Morgunblaðið - 30.05.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1916, Blaðsíða 2
2 . MORGUNBLAÐIÐ Frá Kut-el-Amara. Kut gafst eigi upp fyr en hung- ursneyð stóð fyrir dyrum. Siðan um miðjan aprílmánuð hafði skamt- ur hvers manns verið 4 únsur af hveiti á dag og dálitið af hrossa- kjöti. Fyrsta mánuð umsátursins urðu hermennirnir að berjast upp á líf og dauða og óttuðust það þá mest, að þeir mundu verða skotfæralausir áð- ur en hjálparliðið kæmi. Þeir töidu engan efa á þvi, að herliðið, sem þá var dregið saman hjá Basra, mundi koma Townshend til hjálpar og reka Tyrki af höndum hans. í öndveiðum janúarmánuði var hjálparliðið komið til Aligharbi og taldi það víst, að Townshend mundi kominn að þrotum með matvæli, og því væri um að gera að flýta sér sem mest. En um það leyti hættu Tyrkir að gera áhlaup á Kut og þá var engin hætta á þvi lengur, ap Townshend kæmist i skotfæra- þrot. En þá beið hjálparliðið ósig- ur hjá Oran og eftir það var auð- sætt, að fyr mundu skorta matvæli í Kut heldur en skotfæri. íbúarnir í Kut héldu kyrru fyrir í borginni. Hinir fáu, sem höfðu hætt sér út úr borginni fyrst í stað, höfðu verið skotnir, og Tyrkir gáfu það ótvírætt.í skyn, að þeir mundu skjóta hvern þann paann, sem dirfð- ist þess að yfirgefa borgina. Það hefði þá verið hið sama sem að reka mennina út í opinn dauðann, ef þeim hefði verið vísað úr borginni. Þannig hafði setuliðið éooo borgara að fæða. En 24. janúar fundust í borginni talsverðar matvælabirgðir, sem höfðu verið grafnai í jörð undir húsunum. Tók setuliðið þær og var það þriggja mánaða forði með því móti, að minka altaf skamtinn. í herliðinu voru á annað þúsund sárir menn og sjúkir, þegar borgin gafst upp. Leyfðu Tyrkir að þeir yrðu fluttir með skipi niður eftir Tigris til herbúða Breta, og fengu i staðinn særða tyrkneska fanga, sem Bretar höfðu tekið. Herfang sitt í Kut telja Tyrkir mikið, enda þótt setuliðið hafi kast- að miklu í fljótið og ónýtt sumt. Þeir segjast hafa tekið þar 40 fall- byssur, 20 vélbyssur, nær 5000 rifla, mikið af skotfærum og tvö skip. Yfirliðsforingjar setuliðsins voru allir brezkir, en helmingur undirliðs- foringjanna voru Indverjar. Her- mennirnir voru flestir indverskir. Segja Tyrkir, að aðeins fjórði hver maður hafi verið brezkur. Strákskapur. Víða hefir verið kvartað undan því upp á síðkastið, að einhverjir strákaóþokkar brytust inn í garða og Útihús ýmsra bæjarmanna og ónýttu ]E1IBEIIQE]IBE I Asg . G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Nýkomið stórkostlegt úrval áf Karlmanna-, Unglinga og Drengja I fatnaöi, einst. jökkum og btiximi, allar stærðii. Olínföt ensk og norsk, Glanskápnr allar stærðir | Sökum stórkostlegra innkaupa á þessum vörum getum við boðið okkar viðskiftavinum álika verð og áður. cJlsg. St. Sunnlaucjsson S @o. ■==nr==iMr==inimr=iar=]E=2r-............ alt, sem hægt var að ónýta. Er leitt til þess að vita, að aldrei skuli nást í pilta þá, sem valdir eru að slikum skemdum. í garði Halldórs Daníelssonar yfir- dómara er dálitið skemtihús i norð- vesturhorninu. Húsi þessu var vit- anlega vandlega læst í fyrra haust og í það kom ekkert af heimafólk- inu í langan tíma. En þegar komið var þangað inn, kom i ljós, að hurð- in hafði verið opnuð með fölskum lykli og alt, sem í húsinu vir, brotið og skemt. Stólarnir voru brotnir í smáparta og auðséð, að óþokkinn eða óþokkarnir hafa gert sér alt far um, að láta ekkert verða eftir óskemt. Þá hefir og ýmislegt verið skemt i garðinum í vor. Greinar brotnar af trjám, blóm rifin upp o. fl. Það er ekki gott að segja um, hverjir eru valdir að þessum skemdum, en það væri óskandi, að það kæmist upp, svo hægt væri að refsa þeim duglega fyrir. Talsíminn. Hr. ritstj.! Hafið þér ekki tekið eftir hinu sama og eg, aðþráttfyrir það þótt Reykvíkingar hafi nú haft talsima í nokkur ár, þá kunna þeir ekki að nota hann enn. Hér á eg aðallega við það, að þá er hringt er, kunna menn ekki að svara. í stað þess að kalla þegar upp símanúmer- ið, eða geta nafns símaeiganda, svara menn með hinu alkunna »Halló«, og oft kemur það fyrir, að menn verða lengi að þýfga þann er svarar, um það, hvaða simanúmer miðstöð hefir gefið manni. Þetta gremst manni oft og tíðum, enda er æfin- lega að því óþarfa töf og leiðinlegt er það auk þess. Hitt hefir mér og oft gramist, þá er síminn hring- ir og eg svara annað hvort með nafni eða simanúmeri, hvað menn geta enzttil að spyja: »Hvar er það?» — »Er það númer . . . ?* — »Er það hjá N. N.?« og alt fram eftir þeim götunum, io—20 óþarfa spurn- ingar í einni stryklotu. Sjáið þér — eða nokkur af lesendum blaðs yðar — nokkurt ráð til þess að bæta úr þessu ? Símanotandi. £=E3 DA0BÓFJIN. Afmæi í gær: Ingibjörg Brands, kensluk. Stefán GuSmundsson, trésm. Sólaruppráskl. 2.34 Sólarlag — 10.18 Háflóð í dag kl. 4.35 f. h. í nótt og kl. 4.54 e. h. Veðrið í gær. Mánudaginn 29. ma/. Vm. a. kaldi, hiti 6,9 Rv. a. kul, hiti 8,5 íf. logn, hiti 5,7 Ak. logn, hiti 8,5 Gr. logn, hiti 6,0 Sf. logn, hiti 3,0 Þh. F. logn, hiti 9,6 Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. (Myndasafnið er í Alþingishúsinu opið á sama tíma). Túnin grænka nú óðum og tró í görðum laufgast, enda er framúrskar- andi gróðrartíð, hlýindaregn á hverj- um degi. Steinbryggjan. Við hana var gert í vor og átti hún nú að vera jafn- góð og ný. En svo virðist sem eigi veiti af að fara að gera við hana aft- ur. Hafa steinarnir allir aflagast, sokkið, sporðreists o. s. frv. En hvern- ig er með viðgerðina? Ber verktakl enga ábyrgð á hennl? Njörður kom inn í gær með dágóÖ* an afla. Járnplanka þá hina miklu, sem legið hafa á uppfyllingunni fyrir fram- an Hafnarstræti, er nú verið að reka niður hlið við hlið framan við stólp- ana, sem bera eiga aðal-hafnarbryggj* una. Eiga þeir að brynja framhlið bryggjunnar. Noah, seglskip með kol til »KoI og Salt«, er nú verið að afferma hór á höfninni. Botnía ætti að geta komið hingað á morgun. Kvöldskemtunin í Bárunnií fyrra- kvöld var mjög vel sótt. Þótti þar bezta skemtun. Leikfélagið hefir nú lokið sínu starfi að sinni — leikárið á ■ enda. Yfirleitt hefir þetta árið verið ágætt fyrir fólagið. Sumartíð. Menn sem riðu upp að Mosfellsheiði á Sunnudaginn sögðu að heiðin væri nær alveg snjólaus nú. Víða á heiðinni er farið að grænka mikið. Njósnir Þjóðverja í Frakklandi. (Eftirj Georges Prade). Eg er ekki kunnugur njósnar- aðferðum Þjóðverja í Englandi, en eg hefi haft tækifæri til þeas að athuga njósnarstörf þeirra f Frakklandi og og eg ímynda mér að aðferð þeirra sé hin sama í Bretlandi. Hið einkennilega við njósnarstarf Þjóðverja — áður en ófriðurinn hófst höfðu þeir 60.000 njósnara víðs- vegar út um heim — er það, að það er nær einvörðungu falið um- boðsmönnum. Þýzki njósnarinn er ekki á ferðalagi; hann er um kyrt í landinu þar sem hann á að njósna. Hann hefir ætíð með höndum eitt- hvert starf, sem gerir veru hans skilj- anlega, burtför h*ns, bréf hans og fjár- sendingar þær, er hann fær. Aðal- lega eru þessir njósnarar umboðs- menn vátryggingarfélaga. Þegar eg var að afla mér upp’- lýsinga um þýzka vátryggingarfélag- ið »Viktoria zu Berlinc, sem er hið stærsta í Norðurálfu og hefir vá- trygt fyrir 80 milljónir sterlings- punda um allan heim — þar af t2 miljónir í Frakklandi •— komst eg að því, að í skrifstofum þess * Avenue de L’Opera i Paris var sér- stök deild, sem var nefnd »Special Búro*. A þeirri skrifstofu unnu a^ eins ungir Þjóðverjar, 25—30 ára að aldri, liðsforingjar í varaliði Þjóð' verja, sem dvöldufimmeðasexmáuúð1 i Frakklandi. Þeir fengu 40 sterliugs' punda liðsforingjalaun á mánuði auk þess fé tii ferðakostnaðar. Þelí gerðu ekki annað en ferðast i reiðum um þvert og endilangt Fri&'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.