Morgunblaðið - 15.01.1917, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1917, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIil Tilkynning. Með því að eg hefi rekið mig á stakasta hirðuleysi með að loka hliðinu á gyrðingunni að neðanverðu við hús mitt, þá bannast hér með öllum, er eiga leið að húsi mínu með vörur, reikninga eða til þess að sækja mjólk, umgangur um þetta hlið og verða þeir þvi að ganga tlin hliðið að ofanverðu við Laufásveg. Reykjavík, io. janúar 1917. Thor Jensen SJÚMENN. Mnnið að þnrrasti blettnrinn á sjö og landi er undir olinfötnnnm frá Sigurjóni. Einkasaii fyrir Island fyrir Towers físh brand Heildsala Oíiuföf Smásala. eru rnjúk, sferk, endingargóð. Jiomið og skoðið. <3TýRomié afarmiRié úrvaí af: Trawlstökkum. • Kápur — Buxur — Hattar — (gult, svart, brúnt.) Haupirðu góðati f)luf, bá mundu fjvar þú fekst fjann. Netav. Sigurj. Pjeturssonar. Hafnarstræti 16. tfflasfiinuoíia, JEagarolia, Qylinéaroíiaf (»Prövudunkar« fást eftir beiðm). H. I. S. Tvent skrítið. Tvent er það, meðal annars, sem «g hefi aldrei skilið, og þætti mér vænt um, ef einhver fyndi á því skynsamlega lausn. í fyrsta lagi: — Hvers vegna versnar svo að segja einlægt matur á matsölustöðum um leið og fjölg- ar þeim, sem kostinn kaupa? — Menn skyldu ætla, að með vaxandi um- setningu og gróða stæði kostseljandi sig við að láta hann batna. Hn reynslan sýnir hið gagnstæða, bæði utanlands og innan, að því viðbættu hér innnnlands, að kostur versnar hér Hka i hvert skifti, sem hann er settnr upp. í öðru lagi: — Hvers vegna er einlægt siður að setja upp talsíma- gjald eftir því sem símanotendum fjölgar? í víðlendustu kauptúnum hér á landi, þar sem er litil stöð með tiltölulega dýrum útbúnaði, mörgum staurum og löngum línum, hefir síma-árgjaldið verið að eins 36 krónur. Hér í Reykjavik virð- ist stöðin með yfir 500 símum hljóta að geta verið tiltölulega ódýr- ari, sem fleiri síma má leiða sam- hliða í loft- eða jarð-leiðslu. En gjaldið hér hefir þó þurft að vera 48 krónur. Og nú um leið og sim- hafar fara fram úr 600, þá harf endi- lega að hækka gjaldið á hverjum. — Eg veit vel að í stórborgum er- lendis er símhafagjald hærra en hér en það virðist vera miðað við eitt- hvað annað en kostnaðinn, því að taxtarnir eru svo afarólikir. — Hér virðist engin ástæða til að fara hærra en svo, að síminn beri sig vel og gefi góðan tekjuafgang. — En nú spyr eg: En hvers vegna þarf sfmagjald að hækka þótt símhöfum fjölgi? Væri það ef til vill ódýrara að hafa hér í Reykjavik 10 stöðvar 4 stærð við stöðina á Seyðisfirði, i staðinn fyrir þessa einu? — n Kanpið Morgunblaðið. Leyndarmál hertogans. Hefði hún aðeins vitað það, hve ósegjanlega sæll hann hafði vafið konu sína’ örmum og svarið henni órjúfanlega trygð og að ekkert skyldi fá skilið þau að. En þótt hún hefði vitað það, þá mundi hún ekki hafa trúað þvi! En enda þótt hertogaynjan reyndi að telja sjálfir sér trú um að Valen- tine elskaði hertogann ekki og gerði alt er í hennar valdi stóð til þess að útrýma þeirri hugsun, þá var hún altaf mint á það á hverjum degi. — Hvar er hertoginn? Verður hann lengi að heiman? Ætlar hann að fara eitthvað með okkur íkvöld? Ætlar hann að vera heima hjá okk- ur i kvöld? Þessum og þvílíkum spurningum spurði Valentine sjálfsagt hundrað sinnum á dag. Einu sinni dirfðist þó hertogaynj- an að hreyfa mótmælum gegn þessu. — 169 — — Elsku Valentine mín, mælti hún. Eg held að réttast væri fyrir okkur að haga okkur þannig, að taka ekkert tillit til hertogans. Karlmenn- irnir hafa svo mörgu að sinna, að við konurnar verðum að hugsa um okkur sjálfar. — En honum þykir gaman að vera með okkur, hrópaði Valentine af ákefð. Hann er ánægður þegar hann er með okknr. — Já, eg er viss um það, en þó hygg eg að réttara sé fyrir okkur að hugsa ekki svo mikið um hann. Hann getur ekki verið með okkur alls staðar, eins og þér vitið. Og í gær urðuð þér af þvi að aka vegna þess að þér biðuð eftir honum. -- Það veit eg vel. En þó vil eg heldur biða og fara allra skemt- ana á mis, heldur en hitt að hann sé ekki með okkur. — 170 — — Valentine mín! hrópaði her- togaynjan og gleymdi alveg að stilla sig. Þetta er alveg satt. Þegar hertoginn er með okkur skín sólin ætíð hlýrra og Ioftið er fegurra og það er eins og heimurinn verði allur annar. Finst yður það ekki? — Nei, svaraði hertogaynjan kuldalega. Það finst mér ekki. Það var eins og tvieggjað sverð nísti hjarta hennar, er hún hugsaði um löngu liðna daga, þegar ná- vist hans hafði gert sólarljósið bjart- ara og loftið fegurra. 9. kapítuli. Þannig fór nú fram um hríð. Hertogaynjan var eins og milli steins og sleggju. Hún vonaði að Valen- tine elskaði ekki hertogann, og hún — 171 — tírimatryggingar, sjó- og strídSTátryggingar. O. Johnson & Kaaber. Det kgl octr. Brand^Miance Kaupmannshðfrs vátryggir: hus, hú»g&&n* fcilla- konar vðruforða 0. s. írv. gcga eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. i. á Austurstr. 1 (Búð L. Nicisec] N. B. Nielseu. Gunnar Egilson skipamiðlari. Tals. 479. Veltusundi r (uppi) Sjó- Striðs- Brunatryggingar Skrifstofan opin kl. 10—4. Allskonar Br una try gg in gar Halldór Kiríknson bókari Eimskipafélagsins. Trondhjems vátryggingarfélag h.f. Allskonar brunatryggingar. AÖalnmboBsmaðar CARL FINSEN. Skólavörönstijf 25. Skrifstofntimi 51/,—6‘/2 sd. Talsimi 881 MORGU NBLAÐIÐ kostar i Reykjavik 70 anra & m&nnði. Binstök blöð 5 anra. Snnnndagsblöð 10 a. Úti nm land kostar ársfjórðnngnrinn kr. 2.70 bnrðargjaldsfritt. Utan&skrift blaðsins sr: Morgunbl5lðið Box 8. Reykjavik. Geysir Export-kaffi er bezt. Aöalumboðsmenn: 0. Johnson & Kaaber vonaði það, að hertoginn vildi taka hana sér fyrir konu. En allan þennan tima frétti her- toginn ekki neitt. Hann leitaði stöðngt frétta hjá Ruskyn, en fékk éngar fregnir hjá honum. Honum fanst sem 'þeir leynilögreglumaður- inn væru vonlausir um það að finna Naomi og sjálfur fór hann að álíta það, að eftirleitin væri nokkurs konar skollaleikur. En hefði hann nú ekki bundist órjúfandi böndum i æsku, þá hefði hann getað látið að ósknm móður sinnar og kvænzt þeirri stúlku, er ekki hikaði við að sýna það að hún unni honum. Nú vildi svo til að hertogaynjan og Lady Eveleigh hittust á danzleik hjá franska sendiherranum. Lady Eveleigh var í sjöunda himni, því að Blanche dóttir hennar var trú- — 172 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.