Morgunblaðið - 16.04.1917, Síða 2

Morgunblaðið - 16.04.1917, Síða 2
i MORGUNBI.AÐIÐ læt eg það auðvitað alveg afskifta- laust, hvort fleiri eða færri nemend- ur ganga í þetta andbanningafélag, sem sumir segja, að hér fé í höfuð- staðnum. Vandamenn þeirra eða fjárhaldsmenn geta leyft eða bannað það eftir þvi, sem þeim þykir við eiga, Enda þótt eg telji mér eigi skylt að eíga i blaðadeiium við greinarhöf- unda í dulargerfum um stjórn Menta- skólans, hefi eg þó að þessu sinni viljað leiðrétta þann misskiining, sem kom fram í áminstri grein í Morg- unblaðinu, svo sð almenningur geti séð, að eg hefi hvorki sýnt, né viljað sýna hlutdrægni i þessu máli. G. T. Zoega. Finnland. Hinar nýju réttarbætur. Stjórnin í Rússlandi hefir gefið út svolátandi tilkynningu: Samkvæmt því valdi, sem oss hefir verið fengið í hendur, veitum vér hérmeð aftur það trúarbragða- frelsi, þau grundvallarlög, réttindi og forréttindi, sem hverjum manni í stórhertogarkinu Finnlandi ber með réttu samkvæmt stjórnarskipun lands- ins, og vér lofum því að ganga eigi á þann rétt. Vér nemum úr gildi: i. Tilkynningu keisarans hinn 15. febr. 1899; 2. samþykt stjórn- arinnar 8. júní 1908 um meðferð finskra mála; 3. þau lög sem sett voru 30. júní 1910 án samþykkis finska þingsins, allar stjórnarvalda- birtingar sem út voru gefnar sama dag án samþykkis þingsins og allar stjórnarvaldabirtingar, sem út hafa verið gefnar eftir þessum lögum. Vér ákveðum, að þá er stríðinu er lokið, skuli numin úr gildi sú á- kvörðun keisarans, sem birt var 2. júní 1904 og mælti svo fyrir, að herskylda skyldi ná til Finnlands, og auk þess allar þær tilkynningar, sem út hafa verið gefnar siðan stríðið hófst og koma í bág við lög Finn- iands. Enn fremur upphefjum vér tilskipun 15. júní 1890 um póstmál Finnlands og tilskipun 30, sept. 1909 um eftirlit með járnbrautum í Finnlandi. Vér skipum svo fyrir að þegar skuli gefnar upp allar trú- bragða- og stjórnmálasakir, pólitískir fangar séu leystir úr haldi og land- flóttamenn fái að koma heim aftur. Vér skipum enn fremur svo fyrir, að finska þingið skuli kvatt saman sem allra fyrst svo að hægt sé að leggja íyrir það frumvarp um hina nýju stjórn Finnlands og ef þörf krefur að undirbúa grundvallarlögin. Frumvörp þessi skulu gefa þinginu ákveðnara og víðtækara vald við- vikjandi tekjum og gjöldum latid- sjóðsins og tryggja hinn gamla rétt finsku þjóðarinnar til þess að ákveða tolla. Að lokum er það ósk vor, að þau lög, sem þingið hefir samþykt, verði sem skjótast látin ganga í gildi. Auk þess skal leggjast fyrir þingið frumvarp til laga sem veiti því rétt til eftirlits með ákvörðun- um finsku stjórnarinnar og ennfrem- ur iög um æðsta dómstól, ritfrelsi og prenifrelsi og rétt til félagastofn- unar. — Þessi tilkynning er sennilega fram komin fyrir milligöngu Roditschevs, hins nýja Finnlandsráðherra. Hann kom til Helsingfors viku eftir að stjórnarbyltingin hófst og tók þá þegar að ráðgast um við helztu þjóðskörunga Finna. Roditschevs hefir jafnan verið vinur Finna, enda var honum tekið með miklum fögn- uði í Helsingfors. Fyrsta afleiðing þess, að pólitísk* um föngum eru upp gefnar allar sakir, er sú, að Svinhufvud, fyrver- andi forseti finska þingsins, er nú á leið heim frá Síberiu, þar setn hann hefir setið í útlegð. Um herskyldu Finna sem á að giida þangað til stríðinu er lokið, er það að segja að svo er mælt fyrir í lögunum »að þeir skuli herskyldir til Jandvarna og til þess^ að verja krónuna*. Er þetta nokkuð óákveð- ið, en Finnar vona það að þeir verði í mesta lagi teknir til þess að verja Petrograd, ef á þarf að halda. Finskir menn í Svíþjóð haía séð ástæðu til þess að vara þjóð sína við hinum gullnu loforðum Rússa. Stjórnarskifti í Svíþjóð. Hammarskjöld hefir nú orðið að fara frá eftir þriggja ára stjórnarfor- mensku i Sviþjóð. Ber flestum saman um það, að hann hafi á þessum tíma sýnt frábæra stjórnarhæfileika. Hann hefir jafnan getað stýrt svo fram hjá boðum ófriðarins, að kosti Svía hefir eigi verið þröngvað að mun, en þegar á hefir átt að herða, hefir hann jafnan sýnt þau þjóðareinkenni Svía að vilja eigi láta ganga á sér. Og fyrir alt þetta hefir hann hlotið maklega viðurkenningu þjóðarinnar, því að rétt áður, en hann varð að fara frá, sendu 750 þúsund kjósendur honum tiaustyfirlýsingu. Ástæðurnar til þess að hann varð að fara frá, þrátt fyrir þessa lýðhylli, liggja enn i skugganum að miklu leyti og má vera að útlendir fingur hafi þar »verið með í spilinu.« En ein ástæða er talin vera sú, að samvinnan milli hans og utahrikisráðherrans Wallen- bergs hafi eigi verið sem ákjósan- legust. Hin nýja stjórn er þannig mönn- um skipuð: S. J. Svarz forsætisráð- herra, A. A. Lindman, flotaforingi utanríkisráðherra, O. F. von Lydow landshöfðingi innanríkisráðherra. G. R. J. Aakeman ofursti hermálaráð- herra, H. H. K. Ericson flotaforingi flotaráðherra, A. Hammarström lands- höfðingi, kenslumálaráðherra, S. J. Svendborg dómsmálaráðherra, O. A. C. Carleson fjármálaráðherra, P. Dahlberg landbúnaðarráðherra og aukaráðherrar H. O. Falk og A. E. M. Ericsson. Sjr» er JSf Rvs: La na\ Íurl ie FÚ But qa neh jm anien str On'p. -4 En mm —\ Ty sH\an d —l J tQU&n —1— í ÍeLbie r? —— - \Po rtt <1Q i ■ 1 /> m hr á. Rikisskuldir ófriöaiþjóðanna. ;Ig|| i 191fl 1916 7 irkiel % ncni v' Bulr,a/Jen ?e. bi1 'n hys lánd 3e/i Jteiie/f- ’Qien Ofit, ‘0 ig 7j 'et lond EjZi/cm 88: ' V? Oo o n>ui ur Gr *J CO O o 5 X O 2.° o O © 0 0 0 0 0 0 0 0 2 > O O O © O O 0-0 OOOOOOOO .: /■■■** a. V. • JÞýzkir þjóðhagsfræðingar hafa reiknað hversu óhemjulega ríkis- skuldir ófriðarþjóðanna hafa auk- ist síðan friðnum var slitið. Fyrst eru taldar ríkisskuldir á hvert höfuð í löndunum árið 1914 og síðan ríkisskuldir á hvert höfuð í löndunum við árslok 1916. Eru þær taldar í mörkum. Sézt hér að fyrir ófriðinn hafa ríkisskuld- ir Þjóðverja verið 300 mörk á hvert höfuð, en ríkisskuldir Frakka 700 rnörk. Nú eru skuldirnar um 1100 og 1800 mörk. »Ogendalaust sígur á ógæfuhlið*, svo sem skáld- ið segir, en nú er um að gera að berjast þangað til yíir lýkur, í þeirri von að óvinirnir »borgi brúsann*. Fjármái Dana. Á íundi i fólksþinginu 17. f. m. skýrði fjármálaráðherrann frá því, að útgjöld ríkissjóðs á fjárhags- árinu 1916—17 mundu verða ná- lægt 265 miljónum króna, í stað 136 miljóna., setn áætlaðar höfðu verið. Til hermálanna höfðu geng- ið 100—110 miljónir. Tekjurnar á sama fjárhagsári taldi hann mundu verða 235 miljónir og tekjuhalla því nálægt 30miljónum. Þá mintist fjármálaráðherrann á fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár. Voru tekjurnar áætlaðar 163 mil- jónir en útgjöld 140 miljónir. — Eftir því ætti að verða 25 mil jóna tekjuafgangur, sem þó yrði enn þá hærri ef skattafrumvörp þau er fyrir þinginu lægju yrðu samþykt. — En áætluðu tölurnar væru sjálfsagt mikils til of lágar Enginn vafi væri á því að tekjur og gjöld yrðu eins mikil 0g senni- Jarðarför Ólafs sál. Þorkelsson stýri- manns frá Hafnarfirði er ákveðin þriðju- daginn 17. þ. m. og byrjar með húskveðju á heimili okkar, Kirkjuveg 13, kl. 12 á hád. Herdís Hannesdóttir, ekkja hins látna. lega meiri en á síðasta fjárhags- ári. Kvað hann alls ekki ósenni- legt að útgjöldin yrðu 300 miljón- ir á næsta fjárhagsári, en tekj- urnar líklega ekki nema 190 milj, Tekjuhallinn yrði pvl 110 miljónir. Þó bætti það úr skák að ríkið ætti mikið í sjóði. En yfirleitt væri útlitið slæmt og ráðherrann kvað3t telja það skyldu sína að vekja athygli þingsins á að al- varlegir tímar væru fyrir dyrum. ffí A. <S 11 O ly I v*. Aímæli í dog: Áslaug Johnsen, jutrgfrú Hlíf Hansen, húsfrú Kristín Jónasdóttir, húsfrú Guðjón Björnsson Iugimundur Ogmundsson Jens Sæmundsson, trósm. Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörður Magnús Einarson, dýralæknir Sveinn M. Hjartarson, bakari S ó I a r u p p r á s kl. 5.58 Sólarlag kl. 9.00 H á f 1 ó ð 1 dag kl. 2.26 og í nótt kl. 2,54 Fyrirlestrar Háskólans: Holger Wiehe: Œfingar í sænsku kl. 6—7 Danskar bókmentir á 19. öld kl. 7—8. Hafíshrafl hefir sést fyrir Horni, en eigi mikið. Sögur hafa gengið um það, að ís hafi rekið inn á Skagafjörð en þær eru bornar ti! baka aftur. Forming fór fram í dómkirkjunni f gær. Færeyskt þilskip kom hingað f gærmorgun og lagðist fyrir utan hafn* argarða. Skip þetta hafði danska flagg* ið í hálfa stöng. Komst englnn í land i gær úr skipinu svo menn vita ekkl hvort heldur það hefir mist mann út« byrðis eða einhver skipverja dáið um borð. Botnvörpnngarnir. Úr því líður þessi vika má búast við því, að sum botnvörpuskipanna verði að hætta veið- um vegna kola og saltleysls, Gnllfoss. Nú mun vera afráðið að senda Gullfoss norður, og á hann aS fara hóðan í vikulokin ef ekki verður mikil töf við afferminguna. Skipið ó að koma við á Yestfjörðum og líklega á Húnaflóa. Kora er komin til Bergen heilu og höldnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.