Vísir - 24.09.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 24.09.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 24. september 1952. Vf SIR íslenzkir skógar geta ekki séð fyrit fræþörfinni fyrr en eftir 30—40 ár. ÆJmm pearí fg’ts* fg‘á ÆSmsíiez* Jþ&tt tré þaömm eSesfmi rel hér. Horfur eru nú þær, að greitt verði fyrir því með stuðningi FAO — Matvæla og landbiinaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna — að nauðsynlegt fræmagn til uppeldis skógplantna fáist hing- að til lands árlega frá Alaska. Til þess að ala upp 2 millj. plantna árlega, sem nauðsyn- legt er vegna framtíðaráforma um ræktun nytjaskóga, þurfum verið sendir menn til Alaska inu, sem þarf, frá Alaska, eða um 100 kg. Framtíð skóg- ræktarinnar veltur á því, að þetta fræmagn fáist þaðan, að sögn Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra. Þrívegis hafa veri ðsendir menn til Alaska til fræsöfnunar, en það er mik- ils til of kostnaðarsamt. Fyrir milligöngu FAO og að ósk Skógræktarinnanr kom hingað fyrir hálfum mánuði dr. Taylor, sem hefur yfirumsjón skógræktarrannsókna í Alaska með höndum, og hefur aðal- stöð í Juneau. Hefur hann að undanförnu- verið á ferðalagi um landið og komið í Vagla- skóg, Hallormsstaðarskóg og fleiri skóga, og heimsótt upp- eldisstöðvar skógræktarinnar. í gær ræddi dr. Taylor við fréttamenn, að þeim viðstödd- um Hákoni skógræktarstjóra og Einari G. E. Sæmundsen skógarverði. Dr. Taylor kvaðst hafa haft mikla ánægju af að koma hing- að og kvaðst hann mundu vinna að því að byggja upp kerfi, svo að við gætum fengið það fræ, sem við þyrftum frá Al- aska, án mikils tilkostnaðar. Héðan fer hann til Rómaborg- ar og lætur FAO í té skýrslu um ferð sína og leggur fram tillögur sínar. I þessu sambandi er vert að' geta þess, að Mr. Dodd, forstjóri FAO, sem hing- að kom fyrir nokkrum mán- uðum, greiddi fyrir komu dr. Taylors hingað. Er dr. Taylor fyrsti tæknilegi ráðunauturinn, sem hingað kemur á vegum þessarar stofnunar. Dr. Taylor lét í ljós hrifni yfir því starfi, sem hér hefur verið unnið og taldi skilyrði góð til að ná settu marki. Hér hefði þegar verið sannað með til- raunum, að hægt er að ala hér upp skóga af erlendum stofni, hvaða trjátegundir henta okk- ur bezt til þess, og í þriðja lagi, sem væri mikilvægt, að tekist hefði með stofnun skógræktar- félaga m. a., að vekja almenn- an áhuga fyrir skógræktinni. Á ferðalagi sínu kváðst dr. Taylor hafa séð sitkagreni, sem hefði farið eins vel fram og sitkagreni í Alaska, og aðrar barrtegundir, sem væru líkleg- ar til þess að ná hér ágætum þroska. Þess má geta í þessu sambandi, að elzta sitkagreni hér á landi er 15 ára. og er nú nærri 7 metra hátt og’ bar fræ í fyrra, sem nokkrar sitkaplöntur hafa vaxið upp af. Þegar tímar líða verður unnt, að ala upp plöntur af barr- trjám í íslenzkum skógum, en ekki fyrr en eftir 30— 40 ár. Dr. Taylor kvað svo að orði, að það hefði verið fróðlegt að sjá, hvernig plöntuu'ppeldinu væri hagað hér af mikílli alúð og natni. Jarðveg taldi hann hér góðan til skógræktar. er það hagkvæmt og það sem gera þarf, að afla fræs reglu- lega, og með sem minnstum kostnaði. Hákon Bjarnason minntist nokkrum orðum á mikilvægi þess, að ala hér upp nytjaskóga, þar sem við þyrftum að flytja inn timbur fyrir tugi milljóna króna árlega. Og hann drap á það, að jafnvel í hinum köldu grasleysisárum, yxi skógurinn eðlilega, og væri það ein sönn- un þess, að það væri ekki nein fjarstæða, að rækta hér nytja- skóga. Tekin veriur kvíkmynd af hverju býli í BorgarfirÍi Unnii a5 livikmyndatökunni hvert suanar. Borgfirðingafélagið í Reykja- vík hefur í sumar og vor unnið að kvikmyndun Borgarfjarðar- héraðs og er sú kvikmynd tek- in í litum. Mest áherzla var í. vor lögð á skólana í héraðinu, það er bændaskólann á Hvanneyri, héraðsskólann í Reykhoiti og húsmæðraskólann á Varma- landi og var tekin kvikmynd af skólalífinu í höfuðdráttum. Þá var í sumar tekin kvikmynd af Þórði blinda á Mófellsstöðum, hinum sérstæða völundi, sem smíðar með hraðvirkum vélum eins og' alsjáandi, er.da þótt hann hafi aldrei séð dagsins ljós. Ennfremur var fari'5 í róð- ur með Akranesbát og ýiv. isleg*t fleira var kvikmyndað. Ilefur Guðni Þóroarsson blaðamaður tekið þessa kvilcmynd, en ácur var hann búinn að taka nokk- ura þætti úr héraðinu, m.a. af Kristleifi fræðaþul á Stóra - Kroppi, er hann varð níræðui. Áður var Pétur Thomsen bú- inn að taka svart-hvíta kvik- mynd af fjárréttum, bæði úr Oddsstaðarétt og Þverárréít. Tilgangurinn er síðan sá, að halda þessari kvikmynd áfram, hannhérgóðan íil skógræktar.1 þar tiX búið er að kvikmynda hvert byh i heraðinu, héraðs- búa, ýmsa atburði, landslag og sögulegar minjar, búskap- og útgerðarhætti, iðnað og verk- legar framkvæmdir. Þessari kvikmynd er síðan ætlað að verða einn liður í væntanlegu byggðasafni og geyma um ó- komna tíma mynd Borgar- Þær barrtegundir, sem lögð verður áherzla á að fá frá Al- aska, eru sitkagreni, þöll (fjallaþöll og malþöll), • hvít- greni, fjallaþinur, Alaska sedrusviður og svartagreni. Með tilliti til framtíðar ræktarinnar, fjarðarhéraðs um miðbik aldarinnar. 20. Myndin hér að ofan er af markaðstorginu í bænum Benevenío á ítalíu, þar sem árlega er lialdinn sölumarkaður á börnum. Þessi markaðr.r er þó ekki alveg eins alvarlegs eðlis, og menn skyldu halda. Á hann koma efnalitliv foreldrar með stálpuð börn sín og gera leigu- samning við bændur, sem þurfa á vinnuafii að hölda. Foreldrunum er síðan greidd leigan, «n þau mega heimsækja börnin á árinu og þegar léigumálinn er á enda, eru börnin send fú foréldra sinna. Kostnaðurinn við þessa kvik- myndun er geysilega mikill og til þess að standast straum af henni hefur Borgfirðingafélagið efnt til happadrættis með 25 góðum vinningum, og eru mið- arnir til sölu um þessar mundir. Af öðrum áhugamálum og mennningarmálum f élagsins má nefna örnefnasöfnun í Borgar- fjarðarhéraði sem Ari Gíslason kennari hefur annast og er orð- ið gífurlega mikið verk. Hefur Ari farið inn á hvert heimili í héraðinu í þessu skyni og ferð- ast einnig um afréttarlöndin. Borgfirðingafélagið hefur lagt fé í sérstakan sjóð til bygg- ingar íþróttavallar heima í héraðinu, og eru nú helzt lík- ur til að hann verði gerður í Reykholti. Félagið stendur árlega fyrir Snorrahátíð í Reykholti, sem jafnan hefur verið hin ágætasta skemmtun og fjölsótt mjög. -'álagið stendur einnig fyrir í. .ida- og skemmtistarfsemi meðal Borgfirðinga í Reykja- vík og er sú starfsemi senn að hefjast. Verður haldinn út- breiðslufundur með vandaðri dagskrá í Sjálfstæðishúsinu 3, okt. n.k. og þar veitt móttaka nýjum félögum. Félagið hafði kvöldvöku í Ríkisútvarpinu um síðustu helgi með fyrirlestrum, upp- lestrum og söng og tókst hún í hvívetna ágætlega. Formaður Borgfirðingafélags- ins hefur frá öndverðu verið Eyjólfur Jóhannsson forstjóri. Stendyr á teikningum frá bænusn. Ekki hefur verið unnt aS hefjast handa um byggingu dvalarheimilis aldraðra sjó- manna í Laugarási, þar eð enn hafa bæjaryfirvöldin ekki á- kveðið, hvar hefja megi gröft á grunni hússins. Fjárfestingarleyfi er fengið fyrir um 300,000 krónum, en byggingarnefnd heimilisins hefur nú um 3 millj. króna handbærar til verksins. Bæj- aryfirvöldin munu leggja fram teikningar og uppdrætti að vatnsæðum og skólpleiðslum, en fyrr er ekki unnt að hefja verkið. Gera forráðamenn dvat- arheimilisins sér vonir um, a'ð úr þessu rætist hið bráðasta. Mun þá verða hafizt handa umsvifalaust við grunn hinnar fyrirhuguðu byggingar, til þess að steypuvinna geti hafizt með vorinu, en sjálft verkið yrði boðið út í vetur. AÐSÓKN að iðnsýningunni er enn mjög góð, og ber víst flestum saman um, að hún sé að flestu leyti hin merkileg- asta, en hún sýnir á skemmti- legan hátt, hvað unnt er að gera í iðnaðarmálum á íslandi, þeg- ar hugur og hönd leggjast k eitt. Margt á sýningunni kem- ur gestinum á óvart, og sumt hafði maður ekki hugmynd um, að tök væri á að vinna hér á landi. Flestum ber víst saman um, að sjálfsagt sé að hlynna sem bezt að íslenzkum iðnaði, bæði með hliðsjón af því, hve mikilvæg atvinnugrein hann er orðinn hé á landi, og einnig fyr- ir þá sök, að á mörgum sviðum stenzt hann samkeppni við margt það, sem bezt gerist er- lendis. >$' Hitt sýnist mér jafn aug- Ijóst, að ekki er dregin: ákveðin markalína milli þess, sem liandiðn og heimilisiðnað verður að telja og iðnaðar og verksmiðjurekstrar á hinn bóg- inn. Þetta kemur e'. t. v. ekki mjög að sök, en mér hefir skilizt, að þetta sé fyrst og, fremst iðnsýning, sem eigi að færa mönnum heim sanninn um, að íslenzkur verksmiðju- rekstur (stóriðja) sé sam- keppnisfær við erlendan, kynna mönum gæði þess varnings, sem unninn er af íslenzkum höndum í innlendum verk- smiðjum. ❖ Þess vegna finnst mér ýmislegt, sem sjá má á sýingunni, ekki eiga þar heima, enda þótt það að öðru leyti sé fyrirtaks varningur. Eg fæ t. d. ekki séð, að haglega út skorn- ar hillur, eða annar listskurður eigi heima á iðnsýningu, í venjulegri merkingu þess orðs. Listaverk Ríkarðs myndhöggv- ara og útskurðarmeistara Jónssonar eiga t. d. fráleitt heima á iðnsýningu, þar sém jafnframt er sýnt fullunnið klæði, járnvara ýmisleg, sæl- gæti eða þvottaduft, svo að eitthvað sé nefnt. Hin fagurlega gerða byssa, sem aldraður hag- leiksmaður hefir smíðað í tóm- stundum sínum, heyrir tæpast undir iðnsýningu, enda þótt ánægjulegt sé að sjá, hverju listfengur maður og völundui* á tré' og málm fær áorkað. Þetta er vitaskuld ekki sagt til þess að haílmæla iðnsýning- unni né á neinn hátt lítilsvirða néitt, sem þar er að sjá, en mér finnst sem sagt, að markalínan þarna sé næsta óglögg. Það skal að vísu játað, að oft er mjótt á mununum, hvað telja beri til iðnaðar, handverks eða heim- ilisiðnaðar, en þó hygg eg, að unnt hefði verið að gera gleggri greinarmun þar á. Hitt er svo allt annað mál, að þetta kann að auka á fjölbreytni sýningarinnar, og skal sízt am- ast Við því. — ThS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.