Morgunblaðið - 31.08.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1916, Blaðsíða 1
Fimtudag 31. ágnst 1016 HOBGDNBLABID 3. árgang. 297. tðlubiaG Ritstjórnarslmi nr. 500| Ritstjóri: Viihjálmur hiosen. [ísafoldarprentsmiðja j Aigreiðslnstmi nr. 500 ■msiBH Roykjavíkur Biograpli-Theater Talstmi 475. Kven-stúdentarnir. Skemtilegur og áhrifamikillsjón- íeikur i 3 þáttum, leikinn af hinum ágætu dönsku leikurum: Frú Ellen Rassow, — Alfi Zangenberg, Hr. Anton de Verdier. Nýjar fást á Vesturgötu 11. BIO BIO K. F. u. m. Vinnan í kvöld. Aríðandi að allir mæti. Segldúkur. Bezta tegund af ameriskum segldúk á mótorbáta, 12—40 tons, sem til íslands hefir komið, fæst hjá seglasaumara Guðjóni Olafssyni, Bröttugötu 3 B. Vottorð. Við, sem höfum unnið úr þessum segldúk frá Guðjóni Ólafssyni, vottum hérmeð að hann reynist ágætlega. Runóliur Ólafsson, Guðmundur Steiánsson, seglasaumari. seglasaumari. „Ttvancs moforinn“ tilbúinn af A/B. B. A. Hjorth & Co. Stockholm, stærstu mótorverksmiðju á Norðurlöndum sem veitir 500 manns árlega vinnu, hefir neðantalda kosti: Einföld gerð. Auðvelt að setja á stað. Auðvelt að passa. Auðvelt að setja niður. Engir ventilar i sprengiholinu. Þarf ekki að nota lampa eftir að vélin er sett á stað. Engin eldhætta. Úrvals efni og vönduð vinna. Léttur. Tekur lítið pláss. Abyggilegur og hefir vissan og jafnan gang. Varahlutir fyrirliggjandi hjá umboðsmanni. Er allra mótorvéla oliusparastur. Eins árs ábyrgð. Af mótorverksmiðjum er verksmiðjan 8ú einasta sem nú getur afgreitt með mánaðar fyrirvara. Umboðsmenn um alt land. — Allar frekari upplýsingar gefur umboðsmaðurinn hér: Herra skipasmiður Eyólfur Gíslason, Vesturgöiu 34, og eru menn beðnir að snúa sér til hans með pantanir sínar. Aðalumboðsm. fyrir Island: S. Jóhannesson, Laugavegi 11. Til leigu frá 1. október næstkomandi eða fyr 6 herbergja íbúð með miðstöðvarhita og fullkomnum íbúðarskilyrðum, fyrir hvort sem er eina eða tvær tjölskyldur. Upplýsingar í síma nr. 1. Erí. símfregnir frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn 29. ág. JÞjóðverjar hafa sagt Búmenum stríð á hendur. Gjaldkeramálið. VIII. Bréf stjórnarráðsins. Reykjavík, 14. april 1916. jafnframt þvi að senda banka- stjórninni hjálagt bréf Jóns Páls- sonar féhirðis Landsbankans, skal beiðst skýrslu bankastjórnarinnar um það, hvort og að hve miklu leyti hún hefir, eða einstakir menn úr henni, gefið gjaldkeranum þær fyrir- skipanir, sem f bréfinu getur, og einnig skýrslu um þann ágreining af þvi, að gjaldkeri hafi litið á skjöl bankanum tilheyrandi, 7. þ. m. °f? bók eða bækur, er hann kveður fDnan bankastjórann hafa af sér tek- í sambandi við þetta er lagt fyrir bankastjórnina að senda stjórn- arráðinn með svari hennar við áður- nefndnrn atriðum orðrétt afrit af nndargerð bankastjórnarinnar fri 7. april, þeirri er getur í bréfi gjald- kerans. Fylgiskjalið óskast endursent með svarinu. Einar Arnórsson. Jón Hermannsson. Til stjórnar Landsbankans. IX. Svar Bankastjórnar. Reykjavík, 26. apríl 1916. Vér höfum meðtekið bréf hins háa stjórnarráðs dags. 14. þ. m. ásamt meðfylgjandi kærn féhirðis yfir bankastjórninni. Út af kæru þessari og til skýring- ar samþykt þeirri, sem bankastjórn- in gerði á fundi sínum 8. þ. m., sem hér með fylgir i eftirriti, vilj- um vér leyfa oss að taka fram það, sem nú skal greina. Eftir að úrskurður féll í gjaldkera- málinu 23. febr. þ. á., hefir féhirð- ir tekið upp á þvf, að ganga á milli ýmsra starfsmanna bankans og hanga yfir þeim þar sem þeir hafa setið við vinnu sina, svo og að hnýsast í bækur, bréf og önnur skjöl bank- ans, sem ekki snerta starf hans. Kemur þetta atferli hans allkyn- lega fyrir, og hefir bankastjórnin verið sammála um það, að hindra þyrfti féhirði í því að vera með hnýsni þessa í bækur bankahs, bréf og önnur skjöl, að svo miklu leyti sem það eigi kæmi í bága við störf hans. Undir núverandi kringumstæðum, eins og féhirðir hefir hagað sér bæði í þessu tilliti og öðru síðan ofan- greindur úrskurður féll, teljum vér sem sé afaróheppilegt, að hann hafi með höndum aðrar bækur og skjöl en starf hans snerta. En þar sem vér lítum þannig á þetta mál, töldum vér nauðsynlegt NÝJA BÍÓ Svefnganga. Ljómandi fallegur sjónleikur í þrem þáttum, leikinn af leik- endum Nordisk Films Co. Það er flest sem gerir þessa mynd skemtilega en þó öðru fremur hin aðdáanlega náttúru- fegurð, sem þar er sýnd. Er það liklegt að menn muni hafa gaman af að sjá hina miklu skíða- og sleðabraut úti í skóg- inum. að vanda um þetta við féhirði. En hann virðist ekki geta sætt sig við, að vér setjum slíkar hömiur á at- ferli hans, þar sem hann hefir kært oss fyrir stjórnarráðinu fyrir þessar sakir. Annars skýrir hann í kær- unni ekki rétt frá atvikum, og vilj- um vér því segja frá þeim hér. Að morgni þess 7. þ. m. kom bankastjóri Björn Kristjánsson fram í herbergi bókara og skýrir hann og aðrir, er við voru staddir, þannig frá því, sem honum og féhirði fór á milli: Banka'tjórinn sá, að féhirðir hafði tekið sér sæti, eins og oftar, við það borð, sem Sigríður Brynjólfs- dóttir situr vanalega við, er hún færir vlxlabækur bankans. Handlék hann þar vixla, er lágu á borðinu, og virt- ist vera að athuga þá, en þeir voru starfi hans alveg óviðkomandi, með þvi að hann hafði afgreitt þá dag- inn áður, og þeir voru nú komnir í umsjón annars starfsmanns. Vék bankastjórinn sér þá að féhirði og mælti á þá leið, að þeir væru hon- um óviðkomandi. Vék bankastjór- inn sér síðan frá. Rétt á eftir kom hann aftur til þess að sjá hvort féhirðir hefði ekki hætt að hafa víxl- ana með höndum, og er hann sá, að féhirðir var enn að hnýsast i þá, sagði hann við féhirði, að banka- stjórnin ætlaðist ekki til, að hann hefði aðrar bækur, bréf eða skjöl með höndum en þær bækur, sem viðkæmu féhirðisstarfinu, og bréf eða önnur skjöl, sem gengju í gegn um hendur hans sem féhirðis, á meðan á afgreiðslu þeirra stæði, og hann ætti að vera i afgreiðslusalnum í starfstíma bankans. Féhirðir kvaðst ekki mundi taka þessa skipun til greina, nema hún kæmi frá fleirum úr bankastjórninni, og mælti á þá leið, að engar »yfirheyrslur< hefðu farið fram um þetta eins og vant værL Bankastjórinn inti fébirði þi eftir þvi, hvort hunn ætlaði ekki að hlýða skipun sinni, en féhirðir svar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.