Morgunblaðið - 22.04.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.04.1917, Blaðsíða 3
, 2. april 167 tbl. MORGUNBLAÐIÐ g 3 neimia Elsass-Lothtinaen. til þess að geta rekið ('/friðinn af kappi, þá verðum vér að leita til þióðarinnar, sem hefir með þolin- mæði borið hita og þunga ófriðar- ins frá upphafi. Vér þekkjum engan flokkamismun, en að eins franska menn. Og vér ruunum að eins kosta kapps um það eitt, að meta rétt hugrekki og dáð hermanna vorra á þessum síðustu og alvarlegustu tímurn. — Þá er þessi yfirlýsing hafði verið lesin upp í þinginu, var samþykt trsustsyfirlýsing til stjórnarinnar með 440 samhijóða atkvæðum. Og i öidungaráðinu varyfirlýsingunni tekið með fögnuði. Árið 1914 var Ribot gerður að forsætisráðherra, eD sat að eins tvo sólarhringa að völdum. Vinstrimenn feldu hann. En nú tóku vinstri- mcnn honum með kostum og kynj- um, og af þeim 60 þingmönnum, sem eigi greiddu atkvæði um trausts- yfirlýsinguna, voru margir vinveittir Ribot. Hér á myndinni má sjá svæði það umliverfís Bretlandseyjar, er Þjóðverjar hafa bannað siglingar um. Meðfram Noregsströnd hjá Utsire er látinn opinn vegur fyrir hlutlausar þjóðir til þess að skip þeirra komist inn í Norðursjó. Hvíta strykið sem dregið er frá Falmouth og vestur úr hafnbannsvæðinu sýnír leið þá, er ameríksk- um skipum var ætluð opin fyrst í stað. Yfirljsing nýju stjórnarínnar, Þá er Briand-ráðuneytið var farið frá og Ribot hafði sett nýja stjórn á fót, gaf hún út svolátandi yfiilýs- ingu: Eftir 32 mánaða styrjöld, sem vér vorum neyddir út i, en erum ákveðn- ir í a.ð halda uppi þangað til vér höfum sigrað, er nú komið að því, að teningnum verði ka tað. Vér berjumst fyrir sigri, ekki vegna þess að vér séum svo drotnunargjarnir, eða viljum leggja undir oss lönd, heldur til þess að ná aftur þeim löndum, sem óvinirnir hafa hrifsað frá OSS og til þess að fá skaðabætur °g tryggingar fyrir þvi, að friðuiinn byggist á virðingu fyrir réttindum og frelsi þjóðanna. Nú sem stendur hörfa óvinirnir undan í fyrsta skifti og hinir hraustu hermenn vorir Tirekja þá aftur á bak. Og vér fögnum því af öllu hjarta að oss hefir tekist að leysa mikið landflæmi úr kióm óvina vorra, sem hafa haft það sorglega lengi á sínu valdi. Samt sem áður er þetta undanhald auðvitað undan- fari nýrra bardaga, þar sem óvinirn- ir munu hamast eins og þeir geta. En þegar tekið er tillit til hins roikla árangurs, sem þegar er fenginn og hinnar ágætu herstjórnar, þá treystir Frakkland sér til þess að ganga í mót óvinunum með ajuknum ákafa. Herstjórnin er svo góð sem hún getur verið., Stjórnin getur fall- komlega haft eftirlit með hernum og öUu hernaðar-fyrirkomulaginu og hún er sjálfsagður milliliður milli hersins hér og stjórna bandamanúa svo að fullkomið samræmi verði í allri herstjórn bandamanna. Annars er herstjórninni falið að fara eftir eftir eigin geðþótta um hernaðar- ráðstafanir þær, er henni virðast nauðsynlegar. Stjórnin hefir óbifan- legt iraust á herstjórninni og í nafui föðurlandsins færir bún fram binar innilegustu þakkir fyrir hina ódauð- legu hreysti, sem herœennirnir hafa sýnt. Því Dæst er minst á það i yfir- lýsingunni, að það sé nauðsynlegt að stjórnin og þingið séu einhuga og beri traust hvort ti! annars. Hlutverk blaðanna er það að halda við hugrekki þjóðarinnar og hafa áhrif á aimenningsálitið og mun stjórnin eigi ganga á ritfielsi þeirra, en á hinn bóginn koma í veg fyrir, að birtar séu rangar frásagnir og árásir gegn lýðveldinu. Signrinn er undir þvi kominn, að vér neytum allra vorra krafta til þess að beita öllu því, er oss má til styrks verða. Og að þvi leyti st3nda bandamenn Þjóðverjum miklu betur að vígi, að þeir hafa við meiri hjálpargögn að styðjast. Þegar ófrið- urinn hófst, skorti oss hergögn, en nú höfum vér engu síðri vopn en óviniroir og munum hafa það eins lengi og þeir kæra sig nm að berj- ast. En þaxð sem aðallega gerir oss óvinunum fremri er það, að vér vitum að vér berjumst fyrir réttu máli og menningu. Þar er þrek vort mest, að samband vort er eigi bygt eingöngu á hagsmunum banda- manna, heldur er tinrúg lifandi vott- ur um freisis og bróðernishugsjónir þær, sem hin franska stjórnarbylt- ing skapaði i heiminum. Þessar hugsjónir, sem viðurkendar eru um alla Norðurálfu, verða ein hin bezta trj’gging fyrir friði meðal þjóðanna og í samræmi við þetta var það, að foiseti Bandarikjanna lét nýiega í ljós ósk um það, að samband kæm- ist á meðal alira siðaðra þjóða. Vér fögnum þvi endurbótarstarfi, sem nú er fulíkomnað í Rdsslandi eftir fjórðungs aidar baráttu. Vér vonum af öllu hjarta, að lýðveldisstjórninni takist að ná föstum tökum án ai- varlegra óspekta. — S ðan er minst á það, að alvar- lega verði að gæta fjármálanna og eins hins, að afla nægs matarforða. Það má eigi spara neitt, þar sem þjóðvainir eiga i hlut, en á hion bóginn verður þá nauðsynlegt að takmarka eða leggja sigerlega niður öll ónauðsyníeg útgjöld, svo að fé ríkisins hrökkvi fyrir öllum herút- gjöldum og fj irhagurinn verði fram- vegis jafn öflugur og áður. Nýja skatta verður að leggja á þjóðina til þess að greiða vöxtu af herlátrunum. Sérstaklega eru það fjárgreiðslur til útlanda sem menn verða alvarlega að hugsa um. Það verður að reyna að minka þær vegna þess að þjóð- vörnin krefst þess. Fyrir þingið mun lagt frumvarp, sem bannar innflutn- ing á öllum óhófsvörum og miðar að þvi að betri verzlunarjöfnuður korrdst á. Það verður að gera ná- kvæmt yfirlit um öll þau hjálpar- gögn, sem vér höfum og koma mat- vælaúthlutaninni i reglulegt og fast horf. Horfurnar eru ekki iskyggi- legar, en svo að vér smíðum oss stakk eftir vexti, þá er nauðsynlegt að gæta hinnar mestu framsýni. Og Ný bók. Vinnan eftir dr. phil. Guðm. Finnbogason. Þessi bók er safn af fyrirlestrum er dr. Guðm. Finnbogason flutti í háskólanum á fyrra báskólamisserinu í vetur sem leið. Efni þeirra var um nýjustu vísindalegar rannsóknir á eðli vinnunnar ofið saman við sjálf- stæðar athuganir. — Má kalla þessa bók nokkurskonar inngang að hin- um svo nefndu »vinnuvisindum« sem höfundurinn leggur stund á og hefir styrk til úr landssjóði. Vinnuvísindin er ný visindagrein er byggist á þeirri þekkingu, sem fengin er t eðlisfræði (Fysiologi) og sálaraflfræði (Psykodynamik). Af stð- arnefndi fræðigrein fékk eg nokkur kynni á Hafnarárunum, tók þá þátt r tilraunum og æfingum þar að lút- andi tvisvar í viku um 2 ára skeið hjá prófessor Alfred Lehmann. Alment var þá lítrl trú á þvi að sú fræði- grein reyndist hagnýt. Tilraunirnar voru langdregnar og þreytandi, því að það varð að marg-endurtaka þær, til þess að einstakingseðli þátt-tak- enda og sérstakar áðstæður næði síð- ur að hafa áhrif á útkomuna. En svo erfitt sem undirbúnings- verkið alt er í einstökum greinum, því meira aðlaðandi er fræðigreinin í heild sinni. Og það verð eg að segja, að það stórgladdi mig að hlusta á fyrirlestra dr. Guðmundar í vetur og heyra um hina nýju bag- nýting þeirrar þekkingar sem ‘unnist hefir á þessum sviðum. — Menn hafa nú náð slíkum tökum á lífs- starfsemi mannlegs Hkama að menn geta mælt »vélarmagn* hans all- nákvæmlega og fundið reglur til að hagnýta það miklu betur en áður. — Að visu má segja að svo langt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.