Morgunblaðið - 29.11.1913, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1913, Blaðsíða 4
128 MORGUNBLAÐIÐ Gala Peter er og verður heimsins bezta átsúkkulaði. Kaupið einn pakka til reynslu. H|f. P. I.Thorsteinsson & Go. (Godthaab). Til kaups iæst stórt, nýlegt timbnrhÚH, með stórri lóð, á góðum stað í Hafaar- firði, mjög hentugt fyrir skraddara- verkstofu og sölubúð. Upplýsingar gefur I»órður Einarsson i Raf- Ijósastöð Hafnarfjarðar. Alls konar Kálmeti fæst hjá JES ZIMSEN. Trúlofunarhringar vandaðir, meO hvaða lagi eem menn óska, eru æti?» ódýrastir hjá gullsmi?>. Laugaveg 8. Jóni Sigmundssyni Alls"konar | ísl. frímerki ný og gömul kaupir ætið hæsta verði Helgi Helgaso'n, hjá Zimsen. Kven-vetrarkápur verða seldar nú i nokkra daga fyrir hálfvirði. Kápur sem kostuðu áður 30 kr. nú 15. — 25 ---- 12,50. — 18-----9. NotiB tækifæriB meðan það býðst. Sturla Jónsson Eaugaveg 11. Síúíku vanfar nú þegar. Hátt kaup í boði. Upplýsingar gefur Jentuj Jlieísett ijfirfyj.kona á Vífilsstöðum. Frk. Jensens tilbuna kökuefni, margar teg., fæst hvergi nema hjá okkur. H|f. P. I. Thorsteinsson & Go. (Godthaab). OSTAR og PYLSUR áreiðanlega bæjarins stærstu og beztu birgðir í Matarverzlun Tómasar Jónssonar, Bankastræti 10. Talsimi 212. Upphlntsmillnr, Beltispör o. fl. ódýrast hjá Jóni Sigmundssyni gullsmið. Laugaveg 8. Góður heitur matur fæst allan daginn á Laugaveg 23. K. Johnsen. LfOGMBNN Sveinn Björnsson yfirdómslögm. Hafnarstræti 22. Simi 202. Skrífstofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4-5. EGGERT CLAESSEN, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Sfmi 16. IrÆí[NAÍ^ 777. JTJagnús læknir sérfr. í húðsjúkd. Kirkjustr. 12. Heima 11 — 1 og 6l/2—8. Tals. 410. PORVALDUR PALSSON Spec. meltingarsjúkd. Laugaveg 18. Viðtalst. 10—11. Sími 334 og 178. Massage læknir Guðm. PéturSSOn. Heima kl. 6—7 e. m. SpitHlaBtig 9 (niðri). — Simi 394. ÓLu GUNNARSSON læknir Lækjarg. 12 A (uppi). Tals. 434. Liða- og beinasjúkdómar (Orthopædisk Kir- urgi) Massage Mekanotherapi. HeimalO—12. G. BJÖ RNSSON landlæknir Viðtalsstundir á virkum dögum: 10—11 árdegis, 7—8 siðdegis. 18. tnlsími. YÁTI^YGGINGAÍ^ A. V. TULINIUS, Miðstræti 6, vátryggir alt. Heima kl. 12—3 e. h. ELDUR! Vátryggið í »General«. Umboðsm. SIG. THORODDSEN Frfkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsimi 227. Carl Finsen Austurstr. 5, Reykjavík. Brunatryggingar. Heima 6 */4—71/i. Talsími 331. .iijliiaiaiiitii.iit^tili-ii Mannheimer vátryggingarfélag C. T r o 11 e Reykjavík Landsbankannm (nppi). Tals. 235. Allskonar sjóvátryggingar Lækjartorg 2. Tals. 399. Havari Bureau. mnni'tTVif’iTTV » * X Morgunblaðið. Nýir áskriíendur, sem greiða gjald sitt fyrir decembermánuð, íá blaðið ökeypis það sem eftir er af nóvember. Blaðið kostar að eins 65 aura á mánuði, heimflutt, samsvar- ar 34—35 blöðum á mánuði (8 síður á sunnudögum), með skemtilegu, fróðlegu og frétta- miklu lesmáli — og myndum betri og fleiri en nokkurt ann- að íslenkzt blað. Morgunblaðið er hið eina ís- lenzka blað, sem hefir ráðinn teiknara sér til aðstoðar og flyt- ur myndir af öllum helztu við- burðum hér í bæ, t. d. eins og i morðmálinu, í miðjum þess- um mánuði. Gjörist áskrifendur þegar í dag — og lesið Morgunblað- ið um leið og þér drekkið morgunkaffið! Það er ómissandi! Sími 500. Ennþá geta nokkrir menn feng- ið gott fæði á Laugav. 23. K. Johnsen. Hvitar, svartar eikarmálaðar. Likklæði. Likkistnskrant. Teppi lánnð ókeypis í kirkjnna. Eyv Arnason. Trésmfðaverksmiðjan Laufásveg 2. Svörtu gammarnir. 28 Skáldsaga eftir Ovre Richter Frich. (Frh.) — Hve margir menn eru á skjp- inu? — Það er einn ofursti, fjórir flokks- foringjar og 22 hermenn. — Eru farþegar með skipinu? — Já, þýzka loftskipafélagið leygði skipið þessa för. Farþegar eru eitt- hvað um eitt hundrað. — Nú er ofseint að aðvara »Hansa 111«, sagði Burns og hnyklaði brýrn- ar. En sendið þér símskeyti til Kaupmannahafnar, Kristianíu og Stockholms og varið loftskipin í þessum löndum við gömmunum. Biðjið þau að vera viðbúin. Gamm- arnir eru á leiðinni norður cg ætla að eyðileggja verksmiðjurnar við Tröllhettuna, Rjúkanda og Sarpsfoss- inn. Vér höfum ástæðu til að ætla að þeir séu í þjónustu alþjóðasam- bands stjórnleysingja, og þeim hafi verið falið að vinna þetta verk til þess að hefja stjórnarbyltingu heims- ins. ÞesSvegna verður að koma þeim fyrir kattarnef áður en þeir komast svo langt norður á bóginn. Og bæt- ið þér því við, að eg elti þá á gulum fugli. Tilkynnið þetta einnig Mr. Redpath í Lundúnum og segið þér honum, að eg sé á hælunum á gömm- unum og fjandinn megi taka Ralph Burns, ef hann lætur þá ganga sér úr greipum í þetta skifti. Þér skilj- ið það! — — Og svo verðið þér að annast Pétur frænda. Þér skuluð kremja hann eins og sitrónu án þess að blikna, því Pétur veit að lífið er ekki mikils virði. En hann kann að meta peninga. — Morð og fé — það er alt og sumt. — En ef þér hefðuð eitthvert heiðursmerki, sem ætti við, þá sendið þér það Bessie Lecouvreue Hart í Wandsbeck. Hún á það fylli- lega skilið. — — Það skal eg gera, sagði lög- gæzlustjórinn og brosti. En gamm- arnir. — Burns svaraði ekki þegar í stað, en lagði við hlustirnar og hleraði. Hann bafði heyrt dálílinn þyt, eins og hvirfilbylur nálgaðist. — Þey, sagði hann lágt, það er fuglinn hans Ilmari Erkos. — Hann veit hvað hann á að gera. — Við skulum flýta okkur. — Hann sneri sér að lögreglustjór- anum. — Gammarnir, sögðuð þér ? Heim- kynni þeirra getur ekki verið lengra héðan en röst vegar. — En félagar þeirra ? Hvar ætli þeir séu niður komnir? — Það stendur ekki svo mikil hætta af þeim, sem betur fer. Það eru að vísu nokkrar miljónir manna í Evrópu, sem telja bæði sér og öðrum trú um að þeir séu stjórn- leysingjar. Þeir hafa, ef svo mætti að orði kveða, kjaftinn fullan af sprengitundri. En þegar á skal herða, mundu þeir heldur vaða eld glóanda, en drýgja morð. Við skulum ekki skifta okkur svo mikið af þeim. Lof- um þeim að tala í friði. Þeir lifa lengst, sem með orðum eru vegnir. Nei, en gammarnir — þeir eru ekki af sama sauðahúsi, það eru valdhaf- arnir sem fórna öllu til þess að stilla blóðþorsta sinn. Það eru gammarn- ir, sem slíta hræ hins rotnandi þjóð- félags, ©g það eru þeir, sem við verðum að berjast við, herra Stúck- rath. Og ef við getum höggvið höfuðin af þessum drekum og steypt þeim í hafið. þá getur Evropa atid- að léttara og þarf ekkert að óttast fyr en svo er komið að ungarnir fá klær, og opna kokin. — Verið þér sælir. Og svo þaut Skotinn út úr hús- inu eins og eldibrandur. Guli fugl- inn hans Ilmari Erkos var kominn. Fjeld sat við stýrið og maður sá í gegnum rúðuna aðeins ofan á koll- inn á Umari Erko. Burns stökk upp i sæti sitt og fuglinn þaut á stað norður og lengra norður, unz hann hvarf sýnum þar sem blá morg- unmóðan lét himin og jörð fallast í faðma. Lögreglustjórinn þýzki var eins og steini lostinn. — Hefir nokkur maður séð ann- að eins, sagði hann. Það var eins og vígahnöttur þyti áfram eða dúfa svifi til himins. Þetta er einkenni- legur eltingaleikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.