Morgunblaðið - 22.01.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1917, Blaðsíða 2
2 fc'ORGUNBLAÐIÐ nm að þiggja. Vitranahátíðir Forn- Grikkja(mysteria) voru einhver merki- legasta af sambandsviðleitni við æðri verur, sem verið hefir á jörðu hér. En þó vissu Grikkir ekki, að hinar æðri verur sem þeir sáu, áttu heima á öðrum hnöttum. Vegrta þess kom sambandið að minni notum og féll loks niður. Má nú taka slíkt upp aftur og miklu betur en áður. Og þegar komið er þá braut, munu verða meiri breytingar til batnaðar á högum mannkynsins á nokkrum áratugum, en á hundruðum ára áður. Hilqi Pjcturss Leiðrétting. í grein minni siðast stóð líkamir fyrir Hkamanir; líkaman eða líkam- ning má nefna það sem á útlendu máli er kallað Fantom; en mate- rialisation getur eftir atvikum þýtt iikaman eða efning (efnitöku). H. P. naassi DAðBOh'iN. sssx Afm»li f dag: Helga Johuson, húsfrá. Ingibjörg Magnúsdóttir, húsfrú. Carl Olsen, stórkaupm. Gísli Jónsson, söðlasm. Sólarupprás kl. 9.43 S ó 1 a r 1 a g — 3.37 H á f I ó 8 í dag kl. 5.3 e.h. og kl. 5.25 e.b. Fyrirlestrar Háskólans: Holger Wiehe, sendikennari: Gaman- leikar Dana, kl. 6—7. Æfingar í sænsku, kl. 5—6. Veðrið í gær. Sunnudaginn 21. janúar. Vm. a. gola, hiti 5.1. Kv. a. kul, hiti 5.1. íf, s.v. kaldi. hiti 6.2. Ak. s. st. gola, hibi 5.0. Gr. s.a. kul, frost 2.0. Sf. logn, frost 0.3. Þh., F. sv. kaldi, hiti 5.0. Þinglesin afsöl. 11. janúar: 1. Skiftaráðandi Reykjavíkur selnr 2Ó. des. f. á. Kristjáni GuSmunds- syni núseignina »MiðseJ«. 2. Ingvar Nikulásson selur 9. des. f. á. Eyólfi Gíslasyni húseignina nr. 48 viS Laugaveg. 3. Hans Petersen selur 10. okt. f. á. Jóni Halldórssyni o. fl. mótorbát- inn Hersir. 4. Jón Halldórsson o. fl. selja 17.- okt. Snæbirni Bjarnasyni o. fl. sama bát. 5. A. Obenhaupt selur 30. des. f. á. Ólafi Þ, Johnsen húsið, kallað »Villa Frida« við Þingholsstræti. 6. JÚ1ÍU8 Rr. Einarsson selur 9. okt. f. á. Jóni Magnússyni nr. 30 a við Laugaveg. 7. Jón Magnússon selur 22. des. f. á. Sigurði Oddsyni sama hús. 8. Sigurður Jónsson selur 4. þ. m. Eyjólfi Jóhannssyni vélbátinn Garðar R.E. 159. 9. Páll Ólafsson selur 9. þ, m. Ólafi Jónssyni húsið nr. 22 við Vestur- götu. 10. Landsbankinn selur 3. þ. m. Vil- hjálmi Briem húsið nr. 18 b við Laugaveg. 11. Sigurjón Sigurðsson selur 20. des- f. á C. Björnæs húsið nr. 25 við Lindargötu. 12. Eggert Jónsson selur 5. sept. f. á. Eyjólfi Gíslasyni húsið nr. 8 við Bergstaðastræti. 13. Garðar Gíslason selur 11. des. f. á. Lofti Loftssyni og Sigurði Odds- syni vólskipið Heru R.E. 167. 14. Þorsteinn Guðmundsson selur 8. þ. m. Jóni Sigurðssyni o. fl. húsið nr. 12. í Þingholtsstræti. 15. Margrét G. Thorsteinsson selur 20. des. f. á. Eyjólfi Eiríkssynil/,, húsið nr. 16 í Hafnarstræti. 16. Jón Magnússon selur 22. janúar 1914 Birni Guðmundssyni o. fl. húsið nr. 76 við Laugaveg. 17. Björn Guðmundsson o. fl. selnr 24. júní 1914 Gísla Þorbjarnar- syni sömu eigu. 18. Ólafur Jónsson selur 9. þ. m. Páli Ólafssyni eignina »Laugaland« í Reykjav/k. 18. janúar: 1. Óskar Halldórsson selur 30. des. f. á. Ara Antonssyni 9,56 hktr. land í Laugamýri. 2. Benedikt Jónasson selur 12. þ. m. Einari Finnbogasyni húsin nr. 8 eg 8 b í Mjóstræti. 3. Guðbjörg Gísladóttir selur 11. þ. ia. J. Aall-Hansen húsið nr. 28 í Þingholtsstræti. 4. Vilhjálmur Kr. Stefánsson selur 11. þ. m. Sigurði Þorkelssyni hús ið 51 b við Njálsgötu. ísland fer héðan í dag áleiðis til útlanda. Nokkrir bátar úr Sandgerði urðu aö hleypa hingað í fyrri nótt, vegna þess að þeir komust ekki inn á Sand- geröishöfn fyrir brimi. Höfðu þelr nokkurn afla meðferðis og seldu hann hór. Sæbólslega heitir hjá Aðalvík, en ekki Sæborgarlega, svo sem hermt er í blaöinu í gær, vegna misheyrnar í síma. Landar erlendis. Páll ísólfsson er orðinn organisti til bráðabirgða við Sct. Thomas-kirkj- una í Leipzig í stað kennara síns pró- fessors Straube, sem gegna þarf land- varnarskyldu um sinn. Er þetta sómi Páli og s/nir glögt það álit, sem hann þegar er búinn að afla sér. Próf í læknisfræði hefir tekið í vetur Halldór Kristjánsson (Jóns- sonar háyfirdómara). Hann er orðinn læknir við sjúkrahús í Sórey og er kvæntur danskri hjúkrunarkonu. Sjómannaheimilið. Herra ritstjóri. Nú er vér erum komin svo langt að vér höfum vígt hið nýja sjómannaheimili vort hér í bæn- um og tökum á móti gestum frá næstkomandi sunnudegi, þá finn- um vér hvöt til, gegnum hið heiðraða blað yðar, að beina þakk- læti voru til allra þeirra sem hafa veitt oss bjálp í þessu fyrir- tæki. Það hefir verið óhentugt bygg- ingarár og húsið er orðið tals- vert dýrara en ráðgert var, svo að hin árlegu útgjöld við afborg- anir o. fl. verða talsvert meiri en við var búist. En vér trúum að húsið geti fullnægt öllum sanngjörnum kröf- um. Margir hafa veitt oss hjálp, bæði hér í bænum og annarsstað- ar á landinu, já jafnvel frá Is- lendingum í Winnipeg höfum vér meðtekið gjafir og vér biðjum þá alla að meðtaka kærar þakkir. Vér viljum kappkosta að gera heimilið að virkilegu heimili fyr- ir þá sem gista það, og vér von- um að hinir mörgu vinir vorir framvegis hjálpi oss í starfi voru, svo að það verk sem hér verður unnið megi bera ávöxt og verða til gagns og blessunar fyrir marga. Reykjavík þ. 20. jan. 1917. Fyrir hönd Hjálpræðishersins S. Grauslund. Aumastir alira. í fyrradag barst mér ný bók eftir Ólafíu Jóhannsdóttur. Allir f + Islendingar kannast við hana, margir þekkja gáfur hennar og áhuga fyrir öllu góðu, og mörg- um hér í bæ er kunnugt urn hjálp- semi hennar og kærleika til allra bágstaddra. Um allmörg ár undanfarin hefir Ólafía dvalið í Kristjaniu, höfuð- borg Noregs, og starfar hún þar að björgun fallinna kvenna. Bók hennar hljóðar um einstök atriði úr lífi aumingja, sem orðið hafa á leið hennar, og nefnir hún bókina: De Ulykkeligste. Livs- skildringer fra Kristiania. Comm- ermeyers Forlag. Bók þessari hefir verið tekið afar vel um endilangan Noreg, og býst eg fyllilega við því að hún verði og lesin með athygli hér heima í föðurlandi höfundarins; og gætu margir haft gott af þeim lestri; sizt er því að neita að of mikið má af slíku tagi finna hér heima, og því er bókin lýsir, og væri- sízt úr vegi að hugleiða á hvern hátt hægast og fljótast yrði kom- ið í veg fyrir voða þann, sem af óreglu og lausung leiðir. Bók Ólafiu er eingöngu rituð í þeim tilgangi að benda sem flestum á hættuna og neyðina, og reyna þannig að stemma stigu smánar- innar til verndar æskulýðnum. Höfundur kemst svo að orði í formála bókarinnar: »Það hefir verið hlutskifti mitt að dvelja árúm saman meðal hinna aumustu allra manna. Hvað eftir annað hefi eg sagt við sjálfa mig: Ef hjálpin á að fást, verður öll þjóðin að vakna til stríðs og starfa með áhuga hins brennandi kærleika, til frelsunar börnum sínum, — börnum Noregs. —Það þarf að frelsa þúsundir og aftur þúsundir frá smán og neyð og eymd, sem framtíð þeirra felur ella i skauti sínu. Og tækist það að ná valdi á mannshjörtunum svo að sérhver maður og kona, fengju skilið það til fulls, hversu mikið er í húfi, þá mundu allir rísa upp einum huga gegn böli þessu. Eg lýsi að eins því er eg hefi séð sjálf, og þess vegna hlaut eg þrátt fyrir öll mín vanefni á margan hátt, að leið þau fram fyrir ýður, þessi ólánssömu aln- bogabörn — leggja þau að hjarta yðar og láta þau sjálf tala máli hánna ungu. Von mín um að það megi takast, byggi eg eingöngu á guði, hon- um er alt mögulegt*. Norskt blað »17 Mai«, flytur ritdóm um bókina. Þar stendur meðal annars: »Allir hafa heyrt talað um ís- lenzku líknarsysturina, sem seint og snemma er á ferli til þess að reyna að hjálpa og reísa við konur og stúlkur, sem fallið hafa í synd og vanvirðu. Margt hefir hún séð og mörg vonbrigði hefir hún reynt, en innan um allan sorann og svívirðinguna, sem því miður ber oftar hærri hlut, eygir hún þó stöku sinnum vonarbjarma, sem ber vott um gott hugarþel, þrátt fyrir alt. Ólafí lætur sér ekki nægja að standa hjá og horfa á líferni og háttasemi aumingjanna. Hún tekur þær tali, þar sem þær ramba um göturnar meira og minna ölvaðar; hún býður þeim heim með sér, hún hýsir þær, hún gefur þeim að borða og út- vegar þeim atvinnu. Hún leitast við |að vekja sómatilfinningu þeirra og bendir þeim á æðri vegu. Og innilega gleðst hún þegar einhver af »þessum aum- ustu allra« sér að sér, og hverf- ur frá syndalífinu; — en mörg eru vonbrigðin, lestirnir og synd- in felast oft á bak við tárvot augu og iðrunarorð*. Bókin ber með sér andbla0 hins eilífa kærleika sem ekki dæmir, heldur Vorkennir, seö* ekki lætur hugfallast þótt á móh blási, sem ekki leggur árar í báb heldur leitat seint og snemma þeim sem ráfa í myrkrum á viU1' götum syndarinnar, — sem leitar þeirra til þess að bjarga þeim- Æfiatriði þessara kvenna eílt ákafiega eftirtektarverð. Þau et^ skáldrit hins raunverulega ^0' myndir úr sálardjúpinu, ægile *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.