Vísir - 17.07.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 17.07.1953, Blaðsíða 7
Föstudaginn 17. júlí 1953. ▼ lSIB 8»e«*«******«*M«(*et»*o«t»*«»*«**«44»4*«*M*«« Ptdp 'Ljordan: ÉNA LUCASTA 34 og Anna. Hún tók af sér vélkta svuntuna og tók kápuna sína af snaga. Og þegar hún var kómin í hana fór hún að hypja sig, óskpöp þreytulega óg vésaldarlega, og eins og hún væri treg til að fara. „Komdu þér riú áf stað,“ sagði Nói fyrir aftan skenkiborðið. „Vertu ekki að reka á eftir mér,“ ságði Blánche allhvasslega og nam staðar næstum ögrándi. Hvað lá á? Mátti hún ekki vita hvað Anna hugðist fyrir? í stað þess að svara henni neinu gekk Nói fram ög sneri snerli svo að hálfdimmt varð í veitingastof- unni. Þegar hann sneri sér við stóð Blanche þarna énn og horfði fram undan sér sljóum, vonlausum augum. „Anna,“ hvíslaði Blanche. Og nú var eins og lifnaði dálítið yfir Blanche. Það vottaði fyrir áhuga í þreytulegum andlits- svipnum. Ánna leit upþ, en Nói efaðist um áð hún sæi í raun og veru konuna í slitnu kápunni, sém ávarpaði hana. „Það veit sá sem allt veit, Anna, að þú hefir sjaldan mælt vinsamlegt orð til mín, en eg ætla ekki að vera að erfa það, og —“ „Komdu þér af stað,“ sagði Nói hryssingslega, þolinmæði hans ýar á þrotum. Blanche horfði einarðléga á hann og það kunni hann að meta. „Nú, hvað gengur að þér, maður? Ætlarðu ekki að segja henni það?“ „Eg sagði þér að koma þér af stað,“ sagði Nói. „Segja mér hvað?“ spurði Anna sljólega, en það var sem allt í einu hefði runnið af henni. „Það kom maður hérna og spurði um þig,“ sagði Blanche áður en Nói gæti þaggað niður í henni. „Eg veit ekki hvernig þér verður við, en þú átt engan pabba lengur.“ „Pabba —'“, — og' það kom klökkvi í röddina. „Hann fékk víst aðsvif eftir að þú varst farin og kom ekki til sjálfs sín aftur, jæja — kannske það hafi verið fyrir beztu — sumir eru heppnir —“ Það var eins og hún væri komin í ógöngur, bezt að þegja. Það var erfitt og ekki á hennar færi að tala um daúðann. Anna sagði ekkert, horfði sljóum augum fram undan. Blanche gekk til dyra og opnaði þær. Það kingdi niður snjónum. „Hann ér þá farinn að snjóa, Anna,“ sagði hún eins ög til þess að ségja eitthvað. Svo vafði hún að sér kápunni og hvarf, en dyrnar luktust á eftir henni. Nói kom og setti glas á borðið fyrir framan hana. Hann fyllti það úr flösku, sein hann háfði borið í öðrum handarkrikanum. Én Anna, sem horfði á glasið barmafullt, virtist ekki sjá það. Hún tók til máls, stillilega: „Eg finn bara til hryggðár mömmu vegna. — Hver sagði þér þetta, Nói?“ „Maðurinn þinn,“ svaraði hánn. „Það liggur við, áð hann hafi átt hér heima seinustu viku.“ Tillit augna hennar varð allt í einu hörkulegt, en það vottaði eklti fyrir hörku í þeim. Líklega af þvi að hún var sár yfir ein- hverju. „Kannske að bíða eftir peningunum sínum?“ „Þá fékk hann,“ ságði Nói. Þá leit hún upp, starði á hann. „Frá hverjum?“ „Mamrria þín fann þá.“ Hann tók bréf upp úr vasa sínum, sem hinn einkennilegi, nýi viðskiptavinur hans hafði beðið hana fyrir. Hann rétti henni það: „Einhver bað mig að fá þér þetta.“ Hún leit á það, án þess að rétta fram hönd sína. „Hvað er þetta?“ „Bréf,“ sagði Nói og ypti öxlum. Enn virtist hún ékki ætla að vilja taka við því. Ekki vegna þess, að hún léti sér á sama standa, heldur vegna þess að hún óttaðist þann boðskap, sem það kynni að færa henni. Margt hafði komið henni óvænt í lífinu, én fæst gott. „Hvað stendur í því, Nói?“ hvíslaði hún áköf. Hann opnaði það ;irieð þumalfingrinum og las upphátt: „Er ekki nóg, að eg segi; að eg elski þig?“ . Anna hélt áfram að stara á hann og augu hennar fylltust tár- um, sem gátu að því er virtist ekki komist y.fir hvarmana. Þó báru kinnar hennar merki tára, sem nýlega höfðu fallið. En nú gat hún ekki grátið, heldur bara sat þarna og starði, næstum eíris og það væri ekkert lífsmark með henní. Nói gekk rólega að veggsímanum, stakk firrim centa périingi í rifuna og sneri skífuhringnum nokkrúfn sinn'úm Óg bejð, Hann . lágði við hlustirnar. Loks var svarað: „East Bay Point gistihúsið.“ „Herbergi 419,“ sagði Nói. Svo rétti hann fram heyrnartólið: „Áhna“. Hún stóð hægt á fætur, eins og dáleidd, og gekk til hans eins' og í leiðslu. „Hvað get eg ságt?“ ,,Ó — byrjaðli á að segjá halló,“ sagði Nói tilbreytingarlausri röddu. Hún tók heyrriártólið, og hánn var hálfhissa á, að hún skildi ekki missa það. Svo hvítnuðu hnúarnir allt í einu, augun leiftr- uðu og eftirvænting lýsti sér í liverjum drætti. „Halló“. Svo var eins og kaldur gustur hefði slökkt ljósið, sem blakti á skari. Hún hengdi upp heyrnartólið, hægt, eins og í leiðslu, sneri sér við og mælti: „Farinn“. Hún gekk að stólnum, tók kápuna og axlaði og dró hana næstum á eftir sér, er hún gekk til dyrá. „Hvert ætlarðu?“ „Á stefnumót.“ „Með hverjum?“ „Eg ætla að búa mér til snjókarl,“ sagði hún annarlegri röddu, „og biðja hann að koma mér heim.“ „Ef þú ætlar upp í bæ geturðu fengið að sitja í hjá mér,“ sagði Nói hressilega. „Mig lang'ar til að ganga.“ Hún sagði það þannig, að hann var ekki í vafá 'úm hvað hún hugðist fyrir, Yfir stóru brúna milli Brooklyn og Manhattan, sem blasti við ógreinilega á kvöldi sem þessu, og þeir sem yfir hana fóru voru eins og skuggar, sem líða áfram, unz þeir hverfa í myrkrið. Af brúnni mundi ekki sjást á yfirborð fljótsins — en þar fyrir neðan var dýpi og gleymska og gröf, sem vindur- inn mundi gára, og snjórinn falla á. „Það er löng ganga yfir brúna,“ sagði hann og dæsti. „Ef eg verð þreytt er nóg pláss til að tylla sér og hvílast.“ „Það er kalt að þreyta súnd á þessum árstíma," sagði Nói ög það var eins og fyrirfram misheppnuð úrslitatilraun, til þess að beina huga hennar annað. „Eg lærði aldrei að synda, Nói,“ sagði Anna. Hún stóð nú í dyrunum og svo lagði hún leið sína í áttina til brúarinnar. En svo sneri hún sér allt í einu við. Á næsta horni, þar sem daufa birtu götuljóskers bar á snæviþakta götuna, kom maður í ljós. Hann nam staðar, er hann sá hana. Hann var berhöfðaður og snjófylksur í þykku hárinu. Hann horfði í áttina til hennar, beint framan í hana, og svo fór hann að hlaupa. Og hún fór að hlaupa líka, móti honum hiklaust, þrátt fyrir háu hælana, á ójafnri götunni, og leit ekki upp fyrr én hún var komin að hon- um. Þá leit hún upp og í augu hans, óg í augum henriár ljómaði af birtu þeirra vona, sem fegurstar eru. ENDIR. A D, 6 V Ð, 10, 9 * D, G, 10 * Á, G, 10, 8, 7 ♦ G er útspilið. * K, 9, 4 ▼ Á, 4, 3, 2 * Á, K, 9 * D, 9, 6 iSr -i'i - Sagnir hafa farið þarínig, aS Suðúr spilar 3 grönd, éri Vest- ur hafið sagt einu sinni 2 4>. Vestur kemur út méð A G. —■ Hvernig á Suður að spilá spilið svo það sé örúgglega unriið? I. A Reynda og óreynda dansmær- in sátu á sama bekk í búnings- herberginu. Sú óreynda sagði: „Eg hitti milljónamæring um daginn, en hann er sköllóttur.“ Sú reynda leiðrétti hana: „Svona áttu að segja: Eg hitti sköllóttan mann um dag- inn, 'en hann er milljónamær- ingur.“ • Mexíkóbúinn Manúel var ný- kominn heim eftir nokkurra vikna dvöl í Bandaríkjunum, og hann þreyttist aldrei á að segja vini sínum Pedro frá þeim dásamlegu Bandaríkja- mönnúm. „Oh,“ sagði hann hrifinn. „Þeir eru dásamlegústu, gjaf- mildusíu og hjálpsömustu menn í heiminum. Eriginn jafnast á — — Pédro leit dálítið vántrúaður á harin. „Hvað er þetta eigírilega, sem et dásamlegt við þessa Amerík- ana? Kanntu einhver dæmi?“ „Hyerjir dðrir mundu koma hingáð til Mexíkó í nýjum bíl, og bjóða þér að koma með til Bándáríkjarina, leigja handa þér íbúð í lúxusgistihúsi, gefa þér bezta fáanlegá mat og öll í þari föt, sem þú viídir, ári þess að það kösti þig svo mikið sém eitt cerit?“ „Þú ætlár þo élcKi áð segja að þér hafi verið boðið upp á slíkt?“ spúrði Pedro. „Nei — ekki mér. én henni •' * , - I ' U. iL systur minni.“ Bandarískar millilandaflug- vélar notuðu 900 millj. lítra af benzíni og 9.ý miílj. lítra af olíu sl. ár. ÚHU áíHHÍ Úr bæjarfréttum Vísis 17. júlí 1918. Þingslit. Búizt er við því, að þingi vérði slitið í dag. Lokafundir þingdeildarina voru haldnir kl. 1, en fund átti að halda í sam- einuðu þingi á eftir. V.b. Drekinn. er nýkominn vestan af ísa- firði. Hafði hann vínföng nokk- ur meðferðis, sem til ísafjarðar höfðu verið flutt á seglskipi frá Spáni. Þau eru að sögn eign franska ræðismannsins. Knattspyrnukappleikurinn milli Fram og Vals, sem frest- að var í gærkvöld, að nú að fara fram í kvöld og lætur Fram væntanlega ékki standa á sér aftur. Og það vita menn, að hvernig sem lið Éram verð- ur nú skipað, þá muni þeir margir ganga hraustlega fram og verður vafalaust gaman á íþróttavellinum í kvöld. ■Npjaden, danskt seglskip, kom hingað í fyrradag með timburfarm til Nic. Bjarnásonar. — Iran. Framh. af 4. síðu. istabylting hérna — við bara segjum við sjálfa okkur, er viS vöknum eirihvern daginn: „Herra trúr, við erum þá búnir að fá Tudeh-hlynta stjórn.“ Og svo spyrjum við sjálfa okkur: „Hverriær gerðist þetta? í riött? Éða var það í gær? í vikunni1 sem leið? Fyrir mánuði? Og við getum ekki svarað..“ prjónles. Margar konur hér taka meS sér þrjóna síria eða heklvinnu þegar þær fará t'il Iséknis, þ'ví. að oft verður biðin löhg og er þetta góð húgmynd. Lækniskona ein í Susséx a Englandi fékk þá hugmynd að láta gesti í biðstofu manns síns prjóna í góðgerðaskyni. Hún sa að konur urðu márgar leiðár og, eirðarlausar af að bíða. Hún tók þá það ráð, áð leggja bdnd- prjóna og band í stóra körfu, sem stóð á borðí í biðstófunni. Hún skrifaði orðseridingu a miða og hvatti konurnar til þess að taka upp vinnuna þar sem frá Hefði verið horfið, prjóna í viðbót og leggja síðan, þrjónaná í körfuna, þegár þær; ætti að fara inn til læknisins. Það gilti einú, þó áð ekki væri lokið við próninn. Þetta prjónles, sem þarna: verður til, er hvorki peysur né' aðrar flíkur handa lækniskon- unni, það verður að mjúkum værðarvoðum. Þatha eru prjón- aðir ferhyrningar 20 cm. a stærð og eru þeir siðar saum- aðir saman í vænar ábreiður. Þurfa því pjónakonurnar engar áhyggjur að hafa af gerð eða öðru. Þegar þessar nötalegu ábreiður eru fullgerðar eru þær gefnar fátaékum og fötluð- um gamalmennum, Sjúklingarnir, sem þarna koma, tóku hugrriyndinni fé’g- ins hendi. Tíminn er fljótur að liða og hann fer þá ekki til einskis. Þarna verður til stór værðar- voð á 2 vikria fresti. íbúð éskast strax eða 1. sépt. Uppl síina 2198 Kristján Ci'nliFáiigsson hæstaréttarlögmáður. Austurstræti 1. Sbrií 346fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.