinu stolið þarna, en um allmiklar skemmdir að ræða. Þriðja innbrotið var í „Kjöt og Grænmeti við Snorrabraut 56. Hafði verið brotin upp hurð á bakhlið hússins og síðan leitað „ABIra sálna messa" frumsýnd í Hafnarfiröi, Leikfélag Hafnarfjarðar frum sýnir í kvöld leikritið Allra- sálnamessa eftir ungan, írskan. höfund, Joseph Tomelty. Tomelty hefir vakið á sér mikla eftirtekt og samið all- mörg leikrit, sem öll hafa ver- ið sýnd í Abbeyleikhúsinu. — Allrasálnamessa eða „All souls mass“ þykir bezta leikrit hans. Gerist það í írsku sjávarþorpi og lýsir lífsbaráttu fólksins og í hana er.fléttað þjóðtrúnni um allrasálnamessu. Leikendur eru sjö, og fara þau Þorgrímur Einarsson, er leikur sem gestur, og Hulda Runólfsdóttir með aðalhlutverk in. Mikið fjör er nú í Leikfélagi Hafnarfjarðar og hefir val þess á leikritum undanfarna vetur þótt takast vel. Leikstjóri er Einar Pálsson og leiktjaldamálari Lothar Grundt. Gullfaxi í leitarflugi. Gullfaxi lagði af stað í leit- arflug um sexleytið í morgun. Verður leitað frá Angmagsa- lik á austurströnd Grænlands og suður að Hvarfi, svo framar- lega sem veður leyfir. Flug- stjóri í dag er Anton Axelsson, en meðal þátttakenda í leitinni er Birger Rasmussen, fulltrúi norsku ríkisstjórnarinnar. að peningum á skrifstofu fyrir- tækisins. Þar- voi'U hinsvegar engir peningar geymdir og mun þjófurinn hafa farið tómhentur burt. Loks var svo tilraun gerð til þess að brjótast inn á skrifstofur strætisvagnanna í Traðarkots- sundi 6. En tilraun þessi fór út um þúfur af því að maður sem svaf uþpi á lofti í húsinu heyrði einhvern gauragang niðri, fór fram úr og veikti ljós. Mun þjófurinn hafa orðið ferða hans var og hypjað sig þá á brott, -----»----- J* Arangurslaus fund- ur vopnaMésnefnd- ar í morgun. Pammmjom. (A.P.). — Vopnahlésnefndin kom saman til fundar í Panmunjom í morg- un. Sátu hann allir fulltrúar beggja aðila og var fundurinn haldinn fyrir luktum dyrum. Rædd voru aðal ágreinings- atriðin 3, krafa kommúnista um að fá að byggja flugvelli meðan vopnahléið stendur, að Rússar fái fulltrúa í eftirlits- nefnd með vopnahléi, og krafa Sameinuðu þjóðana, að fangar ráði því sjálfir, hvort þeir fari heim til sín, er þeim verður sleppt úr haldi. Ekkert samkomulag náðist. ----------- ------ Síldartunnur frá Tékkóslóvakíu. Lagarfoss kom til Siglufjarð- ar í gær með 15.000 síldaríunn- ur til síldarútvegsnefndar. Tunnurnar eru frá Tékkó- slóvakíu, en komu til Siglu- fjarðar beint frá Hamborg. Veður er gott á Siglufirði í dag og í nótt var frostlaust. Hátíðahöld voru aðeins innan húss í gær, enda er svo mikill snjór á götunum, að skrúðgöng- um varð ekki við komið. —----♦..... Hanniba! í framboði á Isafiröi. Einkaskeyti til Vísis. Isafirði f morgun. Tilkynnt hafði verið opinber- lega í gær, að Hannibal Valdi- marsson yrði í kjöri fyrir Al- þýðuflokkinn. Ekki hefir verið gengið end- anlega frá neinum öðrum fram boðum, en búizt er við að allir flokkar bjóði fram og átök verði allhörð. Fyrsta maí hátíðahöld voru lítil hér, nema hvað Alþýðu- flokksfélagið hélt samkomu og merki voru seld á götunum. Veður er gott hér um slóðir, en næturfrost hefir verið þrjár s.l. nætur. Afli hefir verið frem ur tregm-v undanfarna daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.