Vísir - 17.05.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 17.05.1952, Blaðsíða 7
Laugardaginn 17. maí 1952 V f S I B VWVVVWVVVWWWlAftflWVWVWWWS/WVWWWVVVVWWWW Sheila Kaye-Smith: 8 KATRIN riWVVWUWVVVVVWWWVVVWVWVWVVftWiWWWVVVVVnÁ „Jæja, eg man ekki betur en að hún segði, að hún mætti eiga von á auðugum biðli.“ „Hann verður það, er hann hefir gengið að eiga Kötu.“ „En eg skildi það alveg greinilega, að hann ætti að koma til hennar sem aúðugur maður. Spámaðurinn ræddi um tvær auðugar og fornar ættir.“ „Oxenbrigge-ættin er ekki snauð.“ „Við erum betlarar í samanburði við Alard.“ „Svo að hér er tækifæri til þess að verða auðugur.“ Hann lýfti höfði og horfði djarflega á hana, rannsakandi augum. „Af hverju ertu að blekkja mig? Eg hefi sagt þér margsinn- is, að eg vil ekki ganga að eiga Kötu.“ Lagið fekk snöggan endi. Og seinustu tvö orðin bárust til Alards: „Já, það er rétt. Giftast Kötu. Svo að þú ert að reyna að beina honum á brautina til hennar.“ „En orð mín hafa engin áhrif.“ „Eg hefi hafnað þessum heiðri fyr.“ „Víst hefirðu það. Enginn vill ganga að eiga vesalings Kötu. Herra Douce, eg á dóttur, sem enginn vill fyrir konu, þótt hundrað pokar gulls fylgi í heimanmund. Hún getur ekki feng- ið Conster, því að þar koma karlar aðeins til greina sem erf- ingjar, en sjóðir mínir fylgja ekki lendunum og þá getur hún fengið — alla með tölu.“ „Hún giftist vafalaust bráðlega." „Eg vildi, að eg gæti trúað því, en við höfum reynt allt — og það hefir engan árangur borið. Af hverju viltu hana ekki, Kit?“ Kit hló og fór að leika annað lag. „Af hverju viltu hana ekki?“ hvíslaði lafði Elisabet. „Þú veizt hvers vegna eg vil hana ekki.“ „Hún er ekki svo villt, að eiginmaður hennar gæti ekki tamið hana. Hún er orðin að villiketti, af _því að hún hefir beðið eiginmanns svo lengi. Og að því er trúarbrögð snertir er eg viss um, að eftir einnar nætur ástaratlot gætirðu fengið hana til að taka nýju trúna.“ „. ... einnar nætur ástaratlot.“ En Robert Douce sagði eitthvað hátt við Alard í þessum svifum og í þetta skipti vaknaði þakklátssemi í huga Elisa- betar til þessa dökka manns, sem alltaf var með hæðnissvip. Hún hafði bitið á vör sér, því að hún hafði orðið smeyk — og svo furðaði hún sig á því, að hafa kennt beygs. Hún hafði bara verið að tala um Kötu. Oxenbrugge fór að leika dapurt lag frá Tye. „Kit,“ hélt hún áfram og reyndi að stríða honum. „Þú veizt, að ef þú vektir ástir í brjósti Katrínar, mundi hún láta að ósk- um þínum i hvívetna.“ „Eg mun ekki reyna að vekja ástir í brjósti hennar.“ „En þú ert maður af góðri ætt. Hví viltu ekki kvongast. Af hverju geturðu ekki orðið ástfanginn?“ „Það er vegna þess, að eg er ástfanginn, sem eg get ekki kvongast.“ „Kit ....“ Silkibönd gígjunnar voru sem slútandi grein fram yfir hand- legg hans, og hún læddi hönd sinni þar undir, og hún greip þéttingsfast um handlegg hans, en henni leið eins og hún væri að loga upp. Andartak var eins og hljóðfæraslátturinn ætlaði að þagna, en svo fór Kit allt í einu að leika annað lag, og nú komu hærri, glaðlegri tónár úr gígjunni, hver strengur titraði, og ómarnir bergmáluðu sem deyjandi þrumuhljóð í botni hennar. 9. Katrín heyrði hljóðfærsláttinn upp á herbergi sitt, þótt það væri ekki beint yfir, þar sem leikið var, en þó nærri, og vissu gluggar herbergis hennar að - Tillingham-ánni, og þar fyrir handan var hæð, sem nú var umvafin næturskuggum, en fyrir ofan var stjörnubjartur himinn. Ef hún hallaði sér út um gluggann gat hún séð straumvötnin í austurhluta dalsins og leirurnar milli Pesenmarsh og Odimer, sem voru undir sjó um flóð. En í kvöld langaði hana ekkert til þess að halla sér út um gluggann og horfa þangað. Hún-sat fyrir innan glugagnn og horfði á stjörnurnar. Hún hafði sagt Nan Jordan, þernu sinni, að fara, því að hún vildi vera ein, og eins vegna þéss, að henni hafði aldrei verið geðfelt, að njóta aðstoðar til þess að klæða sig og af- klæða. Það gat hún gert sjálf og sett upp hár sitt, ekki svo að móður hennar líkaði, en eins og henni sjálfri féll bezt. í kvöld losaði hún um hlýrana á kjól sínum og lét hann falla niður, og naut þess að láta kvöldsvalann leika um sig. Ekkert gler var í glugganum og þess vegna naut hún betur en ella töfra næturinnar. Oft og mörgum sinnum hafði henni verið spáð því, að hún myndi deyja ung, en hér var hún enn á lífi, heil heilsu og í fullu fjöri, en ógefin. Dreymandi bros hennar tók breytingum og svipur hennar mildaðist. Ógefin — ógefin — þær, sem gefnar voru, kynnu að giftast.....Hún vissi hve heimskulegt það var, að trúa á spádóma og trú hennar bannaði slíkt, en það var gaman að því að láta spá fyrir sér, þegar vel var spáð. Hár brúðguma hennar átti að vera svart sem íbenholt. ..... Oft hafði hana langað til að leggja hönd sína á höfuð Kit Oxenbrigge og strjúka hið hrafnsvarta hár hans — þótt hann væri mótmæl- endatrúar, en hún mundi snúa honum............ En hann vild-i hana ekki, og það sveið henni. Það var ekki af trúarlegum ástæðum sem hann vildi ekki við henni líta. Hann hafði verið beðinn um að taka hana fyrir konu, en hann neitaði. Henni hafði verið sagt þetta og vissi því mæta vel hvernig í öllu lá. Enginn vildi hana af því að hún var papisti, og ofríki hennar svo mikið, að fæstir þoldu það .... og nú var hún að komast á örvæntingaraldurinn, eins og' það var kallað, og orðum spá- karla mátti ekki trúa, því þá braut hún í bág við trú sína. Hún stundi þungan, studdi olnbogunum á gluggakistuna, og horfði út og upp í heiðstirndan himingeiminn. Og það var þá, sem fingur Kits fóru að leika um strengi gígjunnar, og hann sendi tónana upp til hennar án þess að vita það, og án þess að vita hvort henni líkaði betur eða verr. Þarna niðri var leikið glaðlega, en þeir hljómuðu öðru vísi, er nóttin hafði andað á þá, umfaðmað þá, og borið þá til hennar, og það var raunalegt, angurvært lag, sem endurómaði í hugarhofi hennar, um skugga- leg, andvarpandi tré, um draugslega dimman skóg, glitrandi bönd árinnar og blikandi stjörnur í fjarska. í kristalhreinleik sínum hvelfdist himininn yfir jörðina og yfir hana, og úr þessum kristalsblikandi geimi bárust ómar, sem í samstillingu sinni og ljúfleika urðu sem hægur kliður, og er þögnin tók við af deyjandi slagnum, var hann fegurstur. Henni fannst þetta sem söngur stjarnanna, sem hefði náð til hennar, broizt til hennar í fjarlægum ljósheimum, en við og við skaut upp þeirri hugsun, að það væru fingur Kits Oxen- brigge sem snertu við strengjunum, og hún sá höfuð hans slúta dálítið niður. Og henni flaug í hug, að strjúka hár hans — en þessar hugsanir áttu ekkert skylt við söng stjarnanna, og brátt reikaði hugur hennar á brautum jarðar. Hvers vegna varð hlutskipti hennar að vera annað en flestra annara kvenna, sem hún þekkti, og giftust og eignuðust börn? Þótt hún væri „ótemja“, eins og stundum var sagt, og hagaði sér í flestu „eins og strákur“, langaði hana til þess að giftast. í fyrsta lagi var hún barn sinna tíma, þeirra tíma, er því fór fjarri, að ógiftar konur voru í heiðri hafðar, jafnvel fyrirlitnar, WWWVWWWtfUWWWWM Dulrænar Flaskan kornbrennivíni af Seyðisfirði. Önnu var jafn vel við Þrúði og öllum öðrum, sem þekktu hana, því að hún var valkvendi. Háfði Anna verið áður yfir henni og Þrúði þá batnað tals- Vert. Anna fór þegar á Seyðis- fjörð og sat um ferð suður, en fékk enga, svo eigi dugði þótt Anna næði í flöskuna. En nótt- ina eftir dreymir Önnu, að Þrúður kemur og segir: „Seint komst þú með flöskuna! Nú er eg dáin“. — Þetta reyndist satt, þegar fréttist. En hið sama kvöld, sem Þrúður dó, varð Ingibjörgu Stefánsdóttur í Stakkahlíð í Loðmundarfirði litið út um stafnglugga á bað- stofunni, og sá þar mynd Þrúð- ar. En áður, þegar Þrúður fór frá Klyppstað, hafði hún sagt: „Mér þykir nú verst að geta ekki kvatt hana Ingibjörgu mína í Stakkahlíð“. (Þjs. S.S.). Indíánahjónin. (Sögn Guðlaugs Ólafssonar, Winnipeg. Skrásett 5. júní 1926. Saga IV. ár, bls. 67—7Ö). Nálægt miðjum júni 1916 fór eg, samkvæmt beiðni ensk manns ofan til Matlock, sém er sumarstöð Winnipegbúa, til að smíða þar lítið sumarhús. Það var fimmtudagur, þegar eg og annar maður lögðum af stað kl. 5.20 um kvöldið og komum til Matlock um kl. 6.30. Um daginn var mjög heitt veð- ur og mér var mjog illt í hofð- inu, sem að líkindum stafaði mest af hitanum um daginn. Þegar á staðinn kom lá fyrst fyrir okkur að færa tii stórt tjald, sem stóð þar sem húsið átti að byggjast. Mér veittist mjög örðugt að hjálpa manninum að taka ofan tjaldið og setja það upp aftur, fyrir þrautum um ailt höfuðíð, en samt tókst okkur að Ijúka við það og fórum að búa um okkur fyrir nóttina, sem ekki tók okkur lengi, því að við vild- um sem fyrst fara að sofa. Hann bjó um sig fast út við aðra hliðina fjærst dyrunum, en eg rétt fyrir innan dyrnar, £ & BumuqkAi TÁRZAN //35 Kivu sagði, er hann heyrði að Tarzan væri kominn: „Margar og einkennilegar sögur hefi eg heyrt um Tarzan apabróðir." „En ennþá hefi eg aldrei mætt hon- um.“ Um leið rétti Tarzan honum rifil, sem hann sagði Kivu að nota sér til varnar. „Höldum af stað,“ sagði Tárzan. „Hafið hljótt og reynið að halda ykk- ur í skugganum, því bezt væri að komast á brott án bardaga,“ Tarzan benti þeim áfram og sagði þeim frá hvar meira af vopnum voru geymd, en tók þeim Vara við að skjóta, fyrr en merki yrði gefið.' Oopr. leta.Edj.t IUc* Burrou|l!». loc,—Tm. I£e». O.B. Ott Dtstr. by Unlted Feature Syndlcate, Inc

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.