Morgunblaðið - 15.01.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Saxon framtíðarbifreiðin Sterkust, bezt bygðr vönduðust og smekk- lepust. Sérlega vaud- aður 3 5 hesta, 6 cylind- era mótor. Benzin- mælir er sýnir nákvæm- lega fylling geymisins. Sjálf»starterc og rafljós af nýjustu gerð. Vott- orð frá ísl. fagmanni fyrir hendi. JOH. OLAFSSON & Co, Simi 584. Lækjarg'ötu 6. nema eðlilegt. Þeir höfðu lagt líf og limu í hættu fyrir það mál- efni, er ríkinu var heilagt og þess vegna áttu þeir að ráða. En miklu meira tillit verður tekið til þeirra manna, er hverfa heim úr þessum hildarleik, heldur en nokkurra hermanna áður. Og jafnaðarmenskan í skotgröfunum festir þær rætur, sem seint eða aldrei verða upp slitnar. Jafnað- armenskan verður ráðandi hér í heimi, þegar stríðmu er lokið og lengi þar á eftir. En hún verð- ur raeð nokkuð öðru sniði, held- ur en jafnaðarmenska sú, sem nú er. Blóðbaðið mikla þvær úr henni sorann — tekur við gjall- inu og skilar jafnaðarmenskunni hreinni. Og það verða ekki verstu afleiðingar stríðsins. Alþingi. Það stóð samíals 33 daga, en átti upprunalega aðeins að standa 21 dag. Alls voru samþykt 13 lagafrumvörp og r 1 þingsályktunartillögur; 5 frum- varpanna voru stjórnarfrumvörp en 8 höfðu komið fram frá þingmönn- um. Yfirleitt má segja að þetta þing hafi afkastað töluverðu, hvernig svo sem sum lagaákvæðin kunna að reyn- ast í framtíðinni. Og það verður heldur ekki hjá því komist, að kast- að sé höndunum til einhvers af því sem gera þarf, þegar tíminn er svo naumur. Brezku samningarnir voru ræddir fyiir luktum dyrum og veit enginn með vissu hvað gerst hefir á þeim fundi. Svo mikið er þó vist, að þingmenn munu hafa verið sammála flestir um það að óhjákvæmilegt hafi verið að semja við brezku stjórniua og að nauðsynlegt sé að þeir samn- ingar haldi áfram. Eitthvað kvað hafa verið breytt um verðið á vör- unum, enda munu Bretar vera fúsir til þess að borga meira fyrir vör- una þareð framleiðslukostnaður all- ur hefir hækkað svo mjög frá því samið var fyrst. —• Hin cýja stjórn mun væntanlega bráðlega útkljá það mál við brezku stjórnina. Hraðskreið herskip. Á skipasmíðastöð í Ítalíu hafa verið srníðuð nokkur her- skip af nýrvi gerð. Eru það mótorskip, og geta siglt 80 kíló- metra á klukkustund. Búast menn við miklu af skipum þessum, sem öll eru lítil og 8V0 sérstaklega ætlað að granda kafbátum. Þrjú skip af þessari nýju gerð eru þegar fullsmíðuð. Tunnnr eru í óskilum hjá lög- reglunni og verða seldar innan fárra daga ef eigendur koma ekki. SoFglegt slys. Akranesi í gær Hér hefir orðið sorglegt slys, er fá á sín dæmi. Sjómaður nokkur, Sigurður Sigurðsson að nafni, bjó hér ásamt unnustu sinni og systur hennar. Tvíbýli var þar í húsinu, sem hann bjó. í fyrra morgun varð fólkið hinum megin í húsinu þess vart, að full- hljótt var hjá Sigurði og reyndi konan að opna þar dyrnar, en tókst eigi, því að þær voru lok- aðar. Voru þá fengnir til menn að brjóta upp dyrnar. Þegar inn kom, var þar alveg ólíft fyrir ljósreyk og sá ekki handa skil. En er dálítið rofaði til, fundu menn Sigurð örendan við rúm- stokkinn, en unnustu hans, Jóu- ínu Jónsdóttur, og systur hennar, Guðrúnu, fundu menn með lífs- raarki. En Jónína dó kl. 7 í gær- kvöldi og Guðrún kl. 3 í nótt. Þessi sorglegi atburður hefir vakið hrygð mikla hér og þykir mönnum sviplegt fráfall þessara þriggja manna, á bezta aldri. ÐAÖBÖffl N• iZíZ* AfmæJi í dag : • Asta Sigurðsson, húsfrú Guðrún Jónsdóttir, húsfrú. Óskar Lárusson, verzlunarm. Sólarupprás kl. 10 0 Sólarlag — 3 15 Háf 1Ó8 í dag kl. 9.23 f.h. og kl. 9.46 e.h. Samverjinn tekur til starfa á morg un. Er búist við því að sömu stúlk- urnar, sem aðstoðuðu við matgjafirnar í fyrra, mæti og á morgun og hjálpi til í vetur. Samverjinn er ágæt stofn- un, aem allir góðir menn ættu að styrkja, því ekki veitir af. Fátækt mikil víða. Fyrirlentrar Háskólans: Holger Wiehe, sendikennari: Gaman- leikar Dana, kl. 6—7. Æfingar í sænsku, kl. 5—6. Botnvörpungarnir, sem iegið hafa aðgerðalausir, eru nú í óða önn að búa sig til vetrarveiða. Munu flestir þeirra byrja að afla í salt í lok þessa, eða byrjun næsta mánaðar. t Nýja skipið. Fögnuður mikill var í bænum í fyrradag yfir þvíhve heppilega Nielsen framkvæmdastjóra hefir tekist að útvega skip í stað Goðafoss. Var ekki um annað meira talað / bænum. Þykir mönnum sem verð skips ins sé sórlega sanngjarnt, borið sam- an við það verð, sem skip alment eru seld um þessar mundir. Þá þykir það og ekki minst um vert, að skipið kemst í áætlunarferð svo að segja þegar í stað. Bætir það mikið úr flutninga- vandræðunum, sem nú eru. — Nafnið á skipinu þykir mörgum ljótt — en menn venjast því von bráðar. L. F. K. R. Fundur í kvöld í Iðnó kl. 9. Fjölbreytt dagskrá. Meðal ann- ars verður talað um skáldið St. G. Scefánsson og lesin upp kvæði eftir hann. Heimilt er fólagskouum að taka gesti með sér. Hermann Jónasson endurtekur er indi sitt um drauma og dulrænar sagn- ir í kvöld. Var því erindi tekið svo vel, þá er hann flutti það fyrst, að ætla má að húsfyllir verði hjá honum aftur. G u 11 f o s s fór í fyrrakvöld kl. 12 áleiðis til Austfjarða og útiauda. Fjöldi farþega var með skipinu. Til útlanda fóru m. a. Carl Olsen og Hallgrímur Benediktsson stórkaup- menn, Árni Einarsson heilbrigðisfull- trúi, Jóh. Þorsteinsson kaupm. frá ísafirði o. fl. Margir kaupmenn, sem ætluðu með skipinu, bíða hór eftir íslandi, þar eð líklegt er, að það skip komi jafnsnemma til Kaupmanna- hafnar og Gullfoss. Allir austan-þingmenn og nokkrir norðan-þingmenn fóru og á Gullfossi til Austfjarða. Kvöldskemtan allmikil var haldin í Bárubúð í gærkvöldi. Hljómleikar voru haldnir í Nýja Bíó í fyrrakvöld. Skemti þar hljóð- færasveit Bernburgs, en á milli voru sýndar lifandi myndir. Gói» gjöf. K. F. U. M. og K. var nýlega gefið Flygelhljóðfæri. Gefand- inn vill ekki láta nafn síns getið. Gasið. Eftirtektarvert var það hve miklu betur logaði á gasinu í gær en undanfarið. Skálinn, sem bæjarstjórnin lót reisa við Laufásveg til þess að bæta úr hús- næðisleysinu, er alm. kallaður »Suður- pólk. Eru þar allar íbúðir fullskipaðar. Flkki ætlar húsnæðiseklau að verða minni í vor og næsta haust, en undan- farið. Margar fjölskyldur bætast við en ekkert eða lítið sem ekkert hefir verið bygt af húsum. Island fór frá Leith á föstudaginn og ætti því að komið hingað á mið- vikudaginn. Fiskur töluverður barst til bæjarins í gærmorgun, en fisklaus má heita að bærinn hafi verið undanfarna daga. Kiflknániufélagu). Svo sem kunnugt er voru menn um tíma í sumar aS rannsaka kalkið í Esjunni fyrir fólag það, sem stofnað var hór í bænum í þeim tilgangi. Arangur varð tölu— verður af þessari rannsókn og virðist vera nóg kalk í Esjunni og ýmislegt annað, sem tiltækilegt væri að.vinna úr jörðu. Sýnishorn voru seud til útlanda / vetur, en ókunnugt er enn um árangur rannsókna sórfræðinganna þar. — Vonandi er, að fyrirtæki þetta hepnist vel. Það er / sjálfu sér engu þýðingarminni en kolagröfturinn á Vesturlandi. Þv/ eigi veeri það lítila virði að fá hór innlent byggingarefnl / r/kum mæli. Hátt kanp. Sagt, er að sumir véla- menn á mótorbátum hafi nú 300 kr. kaup á mánuði og alt »frítt«. ÞaS hefði þótt hátt kaup fyrir nokkninr^ árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.