Vísir - 24.09.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 24.09.1952, Blaðsíða 2
2 • ' ■ ' ■ Hitft og þetfta Enskur sölumaður var send- ur til afskekts hluta N.-Amer- íku í þeim erindum að selja skó, en eftir stuttan tíma sendi hann fyrirtæki sínu eftirfar- andi skeyti: „Kem strax heim. Vonlaust um markað. Það er enginn hér sem svo mikið sem notar skó.“ Skömmu síðar kom banda- rískur sölumaður þangað í sömu erindum. Hann sendi einnig skeyti, en það hljóðaði þannig: „Tvöfaldið framleiðsl- una. Geysilegir sölumöguleik- ar, því að hér gengur enginn á skóm. Byrja auglýsingaherferð á morgun.“ • Um 'það bil einni af hverjuin 5 bifreiðum, sem eru í notkun nú í Bandaríkjunum, hefir ver- ið ekið meir en 120.000 kílóm. ; • Læknirinn var mjög undr- 'andi, þegar hann hafði rann- sakað gamla manriinn, og sá, ‘hve góða heilsu hann bjó við. „Hve gamall eruð þér í raun og veru?“ spurði læknirinn. „Eg er 87 ára.“ „Eg verð að segja, að þetta er alveg einsdæmi. Eg hef að minnsta kosti aldrei vitað um annað eins. Getið þér gef ið mér nokkra skýringu á því, hvernig þér hafið varðveitt heilsu yðar svo vel og lengi?“ „Já,“ sagði gamli maðurinn, „það get eg ef til vill. Sjáið þér til! Þegar eg kvæntist urðum við hjónin ásátt um að rífast aldrei. Ef hún yrði einhvem tíma reið, átti hún að ganga fram í eldhúsið og bíða þangað til henni væri runnin reiðin, og á sama hátt átti eg að fara í gönguferð, þangað til mér væri runnin reiðin. Og þannig vildi það til,“ sagði gamli mað- urinn, „að eg hef lifað stöðugu útilífi alla ævi.“ úm Mmi Dar.... Vísir birti m. a. eftirfarandi í bæjarfréttiun um þetta leyti fyrir 30 árum: Orkesterskóli. Núna eftir mánaðamótin er ákveðið að setja á stofn vísi að orkesterskóla undir forustu hr. Böttchers. Ætlar hann að kenna unglingum á þau hljóðfæri, sem notuð eru í orkestri, svo sem fiðlu, selló, kontrabassa, tréblásturshljóðfæri, horn o. fl. Er þetta einkum gert í því skvni. að hér geti komið upp regluleg hljómsveit eða orkest- er, en auðvitað fylgir engin skuldbinding um að ganga í slíkan flokk þó menn njóti i kennslunnar. Húsnæði verður; hjá lúðrasveitinni, þegar hús; hennar er tilbúið. En þangað. VI mun einn af skólum bæjar- . tris hafa sýnt þá velvild að lána 1 *stofu síðdegis. Kennsla verður i í tónfræði og muri Páll ísólfs- son hafa hana á hendi. Bráð- , lega mun verða birt um nánari ( tilhögun skólans. — Það 'ár! áuðvitað, að hér er aðeins um j smáa byrjun að ræða. En ekki j er ráð, nema í tíma sér tekið, ! og ættu unglingar, sem óska að læra á hljóðfæri að grípa tæki- | færið, það verður því miður, ekki rúm fyrir marga. { vlsm Miðvikudaginn 24. september 1952. BÆJAR Miðvikudagur, 24. september, — 268. dagur ársins. Rafmagnsskömmtun verður á morgun, fimmtu- dag, lil. 10.45—12.15 í 1. hluta. Kvennaskólinn í Reykjavík. Námsmeyjar komi til viðtals í skólann laugardaginn 27. september; 3. og 4. bekkur kl. 10 árdegis; 1. og 2. bekkur kl. 11 árdegis. V.b. Örn Arnarson. Nýlega hefir vélbáturinn ís- leifur frá Hafnarfirði hlotið nýtt nafn. Heitir hann nú Örn Arnarson. Rausnarleg gjöf. Nýlega samþykkti bæjar- stjórn Hafnarfjarðar á fundi sínum, að kaupstaðurinn gæfi 10 þús. kr. til væntanlegs húss fyrir íslenzku handritin. Stjörnubíó 1 sýnir þessa dagana athyglis- verða og snilldar vel leikna mynd, sem nefnist Örlagadagar Þjóðleikhúsið sýnir Leðurblökuna kl. 8 í kvöld. „Vér morðingjar“, hinn merki sjónleikur Guð- mundar Kambans, verður sýndur í Iðnó í kvöld kl. 8. Vöruvöndun er frumskilyrði í allri fram- leiðslu. — Mjólkureftirlit rík- isins. Kvöldskóli K.F.U.M. Innritun nemenda fer fram daglega í rverzluninni Vísi, Laugavegi 1. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík 16. sept. til Sávona, Neapel og Barcelona. Dettifoss er í Antwerpen. Goðafoss fór frá Hafnarfirði 20. sept. til New York. Gullfoss fór frá Leith í MwMfátœ ht. I7ÍS Lárétt: 1 Fjall, 6 hress, 7 stefna, 9 fangamark, 10 önd, 12; slæmt, 14 gat, 16 tvíhljóði, 17 írafár, 19 hindrar. Lóðrétt: 1 ílátin, 2 einkennis-{ stafir, 3 nautn, 4 graslendi, 5 j nafn, 8 á fæti, 11 í hérbergjúm, j 13 tónn, 15 krot, 18 fótarhluti. \ Lausn á krpssgátiu nr. 1724, Lárétt: l'Þormóðs, 6 háð. 7 ós, 9 L1, 10 RKÍ, 12 Níl, 14 vá 16 Si, 17 als, 19 refsar. Lóðrétt: 1 Þjórsár, 2 RH, 3 mál, 4 Óðin, 5 siglir, 8 SK, 11 ívaf, 13 ÍS, 15 áls, 18 sá. fyrradag til Rvk. Lagarfoss fór frá ísafirði í gærkvöldi til Pat- reksfjarðar. Reykjafoss er í Lysekil. Selfoss er í Kristian- sand. Tröllafoss fer frá New York á föstudag til Rvk. Ríkisskip: Hekla er væntan- leg til Rvk. á morgun. Esja fer frá Rvk. kl. 20 í kvöld vestur um land í hringferð. Herðu- breið er á Austfjörðum á norð- urleið. Skjaldbreið fer frá Rvk. í kvöld til Húnaflóahafna. Þyr- ill er í Rvk. Skaftfellingur átti að fara frá Rvk. í gærkvöldi til Vestméyja. Skip S.Í.S.: Hvassafell fér frá Álaborg í dag áleiðis til Reyðarfjarðar. Arnarfell fór frá Malaga 19. þ. m. til Rvk. Jökulfell er í Rvk. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Útvarpssagan: Úr „Ævintýrum góða dátans Svejks". eftir Jaroslav Hasek; XI. (Karl ísfeld rithöfundur), — 21.00 íslenzk tónlist (plötur) — 21.20 Frá Sameinuðu þjóð- unum: Matarþörfin og fiskur- inn. Viðtal við dr. Finn for- stjóra fiskimálanefndar mat- væla- og landbúnaðarstofnun- ar S. Þ. (Daði Hjörvar). —i 21.35 Tónleikar (plötur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Dans- og dægurlög (plötur) til kl. 22.30. Athugasemd. í sambandi við fregn Vísis í gær um brúarsmíðar biður Árni Pálsson verkfræðingur þess getið að nokkurs misskilnings kunni að gæta í sambandi við frásögnina um akvegasamband- ið frá Hornafirði til Reykjavík- ur, því enn er vegleysa inn með öllum Berufirði veggja vegna og margar ár óbrúaðar á leið- inni. Haustfermingarbörn Laugarnessóknar eru beðin að mæta í Laugarneskirkju (aust- ur dyr), föstudaginn n. k. kl. 5 eftir hádegi. Sóknarprestur. Myndlistadeild. Kennsla í myndlistadeild Handíða- og myndlistaskólans byrjar í vetur nokkru fyrr á daginn en að undanförnu, eða laust eftir klukkan átta árdegis. Verður þá kennslu hvern dag lokið nokkru eftir hádegi. Breyting þessi er gerð til þess að auðvelda nemendum, er þess þurfa, að stunda einhverja arð- gefandi vinnu seinni hluta dagsins. Veðrið: Alldjúp lægð fyrir sunnan land á hreyfingu til austurs. Veðurhorfur: A og NA kaldi, stinningskaldi með nóttinni, bjartviðri. Veður á einstökum stöðum kl. 9 í morgun:- Reykjavík S 2, 4 stiga hiti. Stykkishólmur NA, 29, 6. Hornbjargsviti NA 7, 4. Siglunes NA 3, súld, 6. Akur- eyri V 2, rigning, 5. Grímsey NNA 4. 6. Raufarhöfn A 5, 6. Horn-í Hornafirði A 4, Vest- mannaeyjar N 1, 5, Þingvellir iogn, 4. Revkjanesviti NNA, 2, 7. Kefiavíkurvöllur NNÁ 4, 7, Aivörun !rá SVFÍ. Vegna hinnar auknu útgerð- .ar smábáta við Faxaflóa og annars staðar hér við land og til að forðast slysahættu, biður Slysavarnafélag íslands skip- stjórnarmenn hinna stærri skipa og báta að sýna ýtrustu varfærni við siglingu, þar sem öpnir bátar eru að veiðum eða eiga leið um og varast að fara svo nærri þeim á fullri ferð að hætta stafi af. Þá eru þeir, sem sjóinn sækja á hinum litlu bát- um, alvarlega áminntir um að vanrækja ekki hinn allra nauð- synlegasta öryggisútbúnað bg gæta í hvívetná þess, að halda allar umferðarreglur og sýna ljósmerki. (Slysavarnarfélag íslands). Laugameshverfi fbúar þar þurfa ekki að fara lengra en I Bókabúöina Laugarnes, Langarnesvegi 50 til að koma smáauglýs- ingu í Vísi. Smáauglýsingar Vísis borga sig bezt. Góðar og ódýrar ryksugur Verð frá 760.00 Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Súni 2852. Tryggvagötu 23. Sími 8127S. Nylonsokkar kr. 23,75. Perlonsokkar kr. 42,90. ísgarnsokkar kr. 16,90. VERZL. GOLFKORK nýkomið. KORKIÐJAN H.F. Skúlagötu 57. —- Sími 4231. Þvottahús til sölu Þvottahús við miðbæinn í fullum gangi er til sölu. Hagkvæmir *skilmálar. Upplýsingar gefur Egill Benediktsson Tjarnarcafé. Fataefni nýkomin Glæsilegra og fjölbreyttara úrval en um mörg undanfarin ár. Tweed, Pipar og Salt (margir Iitir), Kambgarn í kjól- og smóldngföt, 4 teg. o. m. fl. Sannfærist um hvar úrvalið er mest. VIGFÚS GUÐBRANÐSSON & Co. Austuistræti 10. Klæðskerar hinna'vandlátu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.