Morgunblaðið - 14.02.1915, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.02.1915, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ S Til dýravína. Eina og flestum d/raverndunar- fólagsmönnum mun vera kunnugt tw, hafa fundir í fólaginu verið frem- u>' dauflega sóttir alt til þessa. Fleiri astæður en áhugaleysi hafa þó oft verið þess valdandi. En eins og hverj- uni og einum gefur að skilja, getur enginn sá fólagsskapur þrifist lengdar, þar sem fólagsmenn koma aldrei saman til þess að komasér israan um neitt. Því er eins farið með þennan félagsskap eins og hvern annan, að hann verður að vera reistur á samvinnu fólagsmanna; að öðrum kosti má búast við að hann veslist upp að lokum og deyji i ann- að sinn. En vór vonum að svo verði ekki. I>að vill nú reyndar líka svo vel til, að vér höfum átt því láni að fagna að fá ekki svo allfáa góða, merka og málsmetandi menn og konur þessa bæjar inn í fólagið. Og þeim fjölgar nú óðum. Og það er því vonandi, að formaður félagsins, þessi óþreytandi og alkunni dýravinur, þurfi ekki að standa iengur uppi með örfáa menn við hlið sór. Vór þurfum nú umfram ult að vera samhentari en hingað til. Vér verðum að sækja fundi til þess að kægt verði að ræða og samþykkja /ms mál, sem hljóta að koma á dag- ekrá, ef fólagið á að koma að tilætluð- uni notum. Það er að vísu gott og lofsvert að félagsmenn vorir skerist í leik, hve- Uaer sem þeir sjá skepnum misþyrmt, en hitt er engu síður nauðsynlegt, að reynt só að koma í veg fyrir að mis- Þyrming á skepnum eigi sér stað. En til þess liggja að eins tvær leiðir. Onnur er sú, að dýraverndunarfélagið vinni að því, að fá aukið við nýjum Lgaákvæðum til verndar skepnum; et> hin er sú, og hún mun reynast uffarasælli, er fram í sækir, að fólagið vinni aðallega að því, að innræta ungum og gömlum þá skynsamlegu skoðuti : að það beri vott um siðieysi og jafnvel villimannslega grimd að misþyrma dýrum, sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sór, en verða að þola möglunarlaust alt sem á þau er lagt. Hugsunarháttur margra manna þarf að breytast; þeir þurfa að hætta að skoða skepnur sem skynlausa og jafn- vel tiifinningalausa hluti, eins og því miður á sór stað sumstaðar enn. Menn verða að læra nærgætni gagn- vart dýrum, engu síður en gagnvart mönnum, sem þó geta að jafnaði sagt til hvar skórinn kreppir. Eti til þess að vinna að því, að breyta hugsunar- hætti manna, verðum vór, dýravernd- unarfólagsmenn, að vera samtaka. Margar hendur vinna lótt verk. Vór verðum að hafa það hugfast, að því er eins farið með þetta fólag eins hvert annað, að það verður eigi nema nafnið tómt, ef vór látum undir höfuð leggjast að kom hugsjónum vorum og tilgangi fólagsins í framkvæmd. Og vór megum ekki gleyma því, að líðun aldra og óborinna dýra hór á landi, fer nokkuð eftir því, hvort vór liggjum á liði voru eða vinnum ötullega að því að vekja samúð með þeim í hjörtum manna. í dag (sunnudag 14. febr.) verður haldinn aðal-ársfundur dýraverndunar- fólagsins, eins og auglýst heiir verið hér í blaðinu. Væntum vór þess, að bæði fólagsmenn og allir dýravinir bæjarins fjölmenni og láti sjá, að þeir telji ekki á sig að ganga til fundar- hússins. Feiri sporin hefir »þarfasti þjónninn« einhverntíma borið yður að líkindum, flesta. F r e y j a. -------------------------- Skýrsia Beatty admírals- Sir David Beatty hefir sent brezku stjórninni bráðabirgðarskýrslu um sjóorustuna í Norðursjónnm sunnu- daginn 24. janúar. Deild af tundurbátaspillum var á verði í Norðursjónum og sáu þá til óvinaskipanna k!. 7.30 árdegis og réðust móti þeim. Óvinaflotinn var 4 brynvarin beitiskip, 6 létt beiti- skip og nokkrir tundurbátaspillar. Þegar fyrst sást til þeirra, voru ó- vinirnir 14 mílur fyrir sunnan og austan beitiskipaflota vorn. Tundurbátaspillunum var sagt að elta óvinaskipin og njósna um ferð- ir þeirra, því það sást strax, að skip- in fóru að halda undan til austur- suð-austurs. Beitiskipunum var sagt að halda til suð-austurs til þess að reyna að komast fyrir óvinaskipin. Hófst nú smátt og smátt harður eltingaleikur. Skip vor fóru þá 28 og 29 mílna hraða og tók að draga saman með skipunum. Á 18,000 metra færi tóku skip vor að skjóta og á 17,000 metra færi fóru skotin að hitta ó- vinaskipin. Þau svöruðu skotunum. Lion og Tiger voru komin fram úr flotadeildinni og um stund áttu þau tvö ein í höggi við óvinina. Beindu óvinaskipin þá öllum skotum sínum á þau, einkum þó á Lion, sem varð fyrir meiri skemdum fyrir þá sök. Um kl. 11 hitti kúla Lion og skemdist þá vatnsgeymir bakborða- vélarinnar og varð að stöðva hana. í sama mund sáust kafbátar fram undan skipinu á stjórborða, var þá breytt um stefnu til að forðast þá. Bliicher var nú illa kominn og orðinn ferðlítill. Var Indomitable sagt að gera út af við hann. Hinum skipunum var sagt að ráðast á þýzku skipin, sem síðast fóru. Lion hélt til norðvesturs og voru smærri skip send til fylgdar við það. Var að eins önnur vélin i gangi. Eg flutti mig fyrst yfir í tundur- bátaspillir og siðar yfir í Princess Royal. Vér urðum óefað af stærri sigri vegna þess að svo illa vildi til, að vatnsgeymirinn á Lion skemdist. Það varð síðar meir að hætta orust- unni vegna þess að neðansjávarbátar voru á sveimi. Arangur orustunnar var sá, að Bliicher sökk og að kviknaði i tveim brynvörðum beitiskipum og voru þau mjög rnikið skemd. Þýzkir fangar sögðu að Kolberg hefði sokkið fyrir skotum frá flota- deild vorri. Síðar meir bilaði einnig stjórborða- vélin á Lion af sömu ástæðu og hin -yélin. Indomitable dró skipið til hafnar. Skemdirnar á Lion og Tiger eru ekki miklar og auðvelt að gera við þau á stuttnm tíma. Ekkert skot kom á hin skipin. Manntjön mjög litið. Ofbeldisverk. Fyrirskömmu reyndi maður nokk- ur að sprengja í loft upp járnbrautar- brú Canadian Pacific Railway á landa- mærum Maine og Nýju Brúnsvíkur. Sprenginguna gerði hann Canada megin. Maðurinn var tekinn hönd- um og nefnist von Horri, og segist vera fyrirliði í varaliði Þjóðverja, en hefir neitað að skýra frá þvi, hversu tiginn hann sé. Hann sagði að land sitt ætti i ófriði við Bretland, og Canada væri hluti af óvinaríkinu, og hann hefði því rétt til að gera því allan óskunda, sem hann mætti. ^gur úlfur, heldur tvífætt dýr; það sást á sporurium. En Syckler sagði að hann og eng- úin annar myndi geta lagt ófreskjuna að velii. Eg vildi ekki heyra meira, en sirengdi þess heit, að eg skyldi reyua í*á þegar um nóttina að leggja dýrið velli. í sama bili kvað við hár hlátur °g bóndi nokkur gekk fram fyrir okkur. »Það er þýðingarlaust, herra«, ^aelti hann, »því það er eg sem er kjörinn til þess að leggja óvin minn að velli, og«, bætti hann við með skjá!fandi röddu, þegar það deyr, dey eg einnig«. Eg vissi þegar að þetta myndi Vera Syckler. Hann var mjúklega Vaxinn og andlit hans var gáfulegt, etl á augunum sást þó, að hann Jyndi ekki vera með öllum mjalla. & sagði þá, að það myndi ekki vera verra fyrir hann að hafa riffil- |ntl minn og mig sjálfan með sér l^irförinni. Hanu hlustaði kurteis- ^a á það sem eg sagði, en þegar 8 lank máli mínu, hristi hann höf- lð- Á sama andartaki komu sárs- aukadrættir i andlit hans og hann greip með hendinni um höfuð sér. Þá tók eg fyrst eftir því, að óhreint léreftsbindi var undir húfunni hans, og jafnframt nokkura dökka bletti á skyrtukraganum hans. »Hafið þér meitt yður?« spurði eg- »Já, í nótt, þegar eg var að elta óvin minn, kom eitthvað fljúgandi og stakk mig í höfuðið«. »Lofið mér að sjá það«, sagði eg rólega. Eftir nokkurar vífilengjur fekk eg að taka bindið frá sárinu. Það var eins og eg hafði búist við, að bind- ið hafði lagst ofan í sárið og hleypti í það spillingu, sem myndi fljótt hafa riðið honum að fullu. Eg þvoði sárið og batt um það að nýju, og þakkaði Syckler mér fyrir nákvæmni mína, hann var ákaflega þreyttur, en vildi þó ekki heyra það nefnt, að leggjast til hvíldar. Ef til vill gat hann ekki hvílst vegna þess, að hefndardagurinn lét hann engan frið hafa. Og þegar myrkva tók hafði hann enga eirð í sínum bein- um, heldur æddi fram og aftur á tánum og fleygði sér nokkrum sinn- um niður við eldinn til þess að verma sig. Við höfðum ekki augun af hon- um og með gremjublandinni með- aumkvun töluðum við um hvernig við skyldum haga eltingarleiknum um nóttina. Kveldmaturinn stóð í okkur hin- um, en Syckler át hann með óstjórn- legri græðgi, reif ketið i sig og drakk tómt brennivín eins og það væri vatn. Ef hann hefði fengið að ráða, myndi hann hafa drukkið alt brenni- vínið, sem við höfðum meðferðis. Einni stundu áður en tunglið kom upp, lögðum við af stað Syckler og eg. Syckler stóð á því fast eins og fótunum, að fyrst að eg vildi endi- lega vera með, skyldum við leggja af stað tveir einir. Því ef við vær- um fleiri saman, myndum við bara fæla óvættina. Þrátt fyrir alvarleg- ar ráðleggingar yfirveiðimannsins félst eg á uppástuugu Sycklers. Við héldum inn í skóginn og kom- um fram i rjóður. Eg spurði hann lágt að einhverju, svar hans var óskiljanlegt og eg nam þá staðar og við biðum. Hægt og smám saman hófst tunglið upp á himininn og smám saman styttust skuggarnir af trjánum og bjart varð í rjóðrinu. Þá varð eg var við nokkuð, sem eg gat ekki gert mér grein fyrir af hverju stafaði. Það var andstyggileg lykt, sem óx stöðugt. Eg gekk hratt út úr skugganum, en um leið var gripið af heljarafli í handlegginn á mét, og riflinum svift frá mér. Eg snerist á hæl eins og hvirfii- bylur með marghleypuna í hendinni og sá þá villidýrið auglits til auglitis. Og á næsta augnabliki lá eg flatur á jörðinni og dýrið ofan mér og beit mig í öxlina. Fötin mín voru svo þykk, að mig sakaði ekki og brá eg þá marghleypunni að hálsi þess. Jafnvel á þessari stundu, gat eg ekki fengið af mér að drepa þennan vesaling, sem djöfullinn sjálf- ur hlaut að hafa hlaupið í, því nú vissi eg að það var Syckler, veslings vitskerti Syckler. Eg breytti þá um og skaut í öxlina á honum og um leið losnaði eg. Eg var tæplega kominn á fætur, þegar hann réðist á mig aftur. Eg veik undan árásinni, því það hefði orðið bani annarshvors okkar eða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.